Vísir - 28.12.1925, Síða 2

Vísir - 28.12.1925, Síða 2
Höfam fyrirliggjandi: Hvelti Gream of Man, do. Best B^ker, do. Ganadfan Maid, Rúgmjöl frá Aalborg og Havnemölien, Hálfsigtimjöl do. Walnut Brown Sherry. Nýkotanar saumavélar stígnar og handsnúnar. Egill Jacobsen. ___________________ f Símskeytíj Khöí’n, 24. des. FB. Bandaríkin og afvopnunin. SímaÖ er frá Washington, að Éandarikjunum hafi verið boð- ! in þátttaka í afvopnunarstefnu | þeirri, er áður liefir verið símað i um. Stjómin íhugar hvort ! þiggja skuli boðið. Blöðin í land- j inu eru því yfirleitt meðmælt. j Rembingur í Mussolini. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini haldi því hiklaust frarn, að það sé lifsnauðsyn fyr- ir Ítalíu að fá nýlendur, eða ein- hver ný landflæmi til umráða, vegna mannmergðar í landinu. Fáist þetta ekki muni nýjungar spyrjast. Heimskautaflug. Símað er frá New York City, að félag þar í borg vinni að und- irbúningi undir heimskautsflug á komandi vori. Vilhjálmur Stefánsson kveður miklu minni hættu að fljúga í flugvél til póls- ins heldur en yfir Atlantshaf. Mosuldeilan. Simað er frá London, að Baldwin hafi í gær átt langt, vin- samlegt samtal við tyrkneska sendiherrann út af Mosulmál- inu. Vom þeir sammála um, að vitfirring væri, að byrja styrjöld út af þessum deilumálum. Er álitið að samtalið muni hafa mjög bætandi áhrif á samkomu- lagið. Hagur Norðmanna batnar. Símað er frá Osló, að versl- unarjöfnuðurinn sé 100 miljón- um hagkvæmari en í fyrra, vegna minkandi innflutnings. Rússar og Tyrkir. Símað er frá París, að tyrk- nesk-rússneski samningurinn veki geysilega eftirtekt þar. Yf- irleitt álitinn fjandsamlegur Evrópu. Þrír menn farast. Akureyri 26. des. FB. í óveðrinu fyrri hluta vikunnar féll snjóflóð á bæinn Sviðning í Kolbeinsdal og sópaði burt bæn- um. Maöur, kona og barn fórust. Einnig tvær kýr og tuttugu og finnn kindur. Ölvarps-kveðja. (Tilk. frá sendiherra Dana). —o— Rvik 24. des. Fyrir tilstilli blaðsins „Radio- ljdteren" ætlar sendiherra Banda- ríkjanna i Kaupmannahöfn, Prin- ce ráðherra, að flytja ávarp á ís- lensku á gamlárskveld kl. 7,50—8 (danskur tími) frá útvarpsstöð- inni í Ryvang. Ávarpið verður selflutt um Da- ventry, öldulengd 1600 metrar. Á að geta heyrst á íslandi. Jólakveðjnr. —o— 24. des. Góð líðan. Gleðileg jól til ætt- ingja og vina. Kær kveðja. Skipshöfnin á „Gulltoppi". Gleðilegra jóla óskum við öli- um okkar vinum og vanda- mönnum með kærri kveðju. SkipsHöfnin á „Ceresio“. (FB) Gleðileg jól til vina og vandamanna. Erum á heimleið í Norðursjónum. Vellíðan. Kær- ar kveðjur. Skipshöfnin á „Draupni“. (Skeyti þessi bárust Vísi á jóladag). I. O. O. F. — H. — 10712288. Leikhúsið. Dansinn í Hruna var sýndur í fyrsta sinn á annan í jólum og var hvert sæti skipað í leikhúsinu, svo sem vænta mátti. — Dansinn i Hruna er mikiS leikrit og örðugt viðfangs og gegnir í rauninni furðu, að leikfélaginu skyldi tak- ast að koma slíkum leik upp sóma- samlega á svo 'skömmum tima, sem það hafði til æfinganna. — Útbúnaður allur á leiksviði er hinn besti, eftir því sem hér eru föng á. Búningarnir við hæfi og sum leik- tjöldin ljómandi falleg. — Hér verður ekki farið út í að lýsa leik- ritinu, einstökum atriðum þess nc meðferð leikendanna á hlutverk- unum og biður það itarlegs dóms um leikinn, sem birtur verður hér i blaðinu siðar. — Áhorfendur tóku leiknum vel, en mun þó hafa þótt nokkuð þungt yfir honum með köflum. — Síðasti söngurinn (Ave Maria) þótti ákaflega til- komumikill og hátíðlegur og létu áhorfendur það óspart í ljós með dynjandi lófataki. — Að leikslok- um kom höfundurinn frarn á Ieik- sViðið og var fagnað alment og innilega, formaður leikfélagsins, hr. Kristján Albertson, flutti stutta tölu og lét þess getið meðal ann- ars, að hr. Indriði Einarsson væri ekki einungis einn hinn elsti og helsti leikritahöfundur landsins, heldur hefði ihann unnið með óþreytandi elju og dugnaði um langan aldur að viðgangi leiklist- arinnar hér á landi, þrátt fyrir margvíslega mótspyrnu. Mundi óhætt mega þakka þrautseigju hans að miklu leyti þann sigur, sem þjóðleikhúsmálið liefði nú unnið, er víst væri orðið, að hér risi upp innan skamms nýtísku leikhús, en það mundi reynast ómetanlegur menningarauki höf- uðstað landsins og raunar allri þjóðinni. Veðrið í morgun. Frost um land alt. í Reykjavík i 5 st., Grindavík 3, Vestmannaeyj- um 1, Seyðisfirði 3, Akureyri 6, ísafirði 4, Stykkishólmi 6, (engin skeyti frá Hólum í Hornafirði, Grímsstöðum og Raufarhöfn), Þórshöfn í ■ Færeyjum hiti 2 st., Kaupmannahöfn hiti 2, Utsire ihiti 3, Tynemouth hiti 7, Leirvík hiti 6 st., Jan Mayen o, Angmagsalik (í gær) frost 9 st. — Loftvægis- lægðir fyrir norðaustan og suð- vestan land. — Veðurspá: Aust- læg átt á Suður- og suðvesturlandi. Norðaustlæg átt á norðvesturlandi. Breytileg vindstaða annarsstaðar. Úrkoma’ á Suðurlandi. Jólagleði Skáta verður í kveld kl. 8)4 í húsi K. F. U. M. Sjá augl. i blaðinu í dag. „Þrestir“, söngfélag Hafnfirðinga, sungu í Nýja Bíó í gær. Tókst söngurinn vel, en um framför er þó varla að 4ræða frá því í fyrra, og viðfangs- efnin veigaminni en á samsöng þeirra þá. Morgunn, júlí—desember 1925, er nýlega kominn út og er efnið þetta: Nokkur atriði úr utanför minni, eftir ritstjórann, Einar H. Kvaí- an; Nýtt leikrit eftir Oscar Wilde ? ; Dulskygnigáfa systranna : Fljótsdal eftir Harald Níelsson, prófessor; Ófreskur — ófreskja, tftir dr. Guðm. Finnbogason; Fyr- irbrigði, sem eg skildi ekki. Eftir Dr. Walter Franklin Prince. Þýð- ingin eftir Gunnar Þorsteinsson; Málaferlin út af rannsóknum S. R. F.. í. á Einer Nielsen; Rödd frá öðrum heimi, eftir Gunriar Þor- steinsson og loks vottorð frá fjór- um sjúklingum mn dularfullar lækningar, er þeir telja að á sér hafi verið gerðar. Skipafregnir. Gullfoss fór héðan áleiðis til út- landa á 2. jóladag. Meðal farþega voru : Jón Björnsson kaupm. og Guðmundur sonur hans, Egill Jacobsen kaupm., J. Fenger kaup- maður, L. Kaaber bankastjóri, Gísli Jónsson vélfræðingur og frú, Jón Stefánsson listmálari, Kjartan Ásmundsson, Vilhelm Jónsson, Friðgeir Sigurðsson bryti, frú Margrét Guðmundsson (kona G. Kr. Guðmundssonar), frk. H. Kjær; alt til Khafnar. Ennfremur skipshöfn (13 menn) af enskum togara sem strandaði á suður- ströndinni og 'margir til Vest- mannaeyja, flestir sjómenn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.