Vísir - 24.04.1925, Qupperneq 2
VÍSIR
Hiflnm fyrlrllgglandl:
Taubláma
Símskeyti
Khöfn 23. apríl. FB.
Kommúnista-uppreisn í Búlgaríu.
Símaö er frá Sofía, a'8 kommún-
ista-uppreisn, sem flestir bændur
víösvegar um Búlgaríu taki þátt í,
hafi brotist út. Sumstaöar hefir
því veriö lýst yfir, að lýðveldis-
fyrirkomulagi hafi veriö komið á.
Herinn bældur niöur haröri hendi.
— í dómkirkjunni fórust meöal
annara 15 hershöföingjar,7 ofurst-
ar, ix liðsforingjar, 15 lögreglu-
embættismenn. Tilætlunin var aö
drepa konunginn og sem flesta
hátt setta embættismenn ríkisins.
Fascista-uppreisn í Portúgal
bæld niður.
Símaö er frá Lissabon, að upp-
reisn hafi verið gerö þar að undir-
lagi nokkurra undirforingja og
var tilgangurinn sá, aö koma þar
á her-einræöi eins og á Spáni.
Uppreisnin var bæld niður sam-
stundis.Forsprakkarnir voru hand-
samaðir. Margir drepnir og fjöldi
særöur.
Khöfn 23. apr. FB.
Ræða Painlevé.
Painlevé hélt stefnuskrárræöu
sína á þriðjudaginn. Þegar ráöu-
neytiö kom inn í þingsalinn æptu
andstæðingar þess: Niöur meö
Caillaux! Ræöa Painlevé þykir
éfnislítil og hvikul, ystu vinstri-
mönnum finst hún of vingjarnleg
í garð miöflokkanna, jafnvel
hægrimanna. Painlevé lýsti því t.
d. yfir, að sendiherraembættiö viö
páfastólinn yröi ekki lagt niöur,
stjórnin mundi ekki skifta sér af
trúmálum i Alsace-Lorraine. Enn-
fremur talaöi hann urn tvö mestu
velferðarmál Frakka, öryggið og
fjármálin. Vildi hann í engu hvika
frá Genfarsamþyktinni, koma á
jafnvægi í fjárlögum með því aö
leggja á nýja skatta. Ennfremur
lagöi hann áherslu á, að einstakl-
ingar ríkisins spöruöu sem mest
og alls sparnaöar yröi gætt í ríkis-
buskapnum, og væri hvorttveggja
áriöandi, svo aö hægt væri aö
framleiösluna.
Frá Alþingi
síðasta vetrardag.
Efri deild samþykti og afgreiddi
til neöri deildar Frv. um framleng-
ing á gildi laga um gengisskrán-
ing og gjaldeyrisverslun, og enn-
fremur Tillögu til þingsályktunar
um viöbótarbyggingu viö geö-
veikrahælið á Kleppi og um bygg-
ingu landsspítala.
Frv. um breyting á lögum um
sölu á prestsmötu var samþykt til
3. umræðu, og Frv. um breyting
á lögum um aðflutningsbann á
áfengi var samþykt til 2. umr. og
til nefndar.
Neðri deild samþykti og af-
greiddi til efri deildar Frv. um
samþ. á landsreikningnum 1923
og sömuleiöis Frv. til fjárauka-
laga fyrir áriö 1923.
Um Frv. um toll-lagabreyting-
una (tóbakstollinn og afnám tó-
bakseinkasölunnar) voru þreyttar
umræöur til kl. 8 síðdegis og var
frv. þá loks samþ. aö viöhöföu
nafnakalli meö 14: 13 atkv. og af-
greitt til Ed. og er þar með séö
fyrir um forlög tóbakseinkasöl-
unnar, er veröur lögö niöur frá
næstu áramótum, þar eö flokka-
skifting i Ed. er þannig, að frv. er
þar vís framganga.
Ritfregn.
C. Wagner: ManndáS.
pýtt hefir eftir 21. útgáfu
á frummálinu Jón Jacob-
son. Re])kjaví1(. Bóka-
verslun SigfúsarEymunds-
sonar. 1925. Félagsprent-
smiSjan.
Fyrir þrettán árum kom hér út
bók, sem hét „Einfalt líf“, þýdd úr
frönsku. Höfundur hennar var öllum
þorra íslendinga ókunnur, — hann
hét C. Wagner, — en þýðandann
þektu allir ,og nafn hans dró þegar
athygli að bókinni. pýðandinn var
yfirlandsbókavörður Jón Jacobson.
„Einfalt líf“ hlaut meira lof hér á
landi en títt er um þýdd rit, og þess
vegna má fullyrða, að bók sú, sem
nefnd er hér að ofan, muni hljóta
skjótar og góðar viðtökur, með því
að hún er eftir sama höfund og þýð-
andi hinn sami.
En það er fyrst um þessa nýju
bók, — Manndáð, — að segja, að
hún var sæmd verðlaunum af
franska fræðslumálaráðuneytinu, og
hefir hver útgáfan rekið aðra. Hún
Terðlækkun.
Með siðustu skipum fengum við nýjar birgðir af hinfl
ágæta DUNLOP bifreiðagúmmíi, sem við seljum með hinu
afar Iága eftirtalda verði:
Dekk; Slöngur!
30X3V2 ........................ kr- 68.00 9.25
31x4 ............................ — 82.00 11.50
33X4 ............................ — 108.00 13.00
32x4% ........................... — 123.00 15.00
34X4% .......................... — 130.00 16.25
33x5 ........................... — 162.00 17.40
35X5 ........................... — 170.00 18.50
815X120........................ — 117.00 15.00
880x120 ......................... — 130.00 16.25
AÐALUMBOÐSMENN Á ISLANDI.
JÓH. ÓLAFSS0N & CO.
REYKJAVÍK.
er einkum ætluð æskulýðnum, og því
er það, að þýðandinn tileinkar þýð-
inguna æskulýð íslands. — Formáli
er fyrir bókinni og þá ávarp til ungra
lesenda, en sjálf bókin skiftist í þessa
kafla:
I. Um þreknám.
II. Verðmæti lífsins.
III. Hlýðni.
IV. Einfeldni.
V. Innvörður.
VI. Hetju-uppeldi.
VII. Örðug byrjun.
VIII. Áreynsla og erfiði.
IX. Trygð.
X. Glaðværð.
XI. Karlheiður.
XII. Til heilsutæpra.
XIII. Ótti.
. XIV. Bardagi.
XV. Vonarandi.
XVI. Gæska.
XVII. Sursum corda.
Síðast er stuttur eftirmáli þýð-
anda.
Heiti kaflanna segja nokkuð til
um efni þeirra, og fylgja hverjum
kafla snjöll einkunnar-orð. Hér er
að öðru leyti ekki rúm til þess að
lýsa efni bókarinnar, en svo að les-
endurnir sjái þó, hver blær er á
þýðingunni, skal hér birt niðurlag
VII. kafla (Örðug byrjun):
-------„Of mikið öryggi og næði
eru óvinir mannlegs eðlis. pað þarf
á skorti, hættum og baráttu að
halda, til þess að ná eðlilegri þróun.
Á þann hátt vex kraftur þess sam-
tímis sæluhæfileikunum. Opnið aug-
un, athugið fjölskyldumar umhverf-
is ykkur, ættliðina og þjóðirnar. AI-
staðar þar, sem lífsmagn, fjör, fram-
för og hjálp er að finna, siðferðislega,
andlega eða líkamlega, þar er einnig
áreynsla og fyrirhöfn upphafið. Eji
það kemur of oft fyrir, að bæði fjöl-
skyldur og þjóðir gleymi þessu. Eft-
ir einn ættlið mikilla eljumanna kem-
ur næsta kynslóð, sem hittir vellíðan
fyrir og fer að njóta hennar. Hún
gleymir, að líf er ekki til, nema þar,
sem við örðugleika er að stríða, og
að það brauð eilt er gróðavænlegt,
sem maður sjálfur hefir aflað sér.
Svo sígur hóglífismókið yfir hana og
forboðamerki dauðans fara brátt að
sýna sig.
#1 ■ I
Cement útvegum við frá Christian- ia Portland Cementfabrik, Oslo, í heilum förmum og smærri sendingum, á all- ar aðal liafnir landsins. Biðjið um tilboð. Umboðsmenn:
pórður Syeinsson & Co.
Við skulum því ekki sýta um of
yfir örðugri byrjun. Sá dagur, þeg-
ar hún væri ekki lengur til, myndi
verða upphaf að endalokum.“
Störf Alþingis
Stutt yfirlit yfir helstu störf
Alþingis frá 4.—18. þ. m.
I. Lög frá Alþingi. •
1. Lög um einkenning fiskiskipa.
2. Lög um breyting á lögum nr.
38, 27. júní 1921, um vörutoll.
3. Lög um viðauka viö lög nr.
22, frá 8. okt, 1883, um bæjar-
stjórn á Akureyri.
4. Lög um styrkveiting til handæ
íslenskum stúdentum viö er-
lenda háskóla.
5. Lög um viðauka viö lög nr. 33,.
19. júní 1922, um fiskiveiðar í
landhelgi.
6. Lög um breyting á lögum nr.
2, frá 27. mars 1924, um heim-
ild fyrir ríkisstjómina til aö
innheimta ýmsa tolla og gjöid
meö 25% gengisviðauka.
7. Lög um fiskifulltrúa á Spáni
og ítalíu.
8. Lög um breytingu á 1. nr. 34,
6. nóv. 1902 (Sóttvarnarlög).
9. Lög um skiftingu Isafjarðar-
prestakalls í tvö prestaköll.
II. Felt stjómarfrv.
Frumv. um að ríkiö taki aö sér
kvennaskólann i Reykjavík.
III. Felt þingmannafrv.
Frv. um viðauka viö lög nr. 29,