Vísir - 23.10.1923, Page 4
(ÞriíSjudagfinn 23. okt. 1923.
V í S I R
Rafmajnsperur
fáið þið bestar og ódýrastar hjá
Helga Magnússyni 4 Co.
Aldan.
vísi, — og hér stoöar ekkert annaS
en vald í einhverri mynd.
Raunar á Spánn ekki upptökin
aö þvingunum vi’ö þær smáþjóöir,
er vilja verjast áfenginu meS bann-
lögum. Frakkland á hugmyndina.
Frakkar settu Norðmönnum þaö
skilyröi fyrir viSskiftasamningi
nokkru fyr, a'S Norömenn keyptu
miljón lítra af sterkum drykkj-
um af sér á ári, þeim drykkjum,
er bannaöur var innflutningur á
í Noregi. NorSmenn gengu aö
þessu, þótt þeir heföu ekkert viö
áfengiö aö gera, vegna þess, aö
annars áttu þeir ekki kost á við-
Dnandi samningi viö Frakkland.
Þarna eiru upptökin. Spánverjar
komu á eftir og heimtuöu, aö
Norömenn keyptu hjá sér i mil-
jón lítfa sterkra drykkja árlega.
En þaö þótti Norömönnum of mik-
iö. Stóö lengi í stappi um þetta,
og lenti á endanum í tollstríði milli
ríkjanna.
Hér er rétt aö geta einnar á-
SíæðU, sein sjálfsagt á mikinn þátt
í, aö mál þetta er fram komið.
Hún er bannið í Sandaríkjunum.
Áöur eu bannlögin komust á þar,
var að sjáífsögðu mikill markaður
og öruggur, fyrir vínræktarlöndin
í Bandaríkjunum. Þessi markaöur
lokáðist snögglega, eins og menn
vitá, og má óhsett fullydða, aö
hann mun ekki opnast aftur. Þetta
er ein ástæðan, meöal annars, svo
sem bindindis- og bannhreyfingar
víðsvegar um lönd, kaupgetuleysis
margra landa eftir striðið o. fl., til
þess að vínræktarmenn í suður-
hluta Evrópu gerðust kröfuharðir
úm vernd stjórna sinna fyrir at-
vinnuveginn.
Þannig lítur þá málið út, ef at-
hugað er frá þeirri hlið, sem talað
er um að framan. Skilyrðið, sem
vér höfum orðið að ganga að, í
samningnum við Spán, ber að
skoða sem eina hliðina á afar
sterkri stefnu, sem nú er uppi víðs-
vegar um heim, og er afleiðing
viðskiftakreppunnar, sem af stríð-
inu leiddi fyrir allar þjóöir. Eg
held, að um þetta verði ekki deilt,
þótt að sjálfsögðu megi margt og
mikið um málið segja umfram það
sem hér er gert.
, (Niðurl.)
Vélabrögð.
Atriði úr ræðu Sigurj. ólafssonar.
S.igurjþn Ólafsson, sá sem stóð
fyrir hinni alræmdu för Jóns
Baclis til Englands, en samt er
nú aö bjóða kjósendum hér í ná-
grenninu upp á sig til þingmensku,
sagði á Bárufundinum sæla, að sá
árangur væri þó orðinn af för Jóns
Bachs, að nú væri verið að leitast
við að koma sjómannafélaginu hé'r
í samband sjómannanna, sem mið-
stöð hefir í Amsterdam. En það
bygðist á þvi, sagði hann, „að
hver verndar annan og hver hjálp-
ar öðrum,‘.
Fagurlega er nú galað ' fráman
í fólkið. F.n bak við standa sömu
leiðtoga-vélráðin eins og alstaðar
hjá þeirn.
Hvað þýðir þetta nú, án alls
rósamáls'?
Það jjýöir þa'ö, að ekki aðeins
allir þeir, sem brjóta í bág við
samþykki félaganna, hversu óbil-
gjarnar kröfur, sem gerðar eru til
þeirra, jafnvel um að vera atvinnu-
lausir mánuðum saman í verkföll-
um, iheldur einnig þeir, sem ekki
vilja láta binda sig á klafa félag-
anna, en vilja vera frjálsir að því,
hvað þeir gera við sinn eigin
skrokk, þeir eiga að verða óaTandi
og óferjandi hvar sem vera skal
í heiminum.
Það er verið.að neyða menn inn
í hring, eins óbilgjarnan eins og
verstu einokunarhringirnir stór-
kapítalistanna eru. Það vantar
ekki heldur þar, að fagurt sé tal-
að, meðan þeir eru að smeygja sér
inn með vörur sínar. Þeir tryggja
mönnum nóga og góða vöru og
selja hana með vægu verði, meðan
verið er að brjóta keppinautana
á bak aftur. En. svo á að ná sér
niðri á eftir, og það er gert svika-
laust. \
Meðan verið er að tæla sjómenn
inn í samtökin, er galaö fagurt
um „aö hver verndi annan og hver
hjálpi öðrum.“ En þegar klafinn
er kominn á, þá kemur annað hljóð
í strokkinn. Þá Jiarf ekki blíðmæl-
in. Þá er hnefinn rekinn í boröið
og sagt: Brjóttu klafann, ef þú
þorir. Viö höfum samtök um allan
heim um aö kúga úr þér lífið, ef
þú gegnir ekki.
.Sigurjón talaði. um það á sama
fundi, hve ódýrt væri að vera í
Verkamannafélögutium hér. Er-
lendis yröu menn að borga ioo
krónur.
Þegar klafinn er kominn á, þá
má alt heimta. Borgaðu ioo kr.
Fondar í kvöld kl. 81/, i
Bárohúsino nppi. Áriðandi
að félagar mætl.
fyrir að vera í félaginu; annars
ertu búinn að vera!
Hlýddu bara, góði minn. Hér
verndar hver annan og hver hjálp-
ar öörum, meðan þið eruð þægir
sauöir við okkur leiðtogana.
Um kosningar er gott að geta
látið þessar ioo krónur frá hverj-
um íélaga draga sig saman, til
þess að styðja leiðtoga, sem langar
á þing. Hann veröur að borga, því
að annars er hann utan „verndar-
innar“.
Sigurjón liefði ekki átt að geta
unr þetta ioo króna gjald, hjá
þeim, sem í samtökuntim eru.
Ef hrafuinn kynni að þegja,
misti hann ekki bráðina oft og
einatt.
íslenskir sjómenn skilja þetta
kannske dálítið betur en alþýðu-
leiötogunum þykir gott.
Einn af mörgum.
ENGINN VEIT SÍNA ÆFINA —
Travers fylgja sér eftir. Hann geröi svo, og'
var honum vísað inn í setustofu Rafe s. Hann
stóð út við gluggann, með hendur i vösum
og íeykti í ákafa úr gömlu pípunni sinni. Þeg-
ar hann kom auga á gestinn, kom gleðisvipur
á andlit hans og hann gekk með útrétta hönd-
ina á móti honum.
„Nei! Eruð það þér! Þetta er svei mér bæri-
legt. Á eg að segja yður nokkuð, unginn minn?
Eg ætlaði að fara að leita yður uppi, ef þér
hefðuð ekki komið. Það hefði raunar orðið
öröugt í þessu borgarbákni, en eg er nú sein-
þreyttur, þegar eg byrja á einhverju. En nú
hafið þér létt því oki af mér, með því að
hegða yður eins og hvítur maður. Hérna, fáið
yður sæti! Hver er yðar uppáhalds drykkur?
Má bjóða yður viský? Ja hérna! Eg er feginn
áð sjá yður."
Travers neitaði hressingunni og mátti hafa
sig allan við, að halda rödd sinni í jafnvægi.
„Viljið þér það ekki?" sagði Rafe. „Jæja,
eg bragöa það aldrei sjálfur á morgnana, og
ef satt skal segja, þá er aldrei lið í mér yið
drykk. Þetta legst ekki altaf í ættir,“ sagði
hann alvarlega. „En fáið þér yður að reykja,
hvað sem öðru líður.“
Hann tók vindlakassa úr skápnum og rétti
Travers, og þá hann vindilinn. Rafe kveikti
á eldspýtu á reiðbuxum sínum — hánn hafði
Verið að temja hryssuna um morguninn —, og
jiegar hann rétti Travers hana, sá hann, að
hönd hans skalf, og varð hann þá mýkrí í máli
og vingjarnlegri.
. „Mér þykir mjög vænt um, að jiér heim-
sóttuö mig svona skjótt. Eg býst við, að yð-
ur hafi fundist þér óþarflega strangur við
okkur, þegar þér fóruð að hugleiöa jiað eftir
á. Okkur, mér og hefðarmeynni, sem með mér
var, var áhugamáí að vita, hvort þér hefðuð
meiðst mikið. Yður hefir flugið jiað í hug og
eruð nú hingað komnif. Er víst, að jiér viljið
ekki bragða vín? Gott og vel. Við skulum
þá ræöast við. Þér vitið hver eg er og hvert
er stárf mitt. Eg er i þessu lávarða-starfi —
og, okkar í milli, og er nú kominn í hálfgerða
klípu og líklegra, að verr fari. Þetta er lík-
ast trúðleik, þar sem eg á að leika hlutverk
fíflsins. Þér vitið, aö eg er nýkominn til þess-
arar tignar, mér hefir verið varpað út í þetfa
fyrir rás viöburöanna. — En hvað er eg altaf
að tala! Segiö jiér m'ér nú eitthvað af yðar
högum. ,Hvaða atvinnu stundið jrér?“
Travers vætti varirnar og lét brýnnar síga.
Ráfe bjó svo íTiaginn fyrir hann, aö honunr
varð auðvelt að tala máli sínu. Þó að hatur
og öfund logaði undir niðri í hugskoti hans,
þá var hann rólegur og ánægður á yfirborð-
inu.
„Eg kom einmitt til þess að segja yður það,
Stranfyre lávarður.“ Málrómur hans var
mjúkur og viðfeldinn og stakk mjög í stúf
við orðfæri Rafes, sem var óþjált og hávært.
„Ef eg á að segja yður allan sannleik í sem
fæstum oröum, þá verð eg að játa, aö metnað-
ur mittn varð þess valdandi, að eg vildi ekki
segja ykkur heimilisfang mitt og kaus held-
ur að snúa baki viö ykkur. Eg er mjög fá-
tækur, Stranfyre lávarður, og óttaðist —“
„Þetta flaug mér í hug,“ sagöi Rafe og
kinkaði kolli. „Eg. gat þess til, og eins mundi
mér hafa farið. En yður skjátlaðist! Hefðar-
mærin hefði aldrei fariö að bjóða yður fé, og
af mér er það að segja, að drengirnir, sem eg
ólst upp með, eru svo skapi farnir, aö þeir
efu vanir aö reka þeim ærlega utanundir, sem
býður þeim fé fyrir barsmiðar. Eg sagði, að
þér væruö eins og menn eiga að vera, og mér
hefir ekki skjátlast.“
„Eg er yður þakklátur, Stranfyre lávarður,
fyrir þessa skoðun, sem þér hafið á mér,“
svaraði Travörs í sama málrómi sem áður og
var sem hatin vekti yfir hverju orði og setn-
ingu, sem hann sagði. „Eg sá, að mér hafði
skjátlast og gert mér rangar hugmyndir um
yður og cg kom til þess að biðja afsökunar
á því."
„Þess gerist engin þoff, hér er ekkert að
afsaka,“ svaraði hann glaðlega. „Við skiljum
hvor annan, eins og maður mann eða bróðir
bróður.“ Travers hrökk ofurlítið við. „En sjá-
ið þér til, félagi. Þér hafið viðurkent, að þér
eigið örðugt uppdráttar. Og þegar svo ber
undir, þá er cnginin skömm að bjóða að rétta-