Vísir - 24.04.1925, Side 3
VÍSIR
24. apfíl 1926
’
Tóbaksemkasalan
Ræða eftir Jakob Möller.
Þó aS allmikiö hafi þegar veriö
rætt og ritaö um þetta mál, þá
þykir rétt að láta nokkur orð
fylgja þessu frv., þegar það nú
kemur hér til annarar umr.
Eg ætla þó ekki að þessu sinni
að fara langt út i það, að bera
saman' frjálsa verslun og einlca-
sölu yfirleitt. Þvi aö fyrst og
fremst má segja, að það sé þraut-
rætt mál, og lítil von þess, að
íylgismönnum annarar stefnunnar
takist að sannfæra hina i þingræð-
um. En eg veit heldur ekki til þess,
að hér sé innan veggja nema einn
maður, sem heldur því fram, að
allsherjar einkasala sé heillavæn-
leg eða hagfeld þjóðinni. Að
minsta kosti hefir enginn flokkur
i þinginu, nema jafnaðarmanna-
flokkurinn, tekið á stefnuskrá sína
allsherjar einkasölu. Það er þvi
ástæðulaust, að ræða málið á þeim
grundvelli. — Hins vegar virðist
liggja hér allnærri, að álykta frá
því almenna til hins sérstaka. Ef
allsherjareinkasala er ill, þá hlýt-
ur líka einkasala á einstökum
vörutegundum að vera ill, nema þá
að sýnt sé fram á, að alveg sér-
staklega sé ástatt.
Það verður ekki séð, að þannig
sé á nokkurn hátt sérstaklega
ástatt um tóbakið, að hentugra
muni ahnenningi, að á því sé
einkasalá, fremur en á öðrum vör-
um. Þvi er haldið fram, að einka-
sala á steinolíu sé hentug, eða
jafnvel nauðsynleg, til þess að
vernda notendur fyrir okri einok-
unarhringa. Því er haldið fram, að
cinkasala á áfengi sé sjálfsögð, af
því að hafa beri liönd í bagga með
þeirri verslun, og helst ætti með
öllu að aftra því, að menn ætti
uokkurn kost á því að ná í þá
vöru. Hvorugu þessu er til að
dreifa um tóba’kið. Það er enga
tóbakshringi að óttast. Og sú
stefna er heldur ekki uppi, að út-
rýma tóbaki úr landinu. Og eg hefi
yfirleitt enga ástæðu heyrt færða
fyrir því, að ei nkasala ætti betur við
um tóbak, en aðrar vörur, hverju
nafni sem nefnast, nema þá eina,
að hún væri: hentugri til að ná
tekjum í ríkissjóð af tóbakssölu í
landinu, en frjáls verslun. — Eg
verð þvi að telja það viðurkent, að
einkasala á tóbaki hafi til að bera
alla þá ókosti, sem viðurkendir
eru á einkasölu yfirleitt, og sem
gera það að verkum, að menn vilja
ekki koma á einkasölu á öllum
vörum, jafnt nauðsynlegum sem
ónauðsynlegum. En þeir ókostir
eru aðallega fólgnir í því, að vör-
urnar verða dýrari og verri. En
þó nú að tóbak sé það, sem kall-
að er óþarfi, þá gegnir i rauninni
alveg sama um það og aðrar vör-
ur, sem mjög alment eru notaðar
af landsmönnum, að það verður
almenningi til skaða, ef varan er
gerð dýrari eða verri en hún þyrfti
að vera, og eru allar ráðstafanir
af hálfu löggjafarvaldsins, sem
fara í þá átt, í sjálfu sér öldungis
óverjandi.
Eg sé það, að í skýrslu, sem hér
liggur fyrir, frá Landsverslun, er
þvi haldið fram, að einkasalan á
tóbaki sé hentugri og ódýrari fyr-
ir almenning en frjáls verslun. En
sú skýrsla er vitanlega samin af
mönnum, sem trúa á ágæti einka-
sölufyrirkomulagsins, ekki að eins
á tóbaksversluninni, heldur á allri
verslun. — En það er að öðru leyti
í fáum orðum að segja, um þá
skýrslu, að á henni er ekkert að
græða um þetta atriði, ekkert ann-
að en órökstuddar staðhæfingar
um það, að svona og svona miklu
dýrari myndu vörurnar verða í
frjálsri verslun. Alveg samskonar
skýrslur mætti búa til um hvaða
vörutegundir, sem vera skyldi, en
eg geri ráð fyrir þvi, að hið háa
Alþingi mundi verða nokkuð tregt
i taumi á allsherjar einkasölu-
brautinni, livað mörgum skýrslum
af þessu tagi, sem yfir það rigndi.
Eg fyrir mitt leyti held því fast
íram, að einkasölufyrirkomulagið
sé ilt, um hvaða vörutegundir sem
er að ræða, og yfirleitt, ef ekki
eru alveg sérstakar, knýjandi á-
stæður fyrir hendi, en skal, sem
sagt, ekki fara lengra út í að rök-
ræða það að svo stöddu.
En þá er að athuga þá hlið
þessa máls, sem sérstaklega veit
að ríkissjóðnum og tekjuþörf hans.
Það er yfirlýst, að til einkasölu
á tóbaki hafi verið stofnað ein-
göngu með það fyrir augum, að
ná sem mestum tekjum í rikissjóð.
Það var heildsala tóbaksins, sem
fyrst og fremst átti að gera að fé-
þúfu fyrir rikissjóðinn. En í fram-
kvæmdinni hefir það gengið miklu
lengra, enda hefði eðlilegur heild-
söluágóði ekki hossað hátt. En
menn gerðu sér þá alveg rangar
hugmyndir um heildsöluágóðann,
af því að menn höfðu alvegóvenju-
legt ástand fyrir augum, og héldu
jafnvel að það væri algild regla,
sem þá ef til vill hefir að einsþekst
dæmi til hjá einhverjum ófyrir-
leitnum okrara,að álagning í heild-
sölu væri alt að ioo%. Ef svo hefði
verið, þá gat vitanlega verið þarna
ieikur á borði fyrir ríkissjóðinn.
En reynslan hefir sannað, að hér
var að eins um ofsjónir að ræða.
Venjuleg heildsöluáhtgning mun
vart nema meira en reksturskostn-
aður landsverslunarinnar og ágóði
verslunarinnar verður því í raun
og veru bein viðbót við tollinn,
auk þess sem klipið er af eðlileg-
um sölulaunum smásala, með því
að ákveða þau svo lág, að það
þykir yfirleitt ekki borga sig að
versla með þessar vörur i smásölu
utan Reykjavikur. —- Hins vegar
er það auðsætt, að gera má þessa
verslun að féþúfu fyrir rikissjóð-
inn, með því að selja vöruna svo
og svo háu verði. Það er kostur-
inn, sem þetta fyrirkomulag hefir
til að bera fram yfir tollálögurnar.
En meiri hluti nefndarinnar lit-
ur svo á, að þegar um það er að
ræða, hvort halda skuli áfram
einkasölu á tóbaki, eða í þess stað
að hækka toll á tóbaksvörum, þá
megi ekki líta á það eitt, á hvern
hátt tekjur rikissjóðs af þessum
vörum geti orðið mestar í einstaka
ári, en jafnframt verði að gæta
þess, að íþyngja ekki neytendum
a.ð óþörfu með aðferðinni til að
ná tekjunum, með þvi að gera vör-
una dýrari en hún þyrfti að vera,
án þess þó að tekjur ríkissjóðs
verði sem þvi svarar meiri til jafn-
aðar. En eins og hér hagar til, þá
getur ekki hjá þvi farið, að tóbaks-
vörur allar verði dýrari með einka-
sölufyrirkomúlaginu, lieldur en í
frjálsri verslun. Einkasalan verður
altaf aukaþáttur i versluninni. Iíún
Iiefir i raun og veru ekkert annað
hlutverk, en að innheimta tekjur
ríkissjóðs af þeim vörum, sem hún
selur. Ef hún væri ekki, myndu
allar meiri háttar smásöluverslan-
ir kaupa tóbaksvörur milliliða-
laust af sömu heildsöluverslunum
og verksmiðjum erlendis, sem
einkasalan skiftir við. Smásalar,
sem kynnu að verða að sæta því,
að kaupa vörur með óhagkvæmari
kjörum, verða þá að keppa við
hina, og bera sjálfir hallann.
Reksturskostnaður einkasölunnar
hlýtur þannig að langmestu leyti
að verða aukakostnaður, sem á
vörur þessar legst, og verður
cinkasalan því óumflýjanlega all-
þungur baggi á þeim landsmönn-
um, sem tóbak nota. En sá auka-
skattur, sem þannig er lagður á
landsmenn, og ekki kemur þó rík-
issjóði til góða, nemur, samkvæmt
rekstursreikningi einkasölunnar
fyrir siðastliðið ár, fullum 92 þús.
kr., eða nálega 25% af þeirri upp-
hæð, sem tekjur ríkissjóðsaf einka-
sölunni nema það ár. Virðist það
óhæfilega mikill innheimtukostn-
aður á tekjum ríkissjóðs, og þó
læfir sá kostnaður orðið hlutfalls-
lega miklu meiri árið 1923. Iiins
vegar liggur í augum uppi, að ná
má með tollhækkun því sem næst
sömu tekjum af tóbakinu, án þess
að innheimta þess tollauka kosti
ríkissjóð nokkuð,
Það skal þó játað, að einstaka
ár kunna að nást meiri tekjur í
ríkissjóð af tóbaki með einkasölu-
fyrirkomulagi, en með tolli, eink-
anlega meðan verðlag er reikult
og peningagengi óstöðugt. En af
sömu ástæðum leiðir þá einnig,
að annað árið má búast við minni
tekjum, auk þess sem talsverð
áhætta fylgir þá einkasölunni fyr-
ir ríkissjóð, ekki síst ef hún er
rekin að mestu með lánsfé.
Það er viðurkent, að tekjurnar
af einkasölunni árið 1924 hafa orð-
ið meiri, en tolltekjurnar hefðu
orðið samkvæmt frv. því, sem hér
liggur fyrir, ef um sama innflutn-
ingsmagn væri að ræða. En þess
ber að gæta, að einkasalan hélt
verðlagi sínu óbreyttu alt árið,
eins og það varð hæst vegna geng-
islækkunar ísl. krónu í ársbyrjun,
Visiskaffíð
garir alla glaða.
þó að gengið færi siðan sihækk-
andi til ársloka. Hefir álagning
einkasölunnar þvi verið orðin tals-
vert hærri síðari hluta ársins, held-
ur en hægt er að gera ráð fyrir til
jafnaðar, enda hefir verðlagið
nú verið lækkað nokkuð aftur. En
af þeirri verðlækkun, sem nú er
orðin, leiðir og væntanlega það, að
ágóðinn af versluninni getur ekki
orðið eins mikill þetta árið, nema
að enn verði svipuð breyting á
genginu og síðastliðið ár, og væri
þá þó eun um tækifærisgróða að
ræða, sem ekkj mætti gera ráð fyr-
ir framvegis, heldur mætti þá
miklu fremur búast við afturkipp,
sem mundi koma hag einkasölunn-
ar i gagnólíkt horf. Tolltekjurnar
verða hins vegar stöðugri, þó að
þær í stöku ári kunni að verða
minni, og algerlega áhættulaus
tekjustofn fyrir ríkissjóðinn. Enn
verður að telja tekjurnar af einka-
sölunni ótryggari fyrir ríkissjóð-
inn heldur en tolltekjur samfara
frjálsri verslun, vegna þess, að
einkasölufyrirkomulagið felur í
sér aukna smyglunarhættu. Það er
nú vafasamt, hve langt er fært að
fara í því, að skattleggja einstak-
ar vörutegundir, hvort sem um
munaðarvörur er að ræða eða aðr-
ar, og hvort sem það er gert með
tollálögum eða verslunarálagningu
einmitt vegna smyglunarhættunn-
ar. En smyglunarhættan hlýtur að
aukast við þær aukahömlur, sem
lagðar eru á viðskiftin með einka-
sölu-fyrirkomulaginu, ekki sist
eins og það er hér. Ef verslunin
væri frjáls, myndu flestar verslan-
ir geta fengið gjaldfrest hjá við-
skiftavinum sínum erlendis, í stað
þess að nú verða þær að greiða
einkasölunni andvirði við móttöku.
Auk þess gætu þær þá, án þess
að útsöluverð þyrfti að verða
hærra, lagt þeim mun meira á vör-
una, sem reksturskostnaði einka-
sölunnar nemur. En hann er, skv.
íeikn. 1924, um 8% af innkaups-
verðinu. Mundi þetta hvorttveggja
auka tekjurnar af versluninni með
þessar vörur, að töluveröum mun,
frá því, sem nú er í smásölunni,
með takmarkaðri álagningu, og
draga mjög úr tilhneigingu til
smyglunar, jafnvel þó að um svo
háan toll væri að ræða, sem frv.
fer fram á. En með þeim kjörum,
er smásölum er gerður kostur á,
í viðskiftum þessum, er þorra
þeirra gert svo að segja ókleift að
fást við tóbaksverslun á heiðarleg-
an hátt. Hins vegar eru óhlutvönd-
um mönnum opnaðar leiðir til
gróðavænlegs verslunarreksturs
með smyglaðar vörur eða jafnvel
okursölu á einkasöluvörunum.
Að þessu athuguðu, leggur meiri
hl. 11. eindregið til, að horfið verði
írá einkasölufyrirkomulaginu, og
ræður háttvirtri deild til að sam-
þykkja frumvarp það, sem hér
liggur fyrir.