Vísir - 10.05.1918, Page 3
vísir
Stýrimann
vantar á m.s. Drekann um tíma.
Þeir sem vildu fá stöðuna tali við skipstjórann í dag.
Drekinn liggur við liafnarbakkann.
Atvinna.
Tveir duglegir fiatningsmenn og tvær stúlkur vanar fiskverk-
un óskast norður á Langanes í sumar, til þess að taka þar á
móti fiski.
Fólkið þarf að vera komið norður í júnímánuði.
Afgr. visar á.
veriö aö kaupa sér friö lijá al-
þýöu fyrir misgjöröir sínar í syk-
urmálinu. En hafi sykurverös-
„faömlög“ stjórnarinnar í'eynst fá-
tæklingum hörö, eins og séra Sig.
Stefánsson kornst aö oröi,þá munu
grj ó t v i n n u f a ö m 1 ö g i n ekki síður
tiafa veríö ltöld, og meira en vafa-
Sí mt, aö eftirtekjan af þeirri vinnu
jhafi svarað óbeina kostnaöinum,
sem fólgin er í óvenjulegu sliti á
mönnum, sem vinnuna stunduöu í
yerstu gaddhörkunum.
Ef það er rétt, sem ekki er
ástæða til að vefengja . þar sem
íjármálaráðherran sjálfur sagði
það á þingi, að beint t a p á þess-
ari vinnu hafi orðið 70—80 þús.
krónur, þá hafa tekjurnar ekki
orðið miklar, því að ekki munu
fleiri menn hafa stundað vinnuna
til jafnaðar en svo, að af tekju-
hallanum komi ekki að minsta
kosti 100 kr. á fnann á mánuði.
Þann styrk hefði því verið hægt
að veita mönnum þessum lands-
sjóði að skaðlausu, og er lítill vafi
á því, að það hefði verið affara-
sælla. Og fróðlegt væri að bera
útgjöld bæjarsjóðs til atvinnubóta
og dýrtíðarlána saman við þessi
útgjöld landssjóðsins. En það
veröur líka vafalaust g-ert af þeini,
sem faliö hefir verið að rannsaka
þessar og aðrar gerðir stjórnar-
inna.
•■A.U.«t.vL.vL.vL.U.vL.U.vL.>L.
j Bæjarfréttir.
*
f-
?-
F-
9-
Trúlofun.
Ungfrú Ragnheiður Jónsdótt-
ir í Þingholtsstræti 15 og Jóhann-
es Jóhannsson sjómaður hér í
bænum hafa birt trúlofun sína-
„Bisp“
kom að vestan í nótt og fer héð-
an aftur til útlanda næstu daga.
Veðrið í dag
í morgun var 6 stiga hiti í Vest-
mannaeyjum, 6,1 í Rvík, 7,8 á ísa-
firði, 4 á Akureyri, 3,5 á Gríms-
stöðum, 2,9 á Seyðisfirði. Loftvog-
in lægst á Alcureyri.
Sögulestur
Einars Kvarans í Bárubúð var
prýðisvel sóttur, húsið troðfult,
eins og vænta mátti. Og auðséð
var að áheyrendum gatst vel að
sögunni. Allir vita hvernig bekk-
irnir í Bárunni eru, en þrátt fyrir
það hefðu menn fúslega setið leng-
ur og hlustað. Skáldið byrjaði í
miðri sögunni og las siðan hvildar-
laust í tvær klukkustundir, og þvi
lengra sem leið, því meira fýsti
menn að heyra. — Hyggja menn
gott til þess að fá söguna prentaða,
en hennar mun von á næstunni.
Nýkomið:
Waterproofskápur
Rykfrakkar
Alfatnaðir
Peysur og Treflar
Manehettskyrtur
misl. og hvitar.
Hálstau
linir flibbar.
Nærfot og
Höfuðföt m. m.
Best að versla í
Fatahúðinni
Hafnarstræti 16. Sími 269.
Tvö seglskip
frönsk, komu hingað í gær,
hlaðin salti. Er saltið ætlað frönsk-
urn skipum, sem eru á fiskiveiðum
hér við land-
„Sterling“
lig'gur líkleg-a enn á Hrútafirði.
Ilafði komist þangað seinna en
ætlað var og legið um kyrt i þoku
úti fyrir Skagaströnd.
59 menn
höfðu falast eftir herbergi einu,
sem auglýst var hér í blaðinu í
gær.
„Gullfoss“
fór frá Halifax þ. 8. þ. m. á
leið til New York.
Kartöflur
seltu' landsverslunin nú á 45 kr.
tunnuna, en kaupmenn á 44-
Enska þingið.
í ensku blaði frá 12. apríl, er
getið um það, að ráðgert sé að
gera breytingu á skipun efri
málstofunnar, eða lávarðardeild-
arinnar, í enska parlamentinu,
sem síðar var sagt frá í sim-
skeytum, er hingað hafa borist*
Ráðstefna hefir verið haldin
um þessa fyrirhuguðu breytingu
og segir blaðið að niðurstaðan
^Lafi þar orðið sú. að láta lávarða-
deildina sjálfa kjósa nokkurn
hluta deildarinnar, neðri mál-
stofuna anuan hluta, héraðsstjóm-
irnar þann þriðja og loks að
fjórði hlutinn verði kosinn al-
mennum kosningum um land
alt.
96
brá hún fyrir sig frönsku og gat eg þá fyígst
með.
„Er þetta áreiðanlegt?" spurði hún.
„Hans hágöfgi síraaði til mín klukkan sex
í kvöld frá Kantaraborg.“
„Það er þá bersýnilega hættulegt að fara
þangað?“ spurði hún.
„Já, það er það áreiðanlega-“
„Hvað hefir vitnast um þetta?“
„Hvorki eitt né neitt og hans hágöfgi veit
ekkert um það enn.“
„Og hvar er konan hans?“
„Hún er í Montreux — í gistihúsinu Ex-
celsior."
„En hvernig væri að fara þangað?“
„Þaö held eg væri órá'ðlegt. Þér megið ekki
g'leyma því, að þ'að verður áreiðanlega setið
um yður á Norðurbrautarstöðinni í París og
þaðan verður yður veitt eftirför hvert sem
þér farið.“
„En í Calais?“
„Nei, ekki býst eg við því. Þeir eiga von
á yður til Parísar og sitja fyrir yður þar,
því að líklega hafa þeir komist á snoðir um,
að þér munduS koma þangaö bráðlega- Síðast-
liðna viku hafa verið hafðar gætur á öllum
vagnlestum, sem komið hafa frá Lundúnum."
„Núnú! Hvað viljið þér þá ráða mér?“
spurði hún höstuglega. „En annars get eg
ekki nógsamlega þakkað yður þetta alt sam-
an.“
Hinn ókunni maður gaut til mín hornauga
og mælti því næst:
„Ef eg mætti ráða yður nokkuð, þá lield
eg að hyggilegast væri aö halda í þveröfuga
átt þegar þér komið til Calais. Þar ættuð þér
ekki að standa neitt við, heldur fá yður þegar
farseðil til Kölnar og leggja leið yðar um
Herbesthal og Aix og gætuð þér verið koriiin
til Kölnar laust fyrir nón. Svo ættuð þér að
halcla þar kyrru fyrir og hvíla yður þangað
til annað kvöld og halda síðan áfram til Ham-
borgar, en þar getið þér dvalið á laun án
þess að uppvíst verði.“
„í hvaða gistihúsi ?“
„í Hallargjstihúsinu, og þar mun eg setja
mig í samband við yður.“
„Jæja — og þar geng eg undir nafninu
ungfrú Wilson og lætst vera ensk.“
„En þessi vinur yðar,“ spurði hann. „Er
óhætt að treysta honum?“
„Æ, hvað er að tarna!“ hrópaði hún. „Eg
glcymdi að kynna ykkur hvorn öðrum. Þetta
er vinur minn, Vesey læknir frá Lundúnum
— og þetta er Janeskó kafteinn.“
Ilanu hneig*öi sig með húfuna í hendinni og
sagði mjög kurteislega á frönsku:
„Eg tel mér það til heiðurs að kynnast herra
lækninum."
98
\ ' - ’
„Og eg tel mér það sömuleiöis heiður að
fá að kynnast yður,“ sagði eg líka á frönsku.
Þá fyrst rankaði þau við því, að eg hefði
skiliö það sem þau voru að segja, en fengust
ekki meira um það.
Nafnið Janeskó var hálf-ítalskt og hálí-
spánskt og heyrði þó raunar hvorugu því
máli til.
„Jæja — þetta er þá afráðið,“ sagði Xenía
á frönsku, og gat hún þess um leið, að kaf-
teinninn skildi ekki ensku. „Eg verð þá komin
til Hamborgar á öðrum degi hér frá, ef þér
teljið það víst, að það sé hyggilegast að fara
þá leiðina."
„Það er áreiðanlega hyggilegast og hans
hágöfgi veit ekkert um þetta enn sem komiö
er. Að öllum líkindum fær hann ekki ensku
blöðin fyr en eftir tvo daga og jafnvel þótt
hann fái þau þá getur hann ekki grunað sann-
leikann í þessu, allra síst meðau Lundúna-
lögreglan gengur hans dulin."
„Jæja! Nú megum við ekki tefja' ieriguf,
þvi aö þá kemst eg ekki til Dóver í tæka tíð,“
sagði Xenía angistarfull. „Getið þér orðiö
okkur samferða nokkuð af leiðinni?“
»Já, eg get orðið samferða til Canterburv
en þarf að vera kominn til Lundúna aftur í
fyrramáliö."
Hún færði sig þá til svo aö kafteinninn gat
fengið sér sæti á milli okkar. Var vag-nhurð-
William le Queux: Leynifélagið.