Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 3
VÍSIR Laugardaginn 5. júní 1926. Um hvað snúast núverandi kosningar? E-listinn er listi hinnar frjáls- lyndu stefnu liér i landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir unriið frægan sigur í málurium út á við. Inn á við hefir hann jafnan verið frjálslyndur og markað á ýinsan hátt spor frjálslyndisins í þjóðlífi voru. Heimastjórnar- flokkurinn, sem jafnan var íhaldssinni, hvarf úr sögunni. En úr ýmsum brotum hans endur- fæddist íhaldsflokkurinn, en í hann fóru þó ýmsir menn, sem aldrei hafa átt þar heima, bæði úr heimastjórninni gömlu og eins úr gamla sjálfstæðisflokkn- um. Nú er eðlilegt að sjálfstæð- isflokkurinn endurfæðist í frjálslyndum flokki. Ekki svo að skilja, að sjálfstæðismálin verði þó ekki jafnan æðstu mál- in, en þar sem sambandsdeil- unni við Dani er lokið, þá er eðli- legt að hin innri hlið, stefnan inn á við, verði þungamiðjan í starfinu, eins og á sér slað hjá öðrum þjóðum. — Ilia væri sú þjóð farin, sem ætti eintóma íhaldsflokka og svo öfgaflokk. — Á frjálslyndum flokki er meiri nauðsyn nú en nokkru sinni áður í þessu landi. Stétta- rigsstefnan er farin að liafa svo hátt um sig. Framsókn íylgir stéttarígsstefnunni. Ihaldsflokk- urinn er stéttarflokkur i eðli sinu, sbr. og aðsenda grein í stjórnarbl. Verði, þar sem þjóð- in er dregin í dilka eftir stétta- aðstöðu sinni. Jafnaðarflokkinn vita nú allir um. Á móti þessum stéttafaraldri rís nú frjálslyndi flokkurinn eins og krepturhnefi. Hann stendur á alt öðrum grundvelli en hinir flokkarnir. Hann stendur á grundvelli mál- anna. Sá frjálslyndi maður skil- ur ekki hvernig hægt sé að mis- bjóða heilbrigðri skynsemi með því að víðsýnir og þröngsýnir menn standi í sama flokki, af þvi að þeir tilheyri sömu stétt. Honum er enn þá óskiljanlegra, að menn eigi að standa í flokk- um eftir því, hvort þeir versla við kaupfélög eða kaupmenn. f>að eru miðaldaskoðanir að bóndinn eigi að leggja skoðun sína inn með ullinni eða kjöt- inu; eða að það eigi að troða þeim niður í kornpokann. pað eru óheillaskoðanir að lialda þvi fram að kaupfélagsstjórinn eigi að liafa sannfæringu þeirra á boðstólum, sem versla við liann. petta er svo mikil móðgun við frjálsa kjósendur að það nær ekki nokkurri átt að halda þessu fram. Og vér sem þekkj- um islenska bændiu-, og þekkj- um hinn ómetanlega skerf, sem þeir liafa lagt inn í sjálfstæðis- baráttu þessarar þjóðar með festu sinni, vér vitum að þeir láta ekki draga sig inn í neinn verslunar- eða stéttadilk. Vér treystum því að við þær kosn- ingar sem i liönd fara, verði það málin, ekki stéttirnar, sem ráði atkvæðagreiðshumi. En er þá nokkurt mál svo stórt nú á dagskrá þjóðarinnar að það réttlæti, að kosningam- ar snúist um það ? Og þessu verður ekki svarað nema á eina leið. Chevrolet 5 manna bifreiðar eru allra bifreiða hentugast- ar fyrir fjölskyldur, vegna þess hve ódýrar þær eru í notkun. Chevrolet eyðir að eins 12 Iítrum af bensíni til pingvalla, fram og aftur, fyrir að eins kr. 5.20. Chevrolet gerð 1926, er fegurri og vandaðri en nokkru sinni áður, með nýtisku útbúnaði eins og miklu dýrari bifreið- ar, og kostar(þó að eins kr. 3900.00 hér á staðnum. Chevrolet er smíðuð hjá General Motors, sem hefir 175000 verkamenn og er lang stærsta og besta bifreiðafyrirtækiheims- ins. Einkasalar á íslandi: Joh óiaísson & Go. Reykjðvik Skipun seðlaútgáfunnar er svo mikið atriðij hefir svo mikla þýðingu fyrir atvinnuvegi þess- arar þjóðar, fyrir hvern einasta mann í þessu landi, að engum sem nokkurt skyn her á fjár- mál getur dulist að hér er um verulegt stórmál að ræða. Og þar sem sú ákvörðun, sem nú verður gerð í þessu máli, er ekki nein augnabliksráðstöfun, hcld- ur má búast við að lnin gildi um ómuna tíð, þá er því meiri nauðsyn á því, að þvi verði ráð- ið til lykta í samræmi við er- lenda og íslenska reynslu. Tvö undanfarin þing liefir verið reynt af stjórnarinnar hálfu að koma hinu öfuga skipu- lagi í þessu máli gegnum þing- ið, nefnilega þvi að Landsbank- anum verði falin seðlaútgáfan. En þetta liefir enn þá strandað á þeim krafti sem fólginn er í heilbrigðri skynsemi. Harðar deilur hafa staðið um málið. Og þó er nú fullyrt, að fjármála- stjórnin reyni að smeygja þeirri hugsun inn hjá almenningi, að i raun og veru sé það lítið sem greini á í þessu máli. En hvað segja menn um þá lireinskilni gagnvart kjósendum? Ágrein- ingurinn um skipun seðlaút- gáfunnar á þinginu 1925 var svo mikill, að skipa varð milliþinga- nefnd i málið. Nefndin klofnaði. Löng nefndarálit, jafnvel heilar hækur, voru skrifaðar um mál- ið. Á síðasta þingi voru í Nd. margra daga umræður um mál- ið. Alþingismaður Björn Krist- jánsson liefir skrifað hverja ádeilugreinina á fætur annari um málið. Og' þó er verið að læða því inn hjá kjósendum að hér sé um óverulegan ágreining að ræða. Ýmsir merkustu íhalds- menn í landinu hafa lagt svo mikla áherslu á þetta grundvall- aratriði hankamálanna, að þeir hafa samvisku sinnar vegna ekki getað fylgt stjórninni vegna aðstöðu hennar i þessu máli. Sterka nienn er ekki hægt að binda í stjórnmálum með öðru en málunum. En þetta er ein- mitt kenning hins frjálslynda flokks. Jlað eru málin, stefna,n, sem er sá einasti rétti grundvöll- ur, sem þar verður lagður. peir sem standa saman á þeim grundvelli eiga að vera saman í flokki. Hver cinasti kjósandi í þessu landi hlýtur nú að vita að um skipun seðlaútgáfunnar stendur nú hörð deila, sem harðnar svo að segja dag frá degi eftir því, sem augu þjóðar- innar opnast fyrir því hvað' hér er um mikilvæga hluti að ræða. Og það er nú að verða alþjóðar- krafa, að komið verði á föt rík- isbanka samkvæmt nefndaráliti Benedikts Sveinssonar, í sam- bandi við fasteignalánsstofnun i landinu. Ástæðurnar gegn því að fela Landsbankanum seðlaútgáfuna eru augljósar. Hann liefir spari- sjóðsfé á vöxtum og lánar til áhættufyrirtækja. En þetta hvorttveggja er ósamrýmanlegt seðlabanka samkvæmt erlendi’i framþróun bankamálanna, því samkvæint þessari framþróun er seðlabankinn altaf meira og meira að verða bankanna banld. Einnig er það í ósamræmi við íslenska reynslu að fela Lands- bankanum seðlaútgáfuna. ís- landsbanki var seðlabanki landsins. Hann hafði fé til ávöxtunar og' veitti áhættulán til fiskiveiðanna. En livernig fór? Sparifé var tekið út og bankinn gaf þess vegna út fleiri seðla en holt var. Brent harn á að forðast eldinn. pað er bein árás á þjóðbanka vorn, Lands- bankann, að steypa lionum í þá sömu áhættu, sem íslandsbanki var í vegna ólieilbrigðs fyrir- komulags á seðlaútgáfunni. En þetta er meira en árás á Lands- bankann, það er árás á atvinnu- vegi þjóðarinnar. Fái Lands- bankinn seðlaútgáfuna, þá verð- ur hann samkvæmt réttmætum ummælum fjármálaráðherrans, að lána enn þá gætilegar en hingað til. fslandsbanki á hins vegar áð draga inn eina miljón á hverju ári. Afleiðingarnar af þessu verða að atvinnuvegirnir verða lagðir á höggstokkinn. Hver vill her ábyrgð á þvi? En þar sem nú er hægt að slá tvær flugur í einu liöggi í þessu seðldútgáfuináli, sem er í hinni mestu óreiðu, þá eru þeir menn sem gegn þessu standa slegnir af óskiljanlegri blindni. Ætli að hændurnir finni ekki fljótt hvað ræktunarsjóðurinn nýi er ófull- nægjandilánsstofnun? Ogætliað menn í bæjunum séu ekki bún- ir að finna nóg til undan fast- eignalánafyrirkomulagi þvi sem nú er? Og enn eilt atriði, hva'ð segja þeir menn sem standa með frjálsri verslun? Vilja þeir með atkvæði sínu styðja að því að hættulegasta einokunin sem til er, bankaeinokunin, komist liér á fót í landinu. Er hægt að hug'sa sér nokkur stærri innanríkismál en þessi mál, þegar leggja á grundvöll- inri undir peningastarfsemina í landinu. Er það heilbrigt að leilast við að telja kjósendum trú um að þcir geti ekki skilið það. Er það verjandi að fela þau stórmál inni í þokunni, sem æskilegt væri að stæði sem mest hirta um, svo að heílbrigð skyn- semi kjósandanna gæti notiðsín, er þeir eig'a að taka ákvörðun um þau. Er eklci tillaga Bene- dikts Sveinssonar alþingisfor- seta um að bera þessi mál undir kjósendur, áður en þeim sé ráð- iö til lykta, rétta tillagan? En þetta mátti stjórnin ekki heyra nefnt á nafn. Og þó sýnist þetta, eftir allri aðstöðunni, vera eina ráðið, sem sfjórnin gat gripið til. Stjórnin sagði 1925, að hættulegt væri að draga málið til ársins 1926. pegar hún ekki kom því í gegn á þinginu ’26, þá voru i raun og' veru einustu út- göngudyrnar, sem stjórnin hafði í slíku stórmáli sem þessu, að skjóta þvi undir dóm kjósenda. En að fela þetta mál fyrir kjós- endum, það mun reynast tor- velt. Og þungt mun stjórninni reynast að liafa svo að siegja alla verslunarstéttina í andstöðu við sig í þessu máli og yfir höfuð flesta þá menn, sem best liafa vit á fjármálum. petta mál er í eðli sínu svo stórt að það gnæfir yfir öll önn- ur mál, sem nú eru á dagskrá þjóðarinnar. Svo liátt gnæfir | Fallegustu fötin 1 ! 1 og frakkarnir sem nokk- ? urntíma hafa komið til landsins, nýkomið I Fata- búðina, úr bestu ensku og frakknesku efni. — Sniðið Í óviðjafnanlegt. | það, að eg sé elcki betur cn að kosningar þær, sem nú fara í hönd, verði algerlega að snúast um það. — peir sem greiða landkjörslista þeim atkvæði, sem Jón porláksson stendur efstur á, greiða atkvæði með þvi að Landsbankanum verði falin seðlaútgáfan. pví fleiri atkvæði sem sá listi fær, því meiri freist- ing verður fyrir fjármálaráð- herrann að halda áfram á þess- ari röngu braut, sem hann er á í þessu máli. — pvi 'færri at- kvæði sem* listinn fær, þess ákvcðnara sýnir þjóðin að hún vill hafa sérstakan seðlabanka, að hún vill koma nýju og betra skipulagi á fasteignalánin í Iandinu. Eindregnasta vilja sinn sýndi þjóðin með því að láta lista fjármálaráðherrans falla. pá væri sýnt að málin skipuðu enn öndvegissæti í þessu landi. peir sem vilja af ýmsum ástæðum eiga Jón porláksson í þinginu, missa einkis, þvi að hanri verð- ur samt áfram þingmaður Reykvíkinga. Ef þjóðin sýnir í atkvæða- greiðslu sinni ótvíræðan vilja sinn í þessu máli, þá mundi það hafa afarmikla þýðingu fyrir út- slit málsins, því að þá mundi þingið hugsa sig tvisvar um áð- ur en það afgreiddi málið á skökkum grundvelli. Sig. Eggerz. Vídvarpsmálid. —o-- í síðustu viku birtust hér í blað- inu lög Alþingis, um rekstur víð- varpsstöðva. Síðan hefir fundur ver- ið haldinn í „Félagi víðvarpsnot- enda.“ par var m. a. samþykt í einu hljóði tillaga þess efnis, að skorað væri á víðvarpsnotendur að fresta greiðslu á stofngjaldi og afnota- gjaldi af viðtækjum, uns samkomu- lag væri fengið við H.f. Utvarp um gjöld þessi. Ennfremur var samþ. áskorun á ríkisstjórnina, að endur- skoða reglugerðina um rekstur H.f. Útvarp. par eð mörgum víðvarpsnotend- um og öllum almenningi mun enn vera ókunnugt um einstök atriði reglugerðarinnar, verður hún hér birt í heild sinni. REGLUGERÐ um rekstur h.f. „Útvarp“. 1. gr. — Sérleyfið má á engan hátt tefja fyrir útbreiðslu á sviði út- varps í landinu, og er því gert ráð fyrir að félagið, ef ástæða þykir til og efni leyfa, byggi fleiri útvarps- stöðvar í landinu. 2. gr. — Enginn má setja upp og nota viðtökutæki fyrir loftskeyti eða útvarp nema með leyfi lands- símastjóra. Ekki má heldur selja móttökutæki eða efni í þau öðrum en þeim, sem leyfi hafa fengið hjá landssímastjóra. 3. gr. — Enginn má flytja inn frá útlöndum móttökutæki eða hluta af þeim né selja móttökutæki, sem hægt er að nota til þess að taka á móti útvarpi frá stöðvum sérleyfis- hafa, nema sá, er fengið hefir sér- stakt leyfi landssímastjóra til þess, og skal slíkt leyfisbréf hanga frammi í sölubúð leyfishafa á þeim stað, er almenningur á hægt með að sjá það. peir sem slíkt söluleyfi hafa eru skyldir að greiða sérleyfishafa 85 króna gjald af hverju viðtöku- tæki, sem þeir selja. Heimilt er mönnum að smíða sjálfir, eða setja saman móttökutæki sín, en efni til þess verða þeir að kaupa í löggiltum sölustöðum. Eng- inn má selja efni í loftskeytatæki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.