Vísir - 16.05.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1919, Blaðsíða 2
HISiA 'tta li iiöfum ennþá á lager: , nokkra CarlslDergs Pilsner osc Porter Nokkra flskimenn vantar nú þegar. Menn snni sér sem fyrst á skrifstofu HELGA ZOÉGA & CO. ILAGARFOSS fer héðan beint til 3>ð’©"V","X’‘01?l3L á sUDnudag 18. ma kl 4 siðdegis. JÞeir sem hafa pantað far komi fyrir hádegi á morgun að sœkja farseðla og til að láta skrifa sig á hinnQfyrirskipaða farþega- » • lista. H.L Eimskipafél. Islaods. E.s. Villemoes fermir 1. XjOltll þessa dagana til Eeykjavikux. E.s. Borg v iermir 1 KaupmannaHÖtKl nál. 6.-10. jáni til Austur- og Norðurlandsins. H.f. Eimskipafélag Islaods. ; Kjólaplyds svart, bránt, dökkblátt í samkvæmiskjóla 39,65 per meter. Loftskeyti. Dondon 15. maí. Friðarfulltrúar Austurríkis. komu til Saint Germain í gær, og leggja aö líkindum fram umboð 1 sín í dag. Brockdorff Rantzau hefir sent Clemenceau þrjú ný á- vörp með mótmælum gegn íriðar- skilmálunum. Eitt þetta ávarp er utn fjármála- atriðin, sem haqn segir svo misk- unnarlaus, að þau sé „dauðadóm- ur“ miljóna manna, kvenna og barna í Þýskalandi. í ö'Sru ávarpinu, sem ræðir um endurreisn eyddra héraða, er það skýrt fram teki'ð, að Þýskaland, viðurkenni ekki, aö það beri á- byrgö á ófriðnum. Þriðja ávarpið ræðir um breyt- ingar landamæra, sem skilmálamir gera ráð fyrir. Rantzau heldur því fram, að þessar breytingar sé ekki í samræmi við grundvallarskilyrði Wilsons forseta. og hann mótmæl- ir einkanlega ákvæðunum utn Saar-héraðið. Ef ekki gengur saman. Fjárhagsnefndin hafði í gær til athugunar ráðagerð til að tryggja fullkomið hafnbann á Þýskalandi, ef fulltrúar þess skyldu neita að undirskrifa friðarskilmálana. Foch er farinn til Rínar, og almanna- rómur er, að honum hafi verið fengið fult vald til allra ráðstaf- ana, ef á þyrfti að halda. Hafnbannið. Fjárhagsnefndin hefir gefið út svofelda yfirlýfeing um núverandi hafnbann : „Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að aflétta hafn- banni Þýskalands tafarlaust, og al- gerlega jafnskjótt sem fulltrúar Þjóðverja hafa undirritað friðar- samningana. Á meðan eru þessi ákvæði seft til að lina á hafnbanninu, meðan á samningum stendur: Innflutningur matmæla til Þýskalands er nú heimilaður meo þeim takmörkunum, að mánaðar- lega má flytja inn 300.000 tonn af kórnvöru, 70.000 tonn af feiti. Innan þessara takmarka má hvert land flvtja vistir til Þýska- lands. Síðan 25. mars s. 1. hafa stjórnir bandamanna flutt til Þýskalands 550 þús. tonn. í framkvæmdinni er Þýskalandi nú frjálst að flytja inn þær vistir, sem það getur borgað. Bannaðttr er útflutningur þaðan á góðum silfur-munum og her- gögnum, og á suiraim vörum hata bandamenn áskilið sér nokkur fpr- réttindi, svo sem á kolum, litarefn- um o. fl„ en annars má hindrunar- laust flytja þaðan allan varning til hvaða lands sem vera skal. Svörtu listamir hafa allir verið feldir úr gildi, bæði að þvi er tekur til einstakra manna og verslunarfyrirtækja, og allar hömlur, sem lagðar hafa verið á viðskifti við slika rnenn eða fyrir- tæki. Fiskiveiðar Þjóðverja. Svæði þáð, setn * þýskum fiski- skipum eru leyfðar fiskiveiðar á, hefir verið stækkað að miklum mun og leyft að flytja net, garn o. s. frv. til Þýskalands frá Hol- landi, samkvæmt tilmælum þýsku stjórnarinnar. Hráefni til Þýskalauds. Leyft hefir verið, að flytja til Þýskalands ýmsar efnivörur, sem nauðsynlegar eru til að vinna kola- námur. Mestu erfiðleikarnir á J)ví að koma hráefnum til Þýskalands eru fjárhagslegir. En æðsta fjár- hagsráð bandamanna hefir orðið ásátt um, að leyfa innflutning á nauðsynlegum hráefnum, eftir þörfum, ])ó því að eins, að Þjóð- verjar geti borgaö með inneign sinni i öðrum löndum. Slésvík. Frá París er símað, aö breska flotanum hafí verið faliö að hafa eftirlit i Slésvík, meðan Þjóðverjar rýma landið og Jíjóðaratkvæða- greiðsla fer þar fram. Rússneskir fangar, sem nú eru í Þýskalandi verða að eins sendir heim til þeirra héraða, sem bolshvíkingar ráða ekki yfir. || Bæjapfréitir. I. O. O. F. 1015169. — I. Leikhúsið. „Æfintýrið“ var leikið í gær, s sjöunda sinn, og enn fyrir troð- fnllu húsi. B æ jarst j ómarf undur var haldinn í gær á venjulegum stað og tíma. Gullfoss hafði náð sambandi við loft- skeytastöðina hérna í gær, laust fyrir hádegið. Hann var þá 410 - mílur undan, og er ekki búist við honum hingað fyr en í fyrramálið. Gjöf var Vísi færð í gær, til ekkjunn- ar, sem misti þrjá syni sína í sjó- inn, 10 kr. frá N. N. Frönsk fiskiskip liggja hér ein fimm, nýkomin inn af fiskiveiðum með góðan afla, 35—65 þús. Þau bíða hér eftir saltskipi frá Frakklandi. Páll ísólfsson ætlar að endurtaka hljómleika sína í dómkirkjunni á sunnudag- inn. • Mjólkurfélagið auglýsir í dag, að mjólkurverðið verði lækkað niður i 64 aura á sunnudaginn. Tún grænka, nú sem óðast seinustu dagana og lauf er farið. að sjást á trjám : görðum; garðavinna er rétt að byrja. Hjónaband. Mánudaginn 12. þ. m. voru get- in saman í hjónaband, af síra Bjama Jónssyni dómkirkjupresti, þau Sigurrós Benjamínsdóttir og Sigurður Runólfsson, Suðurpól hér í bænum. Elías Stefánsson framkvæmdarstjóri er fertugur: í dag. Gestir í bæniun. Sira Ásgeir Ásgeirsson frá Hvammi,. Nathanel Mósesson kaupm. Þingeyri, Daníel Berg- mann kaupm. Sandi, Þorv. Atla- son kaupm. Siglufirði, Gunnar Halldórsson kaupm. Stykkishólmi dvelja í bænum og búa allir á „Hótel Island". Varanger, skip Elíasar Stefánssonar, var dreginn á flot í dag eftir langa og mikla aðgerð í Slippnum. Er nú Varanger orðinn botnvörpuskip og fer að stunda veiðar hér í flóan* um bráðlega, fram undir síldar- tíma. Skipstjóri er Kristinn Brynj- ólfsson. •3 skip konm í nótt með saltfarma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.