Vísir - 13.06.1927, Blaðsíða 2
VlSIR
Bopðsmjörlikið er komið aítar,
Prima og Extra.
Símskeyti
—0--
Khöfn, 11. júní. FB.
Hryðjuverk Rússa.
Síniað er frá Moskva, að ráð-
stjórnin rússneska tilkynni, að
vegna þess hve keisarasinnar
leggi nú mikla áherslu á að efla
baráttuna gegn stjórninni, þá
hafi tékan skipað svo fyrir, að
skjóta skuli 20 keisarasinna,
#em flestir voru fyrverandi liðs-
foringjar. — Menn þessir voru
skotnir i gær. þeir höfðu setið í
fangelsum, sakaðir um upp-
reisnaráform gegn ráðstjórn-
inni og njósnir fyrir England.
Sendiherra-morðið.
Símað er frá London, að
stjórnin i Bretlandi líti svo á, að
ásakanir Rússa í garð liennar
og Breta, séu ekki svara verðar.
Blöðin í Bretlandi telja það ólík-
legt, að styrjöld leiði af morð-
inu á Vojkoff sendiherra. Blöð
in lita svo á, að her Rússa sé
ekki fær um að leggja út í styrj-
öld.
Deila Albana og Júgóslava.
Simað er frá Berlín, að deilan
milli stjórnanna í Albaníu og
Júgóslavíu harðni enn. Albaníu-
stjórnin hefir nú kallað sendi-
sveit sína frá Júgóslavíu.
Khöfn, 12. júní. FB.
„Times“ um hryðjuverk Rússa.
Símað er frá London, að blað-
ið Times líti svo á, að stjómin
i Rússlandi sé slegin ótta, vegna
þeirrar andúðar, sem hún mæt-
ir í öðrum löndum, og hafi þess
vegna leiðst út á þá hættulegu
braut, að hefja hryðjuverknað.
En blaðið ætlar og, að það sé
ekki einvörðungu mótlætið er-
lendis, sem komið hafi hryðju-
verkunum af stað, heldur ef til
vill enn frekara, að sundurlynd-
ið í Rússlandi ágerist, og megi
jþvi vera, að aðaltilgangur ráð-
stjómarinnar sé, að bæla niður
allan mótþróa innanlands með
harðri hendi og skjóta mót-
stöðumönnum sínum skelk i
bringu.
. pjóðverjum blöskra hryðju-.
yerkin.
Simað er frá Berlín, að blöð-
in í pýskalandi líti svo á, að af-
tökurnar, sem fram fóru í
Rússlandi i fyrradag, séu geipi-
leg pólitísk yfirsjón, sem muni
hafa eyðileggjandi áhrif á sam-
úð þá, sem Rússar um skeið hafi
notið meðal pjóðverja. Óttast
blöðin, að aftökurnar i fyrra-
dag, séu upphaf að nýrri ógna-
öld i rússneskum löndum. Sam-
kvæmt fregnum, sem til þ»ýska-!
Jands berast frá Rússlandi, fara
æsingar vaxandi í landinu.
Fjölda margir andkommún-
istar em handteknir.
Lindbergh fagnað í Banda-
ríkjunum.
Simað er frá Washington D.
C.j að Lindbergh hafi komið í
gær á herskipinu Memphis. Var
honum tekið með kostum og
kynjum og var Coolidge forseti
fremstur í flokki móttakenda-
anna. Geysilegur mannfjöldi
beið á ströndinni til þess að
hylla flughetjuna, en tvö hundr-
uð flugvélar flugu á móti lier-
skipinu og sveimuðu yfir borg-
inni á meðan á móttökuathöfn-
inni stóð.
C-listinn
—o—
Þvi var lofaö í sítSasta bla'Öi, aö
grein skyldi verSa gerö fyrir
framboSi C-listans, sem í kjöri
verSur við alþingiskosningarnar
hér í bænum 9. júli ásamt tveim-
ur öðrum listum, frá jafnaðar-
mönnum og íhaldsmönnum.
Það er félag frjálslyndra manna
í Reykjavík, sem. aS listanum
stendur. Á funcji, sem haldimr var
i lok maímánaðar, var samþykt í
einu hljóSi, að bera fram af hálfu
írjálslyndra manna hér í bænum,
sérstakan lista, viS þessar kosn-
ingar, og að eg yrði efsti maður
á þeim lista. En fyrir min orö og
í samráði viö kosninganefnd fé-
lagsins, hafa ritstjórar „Vísis“
samþykt a'ð vera á listanum með
mér.
Frjálslynda félagið var stofnað
í fyrravetur með það fyrir augum,
að hér í bænum væri fjöldi manna,
sem í raun og veru aðhyltist
hvorki stefnu íhalds- né jafnaðar-
manna, né heldur sérkreddu-bænda-
stefnu framsóknarmanna. Með því
hins vegar að skiftast milli jafn-
aðarmanna og ihaldsmanna við
kosningar í bænum, var auðsætt,
að frjálslyndir menn yrðu ger-
samlega áhrifalausir að öðru leyti
cn því, að þeir þá yrðu til þess,
þvert á móti vilja sínum, að blása
öfgum þessara andstæðna byr und-
ir báða vængi, með auknu kosn-
ingafylgi. Þeim var því nauðsyn-
legt að stofna til slíks félags-
skapar.
Eg er þess fullviss, að flestir
bæjarbúar kysu helst að geta
unnið saman í friði og eindrægni,
jafnt i stjórnmálum sem öðru. En
friðar og eindrægni í stjórnmálum
er ekki að vænta, meðan íhalds-
menn og jafnaðarmenn berjast
um völdin. Hvorugir eiga að ná
völdunum að fullu. Það á að vera
hlutverk frjálslyndra manna,
frjálslynds flokks, að skapa það
meðalhóf, sem öllum er fyrir
bestu.
Með þessum hug er C-listinn
fram borinn, og i þessum anda er
stefnuskrá frjálslynda flokksins. -
Því að flokkurinn er til. Hann er
til meðal þjóðarinnar, hvort sem
hann á nokkurn mann á þingi eða
engan. Það er auðvitað, að öfga-
Gal v. þaksaumur 21/*”
Miklar birg;ðir komnar með
,Croðafo8si‘ .Verðlð er heimingi
lægra en iægst annarstaðar.
Versl. B.H. Bjarnason.
Galv. Girðinganet og
Steypunet - Nýjar birgð-
ir komu afiur með .,Goðafoss“.
Verðið er að vanda hið lang
ægsta á landi hér.
VERSL. B. H. BJARNASOK
mennirnir til beggja handa muni
af öllum mætti reyna að hamla
þvi, að hann nái fótfestu í þing-
inu. Allur þeirra áhugi beinist að
þvi, að auka höfðatöluna i sínum
flokkum. Þeir einblína á hag þess-
ara flokka og gleynia hag þjóðar-
irinar, þvi að flokkshagur og þjóð-
arhagur er oft sitt hvað. — En
það eru kjósendurnir, sem skera
úr um það, hvernig þeir skiftast í
flokka og hverja þeir kjósa á
þing.
Og það er enginn vafi á þvi, að
hér í Reykjavik eru frjálslyndir
kjósendur svo margir, ab þeir
geta myndað flokk fyrir sig, og
það öflugasta flokkinn í bænum.
Eg veit nú ekki, hve heppinn
þessi flokkur hefir verið, er hann
valdi mig til þess að vera efstan
á lista sínum. En þeir hafa verið
að hlakka yfir: því í andstæðinga-
blöðunum, að eg hafi verið orðinn
einn í flokki i þinglokin. Eg hefi
þá að minsta kosti þann kost sem
þingmannsefni þessa flokks, að
eg er reyndur að því, að geta un-
að mér í litlum flokki. Og eg vil
lika miklu heldur vera einn í
fiokki, en lítið peð í stórum flokki.
Eg býst nú við því, að andstæð-
ingarnir, „stóru“ flokkarnir, fari
úr þessu að láta blöð sín leiðbeina
háttvirtum kjósendum í því, að
meta mig sem þingmannsefni. Eg
mun þá og að mínu leyti reyna
að gera grein fyrir afstöðu minni
til þessara flokka og mála þeirra,
sem nú eru helst á dagskrá og tal-
ið er að kosningarnar eigi að snú-
ast um.
Jakob Möller.
ekkja Hallgríms biskups Sveins-
sonar, átti áttræðsafmæli í gær.
Hefir hún dvalið hér 56 ár, eða
síðan 1871, er hún kom hingað
nýgift með manni sínum, sem
þá var dómkirkjuprestur. Hún
hefir því lengi skipað virðulegt
sæti í þessum bæ og verið landi
voru jafntrygg og þótt hún hefði
verið héðan upp runnin. Vel
gæti hún haft orðtak Englend-
inga: „My house is my castle“,
því að heimilið hefir verið
hennar ríki og þar hefir hún
stjórnað með list og prýði. Ekki
þykist eg hafa séð annarsstaðar
fegra heimilislif en í biskups-
húsinu, hvergi var heimilið
hreinna, hvergi borðhaldi betur
stilt, hvergi línið hvítara, hvergi
rósirnar rauðari.
G. F.
bifreiðagúmmí er svo þekt að gæSum hér á landi, sem í öUum &3»-
um löndum heimúns, að bifreiðaeigendur æitu að sjá sinn hag í að
nota ekki aðrar tegundir en DUNLOP.
Aðalnmboðsmean á tslanðf.
Jóh, Ólaísson & Co. Reykjavik.
Ef þér reyfeið
ekki Virginia
tóbak þá biðjið
ura FINE
Ljúffengar og
mildar.
'.u.
ÞöAHEITE!
Þri.. ■ 'ARtl.
PAHXJPAnív;-?
hvarvetna,
algarattur,
Teoíani FINE
(Egypskar).
florskur finðsviiiur
Anders Skásheim að nafni kem-
ur með „Lyru“ á morgun, og
ætlar að dvelja hér stuttan tíma.
Er hann góðkunnur allflestum
íslendingum, sem til Björgvinj-
ar hafa komið, enda hefir hann
greitt götu þeirra á margvísleg-
an hátt. Skásheim hefir verið
einlægur og áhugasamur Is-
landsvinur, síðan hann kom
hingað til lands fyrir rúmum 20
árum og ferðaðist hér um sveit-
ir og í kringum land. Hefir hann
síðan fylgst vel með í íslands-
málum og lesið íslensk blöð og
bækur.
Anders Skásheim er ættaður
úr Sogni, en hefir verið banka-
ritari í Björgvin upp undir 20
ár. Hann er einn liinna áhuga-
sömustu og atkvæðamestu for-
göngumanna ungmennafélag-
anna norsku, og var lengi for-
maður annars bændaungmenna-
félagsins í Björgvin (Ervingen).
Er liann eldheitur þjóðræknis-
maður, ann af alhuga öllum
þjóðlegum fræðum og menn-
ing, enda hefir hann um langt
skeið unnið ósleitilega að efl-
ing og þroska norskrar þjóð-
ræktar á margvislegan hátt. —
Skásheim er því einn hinna
mörgu Norðmanna er unna ís-
landi af sterkri eðlishvök, og
þroska síðan þá kend með öða-
ari fræðslu og viðkynningn.
Unna þeir menn íslandi aZfe
góðs eigi síður en sínu eigtu
fósturlandi. Eru þeir landi voru
og þjóð einatt góður hauktur i
horni, og er eigi nema skylt, að
við vitum það og metujn seé
verðleikum. —
1 stjórnmálum hefir SJBás-
heim staðið framarlega í £k>kkii
hreinna vinstrimanna, og kra$
allmikið- að honum þegar ií
WPf'
mm Beiðjakkar
Wí lOB
%/ [Boxsr,
vatnshaldar skAUnar.
Sjóhattar,
Tanhattar,
Befðhanskar,
Bilhanskar,
Bakpokar,
Srefnpokar,
JjovatdmjflmaÍQfi