Vísir - 25.03.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1918, Blaðsíða 2
VxSiR Vélamaður vanur, óskast á stóran mótor- bát nú þegar. Hátt kaup í boði. Manchettsky rtu r Tauflibbar og ýmsar tegundir af karlmannahöttum Sökn Þjóðverja. Menn hafa ekki viljað trúa þvi hér, að Hindenburg hafi sagt að hann ætlaði að vera kominn til Parisar um miðjan apríl. — Margir héldu, þegar þau um- mæli hans bárust í símskeyti hingað, að þau væru skáldskap- ur, til þess ætlaður að gera Hind- enburg hlægilegan. Enginn vafi er þó á því, að sá skáldskapur, ef skáldskapur er, er til orðinn i Þýskalandi, því að i dönsk blöð er hann þaðan kominn. Hvað sem því líður, þá er enginn vafi á því, að sú hríð er nú byrjuð, sem Þjóðverjar ætlast til að færi þeim sigurinn.. Þeir vita, að nú verða þeir að sigra, eða þeir gera það aldrei, því að nú standa bandamenn helst höll- um fæti fyrir þeim. Enn er þó litið séð af árangri af sókn Þjóð- verja á hinum frægu Somme- vígstöðvum til þess að nokkuð verði um það sagt, hvernig henni lýkur. Á þeim stöðvum, þar sem aðal- sókn Þjóðverja virðist nú vera háð, hefir leikurinn boxist fram og aftur um langan tíma. Þar tóku bandamenn t. d. allmikið land af Þjóðverjum i fyrra. Þá héldu Þjóðverjar þar undan, að þvi er þeir sjálfir sögðu, af ásettu ráði. Skotgrafir þeirra voru all- ar sundurtættar af langvarandi stórskotahríð, og eftir ótölulegar útrásir voru óvinirnir orðnir þar gagnkunnugir hverjum krók og kima. Þjóðverjar hörfuðu því þegar úr þessum gömlu stöðvum sínum til nýrra er þeir áttu til- búnar að baki sér. — Ekkert er líklegra, en að eitthvað líkt hafi átt sér stað nú og vanséð hvor meira hefir unnið eða tapað i viðureigninni enn. En eitt er víst, að mannfallið er alt af meira þeirra megin, sem áhlaup- kom með s.s. BOBG. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Vanur bryti getur fengið atvinnu á gufuskipinu BORG nú þegar. Nánari upplýsingar hjá f.f. limskipafél. islands. Þeir sem óska eftir skógarviði í sumar, eru beðnir að senda mér skriflega pöntun. Verðið er kr. 2.65 á bagga = 30 kg. Túngötu 20. Skógræktarstjóriim. Prjónagarn koiTi með e.s. BORG Vissara að koma sem fyrst, þótt töluveröar birgdir hafi komiö. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. m gera. Þessi ægilegi hildarleikur hefir nú staðið svo lengi, og hvorug- ur unnið neitt á svo að gagni sé, að menn eru vantrúaðir á það, að nú muni skera úr frem- ur en í fyrra eða hitteðfyrra, er Þjóðverjar hófu sóknina hjá Verdun. Varlegra er þó að spá engu um úrslitin. En það er hvorttveggja, að nokkuð er enn til miðs apríls og á hinn bóginn vafalaust enn allmiklar torfærur á veginum tilParísar, þráttfyrir sigur Þjóðverja hjá St. Quentin. Tekjuaukaskatturinn í Danmörku. í Danmörku er lagður hár aukaskattur á þá menn, sem hafa auknar tekjur af ófriðar- ástandinu. Skattur þessi nemur fyrir árið 1916 (greiddur á fjár- lagaárininu 1917—’18) kr. 161.- 600.000,00 og er það þriðjungi meira en allar árstekjur ríkisins árin fyrir ófriðinn. Af þessum skatti greiða Kaupmannahafnar- búar fullar 123 miljónir. Eins og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, þá verja Dan- ir afarmiklu fje til dýrtíðarráð- stafana, og t. d. fær nú hver at- vinnulaus maður alt að 19 kr. á viku aí opinberu fé í pening- um (auk verðlækkunar á nauð- synjavörum og annarar dýrtíðar- hjálpar). VÍSIR. Aígrsiéela blaðeí&s I Aðalítia•. 14, ofin frá k!. 8—8 & hverjtun degi. Skrifstofa & eama stftl. Simi 400. P. O. Box 387. Ritstjöriua til riðtali írá kl. 8—3. Prentsmiöjan á Langava* 4 simi 133. AoglýiiagiMi viitt möttaka i Landi Btjörmuiai aftir kl. 8 á kvðidin. AnglýBingaverö: 50 anr. hver o» d&Iki i itærri angl. 5 anra orðii i Bmáenglýsingiua meö öbreyttn letri. Regn- hllfar nýkomnar Egill Jacobsen Kvenna- Karla- Barna- Gardínutau hvítt og mislitt. Dyratjaldaefni. Johs.HansensEnke Gónloka-vísnr. Þú hefir, verið gamla góa, gestur fleirum kær en mér, þó muntu’ ekki þeim sem róa þóknast hafa’ nm fiskiver. Samt hefir ríki svella og snjóa sundrast fyrir kraft frá þér, þú hefir gert um fjörð og ílóa færa leið, sem þarfast er. Þegar kveður þessi vetur, það mun enginn væta brá. Rann hefir markað minnis letur, máske dýpst þeim stöðvum á, þar 'sem höfðu helst aðsetur heljar klaka tröllin grá, engin mannleg mund sem getur rainsta skrefi þokað frá. Nú skal ekki neinu kviða, nú fer blessað vor í hönd. Veldi gadds og grimdar hriða gugnar fyrir sólar-rönd. Nú á lika fleyið friða frjálsa leið að auðri strönd þar sem vonglöð börnin bíða brauðs úr mildri líkuarhönd. Senn fer hlíð og grund að gróa grösum skrýðast jörðin ber blómgvast lauf á limum skóga, ljóða’ á greinum fuglaher, hýrt að kvaka heiðarlóa, hópast æður kringum sker, lömbin hlaupa létt ummóa, lifna’ og gleðjast skepna hvér. Jón Þórðarson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.