Vísir - 11.10.1924, Blaðsíða 5

Vísir - 11.10.1924, Blaðsíða 5
VlSIR (M.okt. 1924 Prestafélagsritið VI. ár. Frá hví er Jjetta tímarit hóf göngu «ína, hefir hað aldrei verið veiga- Í lítið eSa ómerkilegt. pað hefir jafn- an flutt margar greinar prýðilega ritaðar og um éfni, sem hverjum maníii hlýtur að hykja miklu varða. Svo er og að þessu sinni. Hefst J?að með hinni afar eftirtektarverðu synódusprédikun séra Kjartans í ¦ Hruna, út af guðspjallinu um Sakk- eus. Kallar hann hana „skj/ggið ekki á," og talar þar um það, hve mörgum farr líkt og Sakkeusi, að af því að þeir eru litlir, geti þeir ekki fengið að sjá Krist fyrir stóru mönnunum, sem standa á milli þeitxa og hans. Beinir hann miklum al- I vöruorðum til • kirkjunnar í þessu sambandi. Yfirleitt er ræSan svo góð, áð hvér maður ætti að lesa hana. rj ö J?á er,u hlýlega rituð minningar- orð eftir vígslubiskup Geir Sæ- mundsson um merkisprestinn séra Bjöm Jónsson frá Miklabæ í Blönduhlíð, sem uýlega er andað- va. ,; :.' Pá ér greih éftir biskupinn: Hvað er kristindómur ?' Er þar af mikl- um skarpleika og þekkingu leitast viS að svara þessari æfagömlu spurningu, sem jafnan fylgir kristn- inni. Syarar hann spurningunni þannig: „Kristindómur er hið son- arlega trúarsamlíf Jesú við Guð endurborið ísálum lærisveina hans." Er það býsna langt frá þeirri skoS- un, að kristindómurinn sé kerfi af játiungum og trúgreinum og kenn- ingum eins og stundum hefir verið haldið, en einnig langt frá því að kristindómur sé þur og kaldur „mór- all" og annað ekkL Að sama skapi, sem trúarlíf Jesú endurfæðist í sál mannsins, aS sama skapiverSur hann „kristinn maður," hvað sem öllu öðru líður. petta er vissulega sann- ur og hollur Iærdómur og óskandi að kirkján bæri gæfu til þess að fara eftir honum þar til hún sér enn bet- ur hvaS er kristindómur. Ritstjórinn. prófessor Sig. P. Sívertsen, ritar því næst fróSIega og skémtilega grein um enskt }(irkju- líj. Dvaldi hánn heilt sumar í Eng- lándi og kyntist því þá vel. Er ekki hægt aS neita því, að margt virðist mjög heilbrigt í ensku kirkjulífi og heilbrigðara en á Norðurlöndum, ekki síst hin mikla víðsýni sem heims- yfirráðin og heimskunnugleikinn hef- ir géfið Englendingum. peir eru farnir aS þekkja svo vel, hvaSa fjarstæða og heimska það er að láta sér detta í hug, að allra trúarskoð- anir geti bræðst í eitt og sama mót- ið, og kunna því að vinna saman þótt á iriilli beri um skoðanir. pá er og hlýjan og ræktarsemin við kírkjuna líklega hvergi meiri en í Englandi. Næst koma greinar um tvÖ mik- ilmenni í andans heimi, sem nú eru uppi og þó næsta ólíka menn: Sadhu Sundar Singh eftír síra Hálfdán. Helgason og John R. Mött éftir síra Bjama Jónsson. érú 'greiriár' þessar ágætlega Þór. Utgefinn í Vestmannaeyjum. Ritstjóri V. Hersir. Afgreiðsla Laufásveg 15. Sími 1269. Ferkantaðan saum seinr enginn eins ódýrt og Hetgi Magnússon {(Co samdar og sýna okkur þessa menn með skýrum ummerkjum, hinn há- gáfaða og hálf dularfulla Indverja, sem snýst til kristinnar trúar meS svo miklum sannfæringarkrafti og talar svo aS leiftrar frá orSum hans og líkingum, og hinn viljasterka Ameríkumann, sem einnig má segja að snerist til kristinnar trúar, því að hann var ekki snortinn af krist- indóminum á yngri árum þótt jafn- an væri hann vandaður í dagfari. Hann er .ekki mælskur og líking- arnar töfra ekki, en hann er „per- sóna" svo mikil, að orð hans fá kraft, og orð hans umspenna alla jörðina og hvar sem hann kemur vinnur hann aðdáun. J7á er stutt ræða eftir síra }7or- stein Briem: „Kn'síur blessar gíeð- ina" og þvínæst grein eftir prófess- or Harald Níelsson, sem hann kall- ar: „Merk'deg bók um upprisu Krists." Er í grein þessari rakið efni í bók eftir prófessor einn í Vín- arborg, R. A. Hoffmann að nafni. Færir prófesorinn afarmikið efni að hvaðanæfa, og skýrir upprisuvið- burSina út frá þekkingu nútímans á andafyrirbrigðunum, Sýnir hann fram á þaS, að svo langt er frá, að upprisufrásagnirnar, jafnvel margar þeirra, sem erfiðastar hafa þótt og mestur kross fyrir hugsun- ina, séu ótrúlegar eða ómöguleg- ar, að þær einmitt koma mjög vel heim við það, sem menn nú hafa séð og reynt. Ætti kristnum mönnum og kirkjuvmum ekki að þykja mið- ur að slíkar bækur sem þessar séu ritaðar og þeim á lofti haldið, held- ur þvert á móti. Ef sannanir fást fyrir einhverjum meginstaðreyndum þeim, sem kristindómurinn er reistur á, þá getur það f jölda manns hjálp- að en engan skaðað nema óvini kristindómsins, sem þá eru úr einu víginu eftir annað hraktir. Síra Friðrik Friðriksson skýrir frá alþjóðafundinum í Pörtschach í Austurríki, þar sem saman var kominn afarmikill sægur K. F. U, M.-manna úr öllum löndum jarð- arínnar. Loks er getið útlendra guðfræði- bóka, skýrsla um Prestafélagið og fróSIeikur ýms um kirkjur Norður- Ianda. Rit þetta er, eins og sjá má af þessu yfirliti, svo fróðlegt og marg- .þætt, aS þaS ætti að.fá miklu fleiri lesendur en það hefir haft undan- farið, og hefir það þó náð mik;lli útbreiðslu og hvarvetna. verið tek- ið tveim höndum. M. Linoleum Góifdúkar, allskonar vaxdúkar, látúnsbryddingar á stiga og borð, og gólfpappi. Bæjarins lang stærsta og ódýrasta úrval. Nýjar birgðir með hverri ferð. Verðið nú miklu lægra en áður. Lítið á mínar fjölbreyttu birgðir. Jónatan Þorsteinsson Vatnsstig 3 S^mar 464 og 864. Aðeins contant, þess vegna fáið þiP hjá okkur, góðar vörur fyrir gott verð. Viðhöf- um nú fengið miklar birgðir af all-íkonar kjarnfóðri, seui við seljum með gamla Iága verðinu. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Sími 517. Besta og ódýrasta tæðtð, og laus r m It ðsr selar matsöluhúsið Fjallkonan. Hægt sð bæta fleirnra við og gleymið ekki buffinu. Sími 1124.- Haíramjöl mjðg ódýrt í hrtidsölu. Mjólkurfélag Reykjavíkur Simi 517. Sími 517 jiLUAK'S er langotbreíddwits .LINIMENT" í heimii og fcúaund- ir manna reiða sig á hann. ffitar strax og linar rerki, Er horinn á án nún- Inga. Seidur í Sliunt lyf jabú&um. —< Nákvtemar notkunarreglur fyÍEJs hverri flöskn. fjölbreytt úrval — lágt verð. Myr dabúðin Laugav. 1 Sími 555.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.