Alþýðublaðið - 05.06.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1928, Blaðsíða 2
I aið&YÐUBlSAÐIÐ jALÞÝÐUBLAÐIÐ j kemur út á hverjum virkum degi. « Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. í til kl. 7 siðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. } 9Vi — 10r/s árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 j (skrifstofan). ; Verðlag: Áskriitarverð kr. 1,50 á ! mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 J hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan J (í sama húsi, simi 1294). I Heggur sá, er hlífa skyldi. „Vöröur" Magnúsar Guðmunds- sonar & Co. segir svo í siöasta tölublaði: „... Þess verður að krefjast, að svo sem lög standa frekast til þverneiti stjórninbræðslustöðv- unum um leyfi til að kaupa sild af erlendum skipum“ (Let- urbr. Varðar) -og enn fremur:" Og jafnvel peir: sem viðkvæmastir erufyrirhagsmunum utlendinga, hljóta að sjá, að fátækt riki, sém vill hætta milljónum til að ráða bót á meininu, getur ekki sett fyrir sig itrustu hagsmuni erlendra farfugla* (Leturbr. hér) Hvaða hérlendur maður er „viðkvæmastur fyrir hagsmunum útlendinga“? Svar: Magnús Guðmundsson. Hver reið til Krossaness forð- um? Svar: Magnús Guðmundsson. Hver veitti Dr. Paul, Þjóðverj- anum, sem núverandi rikisstjörn hannaði að kaupa síld af erlend- um skipuin í sumar, ieyfi tii þess í fyrra sumar að kaupa síld af 25 erlendum skipum? Svar: Magnús Guðmundsson. Hverjir voru í stjórn í fyrra, þegar nærfelt 100 erlend skip lögðu sildarafla sinn á land á Norðurlandi? Svar: Magnús Guðmundsson og Jón Porláksson. Hver veitti Krossaneshöfðingj- anum leyfi í fyrrahaust til þess að kaupa síld af ótakmörkuðum fjölda erlendra skipa í næstu 2 ár? Svar: Magnús sá, sem reiÖ til Krossaness. Hver er það, sem er formaður hlutafélagsins Shell á íslandi? Svar: Magnús Guðmundsson. Hver verndar Sheil gegn hin- um „óguðlegu íslenzku hlutafé- iagalögum"? Svar: Magnús Guðmundsson. Er það fallegt af Árna að rif ja svona upp fyrri óvirðingar og misgerðir húsbónda síns og gera gys að honum í þokkahót? Nei, segja íhaldsme-nn, þetta er reglulega ljótt af Árna, honum var ætlað annað starf en að narta í Magnús, þegar Kristján var lát- inn fara hans vegna. Og Magnús blessunin á þetta allra manna sízt skilið af honum Árna, segja í- haldsfrúmar. Ekkert skil ég í honum Árna, svona greindum manni, segir „heild heilanna“ og dæsir: „5 sinnum 19, j>að er 85.“ Ekkert skil ég í honum Árna. Akranes. fk- -- Eins og ailir vita, er mest af framleiöslu islendinga matur. En þá tegund matar, sem bæði við og aörar þjóðir geta einna sízt án verið, hefir okkur þó æfinlega gengið erfiðlega að framleiða. Pað er korn. Fornmenn reyndu hér víða að rækta korn. Það gekk vitanlega misjafnlega, og olli ýmist óstöð- ug veðrátta eða óhentugir stað- hættir. Nokkrir staðir á landinu reyndust svo vei, að þar hélst kornrækt margar aldir. Einn af þeim stöðum er Akranes. Akranes dregur vitanlega nafn sitt af akuryrkju — kornræktinni, sem hófst þar með iandnáminu. Seinna mikiu koniu jarðeplin til iandsins, og engmn staður hefir reynst betur til jarðeplaræktar en Ákranes. Akranesjarðepli hafa iengi verið landfræg. Nú er að hefjast land-. nám að nýju á þessu landi. Ef ekki kemur sérstakt harðæri, er sennilegt að á næstu 10 árum verði meira af nýju landi tekiö til ræktunar heldur en á siðast liðnum 10 öldum. Yfrileitt er sennilegt, að fram- kvæmdirnar verði mestar þar, sem nægilegt iand liggur vel við ræktun nálægt kaupstöðum og sjávarþorpum. Þar er auðveldast að láta jarðræktina borga sig fljótt. Ef rétt er á h.aldið, mun það. sannast enn sem fyrr, að Akranes verður ofarlega eða efst 1 röð- inni. Ef til vill hefir það betri aðstöðu nú en nokkurn tíma áð- ur til þess að skara fram úr.\ Pað hefir betri aðstöðu en nokkurt annað þorp að nota sér þann markað, sem beztur er hér á landi. En það er markaður höf- uðstaðarins. Á Akranesi búa dug- legir og atorkusamir menn, sem ávalt hafa sýnt, að þeir vilja og kuniná að bjarga sér. Og siðast en ekki sízt: Að Akranesi.liggur meira af auðræktuðu landi en flestum eða öllurn öðrum sjávarþorpum á landi hér. Á síðaste þingi var stjórninni veitt heimild tiil þess að selja Akurnesingum þetta land.. Með því er seinasta steininum rutt úr vegi, og núer sennilegast, að landnámið hefjist þar að nýju. En það ríður mikið á, að forsjá og framsýni fylgi dugniaði og' framkvæmdaþreki Akurnesinga úr h'aði, þegar þeir byrja á hinu nýja landnámi. Pað þarf að mæla landið upp, því næst að mæla fyrir framræsiu og girða það. Svo þarf að iáta skurðgröfú vinna meginhiutann af því verki. Þegar framræzlu er lokið, ligg- ur fýrir að setja þúfnabana á landið, og myndi óviða á iandinu borga síg jafnvel að hota þau verkfæri eins og einmitt þar. Alt þetta þurfa Akurnesingar að gera í félagi, og þegar svo iangt er komið, er fyrst kominn tími til að skifta landinu niður milii þeirra, sem ætla sér að rækte það. Tryggast fyrir alia aðila væri, að hreppurinn keypti alt landið, léti vinna þau undir- búningsstörf, sem að ofan eru nefnd,, og leigði svo spildurnar út á erfðafestu eða á annan að- gengilegan hátt. Það mætti iíka fara þá leið, að þeir, sem ætla að fá þarna land til ræktunar, myndi með sér sam- vinnuféiag, og kæmi þá vitanlega aldrei til niála, að hægt yrði að braska með landið. Ef félagsmað- ur flytti burtu, fengi hann sinn hlut útborgaðan hjá félaginu, sem gæti'svo annaðhvort leigt eða selt öðrum manni það land, sem þessi maður hefði haf,t. Aðalatriðið er að girða fyrir, að landið geti lent í fárra manna höndum, og í öðru Iagi þiarf að tryggja það vand- lega, að landið verði aldrei dýr- ara þeim, sem nota það, heidur en það hefir upprunalega kostað að viðbættum þeim umbótum, sem á því hafa verið gerðar. Það er góður prófsteinn á proska Akurnesinga, hvernig þeir undirbúa þetta mái. Er óskandi, að þeim takist það vel. Urso. Sigurður Eggerz skrifaði greinarstúf undir nafni í blaðið sitt á laugardaginn var. Segir hann þar, að Alþýðublaðið bafi ráðist á sig af alefli fyrir viðtal við íhaldsblað eitt í Dan- mörku, „Köbenhavn". Þetta er hreinasti misskiiningur hjá þjóð- hetju Islandsbanka. Alþýðublað- inu finst það einmitt ofur eðii- legt, að hún láti þetta íhaldssam- asta blað í Danmörku flytja mál sitt þar í landi, sama blaðiÖ, sem Knútur Berlin og fleiri slíkir „ís- iandsvinir“ láta bera fram sín á- húgamál. En sá „frjáislyndi" verður að virða Alþýðublaðinu það til vork- unnar, þótt. þVí finnist hánin dá- lítið broslegur, þegar hann, öankastjóri Stór-Dana á Islandi, sem þarf að sýna húsbændunum í Danmörku reikninga bankans, sem ber nafn íslands, áður en hann leggur þá fyrir aðalfund, og ber danska krossa bæði í bak og fyrir, er útnefndur af ihalds- samasta blaði Stór-Dana í Dan- mörku til að vera útvöröur sjálf- stæðis íslendinga á Islandi gegn ásælni Dana. „Meinleg örlög margan hrjá.“ Iþróttir. Knattspyrnumót fyrir II. flokk. Valnr og K. R. gera jafntefli, 1:1 í fyrrakvöld. Úrslitakappleikur milii Vals og K. R. fór fram í fyrrakvöld. Val- ur valdi suðurmarkið og hafðí þá vindinn með sér; K. R. hóf ledk, en Valur náði fljótt bolt- anum og hljóp með hann upp að marki K. R. og skoraöi mark hjá þeim á fyrstu tveim minút- unum. Valsmenn héldu nú bolt- anum oítast nær á vallarhelm- ingi K. R. og skutu oft og veli á markið, en markvörður K. R. varði markið af dugnaði rniklum. og leikni og má óefað segja, að hann sé dugiegasti markvörður,. er sést hefir hér á annars flokks mótum. 'f,a:uk svo þessuim hálf- leik með 1: 0. 1 seinni hálfleik höfðu K. R. vindinn með sér og hófu sókn á Val og héldu henni of/tast þennan hálfleik, skoruðui mark hjá Vai eftir 12 mínútur og kvittuðu. Hertu Valsmenn sig nú og gerðu nokkur upphlaup, en ekkert dugði, og var nú sótt og vari&t af beggja hálfu það, sem eftir var ieiksins, og endaði hann með jafntefii, 1:1, eftir Mukkutíma kappleik, en þar sem þetta var úrslitakappleikur, var hann framlengdur eftir stutt hlé í hálfan tíma, 15 mín. á hvort mark. Nú hófst leikurinn fyrst fyrir alvöru og með svo miklu kappi ■'og krafti, að slíkt hefir sjaldan eða aldrei sést hér fyrri, og gekk boltinn fram og til baka um völl- inn með svo mikilli leikni, hraöa. og fjöri, að varla mátti auga a festa, en þrátt fyr.ir það gerði hvorugur mark og endaði þessi framlengdi leikur með 0 :0. Eins og á síðasta ári eru þessi féiög afarjöfn og verða að keppa oftar en einu sinmi til úrslita, en það sýnir aftur, hvað félögin æfa vei þessa flokka, þar sem þetta kemur fyrir ár eftir ár. Val- ur virðist hafa sterkari og dug- iegri mönnurn á áð skipa, en K. R. menn eru aftur á móti betur samæfðir og hafa sériega góð- an samleik að hinum ólöstuðum, og markvörður K. R. er hreinasta þing. Eins eru þeir Ingi og Gísli íMiði K. R. duglegir og efnilegir knattspyrnumenn. Valur á lika Geira iitla, seni; var, oftar í net- inu hjá K. R. en boltinin, því hanm meðal annars hljóp oft fimlega á markvörðinn, en ekkert dugði, því hann, markvörðurinn, ^péri af sér öll slífc áhlaup. Þá eru þeir Agnar og Bjössi í Val ekki síður duglegir og efnilegir knattspyrnu- mienn. Valur og K. R. keppa aftur í kvöid ki. 8V2, og verður þá ekki síður skemtilegt á að horfa en í fyrra kvöld. Áhorfendur votru mað mesta móti og skemtu sér vel eftir ópunum, og klappinu að dæma, og er pað áreiðanlegt, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.