Alþýðublaðið - 04.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli konungur. Eftir Upton Sinclair. Önuur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). ,Vertu ekki svona hrygg Maiy“, sagði hann i bænarróm, eins og hann héldi, að það stæði í henn'- ar valdi að hætta. Hún leit á hann, með tárvotum kinnum. ,Þetta getur þú sagt! Og varst þú sjálfur svo heimsk- ur rétt áðan, að þú varst þess al- búinn, að láta drepa þig fyrir þaðl“ ,Já, Mary, þá hjálpaðir þú mér. Nú ætla eg að hjáipa þér“. „Mér hjdpar enginn“, sagði hún og tók að gráta aftur. „Það er svo óttalegt. Það veist þú sjálfur, Joe. Nú skilur þú kannske, hvað eg átti við, þegar eg þegar í byrjun sagði, að þú sltyldir fara héðan — þetta er ekki staður fyrir siðaðan mahn“. Já, nú skildi hann það. Hugs- unin um það, að komast burtu úr Norðurdalnum, hafði sömu áhrif á hann, eins og hann vaknaði af ‘ möru Hann var þ^eyttur, dauð þreyttur. Þessi staða hafði drepið ' í honum kjarkinn. Dagleg kynni af neyð og vesaldómi, veikindum og sulti, þrælkun og örvæntingu höfðu smá slstið sálina úr Iíkama hans, hötðu gereytt öllum mann- úðarhugsjónum hans. Hann vildi fara — fara þangað, sem sólin skein, og þar sem grasið greri, þangað, sem menn gengu beint og frjálslega og gatu hlegið. „Þú hefir á réttu að standa, Mary“, sagði hann, „hér er ekki staður handa mönnum. Þetta er ekki staður handa ungri, óspiltri mey. Þú verður og skalt fara héðan“. Unga stúlkan starði fram fyrir sig, hátfbogin og spenti greipar um kné sér. „Heldurðu nú, að það tnyndi gagna nokkuð, Joe?“ spurði hún loksins. „Gæti nokkur verið hamingjusamur, eftir þetta, ef hann væri heiðvirður maður?“ Hann reyndi að sannfæra hana, en var langt frá því, að vera sjálfur öruggur. Skildi honum finnast, hann nokkurn tímann hafa leyfi til þess, að vera ham- ingjusamur, eftir þetta? Gat hann (við Rauðará) óskast nú þegar konur og karlar til íiskþvottar o& þurkunar um lengri eða skemmri tíma eftir ástæð- um hvers eins. Yerkstjórinn semur á stöðinni kl. 9—12 f. m. og 5—7 e. m. Þór. Arnórsson. Stórt uppboð á gripum og búsmunum verður haldið 12. þ. m kl. 1 e. m. í Haga (Andersenstúni) við Skerjafjörð, tilheyrandi búum Gunnars frá Selalæk og Sveinjóns í Bráðræði. Þar verða seldar 15—20 ágætar kýr. Vagnhestar og reiðhestar; og einn kynbótahestur 54” á hæð. Enn fremur verður ef til viil selt eitthvað af heyi. Langur gjaldfrestur. verið ánægður í hinum auðga og gáskafulla heimi, þegar hann vissi, að hann var grundvallaður á svo aumlegum vesaldómi, og hér var um að ræða? Hugur hans flaug til heimkynnanna, þar sem menn- irnir hugsuðu að eins um það, að fá óskir sínar 1 ppfyltar og njóta lífsins. Bara að hægt væri, að koma þeim hingað, einn dag, einn klukkutíma, svo þeir gætu heyrt til þessa kveinandi kvenna- skara 1 En hugsanir Maryar flugu ekki til annars heims. Hún þekti engan nema þennan. Nú rétti hún úr sér og þerraði augun með svuntu- horninu. „Við verðum að fara aftur til námuuppgangsins, Joe. Það er ekki gott að vita, hvað fyrir kann að koma“. ^taka. Eg mun ætíð kjósa Knút, — Kristi-vegu’ hann lallar, og dittar að sínum dalakút daga’ og nætur allar. Sjálfstjórnarsinni. P. Brynjólfsson Kgl. Hoffotograf. Laugaveg 11. Kaímagns Atheller opið frá 1—4 og 5-8, jafnt virka sem helga daga. sem vill vera viss um að verka- lýðurinn lesi auglýsingar sfnar, verður að auglýsa í Alþýðublað- iau, sem er eign verkalýðsins og gefið út af honum. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.