Vísir - 16.05.1919, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1919, Blaðsíða 5
.VÍSið [16. mai 1919. Kvenréttindi og Bolshvíkingar. Þing Bandaríkjanna kaus nefnd til þess að rannsaka atferli bolsh- víkinga og stjórnarfar, og hefir margt nýstárlegt komiö i ljós viS þær rannsóknir. MeSal annars hafa fundist tvær skipanir urn aS gera lcvenfólk „al- þjóSareign“. Segir svo í annari þessari tilskipun, aS „privat“-eign- arréttur yfir konum sé afnuminn og allar konur sé „eign ríkisins“. Þar segir ennfremur: „Hver rnaSur, sem eignast vill hlutdeild í þjóSareigninni, verSur aS teljast til verkamannaflokksins. Hver verkamaSur er skyldur aS leggja 2 af hundraSi at kaupi sínu í sjóS til almenningsheilla. Karlmenn, sem ekki teljast til verkamanna, verSa aS greiSa ioo rúblur á mánuSi, ef þeir vilja njóta sömu réttinda sem þqir. Allar konur,......eru þjóSar- eign, og fá 238 rúblur mánaSar- lega af opinberu fé. Allar vanfærar konur fá lausn frá stjórnarþjónustu í 4 mánuSi. Börh skal senda í uppeldisstofn- anir, þegar þau eru mánaSargöm- ui, og verSa þar uppalin til 17 ára aldurs á alþjóSar kostnaS." Foringjar stjórnleysingja eiga aS sjá um aS koma þessum fyrir- skipunum i framkvæmd. Hin tilskipunin var gefin út i einu héraSi, en kom ekki frá sjálfri stjórninni. Þar segir svo: „Stúlka, sem orSin er 18 ára, er eign ríkisins. Þegar hún hefir skrá- sett sig í stjórnardeild „frjálsrar ástar“, hefir hún heimild til aS kjösa sér mann á aldrinum frá 19 til 50 ára til sambúSar. Samþykki mannsins er ekki nauSsynlegt. Hann hefir enga heimild til nokkurra mótmæla. Kjörrétturinn nær einnig tií karlmanna. Þeir hafa rétt til aS velja úr þeim stúlkum, sem hafa skrásett sig, án þess aS þær samþykki þaö. TækifæriS til aS velja mann eSa eiginkonu á aS veitast einu sinni i mánuSi.“ Sykureklan. 1. maí var sykurvershin gefin laus hér í landi og síSan hefir ver- iS nokkur skortur á sykri, og var meira aS segja fariS aS bóla á hon- um áSur. Þetta vill „Dagsbrún" kenna kaupmönnum, en þaS nær engri átt, því aS þeir höfSu enga heim- ild til aS flytja inn sykur fyr en fyrsta maí, en síSan hafa engar skipaferSir falliS fyr en Lagarfoss kom frá Vesturheimi, og hann kom einmitt meS sykur, og úr þessu mun sykur koma meS hverri skips-. ferS. Skrifstofa mjélkorfélags Reykjavíknr er fluLtt á, Óöinsgötu s. t Símanúmer félagsins er 517 A. Skósmiður getur fengiö góöa atvinnu strax. Uppl. í Skóverslun L. G. Lúövígssonar. ÁgÐetan átourö bæði heimagerðan beina- mjölsáburð, og amerískan súrefnisáburð, er þolir 120—240 falda þynningu, hefi eg nú til sölu hér. Allir sem áburð nota, ættu vissu- lega að reyna hversu áburður þessi borgar sig hér. — Beinamjöls- áburðurinn hefir verið reyndur hér í Rvík með ágætis árangri. Stefán 13. Jónsson. Nokkrir dnglegir fiskimenn geta fengið gott pláss og góð kjör á handfærafiskiríi. Upplýsingar á Bræðrat>org;arstig 3 frá kl. 4—6 næstu daga. Seglaverkstæði Gnðjóns Ólafssonar, Bröttngöta 3 B skaffar ný segl af öllum stærðum og gjörir við gamalt, skaffar fiskpreseningar, tjöld, vatnsslöngur, drifakkeri, sólsegl o. fl. Segldúk- ur úr bómull og hör, er seldur miklu ódýrari en alment gerist. Reynslan hefir sýnt að vandaðri og ódýrari vinna er hvergifáanleg. Simi 667. Simi 667. • / Uppboð í Hafnarfirði 20. þ. m. í Strandgötu 26. Hefst kl. 1 og heldur síðan áfram á Vesturbrú 2. Þar verða seidir ýmsir innanstokksmunir, svo sem: Sóffi, stólar, borð og margt fleira. Köpaskinn í stærri kaupum, einnig tófuskinn li. Kjartansson, Skólavörðnstig 10. Herbergi fyrir einhleypan óskast helst nú þegar. Uppl. gefur Magnús Matthíasson. Sími421 A snnnnd. 18. þ. m. lækkar verð á mjólk i 64 aura pr. lítir. Mjólkurfél. Reykjavíkur Dreng 15—18 ára vantar mig nú þegar Nic. Bjarnason. 2 stórar stofar með sérinngangi lausar til íbúð- ar fyrir einhleypa. A. v. á Snotnr fbúð 2 herbergi og eldhús fyrir einhleypa óskast frá 14. maí A. v. á. Sendisveinn óskaet 0. Rydelsborg, Laugaveg 6. ÞaS var skylda stjórnarinnar að leyfa kaupmönrium a'S flytja inn sykur fyrir i. maí, eöa hafa aö ö'örum kosti sjálf svo miklar birgS- ir, aÖ þær entust þangaö til fyrstu skip komu frá útlöndum eftir i. maí; veröur því engum öörum um sykurskortinn kent en stjórninni eöa landsversluninni. Vitanlegt er, að sykur hefir ekki lækkaö í verði erlendis, en þó var sá sykur, sem meö Lagarfossi kom seldur 5 aurum lægra kílóiö í smá- sölu en meöan landsverslunin réði verðinu, og hún hafði amerískan sykur á boðstólum aðallega. Þegar landsverslunin lækkaði sykurver'ð- ið í vetur, þá hafði hún eingöngu eða því nær éingöngu danskan syk- ur, en hann var miklu ódýrari í innkaupi. — Annars þarf engan að furða á því, þó að kaupmenn væru deigir við að flytja hingáð amer- ískan sykur, því að menn vita, að stjórnin hefir fengið einkaleyfi til að flytja hingað danskan sykur fyrir lægra verð en kostur er á að fá annarsstaðar. Hvaða hlunn- indi Danir eiga að fá hjá okkur í staðinn, mun síðar koma í ljus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.