Vísir - 16.07.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 16.07.1918, Blaðsíða 3
Kaupirðu góðan lilut )á mundtt Imu* þú fékst hann. Nýtt inn í landið! ' Hinar heimsfrægu „DELCO“-LJÓSV.ELA.R, sem brenna sbein- olíu og búnar eru tilaf verksm. The Domestic Engineering Company eru nú komnar hingað til landsins og fást aðeins hjá Signrjóni Péturssyni — Hafnarstræti 18. Allar stærðir ai mótornm til ýmiskonar framleiðslu — bæði í hús og skip — o. m. fl. — Skrifið eftir upplýsingum til umboðsmanns „DELCO“-ljósanna á íslandi. Sigurjón Pétursson — Hafnarstræti 18. Reykjavík. M.b. Skaftfellingur fer til Vestmanneyja og 'ViliTir’ á morgun síðdegis. Flutningi veitt móttaka til kl. 12 á afgreiðslunni hjá Nic. Bjarnason. afur Briem, Pétur Ottesen, Sig. Stefánsson, Sigurjón Friðjónsson, f*orleifur Jónsson og Þórarinn Jónsson. Ráðherrarnir og Magnús Krist- jánsson greiddu ekki atkvæði. Jörundur Brynjólfsson og Þorst. Jónsson voru fjarverandi. Þingsályktunartill. um bráða- birgðalaunaviðbót símamanna var samþykt og afgreiddtil stjórn- arinnar. í efri deild var fundur á venju- legum tíma. Þar var sildar- kaupafrumvarpið samþyktóbreytt eins og það kom frá Nd. Frum- varp um verðlagsnefndir var felt frá þriðju umræðu með 7 atkv. gegn 3. í neðri deild voru launamálin til annarar umræðu. Frumvarp- ið um launahækkun lækna '1800 kr.) var felt frá annari umræðu. En dýrtiðaruppbótarfrumvarpinu (6O°/0 af fyrstu 1000 kr. af laun- M' embættis- og sýslunarmanna 30 af öðru og 10 af þriðja þús- undi) var vísað til þriðju umræðu með 11 : 9 atkv. og framkomnum breytingartillögum frestað. Þriðja umræða var ákveðin á fundi í dag kl. 10. Frá Hafnarfirði vetnrína 1917—18. Snerama gekk veturinn í garð með kulda og storma. Margur «.lþýðumaðurinn kom lítt hlað- ínn frá sumaratvinnunni. Spar- semi og hagsýni þurfti að hafa í h^ívetna til þess að fólki gæti liðið vel. tlthlutað var kolaseðlum handa bæjarbúum, því að hingað hafði verið flutt talsvert af landssjóðs- kolum. Skiftingin á kolunum fór náttúrlega fram eins og vera átti, þ. e. þannig, að ríkustu mennirnir fengu mest en þeir fátækustu minst. T. d. fókk sá maður, sem talinn er auðugastur í Hafnarfirði, hátt á níunda hundrað krónur í kolaafslætti, en meðaltal daglaunamanna var 8B kr. Af því má sjá hvílík við- brigði það eru efnamönnunum, e£ þingið ekki samþykkir dýr- tíðarhjálp í kolum á þessu þingi (þessi afsláttur er n\iðaður við, að landið hafi borgað kolin með með 300 kr. smál.). Margir kviðu eldiviðarleysi og kulda. Atvinna var lítil, en þó veitti Thor Jensen kaupm. at- vinnu, sem nam um 40 þús. kr. og mundi hafa veitt hana meiri, ef hin háttvirta bæjarstjórn eða fasteignanefnd hefði ekki að ein- bverju leyti sett honum stólinn fyrir dyrnar. Frost voru hér af- skaplega mikil, svo að flest fraus í húsum, sem frosið gat, t. d- útsæðiskartöflur o. m. fl,, sem skaða olli. Við sjálft lá, að fólk skemdist af kulda. Nokkrir góðir borgarar bæjarins höfðu komið sór saman um það í haust, að hafa hér dansleikjafólag („Klub“) til þess að viðhalda líkamshita fólks. Hve mikið hefir sparast bænum af eldsneyti á þennan hátt, er enn órannsakað, en lík- legast er, að það só allmikið. Síðan frostin minkuðu er sagt að hafi losnað um allmörg hjóna- bönd hér í kaupstaðnum, og má víst kenna „gaddinum“ um það, því hann kvað eprengja margt í sundur, bæði andlegt og líkam- legt, jafnvel þó að grnndvöllur hjónabandanna sé bygður á djúpri þekking, fórnfýsi og sam- úð. Til vandræða horfði um tíma með vatnsveitu bæjarins, vatns- pípur sprungu mjög víða og vatnið fraus, svo að við sjálft lá að fólk yrði að fara óþvegið til dansleika, ogvarlafekst vatns- dropi til að kæla tungu þeirra, er þyrstir voru. Frost voru svo mikil, að „ger“ fraus í brauðgerðarhúsum, og „hefaðist“ því illa hjá bökurun- um. í janúarmánuði var kosið í bæjarstjórn, og voru kosningar sóttar af miklu kappi. Verka- mönnum tókst að koma að 2 mönnum af sínum flokki; auk þeirra voru kosnir kaupmaður og læknir. — Svo mikið kapps- mál var gömlum konum að geta kosið í þetta sinn, að sagt er, að þær hafi verið leiddar af mestu afl- og fimieika-mönnum bæjarins til þess að komast að kjörborði. Óhætt mun að fullyrða, að kosningin hafi reynst fátækum (í öllum skilningi) þau bestu bjargráð, sem fáanleg voru í at- vinnuleysinu og kuldanum, því það var sem rúgmjöl og rúgkök- ur væðu þar uppi, sem menn vissu eigi til að nokkur björg væri fyrir kosningarnar. Enn- fremur leit út sem flestar skuld- ir væru framlengdar rentulaust til óákveðins tíma og grundvöll- ur hinnar kristilegu starfrækslu endurbættur að einhverju leyti. En í hverju vita menn eigi, því a8 ekkert fekst eementið. Kvenfólkið var kallað til fisk- vinnu, (og þótti það annálsvert í janúarfrostunum) og ýms at- vinnuframboð gengu um bæinn. Meðöl, recept og læknishjálp voru ei dýrari en áður, að ógleymdri mannblendni og „handleiðslu" mentamálafrömuðarins. Nú, en enginn leit við aumingja smá- fuglunum, sem féllu hér í vetr- arhörkunum. Annars mætti segja um Hafn- firðinga, að þótt stríðið stæði um ómunatíð og allar nauðsynjar hækkuðu í verði sem að undan- förnu, og þótt verkmannakaup ekki hækkaði upp í það sem það er annarstaðar, sem það má als ekki, ef að eins þing og stjórn hlutuðust til um að hér færu fram til dæmis alþingismanns- kosning og bæjarstjórnarkoaning hörðnstu vetrarmánuðina, þá yrði hér ærin sauðsnöp, bara að frostin stígi ekki of hátt. Þvi segi eg það, að aukinn kosninga VfBlK. Afgrsiisla biíðsi** i Aðai&tm! 14, opm M k). 8—8 á imrjftm SkriMofsi & sama stal. Sími 400, P. O. Bos 387. Eitetjórinis til viitalí frá kl. 2—8. Prentamiðj&u & Langaveg é. sími 133. AuglýfiiKgnB vsitt æötttóa f Ltaáá stjömuEsii Ni'tir kl. 8 á kvöldin. Anglýsingaverð: 50 anr. hvsa c® d&lka 1 fitsðrri angl, 5 anra orö. t BBtáfcuglýsinguai saeí öltrsyttu letri. Hentug Barnaleikfðng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir 3.65 og 3.65. iEgillJacobsenl réttur og fjölgun embætta, sem fjöldinn má kjósa til, eru þau. bestu þjóðarbjargráð. Landar á vígvellinum. Magnús Magnússon frá Bol- ungarvík á íslandi, sem til Am- erfku fluttist haustið 1913 og er nú í Canadahernum, hefir ný- lega verið sæmdur D.C.M. med- alíu fyrir hugprýði og hreysti- lega framgöngu. Fylgja medaliu þessari £100 verðlaun og er heið- ursmerki þetta næst Victorlu- krossinum. Magnús barðist lengi á orustuvöllum Frakklands uns hann særðist 3. des. 1917. Var hann þá fluttur til Englands og hefir dvalið þar síðan. En nú kv&ð hann alheill heilsu og tek- inn til æfinga á ný. Hann er mesta hraustmenni og svo list- fengur á allar íþróttir, að vinir hans margir líkja honum einna mest við Gunnar á Hlíðarenda og Kára Sölmundarson, segir Ileimskringla. Að hausti. Það er sagt, að Bandaríkja** menn séu fulltrúa um að ófriðn- num verði lokið að hausti (1919). segja þeir pá verði komnar 2 miljÓDÍr Bandaríkjamanna til vígvallarins í Frakklandi og úr því muni Þjóðverjar ekki lengi fá staðist fyrir bandamönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.