Vísir - 16.05.1919, Blaðsíða 3

Vísir - 16.05.1919, Blaðsíða 3
viaiM Snjóflóðin. Hér fara á eftir kaflar úr grein- um um snióflóöiíS á Siglufiröi, t teknar úr bla'öinu ,,Fram“ 12. og 19. apríl. „Eftir þvi sem vér best vituni enn, þá veröa menn fyrst varir þessa voöa viöburöar þannig, að um kl. 4 í nótt verður vökumaöur á M.s. „Æskan", sem lá viö Lýsis- bryggju svokallaöa, sjónarvottur þess, aö flóöbylgja ógurleg kemur æöandi austan yfir fjöröinn. Sá hann um leiö aö fjörðurinn var snjóhvítur, og hyggur í svipinn aö hafís sé þar kominn. Flóöbvlgjan æöir á land upp meö afskaplegum aðgangi, og tók t. d. skip jietta sjó inn aö lúkugötum um leiö og bylgjan reiö yfir. Afleiöingar flóö- bylgjunnar urðu hroöalegar. Utan ' frá Bakkevig og alla leiö suöur tfl Roalds eyöilögöust allar bryggjur meira og minna. og svo var afl bylgjunnar mikiö, aö tvö fiskiskip Sam. verslananna, sem á landi stóöu, fluttust úr stað, en mótor- bátar og smærri bátar, lágu sem hráviði hér og þar, um eyrarodd- ann, Mb. ,,Georg“ sþónmölvaðist, og mótorbátur sem lá upp viö Ro- aldsbryggju hentist á hvolf. „,... Þegar bírta tók af degi, rofaöi snöggvast svo aö sást aust- ur yfir fjöröinn, brá mönnum þá mjög í brún, því að af sjö húsum, sem stóöu hér beint á móti eyrar- oddanum var að eins eitt eftir. Eigi gátu menn séð bæinn Neðri-Skútu, eöa íbúðarhús er þar stóö fyrir neðan á sjávarbakkanum. Var þá brugöiö viö svo fljótt sem unt var. Fjöldi maiina fór austur yfir, ef ske kynni aö eitthvað mætti að hafast þrátt fyrir illviöriö, þvi þar höföu sjáanlega gerst hörmuleg tíðindi. „í Neðri-Skútu bjó Einar bóndi Hermannsson með konu sinni, þrem bömum sínum, fósturbami og gamalli kotiu. Menn sáu þegar að hér var sá staðurinn, ei- senni- legast væri að líf leyndist, þó ým- islegt benti til hins gagnstæöa þar eð búshlutir og innanstokksmunir höfðu fundist viðsvegar í flóðinu. og mikill hluti bæjarins hafði farið langar leiðir og tætst sundur. Var þá farið að grafa til þess aö leita bæjarleifanna, og urðu menn þess varir áður en langt um leið, að eitthvað af gamalli baðstofu mundi vera þar undir, og kunnugir vissu að þar hafði fólkið sofið. Um kl. 2 var búið að grafa upp baðstof- una og ná öllu fólkinu lifandi. Þar lá það í rúmum sínum skorðað milli rúma og súðarinnar. sent fall- ið hafði niður, og hvíldi nú á rúm- / stokkum og gólfi. Var það mikið þjakað og nokkuð meitt, sem von var, eftir 6 tima dvöl í sjíkum helj- argreipum, en var þó meö ráði og rænu, netna sonur hjónanna, Her- mann, hann var meðvitundarlaus, fá hann og' alhtr í fönn, var svo fólkið alt flutt að Árbakka, er stendur þar litlu sunnar.“ „Hér fara á 'eftir nöfn og aldur Valur elsta deild - æfing i kvöld kl. BV Verslaoin Breiöabiik Stórt trval at lijöla- Bltisu- og KLápuefni. selur brent og malað kaffi 1,95 V, kg. Himi 16C5. Verslnnin Breiöablik selur enukt plötutóbak á 0,60 og 0,40 aura plötuna. Simi 166. þeirra, ef látist hafa í þessum snjó- flóðttm, hér í sveitinni: Hér á Siglufirði. Knud Sether verkstjóri .. 52 ára Frú L. Sether, koija hans 47 — (Bjuggu hér aö staöaldri síöatt 1911). Friöbj. Jónsson, tómthúsm. 50 ára Guörún Jónsd., kona hans 54 — Alfr. Alfredsson, tökubarn 8 — Ben. G. Jónsson, tómth.m. 33 — Guörún Guðm.d. kona hans 30 — Hrefna Svanhvít, d. þeirra 6 — Brynhildur, dóttir þeirra . . 4 — Á Engidal. Margrét Pétursdóttir, ekkja 49 ára Pétur Garibaldason ........ 26 — Sigr. Pálína Garibaldad. .. 21 — Kristólína Kristinsd., tökub. 6 — Halldóra Guðmundsdóttir 76 —• Gísli Gottskálksson, húsm. 28 — Málfr. A. Garibaldad., k. h. 19 — í Héðinsfirði. Páll Þorsteinss. bóndi í Vík 37 — Ásgr. Erlendss. ungl. á Ámá 24 —- Sills.1 — Broderl - Blúnaum , rPT7'i'nrt svörtum og hvitum 200 yds, kefiið 28 aura og margt fleira kemur með „Botniu11. Johs Hansens Enke Austurstræti 1. Þær félagskonur, sem vilja styrkja tombólu félagsins, með gjöfum, hringferðadaginu 25. þ. m. geri svo vel að koma þeim til frú A. Daníelsson fyrir föstudag ,23. þ. m. Ennfremur eru félagskonur beðnar aö aðstoða í kafftsalnum og við tombólnna hringferðadaginn. Stjórnin. Eg get ekki stilt mig um að votta opínberlega heiðnrshjón- unum Þorsteini Gruðmundssyni fiskimatsmanni og konu hans Kristínu Gtestsdóttnr innilegasta þakklæti mitt fyrir alJar velgerðir þeirra við dóttur mína Dagmar Tómasdóttur, sem andaðist eftir langvinn veikindi 8. þ. m., 21 árs gömul. Prá því hún var 9 ára hafa þau tekið hana að sér og farið með sem væri hún barn þeirra, kostað hana til að mentast, og nú í banalegu hennar annast bana sem foreldr- ar og séð að öllu leyti um útför hennar. Þetta kærieiksríka veg- lyndi þeirra við dóttnr mína og mig bið eg innilega að guð launi þeim eins og einnig öðrum sem sýndu dóttur mÍDni hluttekning og kærleika í þrautum hennar. Grænagarði í Leiru 16. mai 1919. l><^mhilclixi- Guðmundsdóttir. Til sölu. Hnndaæði í Bretlandi. Fyrir fáum dögum barst stjórn- arráðinu símskeyti frá Bretlandi, sem varar viö því að flytja hunda, sem þar hafa komið á land úr skipum, koma hér á land, vegna þess að þar geysi skæöásta httnda- æöi um þessar rnundir. Þaö er brýn nauðsyn á þvi, að þessi aðvörun veröi tekin fullkom- lega til greina hér, þvi aö hunda- æðið er hinn versti sjúkdómur viö- uréignar. Ættn íslensk skip enga hunda aö hafa meðferðis í Kng- landsferðum, og þess ber vandlega að gæta hér, að skipshundar, sem hingaö kynnu að koma þaðan, fái ekki landgönguleyfi. 1 stór mynd í ramma, 1 vibrationsrafmagnsvél, 1 rafmagns- krullujárnshitari, 1. rafm.snðuvél, 1 rafm.brauðristari, sængur og koddar I eitt rúm, nokkur gasrör og gaslampar ásamt .fleiru, til sölu laugardaginn 17. þ. m., kl. 1q— 2, í T)ama.rgötu 33. , VersSunin VON opnar á morgun (laugardaginn) alveg nýja eldhúsáhaldadeild, með mikíum birgðum af alskonar góðum varningi. Email bollapör, email diskar (djúpir og grnnnir) allsk. kasse- rollur, pottar og byttur, af öllum stærðum. Sérstaklega góða spýtu- bakka. — Þvottabalar og fötur. — Allar þessar vörur verða seldar miklu ódýrara en íður hefir verið hér í bæ. Miklar^birgðir með næstu skipnm af gJervörn o. fl. Sími 448.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.