Vísir - 28.06.1923, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1923, Blaðsíða 2
VtSIK m 1ÖLSEINI Höfam fyrirllggjandl: Hrísgrjón, Hrismjöl. Kartöflumjöl, Gerhvaiti, Hvoiti, Hafiamjöl, Kaffi, Export, Sykur Khöfn 27. júní. Bretar auka flugherinn. SímaS er frá London, að Bretar suki nú 34 deildum við flugherinn og eiga þá 1000 flugvélar. Kommúnistar og breskir verkamenn. Á ársþingi breskra verkamanna, kom fram tillaga um aS taka kommúnista í samband verkalýSs- félaganna, en hún var feld meo L’.800.000 gegn 366.000 atkvæðum. Þýskaland og Rússland. Símaö er frá Berlín, a’ð Radek hvetji til þess í blaöinu Rothe •Fahne, aö Þýskaland geri banda- 1ag viö Rússland gegn banda- mön’num. Gengi marksins. Talið er, að tilraun sú, sem gerö var til a‘S halda uppi gengi marks- ins, hafi mistekist. Dollar er nú skráður 153.000 mörk og dönsk króna 29.000 mörk. Bannið í Bandaríkjunum. Símaö er frá Washington, aö skipstjórar þeir, sem komiö hafi meö áfengi til hafna í Bandaríkj- unum, hafi veriö settir í varöhald. Brmxi. Eldur kviknaöi um kl. 9 í morg- un á miöhæð hússins nr. xi við Cirundarstíg. Það er þrílyft stein- hús á háum kjallara og nokkur herbergi á fjórðu hæð. Sjónarvottur sagði Vísi svo frá, að hann hefði séð eldinn gegnum glugga og hlaupið til að brjóta brunaboða, en í sörnu andrá heyrði hann lxrest og sprakk þá einn gluggi á miðhæðinni og eldbloss- ann lagði þar út. Slökkviliðið lcorn mjög fljótt, en eldurinn komst á' svipstundu upp á þriðju hæð og þaðan upp undir rjáfur, 0g einu sinni læsti hann sig niður á neðstu hæð, því að gólf öll og loft éru ur tré. Fólk bjargaðist með naum- indurn. Ein stúlka stökk út um glugga, komin að köfnun í reyk, og var gripin í segli, og sakaði hana ekki. Fleiri voru hætt komnir. Húsið brann mjög innan, en ekki verður að svo stöddu sagt urn skaðann, en ugglaust er hann mjög mikill. Eldurinn var slöktur fyrir há- degi. Innanstokksmunum varð lýargaö úr kjallaranum (versl. Skálholt), og af neðstu hæð (íbúð Magnúsar Sigurðssonar, banka- stjóra), en litlu bjargað af hinum hæðunum. Miss Evelyn Heepe var meðal farþega á Gullfossi í morgun. Hún ætlar að lesa upp í Bárubúð þrjú lcveld, mánud. 2. júfí, miðvikudag 4. og fimtudag 5. júlí. Aðgöngumiðar fást í bóka- búðum og kosta kr. 2.50. Einnig geta menn fengið sérprentanir af kvæðum þeim og lesköflum, sem hún fer með, og kosta þeir 50 aura. — Míss Heepe hefir ferðast víða um Evrópu, og lesið upp í helstu borgum Bretlands og á megin- landinu, alt frá Pétursborg til Am- sterdam. Hefir Vísir séð ummæli fjölda blaða, breskra, þýskra, hol- lenskra, austurrískra, danskra, sænskra, norskra og rússneskra, og eru þau öll á eina leið og hin lofsamlegustu. Þeir, sem ensku skilja, mega treysta því, að þeir eiga vísa góða skemtun á þessurn samkomum. Gullfoss kom í morgun. Meðal farþega voru : Forsætisráðherra Sig. Egg- erz og frú, Sveinn Björnsson sendi- herra og sonur, Zirnsen konsúll og frú. Gunnlaugur Claessen læknir, Hallgrímur Benediktsson heildsali, Matthías Einarsson læknir og frú, Jón Brynjólfsson kaupmaður, frú Guðrún Björnsdóttir frá Borgar- nesi, frú Kaaber, Nathan stór- SYNDETIKON lím höfum viö fyrirliggjandi- Jöh. Olafsson & Co, Boíaíarli • á járnsklp tílbáinu af IntematSonal Compositiou & Farvefabrik a/s Bergen er besta íegand’sem hœgt er að fá. FyrMlggjanði. 90B9UK S'VBIJiBtSOH & CO. kaupmaður Cortés prentari, Guðm. Einarsson frá Miðdal, frú Eggerz og dóttir (kona G. Eggerz), greifi Ahlenfeldt Laurvigen, Lára Theó- dórs, frá Borðeyri, frú Sigurbjörg Sæmundsson, Finnur Einarsson stúdent, Jochum Eggertsson, El- ín Jónsdóttir, símamær o. m. fl. Síðasti dagurinn til að fá aðgöngumiða að aðal- íundi Eimskipafélagsins, er í dag. óskað er eftir, að þau börn, sem seldu merki og happdrættismiða fyrir „19. júni“, komi og skili því óselda á Hverfisgötu 47. Leiðrétting. í greininni Frá Indlandi, eftir síra E. Hoff, hafði orðið „Karma“ (þ. e. endurgjaldslögmálið) mis- prentast. Knattspyrnumót íslands hefst á morgun kl. 8ýá með kappleik milli K. R. og Víkings. Sigurlaunin eru knattspyrnubikar- inn fagri, sem kept hefir verið um árlega síðan 1912. Hefir K. R. unnið bikarinn tvisvar, Víkingur einu sinni, en Fram í öll hin skift- in. Að þessu sinni keppa 4 félög, bin sömu sem tóku þátt í Reykja- víkurmótinu í byrjun þessa mán- aðar. Eftir úrslitunum þá, verður engu um það spáð, hver sigra muni á þessu móti, svo jöfn reynd- ust félögin eins og menn muna, en eklci mun það koma mörgum j á óvart, þó að nú yrði annað uppi á teningnum en þá. Margir munu jafnvel búast við, að hér muni sannast hið fornkveðna, að hinir síðustu munu verða liinir fyrstu 0. s. frv, — Það er aldrei of vand- lega brýnt fyrir mönnum, hve gagnlegar iþróttirnar eru æsku- Jýðnum. En á þann hátt styrkir almenningur best íþróttastefnuna, að hann fylgist með iþróttamönn- unum og láti þá sjálfa verða vara við það. Menn ættu því að fjöl- menna á íþróttavellinum næstu viku, bæði sjálfra sín vegna, aö fá góða og holla skemtun, og íþróttamannanna, að styrkja þá og auka áhuga þeirra. V. Fyrirlestur sá um „Samtök sjómanna“, seni haldinn var í Bárubúð á sunnu- daginn var, verður næsta föstudag endurtekinn á sama stað kl. 8ý£ að kvöldi. Of mikill og margbreytt- ur gleðskapur var um helgina í bænum, til þess að menn sirttu sem skyldi alvörumálum. En með því að nú er færra um gamanið, er vonaridi, að fleiri hlýði erindinu í þetta sinn. • BorgfirÖingar halda íþróttamót við Iivítá r. júlí. E.s. „Suðurland“ fer auka- ferð til Borgarness á laugardag- inn, til þess að flytja menn á mótið. Sláttur er nú um það leyti að byrja hér í nágrenninu; var byrjað að slá á Kleppi í siðustu viku, og í Braut- arholti á Kjalarnesi upp úr helg- inni. Grasspretta er ágæt. Forvextir hækka í bönkunum frá 1. júlí, upp í 7°/o p. a. Gleymið ekki S að panta í sima mínar ágætu bifreiðar, á Þjórsármótið, laugar- daginn 30., og til Þingvalla á sunnudag. Símar: 581 og 973. Steindór Einarssori. Sanna kirkjan Eftir H. E. Ryle, biskup í Winchester. Ert þú í hinni sönnu kirkju, þeirri, ei ein hefir hjálpræði að bjóða? Eg spyi ckki um það, hvert þú leitir á sunnu- dögum, aðeins um þetta: „Tilheyrir þi hinni sönnu kirkju?“ Hvar er þessi eina samia kirkjai Hverníg er hún? Á hverju má þekkjb hana, þessa einu sönnu kirkju — Þat er eðlilegt, að þú spyrjir þannig. Er ljá mér athygii þína, og eg skal reyru að leiðbeina þér með nokkrum and- svörum. Eina sanna kirkjan er samsafn allrt þcirra, er trúa a Drottinn Jesúm. Húr er samsafn allra Guðs útvaldra — alln endurfæddra, karla og kvenna, allrs sannkristinna manna. Hver sá, er hefn útvalning Guðs Föður, ádreifing blóði Guðs Sonar og helgun Heilags Anda hann er meðlimur hinnar sönnu kirkjt Krists. Það er kirkja, sem hefir alla meSlim fneS sameigmlcgum einkennum. Þeir err aliir fæddir af andanum; þeir hafí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.