Vísir - 11.10.1924, Blaðsíða 6
11. okt 1924)
VÍSIR
Landsins besta ArvaL aí rammalistnm.
Myxtdir lnnrammaðar fljótt og vel. — Hvergi eins óðýrt.
Guðmundur Ásbjörnsson.
Símt 555. Langaveg 1.
Beztu hlutaveltu
vetrarins
heldur verkakvennafélagið „Framsókn" laugardaginn 11. þ. m. kl. 8,
og sunnudaginn 12. ki. 7 í TJngmennafólass-
Tl 8ln 11. Margir ágætismunir, svo sem kol, fiskur og öll
möguleg búsáhöld. Inngangur 0,50 og dráttur 0,50.
IC Dans ét eltlr
Hlutaveltuneíndin.
Málverkasýning
Eyjólfs J. Eyfells
verður opnuð á morgun í Goodtemplarahúsinu.
Opin 10—5. Aðgangseyrir 1 kr.
Meðöl gegn tóbaksnautn,
Margir spilla heilsunni á ofnautn tóbaks, en finna til mikils
slappleika, ef þeir hætta viö þaö. Meðöl hafa vejúð mikið notuð í
útlöndum siðustu árin til þess að hjálpa reyk- og munntóbaksmönn-
um að losna við ílöngunina, án eftirkasta.
Undirritaður hefir útvegað meðöl þessi og látið marga reyna
þau, með mjög góðum árangri í allflestum tilfellum. Einn þeirra
fyrstu sagði, þegar meðölin voru búin: ,,Eg hata tóbakið !“ og hef-
ir hann alls ekki langað í þaö síðan. Góðkunnur skólastjóri lét þrjá
menn reyna meðölin. Hann skrifaði: - „Tóbaksmeðalið hefir reynst
vel. Gerið svo vel að senda mér tvo skamta til.“
Meðölin fást, með fullri fyrirsögn, frá undirrituðum gegn póst-
kröfu: 5 kr. (handa einum manni) ; borguð fyrirfram: 4 kr.
Arthur Gook
(ristjóri ,,Norðurljóssins“) Akureyri,
ÞAKKARÁVARP.
Þegar eg i s.l. ágústmánuði varð
íyrir þeirri þungu sorg, að missa
minn ástkæra eiginmann, Ásgeir
Jónasson, urðu margir, fjær og
nær, til þess að sýna mér marg-
háttaða hluttekningu. Öllum þeim,
sem þar eiga hlut að máli, færi eg
mína heitustu þökk og bið þeim
alls hins bezta í framtíðinni. Hina
rausnarlegu gjöf frá bæjarfélagi
Vestmannaeyja þakka eg ekki
hvað sízt.
Gæfan fylgi öllum velgjörða-
mönnum mínum.
Ásgarði á Stokkseyri 6. okt. 1924.
Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Páll ísólfsson.
heldur
Orgelhljómleika
í Dómkirkjunni sunnud. 12.
október.
Verkefni eftir:
Bach, Reger, Brahms og
Mendelssohn.
Aðgöngum. fást í bókav.
Sigf. Eym, ísafold og HljóS-
færahúsinu og kosta 2 kr.
Happdrætti
stúkunnar Einingin nr. 14.
Silfnrstokkíibeltið nr. 1002
Dlvanteppið nr. 243.
Eigendur vitji munanna hjá Borg-
þóri Jósefssyni Lautásveg 5.
Fermingargjafir.
Frá Austurríki höfum við fengið
nokkra konfektkassa (model) sem
verða seldir ódýrt næstu daga.
Aðeins 1 stykki af hverri teg-
und.
Konfektbúðin.
Austurstræti 5.
Ljómandi falleg
og hlý efni i frakka og kápur
á unglmga.
Ouðm. B. Vikar
klæðskeri
Sími 658, Laugaveg 5.
S k 011 æ r i,
Byssur, hlaðin skothylki 12 og 16,
púður og högl. — Verðið er læg-
ra en annarstaðar. —
V 0 N .
áimi 448 Sími 448.
Ný gullnáma
Þriðja og stærsta gullnáman er
fundin, og er hún hér í bænum.
Hún er ekki fundin af Birni Krist-
jánssyni eða Einari Benediktssyni,
heldur af reykviskum húsmæðrum,
sem versla. í Grettisbúð, því að þar
e.ru allar matvörur bestar og ódýr-
astar 0g ætttu því allir að berast
með straumnum þangað, eða
hringja í síma 927.
Visiskatfíð
gerir alla giaða.
JHEÍLLAGIMSTEINNINN. 97
ur og fegurri en nokkru sinni áður, þó að
hann hafi elzt um mörg ár! Sú stúlka hlýtur
að vera grunnhyggin í meira lagi, sem snúið
hefir baki við honum. — Þarna kemurðu,
Ronnie. Við setjumst þarna við borðið, sem
er næst glugganum. Altaf ert þú jafn glæsi-
legur! Það á við þig, að vera á sjónum. Þú
verður að lofa okkur Clemmy að skjótast á
flot með þér, því að við höfum nú hangið á
landi eins og ufsi í hjalli. — Þú munt nú vilja
fá fréttirnar, — vilja vita; til dæmis, hverir
eru staddir hér?“
Ronald kinkaði kolli, eins og hann langaði
til að vita þetta, en fann þó, að sér hefði tek-
ist það illa.
„Það má heita, að hér séu nú flestir félag-
ar okkar saman komnir," mælti Brandon og
helti kampavíni í glas Ronalds. „Þeir eru hér
að skemta sér á gamla og góða vísu, og heir
verða glaðir, þegar þeir sjá þig, því aif við
höfum syrgt þig eins og hænur, sem missa
unga sína frá sér. Við hittum þá þarna i saln-
um áður en langt um líður. Við Clemmy höf-
um bundist félagsslcap og höfum grætt drjúg-
an skilding. En hvað segir þú nú, drengur
minn, í fréttum ? Þú hefir víst skemt þér bæri-
lega — eða þú ert þess legur.“
„Já, meir en!“ svaraði Ronald. „Við Vane
höfum verið að skemta okkur og hann fékk
mér „!Hawk“ til umráða og síðan hefi eg ver-
ið að sigla hér og þar um Miðjarðarhafið. Eg
fer héðan á morgun.“ Brandon hnipti í Clem-
son undir borðinu og þeir þögnuðu allir. Loks-
ins mælti Ronald og roðnaði lítið eitt: „Hafi
þið séð Lydstone? Hvernig líður honum?“
„Þú varst að spyrja um Lydstone," svaraði
Brandon. „Nei, við höfum ekki séð hann ný-
lega. Hann er að ferðast um Austurlönd. Ó,
honum er ekki margt að meini. Þú þarft ekki
að hafa áhyggjur af honum, Ronnie. Skoll-
inn þekkir sína 1“
Þungri byrði var létt af Ronald.
„Mér þykir vænt um það,“ svaraði hann
alvarlega.
Brandon og Clemson héldu uppi skemtun
meðan þeir sátu undir borðum, og þegar hinni
viöhafnarmiklu máltíð var lokið, gengu þeir
út í skemtigarðana. Rafljósin blikuðu eins og
eldflugur í heitu rökkrinu, og mjúkar raddir
heyrðust hvaðanæfa gegnum lágan klið hljóð-
færanna. Alt umhverfis mátti sjá hóflaust
skraut og skart, en Ronald litaðist um með
hrygð í hjarta. — Ó! að Cara væri komin til
þess að njóta alls þessa með honum!
Þeir félagar gengu allir upp að veginum
og virtu fyrir sér mannfjöldann, sem fram hjá
fór. Þá bar þar fram hjá skrautlegan vagn,
sem tveir hestar drógu, og stefndi hann í átt-
ina til Casino. Vagninn var læstur, en Ronald
kom auga á mann inni í honum, sem hallaðist
aftur á bak í sæti sínu.
„Þarna fer furstinn/1 mælti Brandon. „Hann
kemur með seinna móti í kveld.“
„Hver er það ?“ spurði Ronald og reyndi
að láta sem sér þætti það nokkuru skifta.
„Eg veit varla, en við köllurn ha.nn furst-
ann,“ svaraði Brandon. „Hann heitir, — hm
— hm — eg kem því nú ekki fyrir mig. Hann
er gálausasti glæframaður, sem við höfum
fyrir hitt, leggur stórfé undir og vinnur eða
tapar ógrynnum. En hann er sagður auðugur
eins og Krösus, og má þess vegna við því að
tapá. Hann hefir tekið á leigu dýrindis bústað
í San Remo — þenna sem hann Angleford
vitskerti lét reisa, þú manst eftir honum, —
og lifir þar eins og konungur, með fjölda
þjóna, hesta og vagna og þess háttar. En eng-
inn þykist þekkja neitt til hans. Sumir segja
að hann sé stórauðugur braskari, sem hafi
keypt sér metorð og landsetur einhvers stað-
ar á ítalíu. En hvern varðar um það ? Engan
hér, að minsta kosti. Þér er óhætt, meðan þú
átt nóg fé til að ausa á báðar hendur."
„Ekki er að efa það, að hann eyðir miklu,
furstíhn," mælti Clemson. „Hann sóar fénu á
báða bóga. Þetta er líka taumlaust spilafífl,
— þú færð bráðum að sjá ha.nn, Ronnie, —
og gengur á undan okkur með illu eftirdæmi.
Eigum viö að fara inn á eftir honum?“
Ronald hefði verið næst skapi og kærast,
að komast út á skip sitt, því að honum var
ekki um fjárhættuspil, en hann vissi, að
árangurslaust yrði að leita undankomu. Þeir