Alþýðublaðið - 04.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 verður opin frá 10—12 f. h. og frá 4—8 síðd., frá því á mánudag 3. maí til 8. maí, að báðum dögum meðtöldum, í húsi Búnaðarfélagsins við Lækjarg. Gengið um suðurdyr. — Kjörskrá liggur þar frammi og verða allar upplýsingar gefnar kosningunum viðvíkjandi; sömuleiðis komið á framfæri kærum yfir kjörski;á. Sími 1039 (B-stöð). Kosning-astofan. Ólafi f Þjórsártúni, ef það þætti nauðsynlegt. Vonandi hagar Iandsstjórnin, og þeir menn, sem kjörnir kunna að verða til að sjá um konungs- heimsóknina, þannig ferðalaginu og öðru, sem því við kemur, að það hafi sem mmst útgjöld í för með sér, en verði þó svo fyrir komið, að það megi frekar telj ast okkur tíl sóma en vansa, og er það hægt, þótt gálauslega veið eigi með fé farið. Ráðhollur. frá sambanðsi ikinu. Neergaard myndar ráðuneyti. Tilkynning frá danska sendi- herranum hér: Samkv. símskeyti frá Kaupm.- höfn hefir Niels Neergaard fólks- þingsmaður tekið að sér að mynda hið nýja ráðuneyti. J. C. Christensen vildi eigí mynda það, en búist er við að hann verði kirkju- og kennslumála- ráðherra í hinu nýja ráðuneyti. Búist er við að kammerherra H. Greven Kop Castenskjöld sendi- herra Dana í London muni verða utanríkisráðherra. Dm dap 09 veginn. Vöruhækkun. Eftir síðustu Hag- tíðindum að dæma, er verðhækk- un á flestum matvörum, eldsneyti og Ijósmeti orðin 309% síðan í ' stríðsbyrjun, um 19% síðan í fyrravor og um 6% á síðastliðn- um ársfjórðungi. Þess skal getið, að fæði hefir stigið um rúmlega 47°/o og kaup verkamanna um 36°/o síðan f fyrravor. Og hefir fæði þá stigið óþarflega mikið, að því er virðist. Fiskiskipin. Egill Skallagríms- son kom inn í gær með 99 föt af lifur. Togarar Kvöldúlfs munu allir eiga að byrja á að fiska í ís um nokkurt tfmabil. Seagull kom inn í gær, eftir stutta útivist, með 16 þús. fiskjar. Verzlunarskólanutn var sagt upp 1. maf og útskrifuðust þaðan að þessu sinni 20 nemendur. Vestraannaeyjasíminn er kom- inn í lag eftir langa bilun. Veðrið í dag. Reykjavík .... ANA, -s- 2,6. ísafjörður .... NA, -r- 3.8. Akureyri .... NV, -f- 4,2. Seyðisfjörður . . logn 4 0. Grimsstaðir ... NA, -í- 5,0. Vestm.eyjar . . A, hiti 1,3. Þórsh., Færeyjar N, hiti 2,2. Stóru stafirnir merkja áttina. -f- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir suðvestan land, fallandi á Vestur- og Suður- landi, austlæg átt á Suðurlandi. Sextugsafmæli á Bogi Th. Melsteð, sagnfræðingur, f dag. Hann er einn af þektustu núlif- andi íslendingum. Um Helgafellsprestakall á Snæfellsnesi sækja prestarnir: Páll H. Jónsson og Þorsteinn Kristjáns- Inniskór mjög ódýrir fást í verzlun Símonar Jónssonar Laugaveg 12. Simi 221. oltltnt' leggja raf- leiðslur f hús yðar meðan tími er til þess að sinna pöntunum yðar fljótt. Hf. Rafmagnsfélagið Hiti & Ljós. Vonarstræti 8 Sími 830. Telpu, röska og góða, vant- ar okkur í sumar. Guðrún og Steindór. Grettisgötu 10 uppi. son og guðfræðiskandídatarnir: Magnús Guðmundsson og Sigurð- ur Ó. Lárusson. Ósvífni hin mesta er þ’að hjá Vísi og Morgunblaðinu, að kalla mótmæla- dag jafnaðarmanna ærzladag, Raun- ar á Vísir upptökin, en Morgun- blaðið apar auðvitað eftir, því ekki vantar það viljann, fremur en vant er, til að skemma útlendar fréttir. Þennan dag halda jafnaðarmenn víðsvegar stórar »demonstrationirc og stóra fundi, þar sem helstu menn þeirra halda alvarlegar ræð- ur til að mótmæla núverandi fyr- komulagi, Sjá því allir hvort dag- ur þessi á nokkuð skylt við ærsl. Með sama rétti mætti kalla 17. júní okkar ærsladag. %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.