Vísir - 24.11.1926, Qupperneq 2
VÍSIR
Biðjið um
Glenora hveiiið
þá lálð þér íyrsta flokks vöru fyrir sannejarnt verð.
Símskeyti
Khöfn, 23. nóv. FB.
Merkileg samþykt um Bretland
og nýlendur þess.
Símað er frá London, að sam-
þykt hafi verið á ráðstefnu
þeirri, sem allir forsætisráð-
herrar Bretaveldis sitja nú í
London, yfirlýsing, sem er við-
urkenning á því, að nýlendurn-
ar séu jafnréttháar Englandi.
Yfirlýsingin var samþykt ein-
um rómi. Blöðin í Englandi eru
ánægð yfir því, að yfirlýsingin
var samþykt,og líta svo á, að
hún muni verða rikisheildinni
til styrktar.
Herbúnaður ríkisvarðliðsins í
J?ýskalandi.
Símað er frá Berlín, að jafn-
aðarmenn ásaki ríkisstjórnina
um aðgerðarleysi gagnvart
óleyfilegum herbúnáði rikis-
varnarliðsins. Telja þeir aðgerð-
arleysi stjórnarinnar sérstak-
lega vítavert eins og sakir
standa, þvi að nú er verið að
gera samningatilraunir til þess
að koma þvi til leiðar, að pjóða-
bandalaginu verði falið eftirlit
með þýskum hermálum, en
framkoma stjörnarinnar gæti
hæglega orðið samningatilraun-
unum til spillis.
frá Uistur-jsfeiitliiifn.
FB, 23.-24. nóv.
Fyrirlestur um íslandsferð
liefir síra Ragnar E. Kvaran
haldið í \Vinnipeg og víðar, við
mikla aðsókn.
Prófessor Skúli. Johnson.
Hann hefir verið skipaður
aðstoðarprófessor í fornmálun-
um við Manitoba-háskólann, í
stað prófessors H. J. Tracy, sem
fluttist til Queen’s háskólans. —
Sem stendur er Skúli Johnson
forseti tungumáladeildarinnar
(dean of arts) við Wesley Coll-
ege. Hefir hann gegnt því siðan
1920, en þá tók hann við þvi af
prófessor W. T. Allison. Hann
hefir verið i skólaráðinu við
Wesley College siðan árið 1915
og kom þá frá St. Johns Tecnic-
al Scliool. Árið 1917 var hann
skipaður prófessor í fornmál-
unum við Wesley College. Auk
þess hefir hann skipað próf'-
essorseinbæltið í íslensku við
Manitobaliáskólann síðan 1915,
og verið prófdómari hins opin-
bera við íslensku og fornmála-
próf við háskólann síðan 1915.
— Prófessor Johnson er fædd-
ur í Hlíð á Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu 6. sept. 1888. For-
eldrar hans voru Sveinn óðals-
bóndi Jónsson, er þar bjó, og
kona hans Kristín Sigurðardótt-
ir frá Flatnefsstöðum á Vatns-
nesi í sömu sýslu. Fluttust þau
hjón vestur um haf í júli 1889.
— Skúli er framúrskarandi
námsmaður og hlaut Rhodes-
verðlaun fyrstur íslendinga. —
Fór hann þá til Oxford, eins
og lög gera ráð fyrir, og inn-
ritaðist við Oriel College og las
fornmálin, sögu og heimspeki.
Hann kom frá Oxford 1913, en
lauk siðan B, A. prófi (Bachelor
of Arts) og því næst meistara-
prófi. / (Hkr.).
pórstína Jackson
hefir skrifað hvatrfíngargrein í
íslensku blöðin i Wínnipeg um
að styrkja islenskar konur til
þess að koma upp kvennaheim-
ili hér í Reykjavík. —' Hefir
þórstina á hendi sölu hlutabréfa
Kvennaheimilisins þar vestra.
v Mannalát.
p. 3. okt. andaðst í borginni
Lincoln í Nebraska merk kona
islensk, Kristrún Jónsdóttir
Johnson. Maður hennar, Jónas
Johnson, var látinn áður. Voru
þau hjón meðal fyrstu íslend-
inganna, sem fluttust vestur.
p. 8. ágúst andaðist vestra frii
Herdís Benjamínsson, Einars-
dóttir Árnasonar, frá Kalmans-
tungu og Guðriinar Magnús-
dóttur frá Fljótstungu í Hvítár-
síðu. Jósef liét maður Herdís-
ar, Benjamínsson, porbergsson-
ar frá Sporði í Víðidal. pau
hjón fluttust vestur um haf
1887.
Lejkfélag Reykjavíknr
og leikdómendur.
Fyrir stuttu var þess getiö sem
merkisviöburðar í hinu ágæta
enska tímariti „Review of Re-
views“, aö „Þrettándakvöld"
Shakespeares liefði Veriö leikið í
höfuöborg íslands. Englendingum
mun hafa þótt það tíðindi, að svo
lítil þjóð og afskekt, sem íslend-
iugar eru, skyldi hafa menning og
manndáð til að færast slíkt stór-
virki í fang, og leysa það þar að
auki ágætlega af hendi.
Mönnum ætti að skiljast af
þessu hve þýðingarmikið start
Leikfélagsins er,'að það er ekki
einungis íbúum höfuðborgarinnar
'til menningarauka, heldur líkavel
til þess falliö, aö gera öllu land-
inu sóma út á við.
I’að niá ætla, að lesendur enska
tímaritsins, sem um var getið,
geri sér í hugarlund, að íslend-
ingar eigi sér lítið leikhús, sem sé
óskabarn þjóðarinnar, að lands-
fólkið glæði áhuga leikendanna
fyrir leiklistinni, með því að létta
starf þeirra á allan hátt. Kinn-
roðalaust getum vér varla sagt
úllendingum það sanna um þetta
mál.
Leikfélagið hefir altaf átt erfitt
uppdráttar. Lítinn styrk hefir það
þegið af ríkinu. — Það hefir lif-
að einungis sökum áhuga og
hæfileika einstakra manna. Nú er
leikhúsmálið þó loks komið á
]>ann rekspöl, að vænta má, að
læss verði ekki langt að bíða, að
Þjóöleikhúsið verði reist; þar með
ætti mestu fjárhagsörðugleikunum
að vera létt af félaginu. — En
það er ekki nóg. Leikfélagiö hef-
ir ekki efst á blaði þá ósk, að
verða fyrirtæki, sem ber sig fjár-
hagslega. Fyrst og fremst vill það
verða sannkölluð menningarstofn-
un, og því marki getur það ekki
náð, nema því að eins, að sam-
bandið milli áhorfenda og leikara
verði miklum mun næmara en nú
er. Séð frá því sjónarmiði á Leik-
félagið enn við mikla örðugleika
að etja, þar sem er skilningsleysi
fjöldans og- tómlæti þeirra, sem
ættu að kunna að meta starf'fé-
lagsins.
Það er leitt til þess að vita, að
cnn hefir varla komið fram leik-
umtal, sem falið hefír x sér veru-
lega gagnrýni, né boríð vott um
sómasamlega þroskaða smekkvísi
eöa skilning á leiklist. Verst af
öllu er, að þó að flestum sé þetta
ljóst,þá er ekkert að gert.Hvar eru
listamennirnir og bókmentafræð-
ingarnir ? Hvar eru lærdómsmenn-
irnir, sem svo oft haft reynt aö
glæða áhuga manna fyrir þjóð-
niálum og listum ? Hvers vegna
þegja þeir um íslenska l'eíklist?
Ritstjórum blaðanna skifst vafa-
laust, að blaðaumtal um sjónleika
ætti eingöngu að vera starf þar til
hæfra manna. — Hvers vegna
kasta þeir þá höndunum aö- vali
manna til þess starfa?
II.
Hinn kornungi fonnaður Leik-
félagsins, Indriði Waage, er
gæddur ótvíræðum leikarahæfi-
leikum og brennandi áhuga. —
L'ndir stjórn hans hefir meðferð
leikaranna á hlutverkunum orðið
öruggari eri áður var„ þegar einn
eða tveir af bestu leikurunum oft
og einatt báru leikana upþi, en öll
smærri hlutyerk vortt í höndum
viðvaninga, sem lítillar tilsagnar
nutu. — Indriða hefir skilist, að
eitt illa leikið smáhlutverk getur
rofið samræmið í leik og dreift
áhrifunum. Sjónleikar þeir, sem
hann hefir stjórnað, sýna ljóslega,
aö hann hefir gert sér mikið far
um að gera leikana jafnbetri i
meðferð og íastar skoröaða en áð-
ur var.
f sjónleik þeim eftir Pirandello,
sem leikinn er um þessar mundir,
Icóma leikstjórahæfileikar Indriða
mjög greinilega í Ijós. — Notkun
ljóssins, svipbreytingar og hlátur
leikaranna, selii eru áhorfendur á
leiksviðinu, stilling hraðans - alt
ber þetta vott um næman skiln-
ing hans á því, að hægt er aö láta
sniáu atriðin jafnt þeim stóru sýna
']iað, sem í leiknum býr. —. Það
væri ekki fráleitt að segja, að
Indriði í rnörgu minni allmikið á
„expressionistisku" leikstjórana
þýsku, og er þá ekki leiðum að
UPPBOÐIÐ
heldux* áfram í dag*
Jóh. ólaísson & Co.
iíiaöOöoíiooooísawöíieöíissísoooíSíXJíSíiociíiCioottoaíiíicxiOíiGattíSíKíöqs
I TOBLERl
| fæst hvarvetna.
I Ö 1
XSOCÍCSCSOCÍCSCCiCJCÍÖCÍCSCÍCSCiCSCÍCÍCÍCÍCÍCXXXÍOCÍCiCiCSCÍCÍCSCÍCSCÍCSÍÍCSCÍCSCiCSCÍCÍCÍCSCSClC
líkja'st. — Þaðy sem þó er mest
um vert, er, að Indriði er bæði
frumlegur og sjálfstæður sem leik-
stjóri.
Þessar framfarir í íeikstjórri eru
svo miklar, og svo merkilegur
þáttur í sögu íslenskrar leiklistar,
að maður skyldi ætla, að þeim
hefði verið haldið mjög á lofti.
Sú hefir þó ekki orðið raunin á.
Varla er hægt að segja, að sést
hafi grein í blaði eða tímariti, þar
sem Indriða og flokki hans hefir
verið þakkað maklega híð frá-
murfalega óeigingjarna starf
þeirra í þágu íslenskrar listar.
Hvergi hefir þess verið minst
sérstaklega, að Leikfélagið ■ nú
gefur mönnum kost á, að kynnast
lielstu nýungunum í erlendum
leikritaskáldskap. Það má svo að
orði kveða, að það, sem leikhúsið
hér býður áhorfendum sínum jafn-
ist fyllilega á við það, sem leik-
húsin í stórborgunum sýna. Er
sérstaklega vert að veita því eftir-
tekt, að vali leikrita ekki er hag-
að eftir smekk fjöldans og ósk.
Þeir sjónleikar, sem. fól’kið helst
vill sjá, gamanleikarnir fjörugu
og viðburðaríku, sjást sjaldan nú
orðið. — Indriði velur leikritin
alveg án tillits til þess, hvort þau
eru vel til þess fallin, að bæta
fjárhag félagsins. — Hann fer
einungis eftir smekk sínum og
skynsemi, enda er það álit margra,
að val leikrita til hvers leiktíma-
biís sé betur gert af einum manrii,
sem vel hefir vit á, en mörgum, því
þar verður líka að gæta fyl«ta
samræmís. Á sama Iiátt og þaö
getur ekkí kallast æskílegt, að á-
horfendum sje boðið of inikið létt-
meti, eins má ekki iþjmgja þeim
með altof mörgum terskildum
sjónleikum
III.
Þegar einhver húsamáfarinn ut-
an af landi hefir sýnt handavinnu
sína í höfuðborginni, hlaupa lista-
menn og aðrir upp til handa og
fóta, og skrifa fram og aftur um
ágæti hans, en þó leikaraflokkur-
inn sýni bæjarbúum sanna leik-
list, þá er þess ekki minst opin-
beríega á annan hátt, en í blaða-
umtölum, sem vanalega erti skyn-
semislaust hjal.
Umtölin eru oftast i sama tón,
þægileg í garð leikaranna, eins og
þau væru skrifuð í þakklætisskyni
fyrir aðgöngumiðana, sem blöðun-
ttm eru sendir. Aldrei virðist rieitt
í meðferð leikaranna <á hlutverk-
unum hafa hrifið þá, sem umtöl-
in skrifa, verulega, nje heldur sært
þá svo, að þeir finrii ástæðu til að
vanda duglega um við leikarana.
Þá sjaldan hirtingarvendinum hef-
ir verið veifað, þá hefir hann ekki
hití. Verst af öllu er þó, að aldrei
er reynt að benda leikurunum á,
hvernig þeir ættu að bæta úr því,
sem aflaga fer hjá þeim.
Ppjói&anámskeid.
Eins og áður auglýsl, er nú prjónanámskeiðiðbyrjaÖ og held-
ur áfram fyrst um sinn til áramóta.
Námskeiðinu stjórnar eins og að undanförnu frú Valgerður
Gisladóttir frá Mosfelli.
Kenslugjald kr. 50,00 fyrir þær konur er eiga vélar frá mér,
eða hugsa sér að kaupa þær.
Hver nemandi fær 120 tíma kenslu. Leggur til verkefnið og
á vinnu sína sjálfur.
Hinar velþektu og viðurkendu „Claes“-prjónavélar sem allar
hafa hinn vandaða viðauka, nú fyrirliggjandi i þremur stærð-
um. Sérlega vel lagaðar fyrir íslenskt band. Verð og gæði þola
allan samanburð.
Nánari upplýsingar um námskeiðið og prjónavélarnar fást
i verslun undirritaðs. f*
J/ii ‘Liídu’ijfi:ltuiicn