Alþýðublaðið - 05.05.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1928, Blaðsíða 4
4 ÆLPVÐUB&AÐIÐ Og Sundbettor St. Æskan nr. 1. Fundur kl. 3 á morgun. — Af- mælisfagnaður stúkunnar verður haldirm sunnud. 13. f>. m. kl. 4 fyTir me'ðl. 8—12 ára, ld. 8V2 fyr- it eldri félaga. — Ókeypis að- göngumiðar verða afhentir á fundinum á mofgun. „Iðunn“v 1. hefti XII. árg., er nýkomin út. Er hún fjölbreytt mjög, og verður hennar nánar getið hér 1 blaðinu. Magnús Kjaran sagði á bæjarstjórnarfundi í fyrrad., að spara mætti tugi þús. króna með því að loka nokkrum af mjólkursölubúðunum hér í borginni. En vildi ekki Kjaran at- huga, hvort eitthvað myndi þá | AlD$ÍRfreBtsiaið!aB, j liveríisBOÍa 8, 3 tekur að sér alls konar tækifœrisprent- | | un, svo sem erflljéð, aðgðngumiða, brél, j J reikninga, kvittanir o. s. frv., og af- ! 2 greiðir vinnnna fljótt og við'réttu verði. j ekki rnega spara með því að lolia einhverjum af hinum búðunum? Er ekki nærri sanni, að hann sjálf- ur eigi 3 verzlanir? íf. Veðrið. Hiti 1—8 stig. Hægviðri. Hæð fyrir norðan land. Grunn lægð yfir sunnanverðu íslandi. Horfur: Suð- vesturland og Faxaflói: Hægur vestan og norðan. Stúikan, sem fanst látin í höfninni við Vestmannaeyjar í gærmorgun, hét Lovísa Guðjóns- dóttir og var annaðhvort héðan úr bænum eða úr Hafnarfirði. Hafði hún gengið út með unnusta sínum kl. 10 um kvöldið, en kom ekki héim aftur. Var þá um nótt- ina hafin leit að henni, en hún fanst ekki fyr en um morguninn. (Skv. símtali.) íþöku-félagar, er ætla að vera með í austur- förinni á morgun og ekki hafa þegar gefið sig fram, verða að tala við Felix í síðajsta lagi kl; 7 í kvöld. Farið verður af stað kl. p í fyrra málið stundvíslega. Fé- lagar mæti við Laugaveg 15, þeg- ar kl. vantar 10 mín. í 8. Messur á morgun. t fríkirkjunni kl. 12 séra Árni Sigurðsson (ferming); í dóm- kirkjunni kí. 11 séra Bjarni Jóns- son (ferming), kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson, í Landakdtskiriqu eins og vanalega. Iiesl® Alpýlnlslalllð. Hinrik Guðmundsson frá Görðum í Önundarfirðj, formaður verklýðsfélags Önfirð- inga, er staddur hér í borginni. Var hann skorinn upp á Lainda- kotsspítala á föstudaginn og er nú á góðum ba'tavegi. Dr. Kuud Rasmussen flútti í gærkveldi í Nýja Bíó fyrirlestur um lífis- og heims- skoðun Eskimóa. Var húsið troð- fult. Fyrirlesturinn var afar-fróð- legur. Að honum loknum sýndi dr. Rasmussen kvikmyndir frá férðalögum sínum í íshafslönd- unum. Þriðja fyrirlestur sinn ílyt- ur doktorinn á morgun ki. 4 í Nýja Bíó. Aðgöngumiðar fást í Bðkaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og kosta 50 aura. Togararnir. í gær komu af veiðum „Skúii fógeti“, „Menja“ og „Baldur". í morgun komu „Rán“ og „Sindri“. Frá 1/estur-íslendiupin. FB. í maí. Síra Sigurður Ólafsson, hefir áð því er Lögberg hermir ákveðið, að taka ekki prestsköll- un frá söfnuðunium í morðanverðu Nýja íslandi. Dr. Vilhjálmur Stefánsson, hefir síðan 27. febrúar verið á spítala í Nevv Nork, ekki vegna veikinda, heldur til þess að sanina, að menn fái ekki skyrbjúg af því að eta jkjöt í alla mata. Lækn- irinn, sem lítur eftir honum, seg- ir að blóðið sé enn heilbrigt og heilsa hans í góðu lagi. (Löigb. 29. marz.) Söludrengir óskast fyrir í- þróttablaðið á sunnudaginn 6. þ. m. kl. 10 árd. Afgreitt á Klapp- arstig 2. Hæstu sölulaun! / 2,a króna síofHdivamapsair verða seldir að eins til 14. þ. m. notið tækifærið. Vinnustofan Lauga- vegi 31. Diagleg stalka óskast i hæga vist. Lilja G. Vikar, Frakkastíg 16. Sírnar: 1458 og 658. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklégast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Gerlð svo vel otjj athugið vðruraar og verðið. Guðm. 3. Wikar, Laugavegi 21, s'mi 858.___________________________ Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Ljósmymlaistðia Þorl. Þorleifs- sonar Áusturstr. 12. uppi simi 1683, Fljót afgreiðsla. _______________ Ritstjóri og ábyrgðarmaðui Haraldur Guðmundjson. Alþýðuprentsmiðjan. William le Queux: Njósnarinn mikli. núpa. Það veit óg ekki. Hún er — horfin." „Það eykur sjálfsagt tortryggni þá, sem sumir hafa gegn henni.“ „Sumir? Hverjir eru þessir sumir?“ „Ausell til dæmis.“ „Svo að þér þekkið hann. Hvernig stendur á því, að þér þekkið hann? Hafið þér verið svo lengi njósnari fyrir mitt kæra fóstur- land ?“ „Nei; það hefi ég verið að eins nokkra daga.“ Hann varð hugsi. Um stund virtist hamn ífyliast vantrausti á mér og ótta við mig. Ég var um stund ægilegur í aiugum hans. Ég starði á hann með eins vingjarnleg- !um svip og ég gat. „Ég er ekki að veiða yður í gildru. Ég er ekki kominn hingað til þess að koma yðúr í hinar miskunnar- lausu klær ensku stjórnarininaT. Ónei! Frelsi yðar er vel geymt í minni vitund. Því bið ég yður: Segið mér, hvar Claæe Stan- way bjó áður en hún hvarf. Þótt ég þekti hana allmikið, fékk ég því miður aldrei að vita, hvar hún átti heima hér í Lund- únum.“ „Þegar hún dvaldist hér í borginni, bjó ihún í Warwick Gardens, Kensington, númer 122.“ Hjartað í mér danzaði af kæti. Mér lá við að hoppa upp í loftið af uuaði. Ég var búinn að finna slóða, sem ég myndi geta rakið spor eða mörk á, unz ég fyndi hana, Ég reyndi að fá enn þá meiri upplýsingar um hana. En það var árangurslaust, nema hvað hann staðfesti þann grun minn, aö hún hefði verið einþykk og dularfull, og að Clare Stanway var alls ekki hið rétta nafn hennar. „Hún var í vinfengi og sambúð með fólki af mjög háum stigum, en hvaða fólk þetta var, fengum við aldrei að vita,“ sagði hann. „En Henry White og hún voru vinir. Voru þau það ekki?“ „Það virtist nú reyndar svo vera — á yfir- borðinu. En það var áreiðanlega um enga ást að ræða. En hún var svo oft, — oft með honum, að það var og er í sjálfu sér leyndardómur." „Hún var ekki — vænti ég — njósnari fyrir stjórn yðair?“ „Hamingjan góða! En sú fjarstæða! Auð- vitað var hún ekkert slíkt. Ég, sem var mjög á glóðum um, að hún væri njósnari 1' . , 'ti'é brezku stjórnarinnar og ætlaði sér að svíkja •White í klær Scotland Yards!" „Hvað vitið þér um lifnaö hennar eða lifm- aðarháttu í Warwick Gardens?" spurði ég. „Ekkert! Alls ekkert! Hreint ekki nokk- urn hlut! Ég hefi aldrei verið í því húsi um mina daga. ÞaÖ væri nú liklega ekki svo ófróðlegt að koma þar og skoða sig um,“ sagði hann háðslega. „Það ætla ég að gera á morgun, og ef þér vilduð gera svo vel að vena mfeð í förinni, væri það mér ánægjuefni." „Jú; það skal ég reyndar fúslega gera. Mér þætti einmitt sérlega skemtilegt að vera með yður.“ Við skildum svo að því búnu, en ákváð- urn að hittast aftur klukkan tiu daginn eftir á horninu á Kensington Road og Warwick Gardens. Mér varð lítt svefnsamt um nóttina. í andvökunni varð mér dillað við þá tilhugs- un, að nú væri ég á leiðinni að finna Clare Stanway. Ég þóttist þess fullviss að geta rakið slób hennar, hvar sem leið hennar hefði legið um heiminn, síðan hún hvarf, unz ég fyndi hana, — næði henni. Ég var að vinna 1 fyrir hag og veldi vors fræga, brezka rikis ekki síður en fyrir hagsmuni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.