Vísir - 16.05.1918, Blaðsíða 4
VÍSÍR
Leikfélag Reykjavíkur.
Landafræði og ást
verður leikið annau hvitasunnudag 20, rrwxi
kl. 8 BÍðdegis í Iðnaðarmannahúsinu.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á laugardaginn frá kl. 4—8 síðd.
með hækuðu verði og á annan hvítasunnudag frá kl. 10—12 árd.
og frá 2—8 síðd. með venjulegu verði.
Merkur,
sjálftónandi dagsljós-kobíu póstkort,
og gasljós (Bromide),
fást ennþá á Laugaveg 10.
,Wli tAriJUr * tia .ú* ’de Utf tLi p
Bæjarfréttir.
Afmæli í dag.
Richard Torfason bankabókari.
Valdimar S, Briem.
Jórunn Norömann hfr.
H. F. Schram, smiiSur.
Magnús Pétursson, læknir.
Bruunið á Laugalandi.
Um kl. 3 í nótt varö fólk, sem
■var viö þvott i laugunum, |)ess
vart, að eldur var kominn upp í
liúsinu á Laugalandi, sem er þar
rétt hjá. Fólk alt í húsinu var i
fasta svefni og hafði gengið illa
að vekja, en þó komust allir út
óskemdir. Einhverju var bjargað
af innanstokksmunum. Boð voru
gerð til slökkviliðsins, en þegar
það kom á vettvang, var húsið að
falla og brann það til kaldra kola
ásamt útihúsi, sem áfast var við
þaö.
Verkfall
verður hér í bænum í dag af
hálfu verkamanna, vegna þess að
vinnuveitendur vilja ekki ganga að
kaupkröfum þeirra, sem auglýstar
voru á dögunum. En vonandi er,
aö. samkomulag náist um kaupið
með samningxnn fyrir milligöngu
góðra manna.
Að gefnu tilefni hefir Ágúst
Jósefsson bæjarfulltrúi, sem var
fundarstjóri á fundi Dagsbrúnar,
|>egar kauphækkunin var sam|>ykt,
skýrt Vísi frá því, að þar hafi alt
farið löglega fram og að fundur-
iim hafi falið stjórninni að birta
lcröfurnar á þann hátt sem gert
var.
„Geir goði“ og „Gissur hvíti“
fóru upp í Borgarnes laust fyrir
Jiádegið í gær tneð sýslumann
Borgfirðinga, Guðmund Björns-
son, konu hans og börn og bú-
slóð alla. Var sýslumaðurinn sjálf-
ur kominn hingað fyrir nokkrum
dögum, en skyldulið hans konj
með „Sterling" frá Patreksfirði.
Tvær kýr og tvo hesta flutti sýslu-
maður.með sér að vestan.
Sigurður I.
fór upp í Borgarnes í gær um
hádegi, og fór með honum eins
margt manna og komst fyrir í
skipinu. Nokkrir bændur úr Borg-
arfirði, sem ekki var rúm fyrir,
liöfðu fengið far með sýslumanni
sínum. Meðal farþega á „Sigurði
1“ var séra Ólafur Ólafsson próf.
i Hjarðarholti.
V.s. „Skallagrímur“
eign Mýramanna, var fjórða
skipið, sem héðan fór upp í Borg-
arfjörð í gær. Með honum fór
einnig fjöldi tnanna, en aöallega
fór hann ferð þessa fyrir Bjarna
Ásgeirsson frá Knararnesi.
Á þingi
á að ræða um Iaunahækk-
un yfirdóntaranna og skrifstofu-
stjóranna í dag í neðri deild, og
enn fremur er á dagskrá þingsá-
lyktunartill. fjárhagsnefndarinnar
um Tjörnnesnántuna.
Bæ jarst j ó rnarf undur
verður haldinn í dag á venjuleg-
um stað og tíma.
Séra Jónmundur Halldórsson
hefir verið settur sóknarprestur
að Stað í Grunnavík eftir ósk
safnaðarins og flytur þangað vest-
ur í vor.
Þjóðvinafélags-forseti
var Benedikt Sveinsson alþingis-
maður kosinn á fundi í sameinuðu
þingi í fyrradag í stað Tryggva
sál. Gunnarssonar.
Botnvörpungar
h.f. Kveldúlfs eru nú allir komn-
ir á leið til Englands með full-
fermi aí fiski í ís, sem þeir hafa
aflað undanfarna daga.
Trúlofun.
Ungfrú Guðbjörg Friðriksdóttir
og Magnús Ketilsson (úr Höfnuni)
bafa birt trúlofun sína.
Veðrið í dag.
í morgun var 5,6 st. liiti í Vest-
mannaeyjum, 5,1 í Rvík, 8,8 á ísa-
firði, 6,5 á Ákureyri, 5,2 á Gríms-
stöðurn og 4,9 á Seyðisfirði. Suð-
austan-átt um alt land.
Gunnar Gunnarsson
rithöfundur ætlar að lesa upp
sögu eftir sig bráðlega í Báruhús-
ínu, væntanlega á 2. í hvítasunnu.
Þarf ekki að efast um að húsið
verði troðfult.
í
HÚSNÆÐl
1
Lítil íbúð óskast nú þegar.
Uppl. búðinni Laugaveg 8. (289
Oskað ér eftir 1—2 herbergj-
um með sérinngangi, strax. Uppl
í versl. Goðafoss frá 10—12 f.b.
[854
Einhleypur, reglusamur, þrif-
inn og ábyggilegur maður ósk-
ar eftir 1—2 herbergjum. Uppl.
í gamla bankanum við Austur-
stræti. [898
Herbergi óskast nú þegar fyr-
ir 2 stúlkur, með aðgang að
eldhúsi. Uppl. Laugaveg 59 [394
Herbergi með aðgang að eid-
húsi óskast til leigu nú þegar,
A.v.á. [391
Herbergi með aðgang að eld-
húsi, óskast til leigu fyrir íá-
menna fjölskyldu. A.v.á. [390
1—2 herbergi og eldhúsaðgang-
ur óskast strax. A.v.á. [342
Herbergi óskast íyrir einhleyp-
an karlmann, helst í Austur-
bænum. Uppl. bjá Helga Mag-
nússyni, járnsmið. [345
Til leigu herbergi með rúmmn
fyrir ferðafólk á Hverfisgötu 32.
[20
f
VINNA
Stúlka óskast í góða vist i
Vestmannaeyjum. A.v.á. [325
Mig vantar nú þegar duglega
og þrifna stúlku Sigriður Bene-
diktsdóttir, Miðstræti 6. [309
Stúlka óskast i vist nú þegar
Hátt kaup. Uppl. Grundarstig
15 B. [348
Stúlka óskast i vist (ekki í
bænum) á fáment heimili. Uppl.
á Lindargötu 32, eftir 7 síðd. [356
Vor og kaupakonu vantar nú
þegar. Uppl. á Óðinsgötu 3. [416
Roskinn mann eða 13—14 ára
dreng, vantar til að smala frá-
færuám í sumar. Uppl. á Óðins-
götu 3. [417
Duglega vorkonu vantar á gott
heimili í Grindavík. Uppl Lauga-
veg 63 niðri. [420
12—16 ára gömuul stúlka
óskast nú þegar til að gæta
barns. Uppl. Njálsgötu 16 uppi.
[399
Vorkona óskast á gott sveita-
heimili, nálægt Rvik. Gott kaup
Uppl. gefur. Kristín J. Hagbarð
Laugaveg 24 c. [395
Karlmaður, vanur skepnuhirð-
ingu, óskast á heimili, í grend
við bæinn, mánaðartíma eða
lengur Uppl. í síma 572. [408
Stúlka óskast í vor og sumar
Uppl. Hverfisgöu 70 A. [409
Stúlka óskast í vor og sumar
á sveitarheimili; Uppl. hjá Guð-
rúnu Teitsdóttir, Lindargötu 14.
[407
KAUPSKAPOR
1/ w p selur
l\. V, n. brent og
malað, og Te. (346
Maddressur fást í söðlasmíða-
búðinni Laugaveg 18 B. sími
646. (336
Hinir margeftirspurðu leir- og
tauskápar eru nú til á Laugaveg
24. (314
Munið að húsgagnaútsalan er
á Laugaveg 24. (316
Tómar blekbyttur eru keyptar
í Pappírs & ritfangaverzluninni á
Laugaveg 19. [411
Af sérstökum ástæðum, er til
sölu með tækifærisverði, sjal og
kápa á Laugaveg 19. [396
llrtSÐOÖÍS- og matar-
kartöflur fást á Laugaveg 19,
dagl. kl. 5—7 síðd. [412
1 ágætis söðull til sölu. Uppl.
á Lauguveg 12. [393
Tveggjamannafar óskast til kaups
eða leigu. A.v.á. [413
Til sölu karlmannshjól með
með tækifærisverði. Upplýsingar
Spítalastíg 4 B. [392
Kvenkápa til sölu. A.v.á. [401
Reiðföt til sölu; einnig olíu-
borið pils. A.v.á. [403
Kaffikvörn (stór) óskast til
kaups. Uppl. Hverfisgötu 50
Guðjón Jónsson. [402
Dyraportier óskast til kaups
eða leigu. Uppl. Grettisgötu 1
búðinni. [404-
Varptrossa og eitt akkeri, ca.
160 kg. fæst með tækifærisverði
Vesturgötu 12. |4Q6
Karimannshjól til sölu. A.v.á.
[410
Pallegt nýtísku skinnsett er
til sölu með tækifærisverði.A.v.á.
[415
Notað kvenhjól óskastþil kaups
A.v.á. 1418
I
TAPAÐ-FUNDIÐ
I
Lítill hvítskeftur vasahnífur
með kopar-hengilés fundinn.
Laufásveg 4 uppi. [419*
2 meðalagiös töpuðust í gær,.
á Laugaveginum. Skilist til Jóns
frá Vaðnesi gegn fundarlaunum
[366
Sá sem tók hatt á Hótel
Hafnarfjörður á uppstigningar-
dagskvöld, er vinsamlega beðinn
að skila honum þangað og taka'
sinn. [400
Tapast hafa 5 kr. frá Lauga-
veg að Söluturninum. A.v.á.[405
Félagsprentsmibjan.