Vísir - 25.09.1925, Blaðsíða 2
yísiR
Visis-kaffið gerir alla glaða
Nýkomið:
AHrahanda,
Pipar, hvítur,
— svartur,
Negull, steyttur,
Kanel, —
— heill,
alt
lausri
vigt.
Símskeyti
Khöfn, 24. sept. FB.
Viðsjár
með Tyrkjum og Bretum.
Símað er frá Vínarborg, að
afstaða Alþjóðabandalagsins og
Englands í Mosulmálinu hafi
orsakað afskaplegar æsingar í
Tyrldandi. Tyrkir bjuggust fast-
lega við að fá yfirráðin í sínar
hendur.
Símð er frá Angora, að stjóm-
in hafi kallað saman varaliðið.
Hefir sennilega fyrirskipað að
loka Dardanellasundi.
Símað er frá Genf, að Eng-
land hafi beiðst J>ess á fundi
framkvæmdarráðs Alþjóða-
handalagsins, að það kalli sam-
an sérstakan fund til þess að
„Hítapokinn" er nú kominn
aftur og er nú mun ódýrari en
áður.
Hítapokinn er hinn besti bakst-
ur, hann kemur ( staSinn fyrir
heitu vatnsflöskurnar, sem eru
brotgjarnar og blautu ,,tuskubakst-
rana“ sem eru óþægilegir.
Hitapokinn gæti ef til vill
bjargað lífi þess manns, er skyndi-
lega þyrfti á hita að halda.
,Hitapokann‘
má funhita á
þann hátt að
hella á hann
3 teskeiðum af
köldu vatni Sg
hrista hann sið-
i 2mínútur:
7
Hitapokinn ætti að vera til á
hverju lieimili á landinu og hverju
skipi, í rúmi sjúkra og í vagni
ungbarnsins.
Hitapokinn er nauðsynlegt
áhald fyrir ferðalanginn.
Erlendis hefir hitapokinn rutt
sér mjög til rúms. Hér á landi
hafa fjölda margir reynt hann og
Ííkað vel.
•
Aðalumboðsmaður fyrir Ijland.
ý&m&Uvtffömaim
ræða tiltæki Tyrkja, að flytja
burt kristna menn úr Mosulhér-
aði. Vilja -þeir láta rannsaka
þessi mál frekar án tafar og
segja, að lítilsvirðingar og sví-
virðingar Tyrkja í garð krist-
inna manna megi ekki þolast.
Símað er frá Angora, að blað
stjórnarinnar fullyrði, að úr-
skurði Haagdómsins verði ekki
hlýtt, nema liann verði Tyrkj-
um í vil. Annars muni Tyrkir
krefjast réttinda sinna með
sverð í hendi.
Fangarnir sem sluppu í Varsjá
hafa náðst.
Símað er frá Varsjá, að náðst
hafi í flesta fangana, sem sluppu
úr fangelsinu.
Áfengi rænt.
Símað er frá Halifax, að al-
vopnaðir sjóræningjar hafi ráð-
ist á vínflutningaskip og stolið
5000 kössum af whiský.
lOT'M'ji'.'ej';
Carr & Co. Ltd. Carlisle.
Ein elsta og stærsta verksmiðja í sinni grein í Bretlandi.
Kex h Kökur
{Jmboðsmeim
Þórflnr Sveinsson & Co.
Jón Þorleiíssoi
listmálari
hefir þessa viku að næsta sunnu-
degi meðtöldum sýningu í List-
vinafélagshúsinu. — Er hann
fyrstur manna á þessu hausti
til að flytja oss sumarblæ í
borgina í málverkum sínum. —
Jón porleifsson er þegár orðinn
að góðu kunnur og enginn efi
er á því, að hann er enn að
þroskast og fullkomnast í list
sinni, og má sjá þess glögg
dæmi á þessari sýningu, því að
myndir sem þarna eru, og
sýndar hafa verið, við góðan
orðstír í Charlottenborg, standa
nú að baki sumum hinna nýrri
málverka lians, sem þama eru
sýnd, og má þar til nefna sum-
ar Vestmannaeyjamyndirnar og
nokkurar myndir af þingvöll-
um, sem skipa Jóni í röð hinna
allra bestu af íslenskum lands-
lagsmálurum. — „Skin eftir
skúr“, „Nikulásargjá“ og„þing-
vellir séðir af Almannagjá“ eru
alt sérstaklega vel gerðar mynd-
ir, að mörgum öðrum ótöldum.
Vel mætti æskja þess, að Jón
porleifsson næði meiri tilbreytni
og fjölhæfni í list sína, en þó er
gleðilegt að sjá að hann er ekki
einn þeirra, sem steingjörvast
þegar á unga aldri. — Jón er
áhugamaður, sem vinnur og
lærir ,af því að.vinna, svo| að
þess sér stað í verkum hdns.
Einlægasta sumarþrá vor borg-
arbarnanna er það, að nálgast
guðs græna jörðina og komast
í samband við náttúru landsins,
og þessi þrá er svo sterk, að vér
kostum til þess ærnu fé, ef þess
er auðið.
Lítum upp í Listvinafélags-
hús, meðan þess er kostur, þvi
að hreinn og íslenskur sumar-
blær andar frá sýningu Jóns
J’orleifssonar.
Snæúlfur.
Bæjarfréttir
8<=>o
Veðrið í morgun.
Hiti í Rvík 6 st., Vestmannaeyj-
um 7, Isafirði 5, Akureyri 6, SeyS-
isfirði 6, Grindavík 5, Stykkis-
hólmi 7, GrímsstöSum 3, Raufar-
böfn 7, Hólum í HornafirSi 6,
Þórshöfn i Færeyjum 6, Kaup-
mannahöfn 13, Utsire 9, Tyne-
mouth 5, Leirvík 7, Jan Mayen 2
st. — Mestur hiti í gær 8 st.,
minstur 3 st. Úrkoma 6,5 mm. —
Veðurspá: Vestlæg og suSvestlæg
átt á Suðurlandi. Breytileg vind-
staSa á Norðurlandi.
Síra ólafi ólafssjmi
bárust fjölmörg heillaskeyti og
árnaðaróskir á sjötugsafmæli hans
í gær. Stjórn fríkirkjsafnaðarins
í Hafnarfirði færöi honum vand-
aSa stundaklukku aS gjöf og læri-
sveinar hans, sem hann hafði kent
undir skóla, færðu honum bikar
allveglegan, og hafði Magnús Sig-
urðsson, bankastjóri, orS fyrir
þeim. Var annarsvegar á bikarn-
um þessi latneska áletrun: Svavis
est laborum praeteritorum memo-
ria (Ljúf er minning liöinna
starfa), en hinsvegar nöfn 14 læri-
sveina (af 26 eða 27, sem hann
mun hafa kent, en sumir þeirra
látnir eða fjarverandi).
Silfurbrúðkaupsdag
eiga í dag frú Arndís Magnús-
dóttir og Jóhannes Guðmundsson,
skipstjóri, Nýlendugötu 24.
Sæsíminn
komst í samt lag i morgun.
Grallarasöng
geta menn heyrt í Bárubúð kL
8yí í kveld. Þar syngur Bjarni
Bjarnason, aldraður maður frá
Seyðisfirði.
Bækur
hins ísl. Bókmentafélags eru ný-
komnar út og eru þrjár að þessu
sinni; Skírnir, xsl. annálar og ísL
fornbréfasafn. ;'
1 i a
Síra Bjarni Jónsson,
dómkirkjuprestur, er meðal far-
þega á íslandi, sem á að komá
hingað þriðjudaginn 29. þ. m.
Hljómleikar
Annie og Jóns Leifs. — Þess
hefir orðið vart, að sumir hafa
skilið auglýsinguna um hljómleik-
ana þannig, að nauðsynlegt væri,
til þess að tryggja sér aðgöngu-
miða, að skrifa sig á lista. —
Þetta er misskilningur og nægir
aö biðja um aðgöngumiða i símá
(i bókaversl. Sigf. Eymundssonar
og ísafoldar).
Nýkomið:
Hvítbotnaðir
gúmmískór
i ölium stærðum frá 28—42.
Verðið mjög lágt.
Hvannbergsbræðnr.
rnar
frá
FRISTER & ROSSMAN
fást nú aftur
bæði stignar og handsnúnar,
JJessar saumavélar ©ru alment
álitnar að vera þær bestu, sem
til landsins flytjast.
Ábyrgð er tekin á hverri véL