Vísir - 29.09.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 29.09.1925, Blaðsíða 4
V fsis ÞriSjudaginn 29. sept'. 19^. M SÍMÍ W03 ÚTSAtÁIÍ lAUGAY^S Tileíni: Gengislækkun. — Útsalan ársgömul. Vörur: Nýkomið stærsta úrval, sem enn hefir komið á Laugaveg 49, af tvistum, flonell- um, morgunkjólatauum, sængurveraefnum, skyrtutauum, svuntutauum og ótal fleiri vörum. FERMINGARFÖT, svört og blá. éttur vefnaður steiningarlaus, litheldur bæði í sól og þvotti. -'IT - ' IT... — Verð' Þegsta, sem þekst hefir síðan fyrir stríð og verður sett svart á hvítt. — Útsal- an þorir það og leggur svo dóminn undir viðskiftavini sína. Nýja Bíó hefir undanfarin kveld sýnt nierkilega og stórfenglega mynd, sem nefnd er „Haförninn“. Hefir aiSsóknin verið svo mikil, að allir aðgöngumiðar hafa runnið út á svipstundu. — „Haförninn“ er hin prýðilegasta mynd að öllum út- búnaði, en þó verður áhorfendun- um minnisstæðust meðferð sumra hlutverkanna og ýmsir óvenjulega áhrifamiklir atburðir. — Meðal leikendanna ber sérstaklega að nefna þá Milton Sills, Wallace Beery og Márahöfðingjann. — Milton Sills er einkar geðþekkur maður og ágætur leikari. — Fer lionum eins og öllum öðrum góð- um leikurum, að hann er jafnan bestur þegar mest á reynir. W. Beery er afburða-skemtilegur, fullur af fjöri og lifi. Andlitsleik- ur hans er óvenjulega breytilegur. — Mynd þessi er ein með allra bestu kvikmyndum, sem hér hafa verið sýndar og má búast við, að hún verði sýnd fyrir fullu húsi áhorfenda mörg kvöldin enn. Z. Gamla Bíó sýnir um þessar niundir nýja Jackie Coogan-mynd og þarf þá ekki að efast um aðsóknina. —• Mynd þessi heitir „Munaðarlausi drengurinn“ og láta þeir mikið af henni, sem séð hafa, ekki síst börn og unglingar. Jackie Coogan er ávalt skemtilegur, en þó þykir honum sjaldan hafa betur tekist en í þessari mynd. X. Grallarasöngur. Aldraður maður austan af Seyð- isfirði, Bjarni Bjarnason að nafni, efndi til söngskemtunar í Bárunni fyrir helgina og bauð mönnum að hlýða á grallarasöng. — Kvaðst hann hafa lært þessi gömlu lög nákvæmlega rétt í æsku sinni af háöldruðum manni, sem óhætt væri að treysta, að kunnað hefði að fara með þau óbrjáluð. Grall- arasöngurinn er nú alveg að liða undir lok og gleymast hér, svo sem margt annað frá gamalli tíð. — Söngmaðurinn hefir í huga að endurtaka skemtunina og hafa þá fleira á boðstólum, því að sitthvað mun hann eiga í pokahorninu, sem fólki gæti þótt spaugilegt óg nýnæmi að. — En engu slíku flík- aði hann á skemtuninni um dag- inn, og mun hún hafa orðið dauf- ari fyrir bragðið. Áheyrandi. Listaverkasýning Guðm. Einarssonar í Templara- húsinu (uppi) er opin til 7. n. m„ kl. lo—6 daglega. K V Æ ÐI eftir GuSmund Frið- jónsson nýútkomin, kr. 10,00. S Ö N G L Ö G eftir Jón Laxdal, 11 ný lög, kr. 3.50. — Fást í Bókav. porsteins Gíslasonar, Veltusundi 3. Barnaskóli Á. M. Bergstaðastræti 3 verður sett- ur á föstudaginn 2. okt. kl. 1. Forstöðumaður biður þess getið, að af sérstökum ástæðum hafi ekki verið hægt að setja hann 1. okt. eins og venjulegt er. — Samkvæmt auglýsingu frá hæj- arlækninum verða öll skólabörn að vera skoðuð af lækni og hafa fengið vottorð, áður en þau koma í skólann. ísland fer héðan næs tkomandi föstu- dag (2. okt.) kl. 6 síðdegis (ekki ld. 12 á miðnætti, eins og venju- lega), vestur og norður um land til útlanda og kemur við á mörgum höfnum. Annie og Jón Leifs halda hljómleika í Nýja Bíó næstkomandi föstudagskveld. — ■ Sjá augl. í blaðinu í dag. Unglingar (drengir eða stúlkur) trúverðugir og duglegir, ósk- ast til að bera Vísi til kaupenda. Mega ekki vera í skóla síðari hluta dags. Samkv. augl. í blaðinu í dag, verður verslunin Edinborg flutt í Veltusund 1, en þaðan flytur liún aftur 1. nóv. í hið nýja hús sitt í Hafnarstræti 10 og 12. Áheit á fríkirkjuna í Reykjavík, af- hent Arinbirni Sveinbjarnar- syni: 2 kr. frá S. E., 5 kr. frá N. N. Áheit á Heilsuhælið á Vifilsstöðum, afhent Visi: 10 kr. frá ónefnd- um. Áheit á Hallgrímskirkju, aflient Vísi: 30 kr. frá H. og S. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi, 5 kr. frá M. J., 10 kr. frá K. Á., kr. 5,50 frá H. G., 5 kr. frá Á. Ó., 10 kr. frá E. E., 2 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá „Víð- förla“, 2 kr. frá K. í., 2 kr. frá S. M. 30°l» verðlækkun. Vatnssalerni sem kostað hafa kr, 110,00 seljum við fyrir kr. 75,00 pr. stk. með öiiu tilheyrandi, meðan þær birgðir endast sem nú ern til. Ennfremur mikil verðlækkun á galv. vatnspípum, skolppípum, krönum, vöskum og baðkerum. Talið við okknr áðnr en þér festið kanp anuarsstaðar. Helgi Hagiússon & Co. Fjárbyssnr ^frá 10 krónum. Fjárskot kal. 22 Einhleypur, Tvíhleypur, Högl og Púðnr. Öll skotfæri í heildsölu og smásölu. Hvergi ódýrari ísleifnr Jónsson Laugaveg 14. Símar 1280 og 33 (heima) Manchettskyrtur og. Bíndi með 10% afslætti. Munið eftir nafniuu! ]?egar þér kaupið næst handsápu, þá biðjið um Hreins Dílasápu; það er góð og ódýr sápa, sem fullnægir allra kröfum. Athugið, að hún er ís- lensk; það er því einni ástæðu fleira til að kaupa liana. — Biðjið um hana næst, þegar þér kaupið handsápu! Yisis-kaffið gerir alla glaða. Veggióðnr nýkomið. Verð frá áOjaurum ensk rúlla. Hvítnr maskínnpappír. Hessian. Málningarvörur. Hálarinn. Bankastræti 7. Simi 1498 Nýtt Appelsinur, epli, vmber, laukur, bananar, hvítkál, gulrófur, rúsín- ur, sveskjur, apricósur, þurkutS biáber, þurkuíS epli, döSlur og blandaðir ávextir. Altaf ódýrast í Von og Brekknstig 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.