Vísir - 31.01.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 31.01.1928, Blaðsíða 2
DMlTffiMQLÍÍÍI Mveíti, ýmsar tegundir. Lækk«8 veið. Bakaramarmeliiði. Svínafeiti. • Danskm* sallasykur. Bakarasmjörlikf. Rúgmjöl. Kaffi. Steinsykur, Kartöflumjöl o m. fl. nýkomið. Fyrirliggjandi: Palm Oiive sápa, Sirins, Rousnm Husholdoing, Snchards, Miika. Velma. A. Obenhwpt Sfmskeyti Khöfn 30. janúar. FB. Vopnasmyglun Ungverja. Stjórnirnar í ítalíu og' Bretlandi reyna a'5 koma í veg fyrir, að Litla Bandalagið kæri til Þjó'ða- bandalagsins út af vopnasmyglun Ungverja í byrjun þessa árs. Ætla "Þjóðyerjar, að Bretar og ítalir séu andvígir því, að Þjóðabandalagið hlutist til um smyglunarmálið og ránnsaki hermál Ungverja. Eldgos í Krakatau. ; Frá Amsterdam er símað : Sanv k'v'æmt fregn frá Batavía er Kraka- tau að gjósa. Ibúarnir á Vestur- java eru óttaslegnir og flýja fr'á lieímilum sjnum. í fregnunum er etcki geti'5 um tjón af völdum gos- ins. (Krakatau er eldfjallaey i sund- inU á milli Java og Sumatra. Þ. 20.- ágúst 1883 varð þar hræðilegt gos, og hvarf þá helmingur eyjar- innar í hafið. Var eyjan áður um 33 . ferkílómetrar, en eftir go;sið aðeins 15 ferkílóm. Eyjan var áð- nr 'vaxin skógi, en hefir síðan ver- ið þa'kin ösku. Mannabygð hefir ekki verið' á eyjimni síðan. Jafn- hii'ða gosinu 1883 kom geysileg ílóðbylgja, sem vart varð á flest- nm höfum jarðarinnar. Olli hún miklu tjóni á ströndum Java Og Sumatra). Frá Alþingi. Neðri deild. Frv. til 1. um breyting á 1. um þingsköp Alþingis, 1. umr. Frv. fer fram á að bæta í þingsköpin svohljóðandi grein: „Sameinað þing skal í byrjun hvers þings kjósa fastanefnd, er nefnist utan- rikismálanefnd, skipttð 7 mönnum. Skal til hennar vísað öllum utan- ríkismálum og þeim öðrum mál- um, sem sameinað þing ákveður. Utanríkismálanefnd starfar einnig milli þinga, og skal ráðuneytið á- valt bera undir hana slík mál, sem íyrir koma milli þinga." — Eftir mjög stuttar umræður var frv. vís- að til 2. umr. og" nefndar. § lírsmíðastofa § Gaöm. W. Krlstjáasson. g BhI uragntu 10 Efri deild. Þar voru þessi mál rædd í gær: 1. Frv. til 1. um meðferð skóga og kjarrs, 2. umr. Landbn. lagði til að frv. væri samþykt með ó- verulegmn breytingum. Var sú helst, að heimilt... skyldi að banna vetrarbeit í skógum fjarri manna- bygðum, svo sem Þórsmörk o. fl. ¦ Ná'ðu þessar brtt. fram að ganga og fór frv. til 3. umr. 2. Frv. til I. um breytingar á lögum frá 1926 uni kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, 1. umr. Frumvarp þetta flytur Jón Baldvinsson og fer það frain á að fá mönnum kosningarrétt í þeim máltim, sem í fyrirsóg-ninni segir, 21 árs gömlmn. Einnig fellir frv. niðnr það ákvæði laganna, a'ð menn missi kosningarrétt við að þiggja af sveit. 3. Frv. til 1. um breyting á lög- um frá 1926 um útsvör, 1. umr. Ekki lítnr út fyrir, að útsvarslög'- in, sem sett voru eftir langar um- ræður og mikið þóf á þingi í hitti.- íyrra, eigi aö stancla lengi óbreytt. Þetta frv. er sami'ð af bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar og flutt, samkv. hennar ósk, af Einar Árna- syni. Er frv. um ýmsar 1)reyting- ar á lögimum, sem miöa að því, aö fleiri verði útsvarsskyldir á Siglufirði en nú er. 4. Frv. til laga um löggilding verslunarstaðar í Bervík í Snæ- fellsnessýslu (1. umr.) er flutt samkv. ósk íbúanna af Halldóri Steinssyni. Þrem síðustu máluntim var vís- að til nefna og 2. umr., umræðu- lítið. Ný frumvörp. Gunnar Sigurðsson flytur frv. ti! 1. um dýralækna. Einar Árnason flytur frv. til 1. um breyting á lögum um þingsköp Alþingis. Haraldur Gttömundsson flytur irv. til 1. um breytingu á lögum um bæjarstjórn Isafjarðar. VlSlR 110 ilflSioer Kabenhavn. Murls beg. Kostxkoleu. 4 Mdrs. Kursns. Septbr. b-g 2 Aar-i Ud- dannelse af Hnsholdningslærer- inder og I Aars Ud<launnlse af Uaandarbejdðlærerinder Progr. riéaues. Sami þingm. flytur frv. til laga um gagnfræðaskóla á ísafirði. Sami þm. og Sigurjón Á. Ólafs- son, flytja frv. til 1. um skyldu utgerðarmanns til að tryggja fatn- að og muni lögskráðra' skipverja. Guömundur Ólafsson flytur frv. til 1. um breyting á 1. um friðun á laxi. | juhflflniKi Kiartðnii. | Nokkur minningarorð. Fáa unga menn hefi eg þekt, sem mér virtist jafn líklegir til góðra hluta og Jóhannes Kjartans- son. Og engin hjón, sem siður virt- ist makleg til að bíða svo sáran missi, en frú Sigríði og síra Kjart- an. Jóhannes var norrænn og ís- lenskur atgervismaður, andlega og líkamlega, o'g alt hans yfirbragð lýs'ti. ágætum dreng. Hann var hetjuduglegur, og fullur af áhuga á að vinna gagn, og maður, sem ekki mundi nota neina þá aíSferð til að komast áfram, sem ekki væri öðlingi samboðin. Svo herfiieg' tíðindi heyra tií hinni illu viðlmrðarás, sem svo mikið hefir börið á nú um hríð, og' svo mikil þörf er á að fá breytt. Og'dauði þessa ágætlega, íslenska efnismanns, er glögg beuding um það, hvernig verða mundi framtíð hinnar íslensktt þjóðar, ef ekki yiði unt að koma þeirri breytingu fram. Fyrir öllu því mundi verst fara, sem best væri og mest vert. 29. jan. Helgi Pjeturss. Eggert Magmlsson frá Einholtum. Magnús Eggert Magnússon hét iiann fullu nafni. Hann var fædd- ur 18. sept. 1857 í Syöra-Langholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, Og voru foreldrar hans Magnús iMagnússon Andréssonar, bóndi í Syöra-Langholti og kona hans Katrín Jónsdóttir Einarssonar. Eru það merkar og góðar liænda- ættir. Þau Langholtshjón áttu mörg börn, og var Eggert ])eirra elstur. Hann var bráðþroska, og varð því brátt a'ðstoð og fyrirvinna heimil- isjns, því að faðir hans var lengi heilsuveill mjög. S}'stkini Eggerts, þau er kbmust á fulloröinsár, voru þessi: 1. Katríu, gift kona í Reykja- vik, dáin 1924, 2. Jón, fyr bóndi í Krísuvík, nú i Reykjavík. ( 3. Sigríöur, gift Sveini Bjarna- syni, nú í Reykjavík, 4. Jóhanna Katrín, koua síra Stefáns frá Staðarhrauni, 5. Kristján, bóndi í Syðra-Lang- holti, 6. Helgi kaupmaður í Rvík. Eftir burlför sína úr fóreldra- hústim vann Eggert um margra ára skeiö að ýmsum störfum, bæði á sjó og iandi, og með því að hami var verkma'ður góður og reglusam- ur, mun honum hafa græðst nokk- urt fé á þeim árum. En vorið Í904 reisti hann bú í Hjörsey í Hraun- hreppi og bjó þar 8 ár, en flutti þá a'ð Einholtum í sama hreppi og bjó þar til dauðadags. Hann andaðist 21. þ. m. á heimili sínu, eftir langa og þunga legu. Hann lætur eftir sig konu og 5 sonu, a!la upp komna og hina mannvæh- iegusttt. Kona hans er Guðríður GuSmundsdóttir bónda frá Ána- stöðum, Benediktssonar. Þau gift- ust vorið 1904, og voru samfarir þeirra hinar bestu, samúö og sið- prýði hefir ríkt á heimili þeirra og' gestum fagnað þar vel. Eggert Magnússon var hár maS- ur vexti, þrekinn að sama skapi og að öllu hinn karlmannlegasti, enda var hann hraustmenni mikið og heilsugóður nær alk æfi. Svipur- inn var mikilúðlegur og þó g'óð- mannlegur, og vakti brátt athyglí þeirra, er sáti manninn. Hann var greindur vel og sólginn í fróðleik. FJ<ki sló hann slöku viö búskap- inn, en þó vanst hontmi furðu- mikill tími til aö aflasérýmiskonar fróðleiks, með lestri góðra fræði- rita. Ættjarðarvinur var hann góö- ur. og þótt ekki tæki hann beinan þátt i þjóðmálum, fór því fjarri, að hann léti sér þau mál í léttu rúmi liggja, heldur myndaði hann sér sjálfstæða skoðun um þau, svo vel sem honum var ttnt. En þaS, sem eg hygg, aö fyrst af öllu hafi vakiö athygli manna á manninum, undir eins og" menn komust í kynni við hann, hafi verið það, liversu glaðlyndur hann var og gaman- samur og skemtilegur í vi'ðræS- tim. Það var auðfundið, aö gla'ð- værðin var eins og meðfædd hon- um, rótgróin í eðli hans, en eng- inuppgerð. Ýmislegar skrítlur og gamansögur, gamlar og nýjar, virtust altaf liggja á hraðbergi hjá honum. Alt var þó tal hans græskulaust og góðlátlegt, ein- ungis saklaust gaman, en léttúðar- tal alt var honum fjarri skaj)i. En gle'öimaðurinn var einnig alvöru- niaður. Haiin var trúaður maður og yildi halda uppi góðuni og gömlum kristileguni siðum á heim- . ili sínu. Meðal annars las hann aií . jafnaði húslestur, og kirkjtt sína sótti hann vel. — Yfirleitt mátti segja, að Eggert . væri hamingjumaður um dagana, og hann kannaðist fyllilega við.-,' það sjálfur með þakklæti til drott- íns. — Flann var kominn af g'óðu fólki, hann eignaðist gó'ða konu og góð börn, hann naut vinsælda hjá sveitungum sínuni og ýmsum og G.M.C. vöpuflutningabifpeidai* eru viðurkendar um allan heim fyrir styrkleika, lítinn reksturskostnað og lágt verð eftir gæðum. Verð hér á staðnum í íslenskum krónum: CHEVROLET 4 cyl. 850 kg. burðarniagn kr. 2600.00. CHEVROLET 4 - 1700 — —- — 2900.00: G. M. C. 6 — 1700 — — — 4000.00. G. M.' C. 6 — 1850 — —- — 5800.00. Miklar birgðir af varahlutum höfum við ávalt fyrirliggjandi, og enn fremur fullkomnustu yiðgerðasmiðju landsins, til að gera við allar tegundir GENERAL MOTORS bifreiða. peir, sem hafa í hyggju að kaupa bifreið til vöruflutninga ættu að fá nánari upplýsingar hjá okkur undirrituðum um þessi alþektu merki, áður en þeir festa kaup á öðrum tegundum. Aðalumboðsmenn á íslandi fyrir General Motors. Jóh. Ólafsson & Co.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.