Alþýðublaðið - 05.06.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1928, Blaðsíða 3
ALPVÐUBL’AÐIÐ 3 i'7kj! V) ik!*n' .. , , ír^.<öii 'Si $ !ife.U/ li b tnltolii \i (<' Höfum til IJp. Vetker’s gerdnft, kökndropa, búðingsdnft. Tilkynning. Hér með tilkynnist, að ég hefi selt verzlun mina á Hverfísgötu 82 hr. kaupm. Einari Ingimitndarsyni. Um leið vifég pakka mínum mörgu og góðu viðskiftamönnum fyrir góð viðskifti á undanförnum árum, og vona ég, að hinn nýi eigandi verði sama trausts aðnjótandi framvegis. Þorgrimur Guðmundsson. Eins og ofanrituð tilkynning ber með sér, hefi ég keypt verzlun Þorgrinis Guðmundssonar Hverfisgötu 82. Ég mun hafa á boðstólum: Nýlenduvörur, Hreinlætisvörur, o. m. fl. og kappkosta að selja góðar vörur með lægsta verði. Virðingarfyllst. Einar Ingimundarson. Sími 142. Simi 142. Verzinn Símonar Jónssonar Laugavegl 33. Simi 221. (Áður verzl. Jóns Bjarnasonar). Selur Kornvörur, Nýlenduvöruý, Hreinlætisvörur, Tóbak, Sæl- gæti, Búsáhöld. Olíufatnað o. m. fl„ alt 1. flokks vörur með lægsta verði í bænum. Sent heim, ef óskað-er. NB. Sérstakt verð, ef um stærri kaup er að ræða. Málningarvoriir beztu fáaniegu, svo sem: Kvistalakk,.Fernis, Þurkefni, Terpentína, Black femis, Carbolin, Kreolin, Títanhvitt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copallakk, Kryst- allakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi itum, lagað Bronse. Þurrir litir: Kromgrænt, Zinkgrænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasselbrúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, ítalsk-rautt, Ensk-rautt, Fjalla-rautt, Gullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Líin, Kítti, Gólffernis, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægi- kústar. Va 1 d. Pau 1 sen. enginn hefir séð eitir því að hor£a á þennan kappleik, að minsta kosti geri ég það ekki. Fqrfúgl. Graldrtat-Loffui’. Leikféiag ísafjarðar hefir und- anfarið sýnt þetta stórreng'.ega leikrit Jóhanns Sigurjónssonar. Haraldur Björnsson stjórnaði leik- sýuingunum og lék Loít, en Ingi- björg Steinsdóttir lék Steinunni. Um leik þeirra segir svo í blaði á ísafirði: „Frú Ingibjörg Steinsdóttir leik- ur Steinunni. Það er annað stærsta hlutverkið, og að ýmsu leyti það vandasamasta. Þau Loftur og Steinunn bera alveg uppi annan þátt, og er leikur þeirra Haralds og frú Ingibjairg- ar áhrifamikill og ágætur í þeim þætti. Það er ekki heiglum hent að taka að sér hlutverk Steinunnar. Hún hefir mesta samhygð áhorf- enda og mundi af þeim verst þol- að, ef hún væri nokkuð smækk- uð í meðferðinni. En henni er meir en ve! -~borgið í höndum þess, sem leikur hana þarna. Frú Ingibjörg hefir sýnt með þessum leik sérstaklega, að henni er trú- andi fyrir vandasömum og stór- um hlutverkum. Þyrfti hún að fá tæki'færi til að leika fleiri stór hlutverk eftir leiðbeiningu góðs kennara, svo hæfileikar hennar yrðu-að sjálfstæðri þroskaöri list.“ Frá Isalirði. Isafirði, FB., 4. júní. Stærri vélhátar hafa fengið uppgripaafla nálægt Horni síð- ustu daga. Togarar afla miður. Tún jafnvel sprottin í sýslunni og oft áður í júlíbyrjun. Látin í gærdag frú Hólmfríður Pétursdóttir, kona Jóhannesar Stefánssonar, á áttræðisaldri. Enn fremur fyxir skömmu látinn Hall- dór Bernharðssoin, Vöðlum í Ön- undarfirði, faðir Jóns Halldórs- sonar trésmiða'meistara í Reykja- vik og fleir/ systkina. Hann var á niræði'saldri. Iðnaðarmannafélag ísfirðiniga hélt 40 ára afmæli félagsins á laugardaginn með samsæti félags- manna. „Óðinn“ fengsæll, í morgun kl. 1 Oi/a kom „Óðmn“ hingað með 3 togara, er hann hafði tekið í gær að veiðum í landhelgi út af Vík í Mýrdal. Tveir af togurunum eru enskir, „Courser" og „Sarpedon", báðir frá Grimsby. Sá þriðji er belg- iskur, frá Ostsnde, og heitir hann „Pastoor Pype“. Khöfn, FB., 4. júni. Góður málstaður sigrar. Frá Lundúnum er símað: Búist er við, að þjóðernissinnar haldi innreið sína í Peking einhvem næstu daga. Þeir ráða þá yfir mest öllu Kina norður að Man- sjúríu. Japanska ihaldinu skotið skelk o í bringu. Frá Tokio er símað: Herstjórnin japanska ber mikinn kvíðboga viðvíkjandi Mainsjúríu, en vonar þó, að þjóðernissinnar geri ekki tilraun til þess að ráðast inn í iandið. Met i polflugi. Frá Milano er simað: ttölsku flugmennirnir Ferraro og Prete hafa flogið hvíldarlaust í fimm- tíu og átta klukkustundir. Settu þeir heimsmet. SJónarvottar segir frá ástandiM i Rússlandi. Sá, sem rifar þessar línur, átti tal við Christiansen, skipstjörann á norska eimskipinu „Inna“, sem farið er héðan fyrir fáum dög- um. „Hvert ætlið þér að sigla, þeg- ar þér farið héðan?“ spurði ég. „Til Rússlands fer ég næstu ferð,“ mælti hann. „Komið þér hingað aftur í sum- ar?“ „Nei, ég býst ekki við þvi. Ég verð í förum milli Noregs og Rússlands í alt sumar.“ „Eruð þér kunnugur í Rúss- Iandi?“ „Já, ég er vel kunnugur þar. Ég hefi oft veriö í förum milli Rússlands og annara landa, bæöí fyrir og eftir stríð, og einu sinni dvaldist ég þar í heilt áx.“ „Hvernig er ástandið í Rúss- landi?“ spurði ég. „Det er bra,“ sagði skipstjór- inn og brosti við. Hann bjóst vist við þvi, að ég mymdi setja upp undrunarsvip. En þegar það varð ekki, hélt hann áfram: ..Það er logið öskaplega miklu um ástandið í RússlandL Sana- leikurinn er sá, að þar er al- menn velliðan og mikið betri en fyrir stríðið. Fyrir ófriðinn var alþýðufóik í Rússladi flest mjög illa til fara og óhreint. Það var iðulega ilt að greina milli þess og skepnanna. En nú er alþýða alment mjög vel til fara og hefir mikinn menningarbrag á sér. Al- þýðumaðurinn rússneski er að verða „gen,tleman“. 1 Rússlandi er önnur breyting, sem við, sem höf- um verið og erum kunnugir þar, veitum fljótt athygli. Það er hve fó.lk alment vinnur þar meir og betur en það gerði í gamla daga. Rússar hafa lært að hlýða, og þeir ganga létt og glaðlega að allri vinnu. Þjóðin vinnur öll, og það mikið, en hún gerir það af meiri gleði og atorku en áður. Fyrir stríð virtust mér Rússar lat- ir og svikulir." Málning. Zinkhvfta á 1/35 kflóið,. Blýhvíta á 1/35 kilóið, Fernisolía á 1/35 kílóið, Þurkefni, terpintína, lokk, alls konar purrlr litir, penslar. Komið og semjjið. Sigurðnr Ejartanssoa • Laugavegi 20 B. Skipstjórinn endaði samtalið með þessum orðuan: „Látum Rússann í friði! Þá mun hann að lokum yfirstíga örðugleikana.” - V. F. Um daginn og veglnni. Fisktökuskip kom í gær til Coplands. Togararnir. I morgun komu „Gyllir“ með 85 tn. lifrar, „Egill Skallagríins-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.