Vísir - 13.06.1927, Blaðsíða 3
VISIR
Málaravörur
af öllu tagi - Afbragðs tog
þ á m Titanlivítt nr. 1
fá uienn lang ódýrastar í
Versl. B H. Bjarnason:
0OT Séretöíc kjör i
stærri kaupum.
unga aldri. Hefir hann staðið í
flokkstjórn vinstrimanna í
Björgvin og annast ýms önnur
störf þeirra. Hann er maður vel
ritfær og vel máli farinn, hrein-
lyndur og einarður og di’engur
liinn besti. Af oss íslendinguin
er hann alls góðs maklegur.
Verður honum því væntanlega
alstaðar vel tekið. Býst liann við
að ferðast liér um sveitir, áður
en hann fer norður um land og
heimleiðis. Er eigi ósennilegt, að
Iiann haldi hér fyrirlestur einn
eða fleiri, meðan hann stendur
við.
Helgi Valtýsson.
Efik Aagaard.
Hvar eru hinir níu?
Saga frá Krists dögum.
_Árni Jóhannsson sneri á ís-
lensku.
—-o—
Arni Jóhannsson er orðinn
kunnur rithöfundur hjá oss og
kær þeim, sem liafa yndi af að
,,heyra Guðs orð og varðveita
það“, því að öll rit Árna, þýdd
og frumsaxnin, miða að því að
styrkja og verja kristna trú og
vekja kristilega alvöru.
Og Árni er ekki smávirkur i
þessari grein bókmentanna og
leggur ekki htið í sölurnar til
þess að konia þessum ritum sin-
um fyrir almenningssjónir.
Áf þvi má meðal annars marka,
hver alvara honum er, hve
marksækinn liann er á sínu
sviði.
þetta hljóta nú allir réttsýn-
ir menn að kannast við og virða
við liann.
Níi er hann sextugur að aldi'i
og á sextugsafmæli sínu, sem
■$v i dag, sendir hann vinum
sinum þessa hugnæmu, en þó
alvarlegu skáldsögu eins og
kveðju frá sér.
Eg þakka honum lijartanlega
fyrir mitt leyti. Aldrei hefir
sagan um hina tíu líkþráu
menn orðið jafnljós og lifandi
fyrír mér, eins og við 'lestur
þessarar sögu. Að sönnu hefir
inér altaf þótt vanþakklæti
„hinna níu“ átakanlega ljótt,
mér hefir blöskrað það, fund-
ist það svo ómannlegt, svo ó-
skiljanlegt. En nú skil eg það,
Og nú skil eg betur en áður, til
hvers vanþakklætið getur leitt.
Sagan á erindi til allra krist-
inna manna. Allir erum vér
meira eða minna vanþakklátir
við Guð.
Eg tek á móti sögunni eins og
vinsamlegu varnaðarorði og læt
hana hvetja mig til að þakka
hetur hinar óumræðilegu ást-
gjafir Guðs i Kristi, svo að eg
lendi ekki í þokunni, sogist
ekki út í iðustraum játningar-
leysisins, efasemdanna og hálf-
velgjunnar, virði ekki Krist að
yettugi, eins og f jöldinn, og slá-
íst ekki að lokum í för með
?eim, sem hrópa: „Rrossfestu
hann!“
Alt er þetta til og alt er þetta
sífelt að gerast í lífi margra
æirra, sem njóta náðargjafa
Guðs fyrir Drottinn Jesúm
Krist.
Svona tek. eg þá þessari sögu
vinar míns, þessari vinsamlegu
varnaðarkveðju hans. Og eg
óska þess af heilum liug, að
' íún niegi fá svipaðar viðtökur
íjá mörgum, mörgum.
Svo óska eg honum hjartan-
ega blessunar á liinu byrjanda
æfiskeiði. það er kallað aftur-
fararskeið og er það að ytra
liætti. En liverjum kristnum
manni á það að vera skeið náms
og fyllri þroska.
pað á að vera einkenni krist-
íns manns, að sál hans yngist
með aldrinum og verði yngst
seinast, undir það er hin full-
komna, eilífa æska tekur við.
Líf kristins manns á að vera
ein óslitin andleg framför, innri
maðurinn á daglega að endur-
nýjast, þótt hinn ytri hrömi. -
En — Drottinn' einn getur
komið þessu til vegar. An hans
megnum vér ekkert.
Hjartans þakkir fyrir söguna,
Árni!
B. J.
SuBdskáimn
á Alafossi
var vígöur i gær kl. 3 eins og
auglýst hafði verið.
Vigsluathöfnin byrjaði með því,
aö Sigurjón Pétursson, glimu-
kappi og verksmiðjustjóri, for-
göngumaður sundskálabyggingar
innar, setti hátíðina og bauð gesti
velkomna og skýrði frá dag
skránni. Næst talaði Þórður lækn-
ir Sveinsson og lagði út af
fánatökudeginum 12. júní, og
sagði sögu dagsins. Á eftir var
sungið „Ó, guð vors lands". Síð
ast talaði forseti í. S. 1., Ben. G.
Waage. Þakkaði Sigurjóni hinn
niikla iþróttaáhuga og framtak, er
kæmi fram í þessu verki og sagði
að þetta væri eitt millistigið að
hinu mikla líkamsmenningarmáli
höfuðstaðarins, sundhöllinni. Á
eftir var sungið „ó, fögur er vor
fósturjörð". — Næst fór sjálf
vígsluathöfnin fram, á þann hátt,
að Einar Pétursson bar fram vígt
vatn (úr sundpollinum?) í silfur-
bikar, en fánaberar gengu á hvora
hönd honum og sundmenn i fylk
ingu á eftir. Stökkti hann vatn-
inu á skálann og næsta umhverfi
hans, og var skálinn þar með
vigður og tekinn til notkunar
strax.
Skálinn stendur á vestri bakka
Varmár, fyrir ofan Álafoss-stífl-
una. Hann er 8 X 6 álnir að stærð
og er dálítið sólskýli framan við
hann að vestanverðu til að taka
af norðan- og vestan-næðinga. A
bakkanum niður af skálanum er
stökkborð fyrir dýfingar. Sund-
pollurinn er safnið ofan við stífl-
una. Er þar sjálfgerð fyrirtaks
sundlaug, á að giska 80—100 m.
löng og 20 m. breið, með nægu
dýpi þar sem dýpst er, fyrir alls-
konar dýfingar, og vatnið er ný-
mjólkur-volgt og hressandi ferskt
vegna straumsins, sera altaf end
urnýjar það.
Þegar vígslunni var lokið sýndu
nokkrir sundmenn úr Reykjavík
ýmsar sundaðferðir og dýfingar
af stökkborðinu. Voru mörg
stökkin falleg og vel gerð, en því
miður var hæðin ekki nægileg, til
þess, að stökkin nytu sín sem
skyldi. Eftir aj5 sundmennirnir
höfðu verið að leik þessum góða
stund, sýndi ungfrú Ruth Hanson
nokkra sundleiki, sem hún gerði
af mikilli list. Gerðu menn góðan
róm að list hennar. Næst voru
sýnd björgunarsund; — hvernig
bjarga skal þreyttum sundmanni
og druknandi manni. Að síðustu
háður knattleikur á sundi
(Waterpolo), milli Glímufél. Ár-
manns og Sundfélagsins Ægis, og
sigraði hið síðarnefnda með 2
mörkum gegn o. — Leikurinn var
leikinn 7 mín. á hvora hlið, eins
cg venja er, og var fjörugur með
köflum, en samleikur var ekki
góður, og köstin mistókust all-
cft. Mönnum virtist falla leikurinn
vel í geð. — Leikskrá dagsins var
lokið með þessu, að dansi undan-
skildum, sem var stiginn til kl. 10.
Á Sigurjón raiklar þakkir skyld-
ar frá starfsfólki Álafoss-verk-
smiðjunnar 'og öllum íþróttavinum
yfirleitt, fyrir tröllatrygð sína og
áhuga fyrir íþróttahreyfingunni.
Má með sanni segja, að þar sem
Sigurjón er, þar eru íþróttir iðk-
aðar.
Fjölmenni mikið var þarna upp
frá í gær og mikill erill af fólkí, á
bílum, hjólum og jafnvel á „hest-
um postulanna", enda var veður
hið fegursta. ó.
Nýkomið:
HVEITI
Five Roses,
Harvest Queen,
Keetoba.
I. Bpynjólfsson & Kvaran.
Bæjarfréttir
Nýkomid
Þvottastell frá 10 kr., Kaffistell fyrir 6 frá 14 kr., Kökudisbar
frá 50 au., Blómsturvasar frá 75 aur., Bollapör og allar Postu-
líns-, Leir- og Glervörur ódýrastar hjá
K. Einarsson & Björnsson.
Bankastræti 11.
\
Ny bóbiT Ny bókT
Hvap eru Iiíhíf níul
/
Saga frá Iírists dögum. Eftir Erik Aagaard, þýdd og gefiu út
af Árna Jóhannssyni, með formála eftir sr. Bjarna Jónssom
dómkirkjuprest. — Ein hin fegursta saga, sem til er á íslensku.
Fæst í bókaverslunum og kostar að eins 3 kr.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 9 st., Vestm,-
eyjum 11, ísafirði 10, Akureyri 9,
Seyðisfirði 8, Stykkishólmi 8,
Grimsstöðum 2, Raufarhöfn 5
(engin skeyti frá Grindavík, Hól-
um, Angmagsalik og Hjaltlandi),
Færeyjum 10, Kaupmannahöfn 13,
Utsira 8, Tynemouth 10, Jan May-
en 1 st. -— Mestur hiti hér í gær
11 st., minstur 5 st. — Hæð'767
mm. yfir íslandi og fyrir norðan
land. Grunn lægð fyrir suðvestan
land, á norðurleið. — Horfur: Suð-
vesturland: í dag og í nótt hægur
suðaustan. Þurt veður. Faxaflói:
í dag norðan átt. Þurt veður. í
nótt hægur austan. Breiðafjörður,
Vestfirðir, Norðurland: í dag og
í nótt hægur vindur og þurt veð-
ur. Norðausturland og Austfirðir:
í dag og i nótt hægur norðan, víða
þoka. Suðausturland: í dag og í
nótt hægur vindur 0g þurt veður.
Dánarfregn.
Jón þorvaldsson, fyrrum bóndi,
frá Rrossum í Eyjafirði andað-
ist að heimili sonar síns, Jóns
Eyfirðings, sem býr í Bolung-
ar, aðfaranótt 11. júni, 85 ára
að aldri.. — Systkini Jóns voru
11 og eitt af þeim var frú Snjó-
laug kona Sigurjóns sál. Jó-
hannessonar á Laxamýri.
Böm Jóns eru: Snjólaug og
pórdís J. Carlquist báðar hér í
Reykjavík, Sigurlaug Thomsen
i Vestmannaeyjum, Jóhann,
porsteinn og Jón, sem eru á ísa-
firði og Bolungarvík. Jón sál.
var hinn mesti ágætismaður og
bjó lengst af á Hofi i Svarfað-
ardal.
Kosningaskrifstofa
frjálslyndra manna (C-list-
ans) er í Báruhúsinu, uppi á
lofti. Skrifstofan er opin eftir
kl. 2 daglega. Kjörskráin liggur
þar frammi til athugunar fyrir
kjósendur.
Frjálslyndir kjósendur,
þeir er úr bænum fara og
verða fjarverandi á kjördegi,
eru beðnir að neyta atkvæðis-
réttar síns á skrifstofu bæjar-
fógeta, áður en þeir fara úr
bænum.
Kaupskip ferst?
Menn eru orðnir hræddir um,
að því er segir í tilkynningu frá
sendiherra Dana 11. þ. m., að
gufuskipið „Hugo“ hafi farist
með allri áhöfn á leið frá Græn-
landi til Danmerkur. Venjuleg-
ur siglingatími þessa leið er 12
dagar, en 19 dagar eru liðnir
síðan er skipið lét í haf frá
Ivigtut. Landfógetinn í Godt-
haab hefir símað að „Islands
Falk“ hafi fundið lík á reki og
gufuskipið „Gustav Holm“ hafi
fundið hjörgunarhát frá ,Hugo‘.
19 menn alls voru á skipinu.
Leit hefir verið hafin, bæði af
„Islands Falk“ og öðrum skip-
um, sem til hefir náðst á þess-
um slóðum.
Frambjóðendur til Alþingis,
auk þeirra, sem áður hafa
verið taldir: I Rangárvallasýslu
Sigurður Sigurðsson, búnaðar-
málastjóri (frjálsl.). í Suður-
Múlasýslu Sigurður Ai’ngríms-
son, ritstjóri á Seyðisfirði, og
porsteinn Stefánsson bóndi (í-
hald). I Barðastrandarsýslu
P. A. ólafsson konsúll (frjálsl.),
Andrés Straumland (jafnað-
arm.) og i Dalasýslu porsteinn
porsteinsson, sýslumaður. Tel-
H-F.
EIMSKIPAFJELAO
_____ ÍSLANÐS
„ESJA“ i
fer héðan á morgun, 14. júní
kl. 6 síðdegis austur og norð-
ur um land í hringferð.
„GOÐAFOSS"
fer héðan föstudag 17. júní kl.
3 síðdegis vestur og norður um
um land, fljóta ferð, til Hull og
Hamborgar. Farseðlar sældst á'
miðrikudag.
ur hann sig líklega utan flokka.
í Norður-Múlasýslu: Jón Jóns-
son á Hvanná (frjálsl.) og Jón
Sveinsson bæjarstjóri á Akur-
eyri (frjálsl.).
Áke Claesson
söng\’ari syngur annað kveldL
Matth. þórðarson talar nokkur
orð um Bellman áður en söng-
urinn hefst.
Ari Arnalds
bæjarfógeti og sýslumaður er,
staddur hér í bænum.
Goðafoss
kom híngaö á laugardag, ,frá
Hamborg og Hull, norðan unl
land, fullfermdur vörum. Farþeg-
ar voru um 50. Frá útlöndumi m.
a.: Berrie stórkaupm. frá Leíth,
Iiellesen, umboðsm., Miss Robin-
son, ensk kenslukona. Utan af
landi komu: Jóhannes Jósefsson',
glímukappi, Þórhallur Bjamason*
prentari, Haraldur Jónsson, Ing-
ólfur Jónsson, bæjargjaldk. (Isaf.),
P. A. ólafsson, AtSalsteinn ólafs-
son, Gísli Andrésson verslunarUm-
boðsm. og frú, síra Magnús Þotv
steinsson og frú, Viggó Nathan-
aelsson, Loftur Hjartar, frú Mar*