Vísir - 16.08.1926, Side 3
TISIR
,ísja“
fer héSan á þriðjudagskvöld (17.
ágúst) austur og norSur um land.
. Vörur afhendist í dag. Getum
ekki tekiS við á þriðjudag.
íö úr prófastsstörfum séra Einars, i
talar urn „prófastsnafn“ o. s. frv.
í lítilsviröingartó.n. Segir dr. Jón
tiiskup, að þa'ð sein hafi riðiS
baggamuninn, að séra Einar fekk
brauöið, hafi verið það, að hann
var gamall skólabróðir og kunn-
jngi Helga biskups Thordarsen,
með öðrum orðum, ekki verðleikar
séra Einars, heldur miður réttlátt
meðhald Helga biskups.
Eg, systkini mín og foreldrar
vorum sóknarbörn séra Einars
prófasts í mörg ár, er hann var á
Setbergi i Eyrarsveit, og var okk-
ur öllum því kunnugt, að hann var
bæði elskaður og virtur af öllurn
sem þektu hann. Bar það til, að
hann var gáfað lipurmenni, ágæt-
ur ræðumaður, skemtinn og orð-
heppinn vel, eflaust ritfærasti
prestur prófastsdæmisins eftir að
Pétur biskup fór frá Staðastað og
séra Sveinn Níelsson tók við. Auk
þess voru öll skjöl og skilríki i
hans höndum með bestu reglu.
Um þetta heyrði eg einatt talað.
Hverjir þessir „ýmsir“ hafi ver-
ið, sem hneyksluðust á veitingn
Stafiholts í hendur séra Einari, fær
maður ekki að vita hjá herra Jóni
biskupi. Mér er nær aö halda —
svo að eg viðhafi orðalag bisk-
ups — að þeir hafi verið fáir rnjög.
Séra Einar hafði langan og merk-
3.n embættisferil að baki, er hann
sótti um Stafholt, hafði þjónað
prestsembætti í 33 ár og gegnt
prófastsstörfum í 8 ár. Auk þess
hafði hann fengið rnikla æfingn
við skrifstofustörf hjá Sigurði
landfógeta Thorgrímsen í 6 ár og
sem settur sýslum. í Skaftafells-
sýslum í næstu 2 ár áður en hann
tók vígslu, og rækti hvorttveggja
af mestu alúð. Að mínu viti slær
það ekki hinum minsta skugga á
ágæti Helga lektors Hálfdánar-
sonar, þó að séra Einar prófastur
sé látinn njóta sannmælis. Ævi-
starf Helga lektors hófst aðallega
fyrst eftir daga séra Einars, og
viðurkenna allir, hve merkilegt
það reyndist á allan hátt.
Herra biskupinn má ekki taka
það illa upp, þó að mér sárni það,
að sjá hinum garnla sóknarpresti
mínum séra Einari niðrað að ó-
verðugu. Eg á svo margar fagrar
endunninningar um þann mann.
Man eg vel fermingarræðuna, er
hann flutti, þegar eg fermdist,
meðal margs fleira; hún var átak-
anleg; man eg mikið úr henni enn.
Textinn var þessi: „Vei þeim seni
hneykslar einn af þessum smæl-
ingjinn“ o. s. frv. Vel man eg það,
aö hann var mjög hlyntur stefnu
Fjölnismanna og var ákafur fylg-
ýsmiaður hinna merku rita Tómasax
Sæmundssonar (afa dr. Jóns bisk-
pps) um að heyja Alþing að Þing-
KÖUum.
Vera má að herra biskupinn
rengx mig um ýmislegt af því, er
hér er sagt af séra Einari prófasti,
«n þá ef ráð að leita til merkis-
prestsins séra Þorkels Eyjólfsson-
ar heitins, því að til mun vera rit-
að álit hans á séra Einari og fleiri
samtíðarmönnum.
p. t. Reykjavík, 8. ágúst 1926.
Stefán gamli Daníelsson
frá Grundarfirði.
Ifsniig De Valera
strauk úr Lincoln-dýflissunni.
Ensk blöð segja nýlega frá því,
að ævisaga Michaels Collins sé
um það bil að koma út. Er hún
rituð af Piaras Beaslai, sem stóð
framarlega í „Sinn Fein“, sjálf-
stæðisflokknum írska. En svo sem
rnenn vita, voru þeir Collins og
De Valera þar fremstu menn. —
Birtist hér í lauslegri þýðingu
nokkur kafli úr bókinni, tekinn
eftir „Manchester Guardian".
(Árið 1918 höfðu Englendingar
varpað De Valera og fleiri írskum
sjálfstæðismönnum í fangelsi það,
sem Lincoln-dýflissa nefnist, fyr-
ir uppreisn gegn Bretum. Snemma
árs 1919 slapp De Valera úr
fangelsinu og segir hér frá atvik-
um að því. Aðrir, sem nefndir eru
í greininni, eru einnig merkir írsk-
ir sjálfstæðismenn).
Lincoln-dýflissan var að því
lcyti einkennileg, að auk aðaldyr-
anna voru á veggnum umhverfis
einn fangagarðinn dyr, sem virt-
ust snúa út að umheiminum. Væri
hægt að ná lykli að þessum dyr-
um, vóru líkur fyrir að hægt yrði
að strjúka. Eamonn De Valera,
sem var í haldi í Lincoln-dýfliss-
unni, hepnaðist að ná vaxmóti af
lykli að þessum dyrum, sem hann
hafði séð einhversstaðar á glám-
bekk. Þá lá það fyrir, að koma eft-
irmynd af mótinu til vinanna fyt-
ir utan fangelsið.
Það að jólin voru í nánd, köm
góðri hugmynd inn hjá föngunum.
Sean Milroy, sem einnig var í
Lincoln, teiknaði á póstkort tvær
myndir af „jólum 1917 og 1918.“
— Á þeirri fyrri var mynd af ein*
um fanganna þéttingsfullum, að
reyna að koma lykli í ski'áargatið
heima hjá sér, með undirskriftinni
„Eg kemst ekki inn!“ Á hinni
tnyndinni er sami fangi í fanga-
klefa, heldur á heljarmiklum lykli
í höndum og segir: „Eg kemst
ekki út!“ Þessari mynd var smygl-
að til vinar þeirra í Sheffield, og
bréfi með. Þannig var háttað, að
lykillinn var mynd af mótinu, sem
De Valera náði.
Þessi vinur þeirra í Sheffield
var hræddur og eyðilagði bréfið,
en sendi myndina áfram til Dublin.
Á myndina var litið að eins sem
gamansemi, og frekari ráðstafanir
varð að gera áður en merking
hennar skildist. Collins gekk þá
þegar í málið. Lykill var smíðað-
ur eftir þeim leiðbeiningum sem
fengist höfðu, af Gerard Boland,
bróður Harry’s Boland, og bakað-
ur inni í köku af Mrs. MacGarry,
og Collins sá um að hörð sykur-
skán var sett á kökuna.
Kakan var send inn i Lincoln-
dýflissuna sem „gjöf“ til fang-
anna, en lykillinn reyndist of litill.
Samkvæmt nánari leiðbeiningum
fékk Iri nokkur í Manchester til-
búinn nýjan lykil hjá manni, sem
hann vissi, að varm hjá lásasmið-
um. Þessi lykill var einnig bakað-
ur inn í köku í Manchester, ásamt
þjöl, og írsk telpa í Manchester
fór með kökuna til Lincoln.
Þeir fáu menn utan fangelsisins,
sem vissu um leyndarmálið, biðu
nú árangursinsmeðmikilli óþreyju.
Loks komu boð um, að síðari lyk-
illinn hafi ekki getað orðið að
gagni. Enn komu nýjar upplýs-
ingar, og farið var að undirbúa
smíði á enn nýjum lykli. Áður en
því var lokið, komu boð um að
ganga ekki fyllilega frá lyklinum,
'heldur senda hann inn ósorfinn.
Svo var því gert.
Einn fanganna, Alderman De
Laughrey (sem nú er þingmaður
á írlandi) hafði gutlað eitthvað við
lásasmíöi, og tókst honum að at-
huga læsinguna á þvottahúsi í
fangelsinu. Hann sá, að það var
fcrföld læsing, og jafnframt, að
lykillinn, sem De Valera fann gat
ekki komið að haldi sem þjófalyk-
ill. Úr efninu sem smyglað var inn
(einnig bökuðu inn i köku) tókst
honum að smíða þjófalykil, sem
líkur voru til að yrði að gagni.
Nú kom það babb í bátinn að 4
irskir fangar struku (í jan. 1919)
úr Uskfangelsinu. Þeirn hepnaðist
að sleppa án nokkurrar hjálpar ut-
an að. Bjuggu þeir til kaðalstiga
úr handklæðum og brenni, festu á
hann járnkróka og með því að
ýta honum upp með stöng tókst
þeim að festa hann ofan á vegginn
umhverfis fangelsið. Þannig kom-
ust þeir út og gengu til Newport
14 (enskar) mílur vegar. Föngun-
um var ekki leyft að hafa nokkra
peninga, en þessum fjórum stroku-
mönnum hafði tekist að samka
r.okkru að sér fyrir aulahátt fanga-
varðar. Þeir gátu því keypt sér
far til Liverpool, og þar voru þeir
í vinahöndum.
Collins varð mjög skelfdur er
hann frétti um strokið frá Usk.
Hann óttaðist að þetta yrði til
þess, að fanganna yrði strangar
gætt, svo að ómögulegt yrði að
komast frá Lincoln; en uggur hans
reyndist ástæðulaus.
Loks var ákveöið að reyna að
strjúka 3. febrúar, og það var á-
kveðið að Sean MacGarry og Sean
Milroy skyldu fylgja De Valera.
Collins og Boland komu til Lincoln
á tilsettum tíma. Fóru þeir siöan
ásamt Frank Kelly inn á akur-
lendið bak við dýflissuna. Til þess
að komast þangað af þjóðvegin-
um urðu þeir að klippa sundur
nokkurar gaddavírsgirðingar, og
gekk það slysalaust, en þeir mistu
af Kelly í myrkrinu. Hinir lögð-
ust niður þar sem þeir sáu fang-
elsisgluggana. Svo var ákveðið, að
þeir skyldu segja föngunum til,
þegar alt væri í lagi, með því að
bregða upp ljósi, en þeir skyldu
svara með því að kveikja á eld-
spýtum í klefaglugga.
Á tilsettum tínm var merkið gef-
iö og svarað þegar í stað. Collins
og Boland stóðu upp og gengu að
dyrunum. Þegar þangað kom sáu
þeir, að utan við dyrnar var ann-
að hlið úr jámi. Collins hafði liaft
með sér annan lykil af sömu gerð
ogþann, er innvarsendur, og þess-
um lykli stakk hann nú í skráar-
gatið á hliðinu. Hann virtist hæfi-
lega stór, en þegar reynt var að
snúa honum brotnaði liann í
skránni. í þeim svifum opnast
dyrnar hinum megin hliðsins, og
mátti þar líta De Valera, Mac-
Garry og Milroy. En nú varnaði
Ódýrastu eigaretturnar
,Bláa Bandið*
ÍO stk. 40 aura.
«
VeFslunin Vísir.
hliðið, með brotinn lykilinn í
skránni, þeim allrar undankomu.
Collins mælti og var dapur í
bragði: „Við höfum brotið lykil í
í skránni, De Valera!" ■— De
Valera beit á jaxlinn og bölvaði í
hljóði og reyndi að koma sínum
eigin lykli i skrána hinum megin
frá. Fyrir dæmalausa hepni tókst
honum að ýta brotna lyklinum út
með sínum eigin, og að opna
hliðið.
Þeir félagar gengu nú yfir akr-
ana; mættu nokkrum hermönnum,
sem ekki voru á verði; kallaði Bo-
land til þeirra „sælir strákar", og
héldu þeir siðan leiðar sinnar til
Lin,coln.
Veðrið í morgtm.
Hiti í Reykjavík n st., Vest-
mannaeyjum 10, ísafirði 10, Akur-
eyri 12, Seyðisfirði 9, Stykkis-
hólmi 13, Grímsstöðum 12, Rauf-
arhöfn 10, Hólum í Hornafirði 8,
Þórshöfn í Færeyjum 10, Kaup-
mannahöfn 15, Utsira 13, Tyne-
mouth 14, Leirvík 13, Jan Mayen
3. Engin skeyti frá Grindavik né
Angmagsalik. •— Mestur hiti hér
í gær 16 st., minstur 10; úrkoma
0.9 mm. — Loftvægislægð fyrir
sunnan land. — Horfur: I dag:
Austlæg átt, hæg á Norðurlandi.
Skýjað loft og smáskúrir á Suð-
urlandi. Þurt á Vesturlandi, Norð-
urlándi og Austurlandi. í nótt:
Austlæg átt, allhvöss við Suður-
land, hæg annars staðar. Dálítil
úrkoma á Suðausturlandi, þurt
annars staðar.
Gamalmennaskemtunin
í gær var mjög vel sótt og fór
hið besta fram. Voru þar margir
ræðumenn, svo sem Hognestad
biskup, báðir prestar dómkirkju-
safnaðarins, síra Árni Sigurðsson,
S. Á. Gíslason, og Guðrún Lárus-
dóttir las upp sögu. Einnig söng
kirkjukórið. — Lúðrasveit Rvíkur
ætlaði að skemta þarna, en fyrir
sérstök forföll gat ekki orðið af
því. Hefir hún heitið að spila síðar
til ágóða fyrir Elliheimilið. Vísir
hefir verið beðinn að skila þakk-
læti til allra, sem veittu hjálp sína
á einhvern hátt.
Misskilningur
er það hjá Morgunblaðinu í
gær, aö Guðmundur landlæknir
Björnson hafi verið sá fyrsti, er
hingað kom með reiðhjól, helduf
var það Guðbrandur Finnbogason,
sem lengi var verslunarstjóri hjá
Fischersverslun, tengdafaðir Ölafs
Davíðssonar í Hafnarfirði. Eru
um eða yfir gó ár Síðan hann kom
FLIK-FLAK
Jafnvel viákvœmuata litirþola
Plik-Flak þvottinn. Sérhver
mialitnr kjóll eða dúkur úr
finusta efnum kemur óskemdur
úr þvottinum.
Flik-Flak er alveg óskaðlegt:
f.
Kostakjör!
Það sem eflir er af
Sumsrkápum
selst fyrir
iiálfvirði.
I
með fyrsta reiðhjólið hingað, svp|
að þar skeikar nokkuru um tima-í
talið hjá Morgunblaðinu. X.
Bjami Sæmundsson,
fiskifræðingur, var meðal far-
þega hingað á Esju. Hafði hanri
verið um hríð við rannsóknír á!
skipinu „Dana“ fyrir Norðurlandí.
Steig hann af því á Austfjörðum
og hefir verið um tíma á Norð-
firði við rannsóknir á fiskí.
Kristín Guðmundsdóttir,
Óðinsgötu 21, á 84 ára afmæii 1
dag.
Helga Jónsdóttir,
Sölvhóli hér í bænum, á sjötugs-
afmæli í dag.
Dr. phiL Lindroth
prófessor í norrænu við háskói-
ann í Stokkhólmi kom hingatf
með Suðurlandi í gær. Hefir hapri
dvalist um hríð hér á iandi.
Sundmót K. R,
í Hólminum (örfirisey) í gær-
kveldi fór vel fram. Fyrst þreyttu 1
drengir 50 stikna sund. Keppendur
voru tíu, og var fyrstur Magnúe
Jyíagnússon á 40,8 sek., annar Axeí
Kaaber á 43,2 sek., þríðji Láru?
Scheving á 52,2 sek, Þá var 30P
stikna sund, fyrír drengí; þar vaf