Alþýðublaðið - 04.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða i Gutenberg í sfðasta lagi kl IO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. .geysaði inflúenzan hér þetta ár. Minstur hefir manndauðinn verið igiý, eða 12 af þúsundi. Minkun manndauða hefir fylli- lega vegið upp á móti fækkun fæðinganna, svo að mismunurinn á tölu fæddra og dáinna hefir ekki minkað og mannfjöldinn því af þeim ástæðum getað haldist í Ifku horfi. Mismunurinn á tölu fæddra og dáinna hefir lengi ekki verið eins lftill og árið 1918. Aftur á móti hefir hann aldrei verið eins mikill og árið 1917. Sá idjusami! Morgunblaðinu verður skraf- drjúgt um það, að Knútur sé svo iðjusamur, að í því tilliti taki hann Sig. Eggerz langt fram. Heldur nú blaðið að bæjarbúar séu alment búnir að gleyma því, hvað örðugt er að ná í Knút á þeim reglulega skrifstofutfma, sem augiýst er að borgarstjóri sé við- staddur á? Eða heldur það að menn hafi gleymt því, hvað störf- in og afgreiðslan gekk mun betur meðan Ó Lárusson var settur? Ekki var hann þó kunnugur fyrst, þótt alt eigi nú að stranda á því, að menn séu ekki kunnugir. Mörg- um likaði samt svo miklu betur við Ólaf, að það var orðið við- kvæðjð hjá þeim, er eitthVað þurftu saman við skrifstofuna að sælda: „Blessaðir drífið það nú af, áður en Knútur kemur". Dá- lagleg meðmæli með dugnaði Knúts 11 Nei, góðir hálsar. Virðum kosn- ingaróginn að verðleikum, því við vitum betur sjálfir. Við vitum að Sig Eggerz var til viðtals á þeim tíma, er hann auglýsi, er hann var bæjarfógeti hér, og tólc sér það ekki til, þótt rnaour viki sér að honum á götu, ef maður hafði ekki sjálfur getað komið til hans í skrifstofutímanum. Hann þurfti heldur ekki að vera eins og hund- eltur fyrir braskara og .speku lanta", hann hefir ekki Helga Magnússon & Co. bundinn við sig, eða yfir höfuð neinar verzlunar- áhyggjur; hann hefir bara hugsað um að rækja sfn embætti, og það hefir honúm tekist, hvað sem Moggi segir; það sýna vinsældir hans í Skaftafellss- og Borgarfjarð- arsýslu, startsemi hans hér sem bæjarfógeta, og nú síðast starf hans sem fjármálaráðherra, þar sem meira að segja andstæðingar hans viðurkendu að vel væri við skilið. Hvenær skyldi helmingur- inn af þessu hljóða upp á Kuút? Ætli hann komist nokkurn tíma lengra en það, að hafa verið dug- legur að eyða, — og duglegur að verzla við sjálfan sig. Ársæll. CRRi er raé, mma í íima se foRié. í Morgurbl. 17. f. m. er þess getið, að konungshjónin, ásamt fleiri stórmennum, ætli að heim- sækja ísland á komandi sumri, og byrjar blaðið strax á að brýna landsstjórnina rneð að taka sem fyrst til óspiltra mála með að gera við vegi og hús á þeirri leið, sem konungshjónin væntan- lega ferðast um. Það er rétt athugað hjá blað- inu, að vegir og hús á þessari leið þurfa umbóta við. En þess verður langt að bíða, að hægt verði að byrja að gera við vegi á þessum leiðum, því Mosfells- og Hellisheiði eru svo snævi þaktar, að langt mun síðan að slík snjó- þyngsli hafa átt sér stað á þeim. Hvað viðvíkur viðgerð á hús- j um á þessari leið, fæ eg ekki séð að ríkið, eins og nú er á- statt, fari að kosta of fjár til við- gerðar á þeim, og sízt af ölllu á þeim húsum, sem það á ekkert í. Gamla konungshúsið á Þing- völlum stendur enn, og geri eg ráð fyrir að viðgerð á því muni ekki þurfa að kosta of fjár, því það hefir verið selt á leigu á hverju sumri og því væntanlega verið hægt að halda því við fyrir leigu þá, sem fengist hefir árlega fyrir það. Ekki er mér með öliu ljóst, hvort konungshúsið við Geysi stendur enn þá, en þó hygg eg að svo sé Og sé það uppi hang- andi, þá býst eg við að það þurfi töluverðra umbóta við. En þótt nú að lappað væri upp á þessa tvo hjalla, þá ætti ekki að þurfa mikinn fjáraustur til þess. Önnur hús er mér ekki kunnugt um að ríkið eigi á leið þeirri, ér kon- ungur fer um. Húsið við Þjórsá, sem Morgun- blaðið er að minnast á að gera þurfi við, mun þurfa töluverðra umbóta við, ef það ætti að geta talist vistlegt. En ekki skil eg í að ríkið fari að gera við það, þvf eigandi þess mun hafa fengið það með svo góðum kjörum eftir síð- ustu konungskomu, að hann ætti að vera einfær um að gera það svo úr garði, að það mætti skamm- laust kalla, og mætti svo auðvit- að greiða honum fyrir afnot þess. Enda fæ eg eigi séð, að nauð- synlegt sé að konungur gisti að Þjórsártúni, þótt hanri kynni að koma þar. Nú hagar svo til, að útbú Landsbankans lét í fyrra reisa allveglegt hús við Ölfusá, og tel eg engum efa undir orpið, að f því húsi fengist gisting fyrir kon- ungshjónin, og það engu Iakari en að Þjórsártúni, að því ólösí- uðu. Byggingar við Ölfusá eru að mun meiri en við Þjórsá, og mundu því engin vandkvæði vera á að hýsa þar cins marga gesti eins og við Þjórsá. En mun fal- legra er við Ölfusá. Enda gæti konungur og- hans föruneyti þá frekar skoðað sig um upp við Sog, á Eyrarbakka, Stokkseyri og víðar, ef hann gisti við Ölfusá. Eg géri ráð fyrir að konungur muni fara í bíl, þar sem hægt er að koma bílum við. Enda verður að gæta þess, að nú hagar öðru- vfsi til, en þá er faðir hans ferð- aðist hér. Þá voru engir bílar, en nú geta bílar með litlum umbót- um á vegum farið langt upp í Hrepp og mætt þar kongi. Með öðrum orðum: konungur gæti hæglega farið frá Geysi til Ölfus- ár á dag, ef réttilega væri hagað ferðalaginu, og komið þó við hjá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.