Vísir - 30.03.1918, Síða 3
ViSIR
Nýkomið með ,Borg‘
Anker og keöjur til opinna skipa og mótorbáta (allar
stærðir).
Segldúkur (hör) Eclipse nr. 0—4, miklar birgðir.
Manilla af öllum gildleika, miklar birgðir.
Coeostö (gras) 3^/2, 4, 5 og 6 þuml.
Tjörutó (ligtó). Skipmannsgarn. Verk. ^
Seglgarn (saum- og lig-garn). Mótortvistur.
Mötorlakk. Botnfarfi á tróskip.
XogS á mótorskip og stærri skip.
Sigurnaglar á fiskilínnr.
Yarmouth viðurkendu sjóföt, buxur, jakkar, ermar, síð-
og stuttkápur.
Enn fremur nýkomnar miklar birgðir af Bómullarsegldúk.
Crlóbus-dælur á stærri og minni skip.
Þar með er nú komið það, sem tilfinnanlegast hefir vantað
til útgerðar hér.
Með þvi að útlit er fyrir, að ekki verði hægt að ná í meira
af þessum vörum meðan stríðið stendur yfir, væri hyggilegast fyrir
menn að birgja sig upp í tima — eins og nokkur útgerðarfélög
hafa þegar gert meðan vörurnar voru teknar upp.
Skipaútgerðar- Veiðarfæra og Málningarvöruverslnn mín
er nú, með ofantöldum vörum i viðbót við fyrirliggjandi birgðir,
©ins vel birg og framast er unt á þessum tímum.
Alt fyrsta flokks vörur. Hentugar til notkunar hér.
Verðið sanngjarnt.
Pantanir utan ai landi ern afgreiddar nm hæl.
*Iinar: O Fllino'con
605 og 697 iUlllllg 5vli( Elhngsen.
Hafnarstræti 15.
Fró, 1. april verður lágmarkskaup múrara
OO aurar á KXuKltustunci
Múraraíélag Reyfejavikur.
Stúlka,
sem skrifar og reíknar vel, vön skrifstofustörfum (eða hefir versl-
unarskólapróf) getur fengið atvinnu við gjaldkera- og skrifstofu-
störf hér í bæ. Eiginhandar nmsókn, ásamt meðmælum og launa-
kröfu, merkt „ábyggileg", sendist afgreiðslu þessa blaðs
fyrir 3. apríl.
.f. n. a. u.
| Bæjarfréttir. ||[
Afmæli í dag.
Kristín Arnoddsdóttir, húsfrA
Regina Helgadóttir, húsfrú.
Þorsteinn GuSlaugsson, sjóm.
Brynjólfur Jónsson, úrsmiður.
Eduard Milner, slátrari.
Jónína Jónsdóttir, húsfrú.
Guðjón Jónsson, járnsmiður.
Afmæli á morgun.
Magnús S. Jónsson, pi-entari.
Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir, bfr.
Ásmundur Jónsson, sjómaður.
Helgi Pjeturs, dr. phil.
Sigriður Hansdóttir, húsfrú.
Steingr. Matthiassön, læknir.
„Lagarfoss“
liggur við Hjalteyri og er verið
að flytja í hann kjöt og gærur á
sleðum eftir isnum á firðinum, frá
Akureyri. Eru 200 sleðar í þeim
flutningum. Það er nú afráðið, og
til þess fengið samþykki Banda-
ríkjanna, að Lagarfoss fari til Nor-
egs með kjötið.
„Gullfoss“
liggur enn i New York, og er
talið víst, að sprengingin, sem þar
varð á dögunum, hafi ekki gert
honum neitt, því að engin fregn
hefir enn komið hingað um það.
„Borg“
er ófarin enn, en á^að fara héðan
í kvöld; tekur póst kl. 6.
5 krónur
færði G. U. Vísi, handa Sam-
verjanum, á miðvikudaginn.
„Rán“
fer ekki til Englands og verður
aflinn saltaður. — Er það allmikið
tjón fyrir útgerðina, því að fisk-
urinn verður ekki eins góð vara
og sá fiskur, sem þegar er flattur
og saltaður.
„Sigurður I.“,
vélskip, sem nokkrir Borgfirð-
ingar eiga, fór póstferð fyrir „Ing-
ólf“ til Borgarness í dag; til að
sækja norðan- og vestanpóst. Með-
al farþega voru: sira Gísli Einars-
son frá Stafholti, sem kom hingað
með síðustu ferö Ingólfs, og Arl
Arnalds sýslumaður.
Eldsneytisskrifstofan
er nú flutt í hegningarhúsið.
395
sinni og kvað rödd hans við, eins og þruma
í hinni þögulu smakomu.
„Guð hefir látið tuttúgu ár líða áður hul-
unni væri svift frá,“ mælti hann, „og hann
hefir ekki viljað, að rödd hefnandans heyrðist
af fáum, heldur hefir hann hagað því svo til,
. að hér eru saman koninir hinir helstu og göf-
ugustu menn ríkisins — og nú er stundin kom-
in! Sjálfa viganóttina stóðum við Nevers hvor
við annars hlið skömmu áður en viðureignin
hófst, og sáum þegar blika á sverðin uppi
hjá sýkisbrúnni. Baðst hann þá fyrir, opnaði
-sér æö, og ritaði á skjalið með blóði sínu
þrjár línur, er skýrðu frá, hversu glæpurinn
var fyrirbúinn og hver morðinginn væri.“
Gonzagua nísti tönnum og greip hendinni
■um skjalaböggulinn. Gekk hann síðan að öðru
blysinu, en leit þó ekki til þeirrar hliðar, þar
sem Lagardere stóð, og skygði með böglinum
þrisvar sinnum fyrir ljósið. Var það merkið,
Sem honum og fylgismönnum hans hafði kom-
fð sanian um.
Fundannenn tóku nú mjög að ókyrrast.
„Þarna stendur nafnið,“ hélt Lagardere á-
fram, og hóf upp fjötraðar hendurnar og benti
á skjölin. „Brjótið innsíglin og mun þá nafn
morðingjans koma fyrir dagsins ljós. Brjótið
innsiglin — og mun sá tala, sem moldu er
hulinn."
Gonzagua gaut augunum flóttalega til fund-
Þaid Feval: Kronpitihakitr.
396
armanna og spratt honum sviti á enni. Hann
sneri baki að blysinu og færði titrandi hend-
ina að því. Eldurinn Jæsti sig í skjalaböggul-
inn og sá Lagardere þa'ð, en í stað þess að
hindra það sagði hann:
„Lesið þér! Lesið þér hátt og snjalt og
látið oss heyra hvort morðinginn ber mitt
nafn eða yðar.“
Nú varð ókyrð mikil x salnum og hi-ópuðu
menn:
„Hann er að brenna skjölin, sem geyma
nafn morðingjans!“
Lagardere benti á skjölin, sem lágu nú kol-
brunnin á gólfinu.
„Sá dauði hefir nú talað,“ sagði hann.
„Hvað stóð aftan á vottorðinu?" spurði
ríkisstjórinn æstur.
„Ekki neitt,“ svai-ði Lagardere, en fundar-
menn stungu saman nefjum og undruðust
þetta allmjög.
„Ekki neitt, heri-a Gonzagua fui-sti!“ sagði
Lagardere enfremur. „Eg hefi notað yðar eig-
in vondu samvisku sem vopn á yður. Þér
hafið nú brent skjalið, sem eg staðhæfði að
mundi koma upp urn yður. Nafn yðar stóð
ekki á því, en þér hafið nú sjálfur dregið
nafn yðar fram í dagsbirtuna :— sá dauði
hefir talað!“
„Hinn selci hefir játað á sig glæpinn," sagði
397
dómstjóri ósjálfrátt, „og nú er hægt að ónýta
dóminn.“
Alt að þessu hafði rikisstjórinn stilt sig,
en nú var hann orðinn hamslaus af reiði og
kallaði upp:
„Morðingi! Þú ert þá morðinginn! TakiS
Jxennan mann fastan!“
Gonzagua hóf sig á loft, hentist fram hjá
ríkisstjóranum eins og kólfi væri skotið og
lagði unx leið bylmingshögg fyrir brjóstið á
Lagardei-e, svo að hann hrökk undan og lenti
í fanginu á furstafrúnni.
„Ekki skulu þér standa nein höpp af þess-
um sigri þínum,“ hvæsti hann og nísti tönn-
um, eins og óður niaður. Að svo nxæltu sneríst
hann á hæli og ruddist fram milli varðmann-
anna, sem ætlnðu að hefta för hans. Stóðu
þá á honum mörg sverð í eiuu, svo að hann
hopaöi undan að dyi-atjaldinu, en þá opnuð-
ust leynidyrnar skyndilega og hvarf Gonza-
gua út um þær, eins og jörðin hefði svelgt
hann. Þvi næst heyrðu menn, að slagbrandi
var skotið fyrir dyi-nar að utan verðu.
Lagardere varð fyrstur til að ráðast á dyrn-
ar, enda var honura kunnugt um þær, því
að hann hafði einmitt notað þær sjálfur dag-
inn áður, meðan á ættarfundinum stóð. La-
gardere hafði nú lausar hendur, því að bönd-
in höfðu brostið af þeirn um leið og hann
fjekk höggiö, en annars var hann ómeiddur.