Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 4

Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 4
Laugarclag-inri '5. júní 1926. VÍSIR nema hann hafi fengið leyfi sam- kvaemt 2. gr. Ekki má heldur selja heil viStökutæki öðrum en þeim, er hafa leyfi þaS, er um getur í sömu grein. 4. gr. — Efni í heimagerS tæki mega þeir einir selja, er hafa sölu- leyfi það, er um getur í 3: gr., og skulu þeir gjalda leyfishafa eftir- farandj gjald af áhaldahlutum: Fyrir hvern breytilegan þétti kr. 5.00. Fyrir hvern óbreytilegan þétti kr. 1.00. Fyrir hvern krystal detec- tor kr. 2.00. Fyrir hvert lampavið- nám kr. 2.00. Fyrir hvert spönu- kefli kr. 2.00. Fyrir hvert „vario- rneter" kr. 2.00. Fyrir hverja lampa- höldu kr. 2.00. Fyrir hvern spenni kr. 5.00. Fyrir hvem móttökulampa kr. 2.00. Fyrir hvert heymartól kr. 5.00. Fyrir gjallarhorn (loud spea- ker) eða samskonar tæki 20% af útsöluverði þeirra. Af rafgeymum, rafvökum, ein- angrum eða vír skal eigi greiða neitt gjald. — Landssímastjóri ákveður hvaða áhaldahlutir skulu gjald- skyldir. 5. gr. — Fyrir gjaldi því, er ræð- ir um í 3. og 4. gr. skal seljandi hver gera sérleyfishafa skil mánaðarlega, og getur sérleyfishafi krafist trygg- ingar af seljanda fyrir gjaldinu. peir, sem nú hafa á hendi sölu viðtökutækja eða efnis í þau, eru skyldir að gefa sérleyfishafa tafar- laust skýrslu um birgðir sínar að við- lögðu drengskaparorði um að rétt sé fram talið. Sérleyfishafi lætur merkja birgðirnar eftir ósk eiganda gegn greiðslu stofngjalds eða trygg- ingar fyrir því, að það verði greitt við sölu. peir, sem til þessa hafa selt mót- tökutæki eða efni í þau, eru skyldir til þess eftir fremsta megni og að viðlögðum drengskap að gefa út- varpsféiaginu upplýsingar um nöfn og heimilisfang þeirra manna, er keypt hafa af þeim tækin. 6. gr. — ÖIl þau áhöld, sem tal- in eru í 3. gr. svo og áhaldahlutir þeir, sem um ræðir í 4. gr., skulu bera á sér merki sérleyfishafa, er lítur þannig út: H/F ÚTVARP. STOFN- GJALD GREITT og Iætur sér- leyfishafi setja það á vörurnar, er þær koma hingað til landsins, enda séu innflytjendur skyldir að tilkynna sérleyfishafa er þeir fá móttökutæki eða efni í þau. Bannað er því að selja eða nota önnur tæki en þau, er bera þetta merki. 7. gr. — Útvarpsfélaginu er heimilt að krefja sérhvern þann, er á eða hefir viðtökutæki, ef unt er að hafa samband við stöð sérleyf- ishafa með því, um afnotagjald er nemur kr. 12.50 fyrir hvert viðtöku- tæki fyrir hverja 3 mánuði í senn og greiðist gjald þetta fyprfram. Nú vanrækir handhafi viðtöku- tækisins að greiða afnotagjald, sem fallið er í gjalddaga, og má þá taka viðtökutækið niður hjá honum, eða gera það ónothæft uns gjaldið er greitt, enda sé tækið sem trygging fyrir gjaldinu og má því ekki veð- setja það né gera lögtak eða fjár- nám í því án leyfis sérleyfishafa. Gjald þetta er miðað við að þátt- takendur verði 1000 eða færri. — Verði þátttakendur fleiri en 1000 getur ríkisstjórnin ákveðið hámark afnotagjaldsins á ný, sbr. 10. gr. sérleyfisins. 8. gr. — Ef landssímastjóra þyk- ir ástæða til, getur hann bannað að selja eða nota til móttöku tæki sem eru þannig gerð, að hætta geti ver- ið á að framleiða sveiflur út í loft- netshringrásina, er valdi truflunum í nágrannatækjunum. 9. gr. — Kaffihús, kvikmynda- hús og aðrir opinberir staðir skulu auk hins * venjulega gjalds greiða aukagjald eftir samningi við sér- leyfishafa. Rísi ágreiningur milli aðila um gjaldið, skal það lagt und- ir úrskurð ríkisstjórnarinnar. 10. gr. — Heimilt er sérleyfis- hafa að Ieigja mönnum afnot út- varpsins til birtinga eða ávarps, og taka gjald fyrir, sbr. 7. gr. sérleyf- isbréfsins. 11. gr. — Eftirlitsmönnum sér- leyfishafa skal jafnan vera heimill aðgangur að öllum móttökutækjum til þess að athuga þau, hvenær sem sérleyfishafi óskar að láta slíka skoðun fara fram. 12. gr. — Nú hefir einhver kom- ið sér upp viðtökutæki fyrir útvarp, áður en reglugerð þessi gengur í gildi og skal hann þá greiða sérleyf- ishafa stofngjald af því tæki svo sem segir í 3. gr., ef hann óskar að nota það framvegis og er_ tækið til tryggingar stofngjaldinu. Óski hann ekki að nota það framvegis skal hann láta hreppstjóra eða lögreglu- stjóra innsigla það þannig, að það sé ónothæft og tilkynna útvarpsfé- laginu það. 13. gr. — Ef nauðsynlegt verð- ur að breytá tilhögun stöðvarinnar (bylgjulengd o. fl.) vegna alþjóða- ákvarðana, skal breytingin fram- kvæmd á kostnað félagsins. 14. gr. — Útvarpa skal að minsta kosti I /i klst. á dag, að meðalt., alt að hálfri stund árdegis og tvær Yi stundir síðdegis, fræðandi og skemt- andi efni. Samgöngumálaráðuneyt- ið áskilur sér rétt til þess að krefjast að 3 eða 5 manna nefnd sé sett til þess að velja það, sem út er varpað, og er heimilt að tilnefna 1 af 3 eða 2 af 5 í nefnd þessa. 15. gr. — Samgöngumálaráðu- neytið áskilur sér rétt til að nota út- varpsstöðina í sínar þarfir þegar um símslit, bilun loftskeytastöðva o. þ. h. er að ræða, og skal greiða félag- inu þóknun, er miðast við reksturs- kostnað stöðvarinnar, en ekki á- góðatap. pó skal hin reglubundna starfsemi útvarpsstöðvarinnar sem minst tafin. 16. gr. — Ólöglegur innflutning- ur á viðtökutækjum eða hlutum af þeim varðar sektum frá 25—1000 krónum og skal sá, er inn flytur, auk þess greiða stofngjald af hin- um ólöglega innfluttu tækjum. Sala viðtökutækja eða efnis í þau í atvinnuskyni af hendi þeirra, sem ekki hafa söluleyfi, varðar sektum frá 250—1000 krónum. Auk þess skal greitt stofngjald af hinum ólög- lega seldu tækjum. Sala viðtökutækja eða efnis í þau af hendi þeirra, er söluleyfi hafa til manna, er eigi hafa fengið leyfi landssímastjóra, varðar sektum frá 100—1000 kr. Nú selur maður viðtökutæki eða hluta af því, án þess að það beri með sér að stofngjald hafi verið greitt og án þess að það hafi raun- verulega verið greitt, og varðar það þá sektum frá 250—2000 krónur nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum. Auk þess ber honum að greiða stofngjald af tækjum þeim, sem sannað er að hann hafi selt ólöglega. Nú kaupir maður viðtökutæki eða efni í það og ber það ekki með sér, að stofngjald hafi verið greitt, varð- ar það sektum frá 5—500 krónum og skal hann skyldur til að greiða stofngjald af tækinu eða efninu. Nú kemur það í ljós eftir 3 mán- uði frá útkomu reglugerðar þessar- ar að menn eiga eða nota viðtöku- tæki, án þess að hafa fengið Ieyfi landssímastjóra til þess og án þess að greiða af því stofngjald og skulu þeir þá sæta sektum frá 25—1000 krónum. Auk þess skulu þeir skyld- ir að greiða sérleyfishafa stofngjald. Sektir út af brotum á reglugerð þessari renna í ríkissjóð og skulu mál út af brotum gegn henni rekin sem opinber lögreglumál. 17. gr. — Samgöngumálaráðu- neytið úrskurðar, að svo miklu leyti, sem ekki er öðruvísi ákveðið, til fullnaðar ágreining, sem rísa kann út af skilningi á reglugerð þessari eða sérleyfi því, sem hún er bygð Trolle&RothehLRvík, Elsta vátryggingarskrifgtofa landsina. Stofnuð 1910. Annast vátryggingar gegn Sjó og brunatjóni með bestu fáanlegu kjörum hjá ábyggilegum fyrgfa tlokks vá- tryggingarfélögum, Margar miljónir króna gretddar innlendum vátryggj- endum í skaðabætn? Látið því að eins okkur annast allar yðar vátrygging- ar, þá er yður áreiðanlega borgið. og lýsingum á ástandinu i Gan- ada, ásamt upplýsingum um hvernig nýkomnu fólki sé hjálp- að til að fá vinnu, fást ókeypis hjá umboðsmanni járnbrautar- innar, P. E. la Cour. Canadian National Railways (De Canadiske Statsbaner). Oplysningsbureau. Afd. 62. Raadhuspladsen 35, KÖBENHAVN B. á, og má ekki bera þann ágreining undir dómstólana. 18. gr. — Reglugerð þessi öðl- ast þegar gildi. Sérleyfishafi er þó fyrst um sinn, þar til samgöngu- málaráðuneytið ákveður annað, að eins skyldur til þess að útvarpa dag- lega Vz klst. — Afnotagjalds má krefjast frá 1. apríl þ. á. FLIK-FLAK Jiínvel viðkvœaitHta litir þol* Plik-Plak þvottinn. Sérhver mislitar kjóll eða dúkar úr Eínastu efnum kemar óskemdur úr þvottinum. Flik-Fiak er alveg óskaðlegt. Reykið (VbdullA eigarettur. | Ií i)eiid.srilu h|á: Tóbaksversl. íslands h.!. villidýr. Hann kunni sér ekkert hóf. — Hann var eins og veiðimaöur, sem kemst i færi viö dýr úti í skógi. — Hann reynir aö veröa bani þess þegar í staö, en takist þaö ekki, hefst eltingaleikurinn. Á slíkum augnablikum er sém skilningarvit veiöimannsins skerpist og'hvessist. — Og hafi hann einu sinni lent í slíku æfintýri og boriö sigur af hólmi þyrstir hann æ því meir í fleiri svaöil- farir af líku tagi. — En mestur er þó slægurinn í mann- inum og hefndarástríöan máttugust þar. — — Stark hafði drepið menn og búiö öörum banaráð. — Hann liaföi þrásinnis teflt utn lífiö og dauðann, eöa látið aðra teíla fyrir sig, og æfinlega borið hærra hlut. — En hann var mjög gætinn maður og rasaði ekki fyrir ráð frain. — Stark gleyntdi ekki mótgerðum. — Iiann sat unt óvini sína, eins og köttur um mús, reyndi að korita ill- deilum af stað, þar sem fjandmenn hans voru fyrir, en gætti sín við ofsalegri reiði og ihafði jafnan fulla stjórn á sjálfunt sér. — Reynslan hafði kent honum, hvers virði það er, að bæla heiptina niður, þegar óvænlega horfir. — Og nú fann ltann það á sér ósjálfrátt, að gifta Burr- ells mundi reynast drýgri efl hans — fyrst úm sinn að minsta kosti. Þessir tveir ólíku menn horfðust fast í augu og börð- ust þö'gúlíi barátfu. — Lee og aðrir fúridarmerfri 'tokú að jafna sig eftir þenna óvænta atburð, og truflun við mikilvæg störf, og byrjuðu að tala saman. — Alt i einu sneri Burrell sér frá Stark og kvaddi sér hljóðs. „Ykkur er ekki til neins aö deila um þetta mál,“ sagði hann við mannsöfnuðirin. — „Eg tek manninn af ykk- ur og gæti hans, uns gufubátúrinn kemur næst. — Þá sendi eg hann til St. Michael." Því næst tók hann manninn við hönd sér og gekk til dyranna. — Hann var hinn einbeittasti á svipinn og gaf nánar gætur að öllu, því að hann vissi, aö hann var staddur á tæpasta vaðinu. — Hann vissi, að nú mátti engu muna. — Mennirnir væru eflaust, hvað lítið sem út af bæri, reiðubúnir til þess, aö ráðast á hann, undir eins og út væri komið. Lee varð mjög forviða á þessu öllu samau. — Honum fanst það ganga hneyksli næst, að „réttvísiu skyldi ekki fá að hafa sinn gang“. — Hann kom engu orði upp fyrst í stað, sakir undrunar, en þegar hann loks- ins mátti mæla, fossuðu ókvæðis-orðin út úr horium: „Viltu gera svo vel og hætta þessu, helvítis-ormuririu þinn! — Þú getur farið til fjandans með öll þín lög! — Við höfu'm okkar, og þau duga!“ — Og margt fleira rausaði hinn einsýni dómstjóri. Rausið í Lee vakti grunsaman storm meðal fundar- manna. — En þegar ólætin stóðu sem hæst, kom fyrir áfvik' fserii WeVi htfgúm maririá íriri a ífýjar bratttír. r- Lee liafði staðið uppi á veitingaborðinu, meðan hann lét dæluna ganga, én gætii þess ekki, að hann stóð tæpt, og loksins steyptist hann á haúsinn niður í mannþröng- ina. — Þar með var virðuleik samkundunnar lokið, — Hláturinn kom upp fyrir mönnum og æsingin rann af þeim. — Einn fundarmanna hrópaði hárri röddu: — „Liðsforinginn hefir alveg rétt fyrir sér. — Það er ó- mögulegt að lá svona kvikindi, þó að það steli.“ — Og annar sagði: — „Hænsni og svín eiga engan rétt á sér.“ —• Lee staulaðist á fætur og reyndi að kveðja sér hljóðs. —- E11 það gekk ekki vel. — Menn gengu um gólf, mas- andi, hver í kapp við annan, og hentu óspart gaman að „forsetauum". Loksins stakk einhver upp á því, að riú væri mál til komið, að segja fundi slitið. — Tóku þá aðrir undir það og heimtuðu, aö fundi væri slitið tafarlaust. — Fáeinar raddir heyrðust þó, er mæltu móti þessu. ■— En Burrell var farinn með sakborninginn, og meiri hlutanmn fanst engin ástæða til að halda neinu þjarki áfram. Og niöurstaðan varö sú, að fundurinn lognaðist út af. — A heimleiðinni sagöi Poleoii við kaupniarininn: — „Það þarf skollans niikið hugrekki til að gera annað eins og þetta." Gale kaupmaður svaraði engu, en Poleon hélt áfram o'g Sagíri: ,',S'tárk 'ár'qíúr háriri á't'etð'arileg'á."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.