Alþýðublaðið - 05.05.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1928, Blaðsíða 2
SBBÞ7ÐUBKAÐIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. i Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við | Hveriisgötu 8 opin fr.'i kl. 9 árd. } til kl. 7 síðd. ISkriístoía á sama stað opin kl. 9‘/j —10 V9 árd. og kl. 8—9 siðd. ^ Slmar: 988 (afgreiðslan) og 2394 j (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á < mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 } hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alf>ýðuprentsmi&jan J (í sama húsi, simi 1294). iinkasalaásteiDOlíD. RæðaHaralds Gaðraimds- sonar á alþingi. Þessi tillaga á þingskj. 204 er býsna smávaxin, ef litið er á orðafjölda og fyrirferð, en miidð er undir því komið, hversu al- þingi afgreiðir hana. Mál þetta er eitt þeirra stærstu, sem nú liggja fyrir alþingi, og harma ég, að ekki hefir fyr unnist tími til að taka það á dagskrá. Með auglýsingu 11. ágúst 1922 var það tilkynt, að frá 10. febr. 1923 tæki ríkisstjórmn að sér einkasölu á steinoiíu, sem til landsins flyttist. 28. dez. 1922 var ákveðið með reglugerð nánara fyrirkomulag og rekstur á einka- sölunni, og 10. febrúar árið eftir var hún siðan upp tekiin, eiras og til stóð. Fá mál hafa fengið eins iangan og að ýmsu leyti ítarleg- an undirbúning og einmitt þetta mái, því að þá voru liðin full 10 ár frá því, að fyrst var samþykt heimild fyxir utanrikisstjórnina til að taka einkasölu á steinolíu í sínar hendur. Á alþingi 1912 flutti Hannes Hafstein frv. til 1. um steinolíu- Verzlnn. Var þar gert ráð fyrir því, að stjórnin semdi við eiitt- hvert sérstakt félag um að taka að sér steinolíuverzlunina. Al- þingi leizt ekki á að fara þessa leið, en þrir þingmeim, sem nú eru allir iátnir, báru fram annað frv., sem náði samþykki. Þetta frv. heimilaði stjórninni að taka í sínar hendur einkasölu á steiin- oiíu. Einn hv. þm„ sam sæti átti þá á þingi, kom nneð þriðju uppá- stungu um fyrirkomulag þessa máls, þar sem hann stakk upp á því, að í stað rikisstjómarinnar tæki Landsbankinn að sér einka- söluna. Það var núverandi hv. 1. þm. G.-K. (B. K.). Það er ber- sýnilegt að þó að mönnum þá kænii ekki saman um, hverja úr- lausn skyldi gera á þessu máli, þá hefir það verið nokkuð ein- drégin skoðun alþ,ngis, að nauð- syn væri á að koma steinoiíu- (verzluninni í annað og betra horf en hún þá var í. Sést það einna, giegst á orðum þeim, sem Jón , Óiafsson ritstjóri lét fylgja frv. þeirra þremenninganna. Steinolíu- verzlunin var þá rekin af danska anganum af Standard Oil. Um þetta félag fer þessi þm. orðum, sem forsetar nú orðið — síðan þeir fóru að gerast svo stjórn- samir og verða lausari hendi til bjöliunnar — mundu vart telja þinghæf. Ætla ég ekki að leggja í þá hættu að verða víttur fyrir slíkan upptestur, svo að ég sleppi þeim. En dálitla klausu verð ég með leyfi hæstv. forseta að lesa upp, um viðskifti þessa félags við landsmenn: „Það hefir gert samninga við flestalla islenzka kaupmenn, þá, er skuldbinda kaupmennma til að kaupa ekld steinolíuna af neinum öðrum en félaginu. Fyrst mun það hafa byrjað á árlöngum samningi; svo för það að gera samninga til fimm ára, og siðan mun það hafa farið að simálengja samningatímann, og er mælt að síðustu samningarnir bindi kaup- menn við félagið í 40 ár.“ Ég tek sérstaklega þessa klausu upp af því, að sama sagan end- urtekur sig alt af. Félagið liggur enn á því lúalagi að binda við- skiftamennina með samningum um mjög langan tima. Eins og ég áðan sagði, voru heimildarlögin samþ. 1912. En stjórnin neytir ekki lagamna, og fer svo fram til ársins 1917. Þá ber þáverandi ráðherra, Björn Kristjánsson, fram nýtt frv. um einkasölu á steinolíu. Það var í nokkru frábrugðið lögunum frá 1912, en aðaiatriðin þau sömu, — að stjórninni væri heimilað að taka í sínar hendur einkasölu á steinolíu. Nokkur atriði voru sett inn í, og ýmis atriði, sem áður stóðu, fyllri gerð. Frv. þessu var vísað til ailshn., og af núverandi þingmönnum áttu þar sæti hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) og hv. þm. Barð. (H. K.). Nál. þeirra er á þskj. 68, og þar komast þeir svo að orði, að sjáanlegt sé, að það sé mjög mikill einhugi manna, að nauðsynlegt sé að gexia þessa ráð- stöfun; þeir mæla því með því, að frv. verði samþ. með litlum bneytingum. 1 umræÖunum um málið kemur margt fram ,sem fróðlegt er að athuga í sambandi við seinni tíma. í greinargerð stjórnarinnar fyrir frv. er komist svo að orði, að gera megi ráð fyrir ;að ef stjórnin á amnað borð tekur steinoliuverz'lunina í sínar rendur, muni verzluniin eigi bráð- lega verða lögð niður aftur. Það er talið sjáifsagt, að Landsverzl- unin þurfi að hafa heimild til að byggja eða kaupa hús og fast- eignir og láta gera ýmis önnui mannvirki. „Alt hlýtur þetta að kosta mikið fé, og ekki gerlegt að ráðast í það, nema gert sé ráð fyrir, að einkasalan haldi áfram um langan tíma,“ segir í greinar- gerðinni. Meira. Stjörnufélagið, fundur annað kvöld kl. S :l/s. Frá Bæjarstjórnarfandi í fyrradag. Ræktun bæjarlandsins. Fasteignanefnd hafði borist bréf frá Kristófer Grímssyni um rækt- un í Kringlumýri. Hafði nefndin frestað að taka nokkra ákvörðun um bréfið, en vísað því til nán- ari athugunar. Urðu í þessu sam- bandi nokkrar umræður um rækt* un bæjarlandsins yfirleitt, og beindi Ól. Fr. m. a. til borgar- stjóra, að hið ræktaða land væri að eyðileggjast vegna þess, að það væri eigi valtað. St. J. St. spurðist fyrir um tillögu þá, er Haraldur Guðmundsson bar fram í dezember s. 1. um ræktun bæj- ariandsins, en var þá fnestað. — Ól. Fr. bar fram tillögu um að horgarstjóra væri falið að leita samninga við ríkisstjórnina um leigu á Arnarhólstúni í sumar. Var tillagan samþykt með öllum atkv. gegn atkv. þeirra borgar- stjóra og Jóns ÓI. Fimleikaflokkl kvenna veittur styrkur til utanfarar. Kvenfulltrúinn greiðlr ekki at- kvæði. Fimleikaflokkuu kvenna úr 1- þróttafél. Reykjavíkur haifði sótt um 1500 króna styrk til bæjar- stjórnarininar til að fara á fim- leikamót, er haldið verður í Ga- lais í sumar. Hafði ríkisstjórnin styrkt flokkinn með 7000 króna fram'lagi, og taldi flokkurinn sig vel stæðan, ef 1500 kr. fengj- iust í viðbót frá bænum. K. Zimsen talaði fast gegn þessari styrkveitingu,, en svo fór fyrir víðsýnii bæjarfulltrúanna, að styrkveitingin var samþykt með. öllum atkv. gegn K. Z„ en eini kmnfulltrúinn í bœjurstjöminni, Guörún Jóimsson, sat hjá og greiddi eigi atkvœöi. Bréf frá Olíuverziun íslands. Hafnarnefnd hafði borist bréf frá Olíuverzlun íslands h. f„ þar sem farið var þess á leit við bæjarstjórn, að iækkað væri vöru- gjald af olíu og benzíni, er flutt verður hingað í tankskipurn. Vörugjaldið var samkvæmt taxta hafnarnefndar miiðað við innfl. í tunnium, og hefði það ekki þá verið ákveöið svo hátt, ef ol|!u- geymarnir hefðu verið komnir, þyí innfl. olíunnar á þennian hátt slítur mannvirkjum hafnarinnar varla nokkuð og olían tekur lítið rúm. Verður ekki annað sagt en að sanngirni sé þvíað lækka vöru- gjaldið. Hafði hafnarnefnd þó ekki getaö fallist á að lækka vörugjald á innfluttu benzíhi og olíu, en féllst aftur á móti á að fella nidgr vörugjald af því, sem flutt vœri aftur út úr höfn- inni. Var það með tiiliti til þess, að skoða mætti það svo sem olian væri flutt inn í geymana til um- hieðslu út um land, enda mun olíuinnflutningur í Reykjavíkur- höfn vaxa mjög eftir að geym- arnir eru fullgerðir. Var þessi ráðstöfun hafnarnefndar samþykt með 8 átkv. gegn 6, en till. Guðm. Ásbj. um að fresta málinu vor feld með 7 atkv. gegn 7. Bar því þjónusta „Mgbl.“ við Skel-félagið ekki árangur í þetta sfcifti. / 5 byggingáleyfi voruveitt; enn fremur v»ru leyfð- ar margar breytingar á húsum< Bæjarreikningarnir. Nú voru loksins lagðir fyrlr bæjarstjórn endurskoðaðir reikn- ingar bæjarsjóðs fyrir árin 1925 og 1926. En það eitt, hve seint þeir koma til samþyktar bæjar- stjórnar ,er góð mynd af því, hve lltill kostur bæjarstjóm er gefinn á því ,að fylgjast með málefnum og ástæðum bæjarins. Endurskoðendurnir gerðu ým>sar athugasemdir við ,reikningana, svo sem 'Um það, hve slælega hefðí verið gengið eftir innköllun út- svara, að dráttarvextir af útsvör- um hefðu ekki verið færðir sér- stabl. og að reikningsskil af hendi bæjargjaldkera hefðu dregist um 11 mánuöi frá lokum reiknings- árs. Enn fremur kvörtuðu endur- 'skoðendurnir yfir því, að ekkf hefði verið fylgt ákvæðunum að hirta opinberlega á prenti niður- stöður bæjarreikninganna. Þeir töldu enn fremur, að regl urnair um endurskoðun hæjarreikniing- anna væru orðnar úreitar, enda 60 ára gamlar. Þeir töldu launa- kjör endurskoðendanna óviðun- andi, ef endurskoðun reikning- anna ætti að vera í lagi. Sig. Jönasson beindi þeirri fyr- irspurn til borgarstjóra, hvort bráðlega væri eigi von á reiknángi fyrir árið 1927, og taldi hann það öþolandi sleifarlag að reikning- arnii; væru eigi fullgerðir og endurskoðaðir í síðasta lagi missiri eftir.Iok reikningsárs, enda hefðu endurskoðendur i athuga- semd'Um >sínum vikið að því. S. J. spurðist enn fremur fyrir um það, hvort ekki væri rétt, að hjá hænum starfaði að endurskoðun Þórður Bjarnason fyrv. bæjarfull- trúi, og hefði há laun, og hvernig því starfi væri varið. Borgairstjórf svaxiaði, að Þ, Bj. væri að enduiiH skoða reikninga frá „löngu liðn- I1 Húsmæður Dollar - stangasápan hreinsar betur og er miklu mýkii fyrir fötin og hendur- nar en nokkur önnur SHT þvottasápa. Fæst vfðsvegar. í heildsölu hjá Halldóri Eirikssyni, Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.