Vísir - 24.06.1925, Blaðsíða 4
VlSIK
Hátt kaup.
Þrifin og dugleg stúlka, sem er
vön matreiðslu og getur tekið að
sér forstöðu á heimili í forföllum
húsmóðurinnarr óskast nú þegar
til 1. október eða Iengur. Hátt
kanp. Upplýsingar hjá
Kolbeini Arnasyni
Baldursgötu 11.
Tvær gúðar stofnr
óskast til leigu í haust, helst I
nýju húsi.
T. Fredriksen
Sími 58.
Hangikjöt.
Hafið þið athugað það að hangi-
kjöt er með því ódýrasta kjöti,
sem við Islendingar notum.
50 sauðaföll verða seld á meðan
birgðir endast, með gamla jóla*
verðinu.
? 0 N
Símar 448 og 1448.
I “ I
Kaupamaður og kaupakona
óskast á gott heimili. Mega hafa
með sér bam. Uppl. á Baróns-
stig 22, uppi, eftir kl. 7. (512
Stúlka, sem getur séð um fá-
ment heimili, yfir stuttan tíma,
óskast. A. v. á. (504
Kaupamaður og kaupakona
óskast austanf jalls. Uppl. Hverf-
isgötu 50 kl. 5—7 í dag. (225
Kaupakona óskast austur í
Biskupstungur. Uppl. á Vitastíg
7, kjallaranum. (523
Kaupakonur og kaupamenn
vantar á gott heimili i Rangár-
vallasýslu. Uppl. á Vatnsstíg 4
(vinnustofan). (522
Kaupakona óskast að Berg-
þórshvoli í Landeyjum. Nánari
uppl. í Iðnó kl. 12—1 og 6—7
síðd. (520
Kaupakona óskast á gott
sveitaheimili. Hátt kaup. Uppl.
á Grettisgötu 50, uppi. (518
Rösk stúlka óskast til hús-
verka, með annari, hálfan eða
allan daginn. A. v. á. (516
Kaupakona óskast á fyrir-
myndar heimili. Uppl. Njálsgötu
13 B. (515
Kaupamann vantar allan hey-
skapartímann. purrar slægjur.
A. v. á. (513
Stúlka eða kona, sem vill bæta
föt heima eða á verkstæði, get- |
ur fengið atvinnu strax hjá O. |
Rydelsborg. (526 |
Allskonar hnífabrýnsla á Njáls-
götu 34. " (224
Stúlka óskast í vist. A. v. á.
(469
Telpa, 12—14 ára, óskast nú
þegar A. v. á. (468
KomiS meö föt yöar til kemiskr-
ar hreinsunar og pressunar til O.
Rydelsborg, Laufásveg 25, þá
verðiS þiS ánægð. (379
Síðastliðinn laugardag, tapað-
ist kassi, á leiðinni frá Brúará
til Hafnarfjarðar. Skilist gegn
fundarlaunum á bifreiðastöð
Zophoníasar. (509
'HUj/gr' Gylt hlekkja-armband
tapaðist á mánudagskveld. Skil-
ist á Vitastíg 20 gegn fundar-
launum. (524
Fundnir peningar. Vitjist á
Vesturgötu 33. (519
Bifreið fer austur að Torfa-
stöðum á morgun. Nýja Bif-
reiðastöðin í Kolasundi. Simi
1529. (514
Skó- og gúmmtviðgerðir Ferdin-
and* R. Eiríkssonar, Hverfisgöhí
43, endast best. (278
Fasteignaeigendafélag Reykja-
víkur. Skrifstofa í húsi Nathan
& Olsen, þriöju bygö, nr. 37, er
opin hvern virkan dag, kl. 5—6
síðd. (367
Sólarherbergi til leigu i Tjarn-
argötu 37. (511
í góðu húsi, helst í Vestur-
bænum, óskast 2—3 herbergi og
eldhús, frá 15. júlí. A. v. á. (507
Siðprúður maður getur fengið
leigt herbergi á Týsgötu 6. (505
gggr- Ibúð óskast til leigu 1.
október. A. v. á. (466
Kaupi tómar blikkdósir. Mál-
arinn. Simi 1498. (510
Ivvenreiðstígvél, legghá, hand
saumuð, tiþsölu með tækifæris
verði. Uppl. i síma 996. Laufás
veg 14. (508
Agætt karlmannsreiðhjól til
söliT, með tækifærisverði. Sig-
urður pórðarson, á skrifstofu,
Coplands. Simi 406. (506
Nýr dívan til sölu, með tæki-
færisverði. Til sýnis á Hverfis-
götu 18, kjallaranum. (521
Dragt til sölu á Hverfisgötu
32. (517
„SæpoIin“-sápan er keypt af
öllum þeixn, sem hreinlæti unna.
Fæst hjá flestum kaupmönnum.
Biðjið um „Sæpolin“! (323
.
Skemtikerra, ásamt vönduð-
um aktýgjum, er til sölu með
tækifærisverði. A. v. á. (488
Sykur, matvörur og þvotta-
efni með lægsta verði, i versl.
Símonar Jónssonar, Grettisgötu
28. Sími 221. (490'
IFyrirliggjandi óvenjumiki'S a£
ódýrum vinnufata- og drengjafata-
efnum. Sömuleiöis hversdagsfata-
efni á fulloröna. Verö frá kr. 5,50-
—20.00 meterinn. Gu'öm. B. Vik-
ar, klæöskeri, Laugaveg 5. (394-
Fyrsta flokks hifreiðar i lengrö
og skemmri ferðir til leigu, fyrir
lægsta verð. Zophonias. (1195
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
GRlMUMAÐURINN.
trúunum aö krjúpa á kné, og hlýddu þeir
■ því og sýndu' sams konar auömýkt eins og
feöur þeirra höföu sýnt 30 árum áöur, er þeir
gengu fyrir hásæti Karls keisara.
„Hvaö er ykkur á höndum, herrar?“
spurði Alba hertogi stuttlega.
Nokkurir menn úr hinum illræmda blóð-
dómi sátu honum til beggja handa, en þó
skör lægra. Þar var Alberic del Ríó, mjúk-
ur á manninn og undirlægjulegur; þar var
Viglíus 0g de Noircarmes, hershöfðingi, og
Hessels, sem allir voru miklir fjandmenn
Vilhjálms af Óraníu, eins og Alba hertogi,
— en nokkuð frá öðrum sat don Juan de
Vargas, sem þá var nýkominn frá Brússel.
„Hvað er ykkur á höndum, herrar?“
hafði Alba spurt þóttalega, og eftir nokkur
augnablik tók Deynoot til máls, en hann
hafði orð fyrir nefndarmönnum. Hann var
óframfærinn í fyrstu, en sótti i sig veðrið,
eftir því sem á leið.
„Það fékk okkur þungrar sorgar,“ mælti
hann, „þegar við urðum þess varir í gær-
kveldi, að heimsókn yðar hágöfgi væri ekki
gerð í vináttuskyni og velvildar. Hinar
ströngu skipanir, sem yðar hágöfgi hefir birt,
og þau höft, sem lögð hafa verið á frjáls-
ræði borgara í Ghent, hafa fylt hjörtu okk-
ar þungum harmi.“
„Bin svívirðilegu svikræði ykkar, hafa
fylt hjörtu okkar reiði,“ mælti Alba hertogi
hranalega, „og ekkert, nema mildi okkar
miskunnsama, einvalda konungs, hefir varn-
að okkur að brenna þessa bölvuðu borg til
ösku og brytja niður hvern borgara, án þess
að gefa þeim nokkurn kost á að bæta fyrir
helvískar athafnir sínar, með því að gefast
upp skilmálalaust.“
„Við berum fylsta traust til hinnar alkunnu
mildi herra konungsins,“ mælti Deynoot auð-
mjúklega, „og leggjum skilyrðislaust og ör-
uggir örlög okkar fögru borgar í hendur
yðar hágöfgi.“
„Örlög þessarar borgar eru í minni hendi,“
mælti Alba hertogi kuldalega, „samkvæmt
valdi hins einvalda konungs og með hjálp
þeirra hersveita, sem eg hefi yfir að ráða.
Eg sagði ykkur í gærkveldi, hvaða skilyrði
eg setti, til þess að eg hlífði borginni við
algerri eyðingu. Eg er ekki vanur að skifta
um skoðanir á einni nóttu.“
„Ó! Yðar hágöfgi! En það er ekki á valdi
borgarbúa, að verða við því eina skilyrði,
sem mýkja mætti reiði hins einvalda kon-
ungs yðar og okkar.“
„Hvers vegna,“ spurði Alba drembilega,
„er þá verið að eyða mínum tíma og ykkar
í orðagjálfur, sem ekki kemur að neinu haldi ?
Annað hvort verður Vilhjálmur af Óraníu
framseldur mér í hendur, eða eg læt hermenn
mína brenna borg ykkar um sólarlag á
morgun. í allra heilagra nafni! Er það ekki
svo ljóst mál, að allir megi skilja?“
„Full-ljóst að vísu, því miður!“ svaraði'
Deynoot, og í sömu andrá sá hann fyrir hug-
skotssjónum sínum hinn unga og háa mann,.
sem stóð á pallinum í borðsal klaustursins;
hann minntist orða hans og hinnar göfugu;
fórnar, sem hann vildi færa. Honum fanst
rödd hans hljóma um hinn litla sal hertogans,,
og honum flugu í hug mörg þau orð, sem.
hann hafði sagt.
„Þið eigið erfiðara hlutverk fyrir hönd-
um,“ hafði hann sagt glaðlega, „þið verðið-
að flaðra og skríða og brjóta odd af oflæti
ykkar.“ Gott og vel! Guð vissi, að þeir hefðl
gert alt þetta og enn meira! Þeir höfðu kæft
niður reiði sína og brotið odd af oflæti sínu
fyrir ósvífnum hermönnum, og nú voru þeir
að flaðra og skriða fyrir harðstjóra, sem þeir
höfðu andstygð á.
Ghent! Ástkæra borg, sem einu sinni varst
heimkynni frjálsra manna. Hvað verða borg—
arar þínir að þola þinna vegna?
Og Deynoot, sem kominn var af frjálsum.
mönnum að langfeðgatali, varð nú að sleikja
duftið fyrir hásæti Alba hertoga! Hann
þvingaði sig til þess að tala i auðmýktarrómi
og leit á harðstjórann þögulum bænaraugum.
„Hvað getum við gert,“ mælti hann ófram-
lega, „til þess að sanna drottinhollustu okk-
ar? Eg grátbæni yðar hágöfgi að líta á van-
mátt okkar. Vilhjálmur af Óraníu er ekki í
Ghent, og við vitum ekki, hvar hans sé að*
leita.“