Vísir - 16.05.1918, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1918, Blaðsíða 5
VÍSIR VISIR. Afgrsiésla bl&ísicii 1 Aðalste*- 14, opia fíá kl 8—6 .4 bvsíjnm úegí Skrífsioia á saira st&ð. Sírni 400. P. 0, Boi SS7. Ritatjóriu® tii viðtiis fri ki. S— 6, Preaiaffiiðjan i, Langtreg i Bimi 138. AuglýtisgttK. Tsitt ttðttaks 5 L&sfo stjörnuBsi aftii kl, 8 4 kvöldin. Auglfeingftverð: 5') aur. hver en. dálks i «tæm acgl. 5 aura orð. i 8*á? ugíýsinjuæs meí öbísyttH letri. Frá Alþingi. Þingfundir voru stuttir í gær og þó mál með íiesta móti á dag- skrá í báðum deildum: 7 í Ed. en 11 í Nd., en fundir stóðu yfir að eins eina kl.stund. í Ed. var frumv. um bæjar- stjórn á Siglufirði til fyrstu um- ræðu og þurfti til þess afbrigði frá þingsköpunum, og er því sýnilegt, að nú á að fara að hafa hraðann á. Tvenn lög voru afgreidd frá þinginu: um stækkun verslunar- lóðar i Ólafsfirði (frá E.d.) og um ráðstafanir út af ófriðnum (frá Nd.). Frv. um eftirlaun B. Kr. var til 1. umr. í Ed. og varþvívís- að til 2. umr. og allsherjarnefnd- ar. Rannsókn á vátryggingum landsstjórnarinnar. Magnús Torfason flytur tillögu til þingsályktunar í Ed., um skipun nefndar til þess að rann- saka s3 ó- og stríðsvá- tryggingar landsstjórn- arinnar og íhuga, hvort til- tækilegt sé að landið taki á sig slíkar tryggingar. Væntanlega kippir stjórnin sér ekki upp við það, þó að þessi þriðja rannsókn verði fyrir- skipuð! Fyrirspurn um sykurverðs- hækknnina leyið. Neðri deild leyfði í gær, að fyrirspurn sú yrði borin upp. — En svo tregir voru margir þing- menn til að greiða því atkvæði, að nafnakalls varð að leita, en þá sögðu allir viðstaddir þing- menn já, að undanskildum tveim mönnum, þeim Einari Árnasyni 2. þm. Eyfirðinga og Þorsteini M. Jónssyni 2. þm. Norðmýlinga. Verður að skilja atkvæði þeirra svo, að þeir vilji ekki vita hið sanna í málinu — eða þá að þeir viti það fyrir, en einnig „að oft má satt kyrt liggja“. Tveir þingmenn voru svo lán- samir að vera ekki viðstaddir at- kvæðagreiðsluna, og voru það fossanefndarmennirnir, Bjami og Sveinn. En báðir sáust þeir 1 salnum á undan og eftir. Mótorbátur til leigu á Austurlandi með ágætum útbúnaði og öllum veiðarfær- um, olíu, salti og beitu fyrir útgerðartímann og húsnæði bæði fyrir fólk og afla. Upplýsingar gefa 6. Kr. Guðmunðsson & Co. Hafnarstræti 17. Sími 744. Mótorkúti i rúmlega 80 Reg. tons, gerir 7 mílna ferð; hefir stórt lestarrúm og þar að auki rúm fyrir 14—16 ferðamenn auk skipshafnar, fæst leigður til flntninga til 10.-14. júni, Bréf merkt „ TVlötorlí: ixttei'11 afhendist á afgreiðslu Vísis. Salt! Eftir vikutíma fást keypt 40 tons aí salti, ef samið er um kaup innan morgundagsins við P. A, Olafsson, Sími 580. Mótorbátur til sölu, tveggja ára, 13 smálestir að stærð, með 20 hesta Scandia-vél. Mikið af veiðarfærum getur fylgt. Menn snúi sér til Stefáns Gunnarssonar kaupmanns, Austurstræti 3. HeilbrigðisMtrúi verður skipaður fyrir Reykjavík frá 1. júlí næstkomandi. Árslaun 2400 krónur. Heilbrigðisfulltrúi má ekki gegna öðrum slörfum. Umsóknir, stílaðar til bæjarstjórnar, sendist borgarstjóra fyrir lok mánaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. maí 1918. K. Zsmsen. um Stóraselstún er strangiiega toannaöur. Yisir n úibnlddasU blaðill Prjónatusknr og Vaðmálstuskur ’hver tegund verður að vera sér) keyptar Iiæsta verði. YðruMsið. ÞÍBgfrestunii. Það hefir vakið eftirtekt manna, að í yfirlýsingu þeirri, sem for- sætisráðherrann danski hefir lát- ið birta, og birt var í blöðunum hér í gær, er svo komist að orði, að búist sé við því, „að núver- andi alþiugi verði bráðlega lok- ið, og þingmennirnir dreifist um alt ísland“ og sömuleiðis að bú- ist sé við því, að Alþingi sé undir það búið að koma aftur saman vegna væntanlegra samn- ingaumleitana, ef Danir vilji. Af þessu virðist augljóst, að íslensba stjórnin hafi í skeyta- ekiftum sínum við dönsku stjórn- ina gert ráð fyrir því, að Al- þingi yrði frestað um sinn eða elitið, og þingmenn látnir fara heim. Þingfrestunarhugmyndin virðist þannig tilorðin í stjórn- arráðinu, en ekki meðal þing- manna eins og álitið hefir verið. K. F. U. M’ í Hafnarfirði hélt á uppstigningardaginn hátíðlega vígslu síns nýja fundar- staðar í húsi því er félagið hefir keypt þar. Fyrsti fundur var haldinn kl. 11 árdegis og voru þar viðstaddir aðeins félags- menn og fáeinir aðkomandi. Gekk siðan allur hópurinn til kirkju og fór þar fram bámessa. — Klukkan 2 síðdegis var haldin samkoma fyrir börn og var hinn nýi salur í kjallaranum troð- fullur af börnum. Klukkan 4 var haldinn fundur fyrir K.F.U.K. og sóttu hann fjöldi kvenna. Kl. 8 var samkoma fyrir karl- menn, og mættu á þeim fundi fyrir utan félagsmenn, hér um bil 50 félagsmenn úr Reykjavík ásamt allri stjórn Reykjavíkur- félagsins; þar að auki voru boð- nir: prestar safnaðanna í Hafnar- firði, sóknarnefnd og bæjarstjórn Hafnarfjarðar. — Séra Bjarni Jónsson talaði fyrir hönd félags- ins í Reykjavík og þar að auki töluðu séra Árni Björnsson, pró- fastur, Magnús Jónsson, bæjar- fógeti í HafnarfirSi, Knud Zim- sen og séra Fr. Friðriksson. Fjórir meðlimir félagsins í Reykja- vík, skemtu með söng á tveim- ur síðastnefndu samkomunum. — Að fundiuum loknum voru af viðstöddum gefnar 300—400 krónur i hússjóð félagsins. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.