Vísir - 03.04.1925, Blaðsíða 6
VÍSIR
Kaupið ekki það ódýrasta,
heldur það vandaðasta.
K.iuU n ur
°g
trr
af ollum gerðum, gull-, silfur- og
nikkel úrfestar allskonar, silfurborð-
búnaður, trúlofunarhringar margar
gerðir, saumavélar frá Bergmann &
Hiittemeier. Hamlet og Remington
reiðhjól og allir varahlutir til reið-
hjóla. — Vörurnar sendar hvert á
land sem er, gegn eftirkröfu.
Sigurþór Jénsson
Aðalstrœti 9.
Rúsinar
pr. 90 aura Va kg. Sveskjur 80
aura l/* kg. Kartöflumjöl 45 aura
*/a kg, Sagó 60 aura */* kg.
Hrísgrjón 35 aura Vs kg. Hafra
mjö! 35 aura J/2 kg. Hveiti nr. 1
á 40 aura x/a kg. Danskar kart-
öflur á 12.25 pokinn.
Verslunin
Nöanugöía 5.
Sími 951.
Ávextir:
Ananas,
Perur,
Jarðarber,
Aprikosur,
Bláber,
Ferskjur,
og margar fleiri niðursuðuvörur
verða seldar með stórum af-
slætti til páska.
V 0 N
Sími 448 og 1448
K
En !ivil d39 ðr 9!ji3iJi ðrit
Og athugið litina í mislitum
dúkunum, hve dásamlega skær-
ir og hreinir þeir eru, eftir litla
suðu með þessu nýja óviðjafn-
——i anlega þvottaefni. --*
FLIK-FLAK
Gaman er að veita þvi athygli, meðan á suðunni stendur, hve greiðlega
FLIK-FLAK leysir upp óhreinindin, og á eftir munu menn sjá, að
þræðimir í dúknum hafa ekki orðið fyrir neinum áhrifum.
FLIK-FLAK er sem sé gersamlega ábrifalaust á dúka og þeim óskaðlegt,
hvort sem þeir eru smágerðir eða stórgerðir. f>ar á móti hlífir það
dúkunum afarmikið, þar sem engin þörf er á að nudda þá á þvotta-
bretti né að nota sterka blautasápu eða sóda.
Aðeins lítil suða, og ðhreinindiii leysast alveg upp,
Jafnvel viðkvæmustu litir þol* > ia Fæst i heildsötu hjS
FLIK-FLAK-þvottinn. Sérhver mís-
litur sumarkjóll eða lituð mansétt-
skyrta kemur óskemd úr þvottinum
FLIK-FLAK algerlega óskaðlogt.
fli :
i MIMu
sáímar 890 & 949. Reykjavík.
FLAK
J
Lnndúnaháskúli.
• Námsskeið fyrir útlendinga.
—x—
Það er eðlileg afleiðing af hinu
hraðvaxandi enskunámi hér á landi
iíðari árin, a‘ö fjöldi af ungu fólki
hefir nú sterkan hug á að komast
til Englands og stunda þar nám,
þótt ekki væri nema ofurlítinn
tíma. En á þessu eru tíðum þeir
annmarkar, a‘ð menn ýmist þekkja
erigin deili á enskum skólum, sem
hentugt eða jafnvel hugsanlegt
væri að leita til, og þá ekki
síður hitt, að sjaldan er unt að
komast í skóla til mjög skammrar
dvalar, en kennarar t. d. hafa ekki
öíSrum tíma yfir að ráða, en há-
sumrinu. Mér finst því nærri skylt
að vekja athygli slíkra manna á
sumarnámsskeiði því, er Lundúna-
háskóli heldur nú árlega fyrir er-
lenda nemendur (Holiday Course
for Foreigners). í sumar verSur
það frá iy. júlí til 13. ágúst, aft
báíSum dögum meðtöldum. Náms-
stjórinn er hinn nafnkunni ög á-
gæti mentamaður, Walter Ripman,
M.A., málfræðingur og bókmenta-
fræðingur. Allir eru kennararnir
úrvalsmenn, og kenslan er stunduð
af miklu kappi. Má segja, aS ekk-
ert sé til þess sparaö, aS gera
hverja klukkustund þenna mánaS-
artíma svo arSberandi nemendun-
um sem kostur er á. Þa'ö er langt
frá því, aö kenslan fari öll fram
í háskólanum, því valdir leiðsögu-
menn fara meö námsfólkið á merk-
isstaði Lundúnaborgar, og segja
frá öllu sem ítarlegast. Þá eru og
einnig farnir leiSangrar til ýmissa
merkisstaða í grend við borgina
(t. d. Windsor, Harrow, Eton o.
s. frv.).
Skólagjaldið fyrir allan tímann
er £ 5. Þeir, sem þess óska, fá að
ganga undir próf i ensku 8. og
10. ágúst, og fá þeir skírteini
(Certificate of Proficiency in Eng-
lísh) ef þeir standast það. Þá geta
og þeir, sem sýna sig þess verð-
uga, fengið Certificate of Attend-
ance að námsskeiðinu loknu.
ASallega er kenslan sniðin eftir
þörfum kennarastéttarinnar, en þó
fær hver og einn jafnt aðgang
fyrir því, hvaða stétt hann tilheyr-
ir. Enginn er tekinn yngri en 18
ára. Nokkrar stúlkur geta fengið
heimavist í King’s College for
Women (þar sem kenslan fer
fram), og borga þá £ 1—16—o,
eöa, ef tvær eru í sama herbergi,
£ 1—13—o, um vikuna. í þessu
eru innifaldar máltí'ðir aðrar en
1 u n c h e o n (kostar is 6d) og
t e a (6d) ; en þessar tvær máltíSir
geta allir nemendur fengiS þar,
þótt eigi séu í heimavist.
Sé þess óskaS í tæka tíS, útveg-
ar skólastjórnin nemendunum bú-
staSi hjá góSu fólki, þar sem þeir
eru elcki látnir borga meira en
sanngjarnt er. Stúlkur, sem náms-,
skeiSiS sækja, og engan eiga að
í London, ættu fortakslaust aS nota
sér þá hjálp, en þó helst af öllu
a'S taka • heimavistina, ef þess er
kostur.
Eg má ekki níSast á góSsemi
ritstjórans, meS því aS gera þess-
ar línur alt of margar, og verS
því aS sleppa mörgum upplýsing-
um, sem ýmsum mundi kært aS
fá, t. d. allri greinargerS fyrir því,
hvaS kent er, og hvernig. Þeir,
sem vilja nota þetta tækifæri, ættu
tafarlaust aS skrifa til háskólans,
þannig:
Holiday Course,
The University ExtensionRegistrar
University of London,
London S. W. 7.
Árnesingamót
verður haldið í Iðnó, laugardaginn
18 þ. m. Árnesingar hér í bæn-
um eru beðnir að fjölmenna á
mótið og skrifa sig, fyrir póska,
á lista, sem li^gja í versl Guðjóns
Jónssonar, Hverfisgötu 50, og hjá
Sigurði Greips-iyni, Ungmenna-
félagshúsinu við Laufásveg. —
Fjölbreytt skemtiskrá auglýst
siðar.
og biðja um allar nauðsynlegar
upplýsingar. Fólk flykkist á þetta
námsskeið úr öllum löndum og
heimsálfum, svo að ekki er unt að
svo komnu að taka á móti nálægt
því öllum umsækjendum; en hér
sem víðast er first come, first serv-
ed. Ekkert þýðir að slcrifa mér um
þetta efni, því eins og skiljanlegt
er, hefi eg ekki hentugleika til að
svara slíkum bréfum.
Snæhjörn Jónsson.