Vísir - 25.09.1925, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1925, Blaðsíða 5
VÍSIR Föstudaginn 25. sept. 1925. dgurður I|ri8tófcr Rctursscn rithöfundur. Báinn 19. ágúst 1925. Bróöir og vinur, klökkva og harms ég kenni, Kærari flestum varstu oröinn mér. Eitllhuginn gó'öi, andlega íturmenni, oröstír þínn barst um land og fiskiver. Ekki er kyn, þótt fjúki’ í skjól og fenni .... Fjallkonan aldna grætur yfir þér! Bróöir og vinur, skarö er fyrir skilcli. Skapanna dómi aldrei nokkur hratt. Bótin er sú, aö leystur heims úr hildi hefurðu’ að lokum jjjáning mikla kvatt. Brunninn er upp, á arni Drottins mildi, álagafjötur sá, er líf þitt batt! Bróöir og vinur, virkin skemdu falla. Vel er að ekkert lífið fær þq deytt. „Drottinn vakir“, — dregur að landi alla. Dauöans hafið — það fær ekki neitt! „Drottinn vakir“, — var á þig að kalla: Vel þú hafðir örðugt skeiðið þreyttk . Bróðir og vinur, heillar þjóðar hylli, heiður og þökk, á braut nú fylgja þér. Þökk fyrir störfin, ])ökk fyrir alla snilli, þökk fyrir gæðin, Sigurður Kristófer! Ilugurinn vatar heima tveggja milli: Hann á að skila kveðju og þökk frá mér! Sept. 1925. G. ó. Fells. Ritíregn. --X-- Lárus Sigurbjömsson: Over Passet og andre Fortællín- ger. Kbhavn. Nyt Nordisk Forlag. 1925. Þessi litla, snotra bók berst mér i hendur í umslagi, sem er frímerkt i Osló, höfundarnafnið kemur mér kunnuglega fyrir á augabragði, uns eg minnist þess alt í einu að Lárus Sigurbjörnsson er góður kunningi minn, — hann er þéttur á velli, snar og karlmannlegur í hreyfingum og einkar glæsilegur, glerin i nefklemmunni skýla eftir- minnilega skörpum augum. Fyrir þrem árum gisti eg Höfn fáar næt- ur, hafði ekki dvalist meðal landa um langt skeið, og þá rekst eg á Lárus síðla kvölds í „Vimmelskaft- inu“; við mundum að við vorum skólabræður að heiman, og sátum lengi inni á Bernína. Það kom upp úr dúrnum að hann var verkfræð- isnemi og — skáld! Um byrjendarit er sjaldan vitur- legt að taka djúpt í árinni um lof eða last. Þau eru venjulega til- raunir, fátæk að persónueinkenn- um, og oft erfitt að skera úr um gallana, hvort þeir séu sprottnir af leiknisskorti og þroskalejsi eða hreinu og beinu gáfuleysi. Sörnu- leiðis getur verið vafamál um gneistakornin, hvort þau votti meðfæddan snildaranda, eða séu að eins hreinni tilviljun að þakka, eins og þegar kjöftugum ratast satt á munn. Og alt of títt eru rit byrjenda ekki annað en væminn kynóraskáldskapur, sem lyktar eins og kæst skata, og drafnar í sundur af þankastrykum. — En það dylst engurn, að í þessum smá- sögum er n ý r m a ð u r á ferð- inni, persónuleiki, gáfur. Ekki er annað fo'rm skáldskapar óhentara viðfangs ungum manni en skáldsagan. Hún heimtar með- al annars ])jálfaða skygni á sálar- líf manna, sem fjölhliða lifs- reynsla, íhargháttaður þroski, að- eins fær veitt. En lífsreynslu og margháttaðs þroska er ekki hægt að krefjast af kornungum manni, sem naumast er sloppinn af skóla- bekknum. Enda skortir víða veru- leikablæ1 á persónur Lárusar, þeim ■ hættir meira til að likjast dulræn- um útstreymum á miðilsfundi, en lifandi mönnum, sem höf. hafi gripið í hnakkadrambið á, því síð- ur að liann hafi haldið kollinum á þeim milli greipa sér, rýnt inn í augu þeirra og hrist þá, til þess að sannfæra sig um, að þeir væru manneskjur og hefðu sál. Sama máli gegnir víða um lýsingar hans á náttúru, atburðum og öðrurn fyrirbrigðum: hann gleymir a ð s k o ð a fyrir ákefðinni við a ð 1 ý s a; — ónákvæmni, ósam- kvæmni, hálfséðar sýnir og stað- leysur, láta manni finnast, annað veiíið, sem fari hann með æfintýr en ekki sögu, svífi í lausu lofti, og tylli ekki tánum niður í veruleik- ann nema höppum og glöppum; veikustu sögurnar eru, hvað þetta snertir, S k j u 11 e S k a 11 e og Fossen. — En um þetta fárast enginn hygginn lesandi.því að það væri blátt áfram óeðlilegt, ef slík fcyrjendamissmíði fyndust ekki í bók tvítugs manns. Styrkurinn vegur hins vegar CHEVROLET, Tekjurnar af vörubifreiS ySar fara beinlínis eftir því, hve mikiS má bjóSa henni, og hversu ódýr hún er í rekstri. ForSist því umfram alt aS velja ySur vörubif- reið af handahófi. Chevrolet vörubifreiðin er ódýr. Það má bjóða henni alt, og hún er ódýrari í rekstri en aðrar vörubifreiðar. Hún er sterkbygð og vönduð, hvar sem á hana er litið. Hina frábæru Chevrolet vél þekkja allir og diskkúpling- una sem aldrei bregst. Hver sá sem þarf á ódýru, spar- neytnu og hentugu flutningatæki að halda, ver vel þeim peningum, sem hann borgar fyrir Chevrolet^vörubifreið. Verð hér á staðnnm kr. 3700.00. Einkasalar: JÚH. ÓLAFSSON & GO. Reykiavík. margfalt meir en veikleikarnir. Þrátt fyrir vindhöggin, fer ekki hjá því, að sögurnar skapi í vit- und lesandans þá sannfæringu, að hér sé maður á terðinni, sem kann að s k a pa, sem öðlast hafi þessa óskilgreinilegu, auka- þersónulegu gáfu, sem skilur á milli snillings og almennings. Á sömu stund og eg hafð* lokið lestri fyrstu sögunnar í bókinni, Over Passet, voru mér gleymdir allir ágallarnir í nreð- ferðinni, og mér var innanbrjósts likt og hefði fyrirburður svifið hjá, — eitthvað óvænt, sjaldgæft og nýtt, jafnvel stórfenglegt. Eg sat lengi þögull og utan við mig. Honum virðist í lófa lagið að byggja: jafnvægi ber uppi sögur hans, örugt eins og rambyggilegt metrum í ljóði. Lesandanum lilýt- ur að finnast, að þannig og ein- mitt þannig hljóti sagan að byrja, þannig og einmitt þannig að enda, — þrátt fyrir þótt hann hefði ósk- áö sér þess, að hún byrjaði og endáði á alt annan veg. Hinn berklaveiki gengur út að morgni dags, til að leita stúlkunn- ar, sem hnýtti sokkabandiö sitt á vegi hans fyrir mörgum árum, og hann rekst á vitlausu Guddu, sejn eltir líkfylgdir ungra manna! — Eg á erfitt með að hugsa mér ann- an sálm kaldhæðnari um ömurleik lífsins, nema ef vera skyldi Ö d e- j o r d, þegar Magnús kernur von- laus heim i manntómt kotið sitt, úr unnustuleitinni, og finnur Starfsstúlknr óskast að Vífilsstöðum 1. október. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- konunni. Sími 265. íúkkalyktina af sængurdúnipum í kaldri baðstofunni! — eða Da AL£t n e n k o m o p: konan, sem gifst hafði gömlum manni, til að geta feðrað barnið sitt, slekkur Ijósið við rekkju hans, þegar hann hefir gefið upp andann, „f o r a t s'pare p á d e 11 d y r e O 1 j e“ ! Þetta tvent: hæfileiki höf. til að smíða laukrett, trausta og sterka grind 1 sögur sínar, ásamt snjallri, ósvikinni hnitni víða, er til smá- atriðanna kemur, hvorttveggja færir lesandanum skýlausar sönn- ur þess, að höf. sé rikri gáfu gæddur. Það er að minsta kosti ekki of snemt að hvetja ýrann og óska honum til hamingju, og eg, fyrir mitt leyti, dreg enga dul á það, þegar i stað, að eg þykist illa svikinn ef höfundur sagnanna „D e n h v i d e D ö d“ og „Ö d e- j o r d“ verður ekki einhverntíma talinn meðal snillinga. . Eg vildi mega ljúka þessmn linum með þvi að óska Lárusi hins besta, sem eg get óskað nokkru skáldi: andlegs hreinleika bg mikillar, mikillar einveru. Taormina, í júlí 1925. Halldór Kiljan Laxness.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.