Vísir - 05.12.1927, Síða 3

Vísir - 05.12.1927, Síða 3
VlSIR Góður eiginmað- up gefur konunni Singers saumavél. líkamlegri vinnu lifa, mætax er þeir ieita réttar síns hjá liinu háa dómsmálaráðuneyti. Reykjavik, 12. nóv. 1927. Stjórn Múrarafélags Reykja- víkur hefir ritað ráðuneytinu bréf, dags. 5. þ. m., um tilboðin í innanhúðun landsspitalans. — Segir þar að tilboð Óla Ás- mundssonar, skilið á þann hátt er hann segir að skilja beri, sé þannig úr gaði gert, að eigi verði skoðað sem gilt tilboð. En þó er tilboð þessa manns i fullu samræmi við útboðslýsing húsa- meistara, og eigi verður því heldur með nokkrum rétti mót. mælt, að meiningin með heild- artiíboði hans hafi verið sú, er hann segir. í bréfi félagsstjórn- arinnar eru annars liótanir og ósæmilegar aðdróttanir í garð ráðuneytisins, og virðist félags- stjórn þessi helst ætla sér að ráða því, hverju tilboðinu ráðu- neytið tekur. Er þvi síður á- stæða til að ræða frekar málið •við félagsstjórnina, og mun ráðuneytið í þessu sem öðru fara því fram, er það sjálft tel- ur réttast. Að þessu sinni mun ráðu- neytið ekki Iáta höfða mál gegn félagsstjórninni, en best mun henni að skrifa ekki fleiri slík bréf hingað, ef vel á að vera.* F. h. r. E. u. Sigfús M. Jobnsen. Til formanns Múrarafélags Reykja- víkur, herra Guttorms Andrés- -sonar, Laufásveg 54, Reykjavík. Ojæja! Líklega eigum vér að vera þakklátir. Af einskærri niiskunsemi ætl- ar dómsmálaráðherrann ekki að lögsækja okkur í þetta skifti. En vér iðnaðarmenn vitum hvers vér megum vænta í framtíðinni af þessum dómsmálaráðherra bænda og jafnaðarmanna, ef vér gerumst svo djarfir, að leita réttar vors og látum áljt vort í ljós á þeim málum, er varða hcill og framtið stéttarinnar. En óljúft er oss ekki að fá úr- skurð dómstólanna um það, hvort vér höfum svo af oss brotið, að það sé annað en em- bættisliroki, að hóta oss mál- sókn, þótt vér leituní réttlætis ]>ar, sem það helst ætti að vera að finna, og' getur það liaft mikla þýðingu fyrir alla húsa- smiði landsins, ef dómstólarnir fengju að dæma um tilboð þau, sem um er deilt og réttmæti þeirra. En nú, eftir að samningar eru undirskrifaðir um tilboð, íjgm byggist á múnnlegum skýring- um, sendum vér mál þetta fyrir dómstól almenninsálitsins í fullri vissu þess, að þó enn þá vanti lög eða reglugerð, sem varni því, að hægt sé að taka til greina hverja þá munnlega skýringu, sem hæfust þykir, til að sölsa undir sig verk, sem boðin em út undir yfirskini heiðarlegrar samkepni, þá eru til lög í hjörtum allra, sem skyn bera á málið, er mótmæla þess- um ráðstöfunum dómsmála ráðuneytisins. Almenningsálitinu mun þykja dýrt keyptar þær krónur sem við þetta sparast ef rétt er, sem oss sýnist, að dómsmálaráðu neyti vort hafi fyrir þær gengið á undan i að virða að vettugi al- mennar reglur. (Hér er átt við reglur sem gilda um meðferð á opinberum útboðumí nágþanna- löndum vorum, og sem hér hef- ir verið farið eftir, jafnvel við útboð á einstaklingshúsum). í slikum málum sem þessu, mætti því síst ýta undir óreglu og vafasama meðferð á útboðum og tilboðum í þessum bæ. í þeim efnum er ástandið svo bágt, að til vandræða horfir. Almenningur skilur, hver hætta felst i því að húsameistari rikisins telur sig ekki bundinn við að taka tillit til þeirra skil- yrða, sem hann setur tilboðsgef- endum í útboðslýsingum sínum, þó húsameistari virðist ekki skilja liana. Almenningur skilur, hver hætta felst í því, að veikja traust manna á að tilboðsgef- endur njóti fulls réttlætis við tilhoð á byggingum ríkisins, þó dómsmálaráðuneytið virðist ekki skilja það. En almenningur skilur ekki, að það sé einungis velfei'ð rik- issjóðs sem ráðið liafi úrslitum, er gengið var að þessu tilboði (119 þús. kr.). Tilboðsgefandi sjálfur metur gjallsteypu og slitlög á 18500 kr. og aðra vinnu tilboðsins á 100500 kr., eins og sjá má á til- boði hans, að þeim skilningi við- höfðum er liann sjálfur leggur í það. En í þennan hluta vinn- unnar (gólfavinnuna) komu tvö tilboð, sem bæði voru lægri, annað frá Kornelíusi Sigmunds- syni, og nam það 12000 kr., hitt frá Kj. Ólafssyni og félögum hans, og er þess getið hér að framan. það verður þvi erfitt að sjá, hvað réttlætir þá ráðstöfun, að hjá bóksölum Verð kr. 3,75. Sömulciðls Heilsníræði ungra kvenna. xxx=>o< “1 Bæjarfréttir cxrsxx Cxxrrxxs Bæjarf x> Leturbreyt, ,vor. boði, sem nemur 100500 + 18500 kr. ÖII meðferð dómsmáiaráð- lierra og húsameistara á tilboð- um þessum sýnir, að þeir telja sig liafa all óbundnar hendur til að fara með þau eins og þeim sýnist. pað er því ótrúlegt, að þeim liafi verið sett skilyrði um, að ganga annaðhvort að 'báðum tilboðunum frá Ó. Á. eða að hvorugu, enda væri það þá til- boðsgefandi, en ekki húsameist- ari, sem þá réði útboðsskilmál- unum — en það væru sérrétt- indi, sem enginn hinna tilboðs- gefndanna liafa notið, ef húsa- meistari léti slíkt viðgangast, og óyggjandi sönnu fyrir þvi að til- boð þetta átti engan rétt á að vera tekið til greina. Oss virðist, samkvæmt annari meðferð húsameistara og dóms- málaráðunevtisins á þessum til- boðum, að fylsta ástæða hefði verið til, að hagnýta sér þau réttindi, sein áskilin eru með sundurliðun heildartilboðsins, og áskilin réttindi til að hafna öllum tilboðunum. Hefði hagsmuna ríkissjóðs verið gætt, gat því dómsmála- ráðuneytið annaðhvort tekið lægsta sértilboði eða hafnað öll. um tilboðum í gjallsteypu og slitlög að sinni. pað liefði verið í samræmi við munnlega skýringu, sem vér fengum frá lnisameistara á sundurliðun aðaltilboðsins, og’ sýnt, að liún var gerð í skyn- samlegum tilgangi. Vandræða- laust var þetta að þvi leyti til, að verk þetta verður ekki unn- ið fyr en allri húðun á öllum hæðum er lokið, og ekkert bendir til að vinna þessi verði dýrari næsta haust, þegar hún verður unnin, en ósannað að hún geti ekki orðið ódýrari þá. Nú hafa tvö tilboð komið frá liæfum mönnum, annað á 12000 kr., hitt á 13000 ki’., en ráðu- neytið gengur að tilboði er nem. ur 18500 kr. Er það af um- liyggju fyrir hagsmunum ríkis- sjóðs? Vill ekki húsameistari eða ráðuneytið gefa skýringu á þessari höfðinglegu aukaborg un? -—• Að henni ófenginni lítum vér svo á, að þessar 6500 kr. séu upp'bót á of lágu aðaltilboði, og mun margur spyrja, livað koma eigi fyrir þann bitling eða hvað- an hann komi. Reykjavík, 23. nóv. 1927. F.h. Múrarafélags Reykjavíkur. Guttormur Andrésson, formaður. Bergsteinn Jóhannesson. Einar Sveinsson. □ EDDA. 5927l266l/2 = 2- Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 3 st., Vestmannaeyjum 5, ísafiröt 3, Akureyri 3, Seyöisfiröi 4, Stykkishólmi 4, Grimsstööum 1, Raufarhöfn 3, Blönduósi 4, (engin skeyti frá Hólum í Hornafirði, Grindavík, Grænlandi, Kaup- mannahöfn og Hjaltlandi), hær- eyjum 6, Utsira 1, Tynehouth 4, Jan Mayen 1 st. — Mestur hiti hér i gær 3 st., minstur o st. Úr- koma 8,2 mm. — Djúp lægö (715 mm.) um 500 km. suður af Vest- mannaeyjum. Hreyfist austur eft- ir. Hægur sunnan í Noröursjónum, tn hvass sunnan á vesturströnd Skotlands. — Horfur: Suövestur- land: Stormfregn. 1 dag austan rok og rigning. í nótt hvass aust- an og noröaustan. — Faxaflói, Breiöafjöröur: Stormfregn. í dag og nótt hvass austan. Orkomulít- iö. — Vestfiröir: í dag vaxandi austan. Stormfregn. í nótt hvass norðaustan. —• Noröurland, norö- austurland : í dag og nótt vaxandi áustan, hvass úti fyrir meö kveld- imi. — Austfirðir, suöausturland: Stormfregn. 1 dag og nótt hvass austan. Rigning. greiða 6500 kr. meira en þörf er á fyrir þessa vinnu, eins og nú er gert með þvi að taka til- Klukkurnar í Landakoti. Einhver, sem nefnir sig „Verka- niann", skrifar smágrein í Alþýðu- blaöið 1. þ. m. og beinir þeirri lúalegti aödróttun til herra bygg- ingameistara Jens Eyjólfssonar, iö hann muni hafa gefið klukk- rnar í Landakoti fyrir þá „tekju- aukningu“ er hann „vann sér með 3ví aö greiöa verkamönnum sín- um í sumar ekki nema 90 aura um klukkustund". Þessi aðdróttun „Verkamanns", sem auösýnilega er sprottin af illvilja í garö hr. J. E. — því aö tæpast mun „Verkamaður" öfundast yfir því, sem guðshúsi er gefiö — er auk þess með öllu röng. Kaupgjald verkamanna hans er ekki og hefir aldrei verið 90 aur. um tímann, og hefði verið betra fyrir „Verka- mann“ aö afla sér áreiöanlegra upplýsinga áður en hann flónskað- ist eða lét hafa sig til aö skrifa jafn lúalegan og rangan greinar- spotta. Annar verkamaður. Félag frjálslyndra manna í Reykjavík heldur fund á morgun kl. 8)4 síödegis, í Báru- húsinu, uppi. — Pétúr A. Ólafs- son flytur erindi. Mannvirki Skelfélagsins viö Skerjafjörð mega nú heita fullgerö, og er von á olíunni um áramót. Olíugeym- arnir haía allir veriö fyltir sjó, og reyndust ágætlega. Hafa íslenskir menn einir komiö þeim upp, og er þeim verkið til mikillar sæmd- ar. Voru það félögin Harnar og Héöinn, sem létu setja geymana saman, og vanst verkið bæöi fljótt og vel. Þá hefir og verið gerö mjög löng bryggja fram undan stöðinni. Fyrstu 216 metrarnir sianda á steinstöplum, en þá er staurabryggja 90 metra löng, og fremst verður fljótandi bryggja, 200 metra löng. Verður hún aö- eins notuð, þegar stórskip legg'j- ast að bryggjunni, og er 24 feta ciýpi viö hana um stórstraums- fjöru. Er svo til ætlast, aö 8000 smálesta skip geti legið við hana. Arinbjöm Sveinbjamarson liefir látið gera nýja bókabúð i húsi sínu á Laugaveg 41, þar sem áður var bókbandsvinnustofa hans. Ilefir hann þar á boðstólum mik- iun fjölda bóka, (einkum danskar og norskar bækur), auk isl. bóka, og að auki allskonar ritföng. Búð- in er hin prýðilegasta og smekk- iega frá henni gengiö á allan hátt, Aðalfundur Félags Vestur-íslendinga er i kveld kl. 8y2 á kaffihúsinu Upp- sölum, en ekki í Kirkjutorgi 4 eins og ráðgert var. Kosin stjórn. — Skúli Skúlason flytur erindi. I.ögberg og Heimskringlu, blöð Vestur-íslendinga, geta menn séð á lestrarsal Alþýðubóka- safnsins, Skólavörðustíg 3. Skipafregnir. Esja kom til Stykkishólms kl. 12 i dag. Væntanleg hingað á Inorgun. Brúarfoss var í Vestmannaeyj- um i morgun. Lagarfoss er á Þórshöfn á út- leið. ísland fór frá Kaupmannahöfn kl. 10 árd, í gær. Dronning Alexandrine fór frá Akureyri kl. 10 i gær- kveldi, áleiðis til Seyðisfjarðar og utlanda. Skúli fógeti kom af veiðum i morgun með mi'kinn afla. Fór áleiðis til Eng- lands í dag. Frá Englandi komu í gærkveldi Egill Skalla- grímsson og Apríl, en Njörður í morgun. Kvikmynd af dansi systranna Ruth og Rig- mor Hanson var sýncl í Nýja Bíó í gær ásamt aukamynd, og var góð aðsókn. Sjálfur dansinn var góð- ur, en myndin ekki nógu skýr. U. M. F. Velvakandi heldur fund annað kveld kl. 9 stundvíslega, í Kirkjutorgi 4. Hvítabandið heldur fund í kvelcl kl. 8J4 í húsi K. F. U. M. Verkakvennafélagið Framsókn endurtekur ársskemtun sína ann- að kvelcl í Iðnó, kl. 8y>. Húsið verður opnað kl. 8. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að vitja að- göngumiðanna helst í dag, kl. 3— 7, og hafa kvittanabækur með sér. Á sania tíma verður félagsgjöld- um veitt móttaka. Á morgun verða aðgöngumiðar afhentir eftir kl. I. Mætið stundvíslega. Gjöf til nýrrar kirkju í Reykjavík, frá konu, 100 (hundrað) krónur, afhent síra Bjarna Jónssyni. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá 7./16.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.