Vísir


Vísir - 21.03.1918, Qupperneq 2

Vísir - 21.03.1918, Qupperneq 2
ViSiR Til minnis. Baðhúsið: Mvd. og ld. kl. 8—8 Bsrnalesstofan: Md., mvd., ÍOd. kL 4—8. Borgarstjóraskrifsfc.: kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfógetaekrifstofan: kl. 10—12 og 1—6 Bæjargjaldkeraskrifit. kl 10—12 og 1—6 Húsaleigunefnd: þriðjud., fóstnd. kl 8 sd. Islandsbanki kl. 10—4. K. P. U. M. Alm. lamk. mnnud. 8 sd. L. F. K. R. Útl. md„ mvd., fstd. 61. 6—8. Landakotsspit. Heimsóknart. kí. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbókasafn Útl. 1—3. Lúndsajóður, 10—2 og 4—5. Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—8. N&ttúrngripasafn snnnnd. l*/»—21/,. Pósthúsið 10—6, helgid. 10—11. Samábyrgðin 1—5. Stjórnarráð8skrifstofnrnar 10—4. Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, snnnnd. 121/,—l1/,. Löngum „seinheppilegÍS Tækifærisverð á erfðafestulandi. Erfðafestuland að stærð rúmar 33 dagsláttur fæst til kaups nú þegar. Landið er girt með 5—8 þættri gaddavírsgirðingu. Alt að kelmingi þess er al- eða hálfræktað og fylgir áburður á það í vor með í kaupinu. Steinhlaða er tekur um 500 hesta fylgir einnig. Lán á landinu eru sérlega hagstæð. Landið liggur fyrir ofan sundlaugina beggja megin við láuga- lækinn og er einkar vel fallið til ræktunar, mest valllendi, þó er nokkuð mýri með ágætu mótaki. Landið verður selt undir virðingarverði eiðsvarinna virðingar- manna árið 1914 ef strax er samið við Ounnar Sigurðsson (frá Selalæk) yfirdómslögmann. Símar 12 og 151. „Frónið vill láta líta svo út, sem það sé ósamkvæmni hjá Vísi, að telja það nú óþarft, að kalla þing saman um miðjan april, í stað þess að láta það bíða venjulegs þingtíma, úr því að það var þá ekki gert fyr. Vísi er nú sjálfsagt ofætlun að koma „flóninu11 í skilning um þetta. En ef stjórninni hefði verið það alvara frá upphafi. að fylgja nú fánamálinu fast fram, eins og látið er í veðri vaka i blaðinu, þá skilst henni þó vænt- anlega, að það hefði gefið af- stöða hennar og landsmanna allra til málsins talsvert ann- an svip, ef þing hefði verið kvatt saman þegar eftir heimkomu for- sætisráðherrans og krafan um fánann endurnýjuð tafarlaust. Aftur á móti skiftir það ekki máli, hvort þingið er kallað sam- an tveim mánuðum fyr eða seinna, þegar stjórn, þing og þjóð hefir sofið yfir málinu í þrjá mánuði. Til þess að sýna mönnum, að þetta mál sé ekki eina málið, sem Vísir sé sjálfum sér sundur- þykkur í, þá fræðir sama blað lesendur sína um það, að þegar það hafi frést í vetur, að stjórn- in hefði veitt einhver dýrtíðar- lán, þá hafi Vísir risið öndverð- ur á móti því og sagt að stjórn- in væri að setja landið á höf- uðið. En sá galli er á þessari frásögn blaðsins, að hún er al- gerlega tilhæfulaus. Stjómin hefir ekkert dýrtíðarlán veitt og engin frétt af því verið sögð, og hefir því Vísir ekkert tækifæri fengið til þess að lofa eða lasta þær lánveitingar. Hitt er rétt, að Vísir vítti það, er stjórnin, þvert ofan í fyrir- mæli þingsins, ákvað að veita engin dýrtíðarlán, hvernig sem alt veltist og það einmitt þegar harðindin voru mest um alt land og útlitiö iskyggilegast. Þá þótti Vísi líka ástæða til að kalla sam- an aukaþing, vegna þess að ber- sýnilegt var, að stjórnin ætlaði að láta það afskiftalaust með öllu hvernig landsmönnum reiddi af í harðindunum. En svo er nú „forsjóninni" fyrir að þakka, að sú ástæða til að kalla saman þing á allra óhentugasta tíma ársins, er heldur ekki lengur fyrir hendi. Tíðarfarið hefir mjög breytst til batnaðar, og þó að stjórnin hafi ekkert til þess gert, þá eru þó nú allar likur til þess að mikið rætist úr atvinnuleysinu. Þó að stjómin hafi ekki einu sinni get- að komið því í verk, að fá fisk- verðið ákveðið af Bretum, og því síður gert neitt annað til þess að styrkja sjávarútveginn, þá eru nú fiestir útgerðarmenn ráðnir í því að gera út skip sín yfir vorver- tíðina. Og þó að þing kæmi saman í apríl, þá getur það eng- in áhrif haft á það, hvort mörg eða fá skip verða gerð út í vor. Það væri þá orðið um seinan, og þeir yrðu að vera atvinnulausir eins fyrir því, sem atvinnulausir hefðu orðið, ef útgerðin hefði al- veg stöðvast. Þá er enn ótalin ein ástæðan, sem Vísir hefir talið að gerði það nauðsynlegt, að kalla þing saman sem fyrst, en það er vand- ræðaástand það, sem alt stjóm- arfar landsins er komið í í hönd- um núverandi stjórnar, og þörfin á því að hæfari menn taki við. Sú ástæða er að visu enn fyrir hendi. Og ef það er sú ástæða sem knúið hefir stjórnina til að kalla saman aukaþing á allra óhentugasta tíma ársins, þá hefir Vísir ekkert þar við að athuga. V.ísir er elsta og besta dagblaö iandsics. Bannmálið erlendis t I dönskum blöðum frá 4. þ.m. er sagt frá þvi, að neðri deild sænska þingsins hafi samþykt frumvarp til laga um að banna algerlega tilbúning og sölu á „spiritus“ (þ. e. líkl. alla svo kallaða „sterka drykki“ enekki alt áfengi); 113 þingmenn greiddu atkv. með frv. en 63 á móti. í Danmörku hefir verið safn- að undirskriftum undir áskoranir til stjórnarinnar, um að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um bannmálið o. fl. í blöðum frá síðari hluta janúarmánaðar er sagt frá því, að úndirskrift- unum sé lokið og að áskoran- irnar hafi verið sendar stjórn- inni í mörgum kössum. Alls höfðu 720 þús. manns skrifað undir áskoranirnar, en af þeim voru um 100 þús. á aldrinum frá 18—25 ára, en hinir eldri. Hafa þannig 620 þús. kjósendur (í sveitarstjórnarmálum) skrifað undir þessar áskoranirj' -og er það vafalaust töluvert meira en helmingur allra kjósenda í land- inu. Kosningar í Danniörku Þingkosningar eiga að fara 'fram í Danmörku í vor og er kosningabaráttan byrjuð. Síðan fyrir ófrið hefir flokkur róttækra frjálslyndra manna halt þar völdin, eins og kunnugt er og muu það alment álitið, að fáar hlutlausar þjóðir hafi átt betur skipaða eða röggsamari V 1S1R. Afgraiðala blaðeias i Áðalstraíi 14, opin íiá kl. 8—8 1 hvarjum degi, Skrifstofa & sama stað. Sími 400. P. O. Box 867. Ritstjörinu tíl Tiðtais frá kl. 2—ð. Prentamiðjan & Laagaveg slmi 133. Anglýwngtua veitt mðttaka í Lanín- stjðrnaaai aftir kl. 8 í, kvöldin. Augiýaingaverð: 50 nur. hver ta dálk* i stærri angl. 5 anra orðit í smfeuglýsingaBi rneí óbrayttu letri. nýkomnar Egill Jacobsen stjórn nú á ófriðartímunum en Danir. Enda er það alment við- urkent, að Zahle-ráðuneytið sé skipað úrvalsmönnum þjóðarinn- ar. Sjálfur er stjórnarflokkurinn á þingi Dana aðeins tæpur þriðji hluti þingsins, en jafnaðarmenn hafa stutt stjórnina dyggilega og þeir flokkar tveir ganga til kosn- inga saman. En á» móti þeim verða allir aðrir flokkar þingsins, alt frá „vinstri11 og lengst til „hægri“. Forkófar „vinstri“- flokksins, t. d. I. O. Christenssen, þykjast vilja koma á samsteypu- stjóru úr öllum flokkum. En stjórnarflokkuriun telur litlar lík- ur til þess, að það muni takast, enda muni ásetningur hinna öllu fremur vera að bola frjálslyndu flokkunum algerlega frá völdum og gera samsteypu úr íhalds- samari flokkunum. Þó eru ýms- ir „vinstri“-menn sem ekki mega heyra það nefnt, að taka hönd- um saman við „hægri“-menn. I ræðu sem Zahle forsætisráð- herra hélt nýlega í Eingsted- kjördæmi, sem hann er þingmað- ur fyrir, sagði bann að andsjæð- ingar stjórnarinnar væru stefnu- lausir. Þeir þættust ætla að fylgja sömu stefnu og stjórnin hefði fylgt og velja í ráðuneytið suma sömn mennina, t. d. Staun- ing, sem mestu hneykslinu olli meðal þeirra í sumar með þátt- töku sinni í Stokkkólmsfundin- um. Þeir ætli sér þannig að steypa saman í stjórn mönnum með hinum gerólíkústu skoðun- um, en af því mundi leiða festu- leysi í stjóm landsins. Á þess- um tímurn sé það mest um vert, að stjórnin sé skipuð vel sam" hentum mönnum, eem geti verið fljótir að taka ákvarðanir og .haldi fast við þær. Kvenna Karla- Barna- Regn- hlífar

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.