Vísir - 05.06.1926, Blaðsíða 5
VISIR
fíFessingaphæli
Hringsins.
Kvenfélagiö Hringurinn hefir
Cengáð leyfi til þess aö láta selja
inerki hér á götunum á morgun
og mánudag, til ágó'öa fyrir hress-
íngarhæli sitt í Kópavogi. —
Hringurinn er eitt kunnasta félag
hér í bænum. Hann var stofnaöur
í.riö igoó og hefir nú um 20 ára
skeiö unniö aÖ líknarstarfsemi hér
í bænum, og er þaS allmikiö fé,
sem félagiS hefir látiS af mörk-
um öll þessi ár. Þess vegna má
atrtla, aö bæjarmenn víkist nú vel
viS og kaupi merki Hringsins, því
aö hann þarf á nokkuru fé aö
_ halda í svip, vegna mikils kostn-
íiöar, sem hann hefir haft af hrese-
ingarhælinu, sem veriö er aS reisa
í Kópavogi.
Frú Kristín Jacobson hefir ver-
íð formáður Hringsins frá upphafi
til þessa dags, og hitti Vísir hana
aö máli í gær, til þess vita, hvaö
hressingarhælinu liöi, og skýröi
-hún blaðinu svo frá:
„Síöan Hringurinn tók til starfa
fyrir 20 árum, hefir hann gefiö
helming tekna sinna á hverju ári
til fátækra, en hinn helmingurinn
hefir veriö lagöur í sjóö, í því
augnamiöi, aö verja honum síöar
til þess aö koma upp hressingar-
faæli. f fyrrahaust var sjóöurinn
oröinn svo stór, aö félagiS réöst
í að láta reisa hressingarhæli í
Kópavogi. Þaö er tvílyft stein-
steypuhús og stendur vestur ,og
niöur af gamla bænum. Alþingi
hefir veitt félaginu full umráð yfir
jöröinni, frá næstu ábúandaskift-
iim. —• Við búumst viö, aö 30
sjúklingar geti fengið vist í hæl-
inu, þegar það er fuilgert, en fyrst
í staö er ráögert a‘ö taka við 12
•sjúklingum, þegar neðri hæö húss-
ins veröur tilbúin, en þaö veröur
seinast í ágúst eöa fyrst í septem-
ber. — Húsiö verður vel vandaö,
hitaS meö miöstöö og lýst með
rafmagni frá rafmagnsvindmylnu,
sem bræöurnir Drmsson eru að
koma upp. Hæliö fær vatn úr
r.ýjum brurini, og verður þvi lyft
með dælu inn i húsið.“
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11 síra
Bjami Jónsson.
í fríkirkjunni i Reykjavik kl. 2
síra Árni Sigurðsson.
í fríkirkjunni í Iiafnarfirði kl.
2 e. 'h. síra Ólafur Ólafsson.
í Landakotskirkju hámessa kl.
9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta
með prédikun.
Sjómannastofan: Guðsþjónusta
kl. 6 síöd. Allir velkomnir.
Silfurbrúðkaupsdag
eiga á morgun frú Guörún Bene-
diktsdóttir og Pétur Ingimundar-
son slökkviliösstjóri.
Kirk juhlj ómleikamir
á morgun. — AnnaÖ kveld ld. 9
leikur hljómsveitin þýska i dóm-
kirkjunni tvö lög eftir Jón Leifs,
úr tónverkf hans um Galdra-Loft.
— Fyrra lagið er „mímodrama" úr
2. þætti og hefst þar sem Loftur
ffer út frá Steinunni. Hitt lagiö er
sorgargöngulag', inngangur að 3.
þætti og lýsing á jaiiSarför Stein-
unnar.
Annar hljómleikur
þýsku sveitarinnar var í gær-
kveldi í Iðnó. Á skránni var G-
moll sýmfónía 'Mozarts, afar fag-
urt verk, þótt þaö sé meS nokkuö
þyngra blæ en títt er um verk
þessa meistara. Urðu menn eink-
um hrifnir af hinu mikilfenglega
menúetti, þótt erfitt sé að gera
upp á milli hinna fjögra kafla sem
mynda heild þessara tónsmíða.
Annar liöurinn á skránni var 2.
sýmfónia Beethovens. Þar kom
mönnurn helst kunnuglega fyrir 2.
kaflinn, sem saminn er utan um
lagið „Þekkirðu land þar gul sí-
trónan grær.“ Hefir hljómsveitin
okkar leikið hann einum tvásvar
sinnum. ÞriÖji kaflinn, scherzo
(ganranlag), féll einnig sérstaklega
í eyru áheyrenda og sömuleiðis
hinn fjörugi 4. kafli. Alt lék
bljómsveitin þetta snildarlega, og
að hrifningu áheyrenda þarf ekki
að spyrja. — Næsti hljómleikur
veröur í kveld. Veröur þá m. a.
leikin 7. sýmfónía Beethovens.
(Miðar fást nú allan daginn í
Hljóðfærahúsinu).
Aðalfundur Berklavamafélagsins
lauk ekki störfum sinum í gær
og verður bráðlega haldinn fram-
haldsfundur. Þar kemur fram til-
laga um að slíta félaginu og þykir
mörgum illa farið, ef hún verður
ofan á, þar sem það að líkindum
niundi vinna berklavömum í land-
inu mikið tjón.
Málfríður Guðbrandsdóttir
frá Brennu, nú til heimilis á
Laugaveg 69, verður 78 ára næst-
komandi mánudag.
Hljómleikar.
Erica Darbo, ein af hinúm allra
fremstu óperusöngkonum Norð-
manna, heldur hljómleik hér í
Nýja Bió á þriðjudagskvöldið
næstkomandi kl. yy2. Vísir hefir
séð ummæli Osló-blaðanna um
hljómleika, er frú Darbo hélt í
Osló um nýjár síðastliðið, og er
af þeim ljóst, aö list frúarinnár er
ágæt, og að hún nýtur mjög mik-
ilia vinsælda 1 föðurlandi sínu. Frú
Darbo hefir í vor haldið hljóm-
leika i Vínarborg, við hinn besta
orðstír, og fékk hún þar hin bestu
ummæli um söng' sinn, í hinni
vandfýsnustu músikborg heimsins.
Þótt hér sé meira um hljómleika
þessa dagana, en Reykjavík á að
venjast, munu söngelskir bæjarbú-
ar þakka frú Daibo komuna, og
fjölmenna til að hlýöa á list henn-
ar. Aðgöngumiðar í Bókaverslun
Sigf. Eymundssonar.
Vísir
er sex síður i dag. Grein eftir
Sigurö Eggerz er 5 aukablaöinu.
Sjötugur
er í dag Helgi Höskuldsson,
Frakkastíg 24.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Visi,: 2 kr. frá O. E ,
‘5 kr. frá M. L., 5 kr. frá H. J.
Svanur
fer til Breiðafjariðar í kveld.
Athygli
skal vakin á augiýsingu héríblaö-
inu í dag frá frú Guðrúnu Jóns-
dóttur í Tjamargötu 5. — Er hún
nú aftur byrjuð aö selja mjólk 0g
brauö, og væntir þess, aö gamlir
viðskiftamenn liti irm til sín.
Sundlaugamar.
Viðgerð á sundlaugunum er
lokið.
Félagar st. Skjaldbreið,
sem ætla aö taka þátt í skemti-
förinni á morgun, mæti kl. I2j4
í G.-T.-húsinu.
Fomleifafélagið
heldur aðalfund í dag kl. 5 í
Þjóðskjalasafninu.
I.estrarfélag kvenna
hefir flutt bókasafn sitt á Bók-
hlöðustíg 8, og verða bókaútlán í
sumar hvern mánudag kl. 4-6 sið-
degis. Á sama tíma geta nýir fé-
lagar gefið sig fram, og fá þeir
nýprentaða bókaskrá ókeypis. —
Bókasafnið er hátt á þriðja þús-
und bindi og margt af góöum bók-
um nýkomið.
Unglingafélagar við vinnu.
Unni sveinar feðrafold
fagra goðaiandi.
Látið gróa móamold
í máttar vilja bandi.
H r ó a r.
■ T, I
Sólapfpón.
Lof, sungið íslensku sveitalífi.
Höfundur
porsteinn Bjömsson úr Bæ.
—o—
]?að vantar síst nú á dögum,
að sægur leirskálda láti ljóða-
sull sitt á prenti birtast. Venju-
lega fylgist þar flest ilt að, nfl.
andleysi og vöutun á verulegri
hugsun, misboðning á8 móður-
málinu með allskonar orðskríp-
um og rangritunum, vanmáttur
til að skapa gott form í öllum
myndum þess, svo sem Ijóð-
stafaskipun, samrimun, sam-
stöfufjölda og áherslu. petta
gengur svo langt og er svo títt
nú, að eigi er annað sýnna, en að
þessir fimbulfambar og stríð-
montnu oflátungar, einkum
meðal lærðra manna og nokkuð
líka hjá öðrum, ætli að stein-
drepa íslenska tungu og íslenska
Ijóðsnild. — Undantekningarnar
frá þessari hömiung andleysu
og fomleysu eru svo fáar, að til
mestu vandræða liorfir. Skást
eru ýmis ólærð skáld úr almúga-
stótt, sem eigi liafa skrúfað sig
upp i neina „isma“ og ónáttúr-
ur, afkáraskap og vitleysu með
þrællyndri eftiröpun á útlendri
hnignunarlist, sem alt á að heita
hámenning (réttara væri „véla-
menning“) til að hylja sálar-
nektina. Óskanda væri, að lang-
flestir af þessum fuglum vildi
þagna, eða hefði vit og mann-
dygð til þess aðvhætta að eitra
andlega lífið í landinu. Ofan á
alt annað bætist svo, að ritdóm-
ararnir islensku eru yfirleitt
handónýtir menn að verki og
gera því ilt verra með ranglæti
sinu, lilutdrægni og heimsku.
Venjulega fyrirgefa þeir allan
fjandann (það er hæst móðins
nú, í öllu) og réttlæta það margt,
sem vægðarlaust ætti að tæta í
sundur, en húðflengja höfund-
ana hlífðarlaust með rökstudd-
um skömmum og háði fyrir
þeirra guðræka athæfi. }?að er
vitanlega stórháski á ferðum,
þegar svo er komið með þjóð-
um, að óþarfi þykir að hafa
lengur nokkra æru, og það svo
að menn, lýstir ærulausir lygar-
ar og rógberar, fá óátalið að
vera alþingismenn áfram. En
>að er líka stórvoði á ferð, þegar
lin heilaga fegurð og fegurðar-
œnd í öllum hennar greinum er
að verða útlæg gerð hjá þjóð-
inni. Með henni fara flest sönn
verðmæti forgörðum.
pessar hugsanir komu í heila
minn þá er eg las kvæðabálk
>ann, sem hér var nefndur í fyr-
irsögninni. Að visu koma þar
fyrir laglegar ljóðlínur, sem eru
allgóð vara, en sem heild er hann
>ó enginn eiginlegur skáldskap-
ur. Margt í þessari ljóðasmíð er
helher hégómi. Fyrst er nú að
nefna fyrirsögnina sjálfa, „Sól-
arfrón“, sem er svo tilgerðarleg,
að manni ætlar ilt af að verða.
J?að er lika naprasta háð, að
kalla þetta sólarlausa eða sól-
skinsfátæka land sliku nafni.
petta land með sinni dutlunga-
fullu veðráttu er óneitanlega ísa-
land og illviðrabæli (þótt nú í
svip sé gott árferði). pótt marg-
ur bletturinn sé vitanlega fag-
ur, er það þó svo mikill galla-
gripur, að það verður yfirleitt
að teljast vont land og fáhæft.
pað er hörmung til þess að vita,
að jafnágætur kynstofn, sem ís-
lenska þjóðin er í eðli sínu, bæði
að likamsdugnaði og sálarat-
gervi, skyldi villast út hingað á
9. öldinni. Vissulega myndi eitt-
hvað meira hafa orðið úr þess-
um aðalborna höfðingjalýð,
hefði hann t. d. numið austur-
strönd Bandarikjanna i staðinn
fyrir þenna úthafshólma á
strauma- og belta-mótum í
miðju hafíssrekinu. En um þetta
dugir nú vitanlega eigi að fárast
svona eftir á; þvi að það er kom-
ið sem komið er með þetta. Að
hinu ber þessu fólki miklu frem-
ur að gæta, að týna engu af sínu
margháttaða ágæti, sem þessi
veglegi ættbálkur hefir i vöggu-
gjöf fengið lijá guði, þótt bústað-
urinn sé fólkinu mjög ósamboð-
inn. Sérstaklega þurfum vér að
varast að gleypa við alls kyns
skrilmenningu útlends þræla-
lýðs, þótt upp sé hún oft dubb-
uð með ýmsum fögrum nöfn-
um'pað góða sem fá má frá út-
lendingum ber oss auðvitað að
nýta oss, eftir staðháttum vor-
um og eðlisfari, en þó um leið
engum góðum sérkennum burt
að glata. Hingað til hafa menn
oftast farið rangt að í dómuin
sínum um land vört og þjóð:
„Lofað landið en lastað fólkið,“
sem er alveg öfugt við það, sem
rétt er og satt.
pegar eg svo sný aftur að þess-
um Ijóðabálki hans porsteins úr
Bæ, sveitunga míns, þá skil eg
ekkert í manninum (og það
horgfirskum í tilbót) að láta
þarna sjást jafnmargar prent-
villur sem þar eru, — i ekki
stærra stykki en þetta er. En
svo kemur og það, að kvæðin
eru víða svo myrk og þungskil-
in, að ómögulegt er að vita hvað
höf. er venjulegast að fara. pá
má og nefna þessi mörgu og
óskiljanlegu nýyrði, sem þarna
eru notuð, t. d.: „ljóðmóður, óð-
fránn, glóþrá, vigurmál, sjóna-
skál, þolinmóði, orðaskeið, ár-
salur“ o. fl„ sem eg efast um að
höf. skilji sjálfur. Svokoma í til-
bót ýmsar langreknar kenning-
ar (jafnvel þríþættar), sem eru
Varnar
skendunia góðkunna er ú
morgnn. — Þangað sendir
Steindðr
slnar þjóðfiægu
BilreiBar
á hverjum klukkutíma allan-
daginn, frá 11 árdegis til 12
j| síðdegis.
Til tlííiisstaða
llVa og 2V2
Tii Hðiaarijarðar
á hverjum hálftima allan
daginn.
Skemiið ykkiir ri
í hlnum þjóðlrægn
frá Steindóri.
E
algerlega óhæf andstygð í nú-
tíðar skáldskap (og vóru ávalt
illar), t. d.: „bjartelfarstrengir,
sólránarhaugar, glóþráar væng-
ir, elfar lifs ársalur“ o. fl. pað
er torvelt að fá vit út úr sliku
moldviðri.
pað mun nú þykja nóg komið
af þessum aðfundningum og þvi
skal eg líka hætta og benda að
endingu á, að til eru nýtileg er-
indi í ljóðum þessum, (þótt of-
fá séu), t. d. fyrsta erindið, sem
er svona:
par sem lindin lyftir vanga
lífsterk yfir kalda dranga,
þar sem björtu blómin anga
blið og fríð á vorsins tíð.
Og eins siðasta erindið, sem er
þannig:
Sunnufrón í sumarvarma,
sunnufrón i vetrarbjarma,
ætla’ eg fegurst allra landa,
æðsta kjörgrip drottins handa.
Svona er það með oss alla. Vér
elskum ættlandið og eigum lika
að gera það, sem ræktarsamir
synir og dætur, þótt ýmislegt
megi að því finna. En vér meg-
um aldrei verðasvo„hysteriskir“
að þola eigi að heyra sannleik-
ann um landið eða þjóðina. Síst
af öllu má eiga sér stað, að
kenna þjóðinni um það, sem
landinu er að kenna, og heldur
ekki þakka þjóðinni með skjalli
það sem vitanlega er legu lands-
ins og ástandi að þakka. Ávalt
ber satt að segja um hlutina —
segja bæði kost og löst á. — Log-
ið skrum er haldlaust hjóm, sem
svikur fyrr en varir hvem þann,
er því trúir; það dugir þvi eigi
til þess að skapa sanna og
ósvikna ættjarðarást. pvert á
móti getur úr þvi orðið illkynjað
háð eða ljót hræsni. —
Jóhannea L. L. Jóhannsson.