Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 2
visia Málningarvðrnr. lill laTHMXC ksm (( Rauður Kand ís nýkominn. f Signrðnr Lýðsson cand. juris andaðist í Vestmannaeyjum 3. þ. m., eftir stutta legu, fjörutíu og tveggja ára at> aldri. Símskeyti Khöfn 5. júní. FB. Nýjar sáttatilraunir í kolamálinu. Simai5 er frá London, aö náma- eigendur hafi gert nýja tilraun til samninga. Þeir krefjast nú ekki launalækkunar, en halda enn fast viö kröfu sína um lengri vinnu- tíma. Ókunnugt er um, hverjar uudirtektir- tillaga þeirra fær. Frá Lloyd George. Símaö er frá London, aö Lloyd George þverneiti þvi, aÖ hann hafi sótt um upptöku í jafnaðarmanna- flokkinn. Sagöi hann m. a.: Eg er frjálslyndur, en ekki jafnaöar- maöur. Rætt hefir veriö um deilu- málið á fundum í frjálslynda flokknum, en atkvæöagreiöslu frestað. Álitiö er, aö Lloyd George vinni sigur. Norðmenn og íslendingar. Simaö er frá Osló, aö Sunnmær- íngar kvarti yfir þvi, aö íslending- ar framkvæmi ekki samninginn frá árinu 1924 og ásaka þá urn skort á velvilja. Fyrirspurn hefir veriö gerö í Stórþinginu til stjórn- arinnar um það, hvað hún ætli að gera til þess aö bæta úr erfiðleik- um norskra fiskimanna viö strend- ur íslands. Fyrirspuminni verður svarað í næstu viku. Gerðardómssamningur. Þýsk-danskur gerðardómssamn- ingur hefir verið undirskrifaður. Verða kolaflutningar hindraðir til Bretlands? Símað er frá London, að al- þjóðasamband námamanna ihugi ráðstafanir til þess að hindra hina sívaxandi kolaflutninga til Bret- lands. Likhús. — Grafreitur. 11. Á safnaöarfundinum i fyrra var líkhúsbygging studd viö þessar 4- stæöur, meðal annars: Líkhúsiö, sem nú er í kirkju- garðinum, er í raun réttri ónothæft og minkun fyrir höfuðstaðinn. Það er svo fúið, aö auðveldara væri að gera það aö nýju en gehi viö þaö, og er þannig útlits, þegar inn er komiö, aö fólk, sem ætlar úr bestu teg. galv. enskum stál- vír. Margföld ending" á við vana- leg net. Allar möskvastærðir. Óviðjafnanleg vara. Lágt verð. VERSL. B. H. BJARNASON. Ráðskonnstaðan vdð hressingarhæli Hringsins er Iaus. Umsóknir sendist semfyrst til forstöðukonu félagsins, frú Kristínar Jacobson, ISnskólan- um, niðri. Mringufian Til ágóða 1'yrir hressingarhæl- ið í Kópavogi verða seld merki á sunnudaginn og mánudags- kveld. — Konur eru beðnar að senda böra til aðstoðar, sem komi kl. 1 niður í Iðnskólann. Stjórnin. að láta lík ástvina sinna bíöa þar greftrunar, hættir jafnskjótt við þa fyrirætlun, er þaö kemur inn í húsið. I nýrri kapellu yröi gott líkkistuherbergi. Hins vegar er öllum ljóst, að- meiri hluti allra bæjarmanna býr í því þröngbýli, aö oft eru meiri en lítil óþægindi, og ef til vill óhollusta stundum, aö þurfa aö láta lík bíöa í heimahúsum greftrunar. Verkamannaskúrarnir í kirkju- garöinum eru bæöi léleg hreysi og ljót, sem koma varla að liði starfs- mönnum garösins, en spilla útliti hans. í nýrri kapeilu gætu veriö berbergi fyrir garövörö, og verk- færageymsla. Flestum ímm finnast frágangs- sök aö jarðarför vinar hans fari fram frá ööru eins húsi og líkhús- iö er nú, og þykir ]>aö lítill sæmd- arauki höfuðstaðnum, aö bjóöa þangað erlendum mönnum, þegar landar þeirra eru jarðaðir frá lík- húsinu. Nýja kapellu mætti á hinn bóginn nota við fjölmargar jarö- arfarir bæjarmanna, og gæti þaö oröiö ódýrara og fyrirhafnar- minna en nú er um jaröarfarir frá kirkjunum. En nú er þess aö minnast, aö kirkjugaröur I>æjarins verður of lítill innan fárra ára. Aö vísu eiga þegar nokkur hundruö fjölskyld- ur hér í bæ ógrafna reiti í garö- irium, hafa keypt reít fyrir 4 kist- ur, en ekki grafið þar enn nema eina eöa tvær. Slíkum fjölskyldu- reitum fjölgar óöum, og því full- ar líkur til aö margir áratugir veröi þangaö til þeir veröi allir fullsettir, ef þaö verður þá nokk- urn tíma; kæmi mér það ekki á Af sérstökum ástæðum sel eg iagaða og ólagaða innan- og ut- anhúss málningu sérstaklega ódýra. Að eins þektar ágætar vörur. — Sparið peninga yðar og notið þessi tækifæriskaup. Sigurður Kjartansson, Laugaveg 20 B Sími 830. Gengið frá Klapparstig. óvart, þótt margir kysu heldur að tvígrafa í sama reit og hækka um leið leiðið, ef þurfa þætti, en aö fá sér nýjan fjölskyldureit í garöi all-langt frá bænum, þar sem yröi margfalt óþægilegra aÖ hlynna aö reitnum. En þrátt fyrir það veitir ekki af að fara aö hugsa um að útvega land fyrir nýjan kirkjugarð. Eru allir sammála um aö hann hljóti aö veröa góöan spöl frá bænum, en engin ákveðin tillaga framkom- in, hvort hann eigi að verða fram á Seltjarnamesi, suður við Skerja- fjörö, t. d. á Einarsstöðum, suöur í Fossvogi eða einhvers staðar austan bæjar. En megi nokkuð af því ráða, hvernig undirbúningur undir aö fá kirkjugarðinn stækk- aöan hefir fyrr gengið hér í Rvík, býst eg ekki viö, að þetta komist í kring á næstunni, og meiri líkur til aö fjárveitingavaldið veiti ekki * fé til aö kaupa nýtt kirkjugarös- land eöa breyta mýri í hæfilegan grafreit fyrr en í allra síöustu lög. Og í raun og veru þarf engan að furöa á ]>ví, ]>ótt aðkomnir þing- menn haldi, a/i Reykvíkitigar geti séð um allan þann kostnað sjálfir og hækki því legkaupið að nýju, og Læri sig ekki um aö hver fjöl- skylda,- sem missir ungbarn, fái jafnskjótt afmarkaöan fjögra leiða reit i kirkjugarðinum, enda veitti þá ekki af að fá sér grafreit uppi í Mosfellssveit eöa einhvers staöar uppi á heiði, svo aö ekki verði of þröngt um kisturnar næstu 200 árin. En þá kemur til álita, hvort rétt sc aö hyggja líkhús i „gamla garö- inum“ eöa láta sér nægja aö koma upp líkhúsi i nýja garðinum, þeg- ar hann er fenginn, eða meö öðr- um orðum: fresta allri likhús- hvggingu fyrst um sinn. Sé þaö alveg óhjákvæmilegt að reisa kapellu þegar í stað og nýr garð- ur er fenginn, er ekkert undarlegt, ]>ótt ýmsir hallist aö frestun. Góö kapella kostar fullar 30 þúsund kr. og þótt ekki komi mikiö á hvern fulltiða bæjarmann af því, ''sé kostnaður greiddur á 4 eöa 5 ár- um, þá kann mönnum aö þykja meira en nóg, aö reisa 2 kapellur með fárra ára millibili, og auk ]>ess giröa nýja garðinn. En aö hvaða gagni kæmi kapella í nýjum garöi einhvers stjöar klukkustundar gang eöa meira frá kirkjum bæjarinS? Ekki er hent- ugt aö láta lík híða þar greftrun- ar, ef húskveðja á að fara fram jarðarfarardaginn. Ekki er hent- ugt aö láta jarðarförina fara þar fram alveg. Það yrði meira en lít- ill aukakostnaöur, aö flytja þang- aö í bifreiöum aðstandendur, söng- flokk, prest og grafarmenn. Hitt gæti komiö til mála, að }>egar farið yröi að jarða í nýja garöinum, aö þá færi hin opinbera jarðarför alveg fram í kirkju eða líkhúsi inni í bænum, en svo færu ekki fleiri út í kirkjugarð, en setið gætu í einni stórri bifreið. Auðvitað er ýmislegt fleira sem athugavert er í þessu máli, en þessar línur áttu ekki að vera til annars en að hvetja fólk til að hugsa um málið, og koma svo á fundinn á morgnn í dómkirkjunni, þar verður málið bæði rætt og ákvörðun tekin um, hvort við eig- um að geyma líkhúsið okkar gamla til þjóðhátíðarinnar 1930 eða ekki. 5. júní 1926, Sigurbj. Á. Gíslason. ,Mir, Mu öér w‘ Ef dr. Alexander „þykir leitt“, hvernig eg vitna til kvæða Bjarna Thorarensen, þá mætti mér „þykja leitt“ að svo lærður bókmentafræðingur sem dr. Alexander Jóhannesson og við- kvæmur fyrir skáldfegurð, skuli hneykslast á þvi, þó að eg fari rétt með þetta vísubrot. Að vísu mun það almannamál, að dokt- orinn sé meira skáld en listdóm- ari (og hann mun eflaust við- urkenna það), en þó tel eg vafa- samt, að liann geri skáldinu BjarnaThorarensen meiri greiða með þvi að yrkja upp kvæði hans, heldur en hann gerir próf. Wedepohl með dómi sínum. Bjarni Thorarensen kallar vísu sina „Viðvörun“. — Hún er prentuð á blaðsíðu 210 í kvæð- um hans, sem voru gefin út í Kaupmannahöfn 1884, og er nið- urlagið þannig: „Maður, horfðu þér nær, liggur í götunni steinn.“ Vísun mun einnig vera prentuð i 1. útg. kvæða Bjarna (Khöfn 1847) og eg geri ráð fyrir því, að hún sé þar óbrjáluð. Eg vona að doktorinn athugi þetta vel og sjái þar með, að hræðsla hans um að eg sjái og heyri illa, er ástæðulaus. Sömu- leiðis ætla eg að biðja doktor- inn að muna það, að eg hefi aldrei óskað eftir því að hann skrifaði um mig. Dr. A. J. gefur i skyn að eg hafi misskilið þau orð L. Brieg- ers, að próf. Wedepohl „hafi fyrstur allra unnið Island fyrir málaralistina", og segir, að L. Brieger segi réttilega, „að próf. W. hafi numið nýtt land sem landslagsmálari/4 Doktorinn að- Uppboð verður haldið i Bringum i Mos- fellssveit mánudagiim 7. júní og hefst um hádegi. Verða þar seld- ir hæstbjóðanda ýmsir búshlut- ir og búpeningur, svo sem 2 kýr. gætir ekki, að það var hann, eu ekki eg, sem þýddi þessa greiu úr B. Z. am Mittag. pó eg sé ekki málfræðingur, sé eg mun á sögnunum: að vinna og að nema. Doktorinn setur þetta á meðal „útúrsnúninga“ næst — ef hann getur ekki gert því önu- ur skil. Annars finnst mér dr. A. J. sé kominn býsna langt frá efninu, þegar hann fer að hirta mig fyr- ir sjálfsálit og segir, að mér hafi láðst að geta þeirra „lofsam- legu ummæla,“ er eg hafi haft um mynd þá, p* hann sýndi mér eftir próf. Wedepohl. Hann mau víst ekki eftir þvi, að eg sagði að enginn Islendingur hefði mál- að myndina svona heldur öðrui- vísi, það er þetta ö-S-r-u-v-í-s-i, sem við erum ósáttir um; en að íslendingar mála ekki í sama anda og prófessorinn, sannar ekki það, að þeir máli ver en hann. Dr. A. J. er enn þá að ympra á iþvi, að islenskum listamönn- Um séu mislagðar hendur, er þeir mála andlitsmyndir, en þekkir hann nokkurn málara, sem elcki getur mistekist? pað gladdi mig, að doktorinn virðist þó hafa uppgötvað nokkurar góðar andlitsmyndir eftir ísl. málara — nú í seinni tíð. Dr. A. J. ber sig illa vegna þess, að eg skyldi vitna í grein, sem hann áður hafði skrifað um listir. Honum virðist þó ekki vera neitt óljúft að gera slíkt, sbr. þessa játningu A. J. „Eg hefi sjálfur nefnt sjálfsmynd pór. B. porlákssonar lítið lista- verk.“ — Eg hefi enga ástæðu til að þiggja það tilboð dr. A. J. að hann gefi mér upplýsingar um alt það, sem hann hefir skrifað um listir; hinir síðustu pistlar hans — ásamt þessari einu Eimreiðargrein —• nægja til að sýna þekkingu hans á málaralist, og eins hitt, að um- mæli þau, sem hann hafði um ísl. listamenn voru ekki á rök- um bygð. Guðmundur Einareson. esammmmmaam

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.