Vísir - 23.03.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 23.03.1928, Blaðsíða 2
VÍSIR BRIÐ GE-cigarettur bestar. eru LaV.kU1* i pokum. Blábei*, Rúsímii*. Ch.lorodont tann- krem, er án efa besta tannkreoiið, hreinsar alger- lega tannsteininn af tönn- unum og gerir þær hvítar og gljáandi. Fæst í ðllum stærrl versl. í iieildsölu hjá A. Ofoenliaupt. Sítnskeyti Khöfn 21. mars. PB. Ibsens-hátíðin í ósló. Fra Ósló er símað: í tilefni af aldarafmæli skáldsins Henriks Ib- sens hafa staðið yfir vikulöng há- tíðahöld í Noregi, en aðalhátíðin íór fram í gær. Sextán þjóðir iögðu kransa á gröf Ibsens. Indriði Einarsson leikritaskáld flutti kvcðju íslendinga. öll Noregsvirki Skutu tuttugu og einu heiSursskoti. Háskólinn útnefndi fjóra erlenda heiSursdoktora. Stúdentar fóru í biysför til ÞjóSleikhússins. Þar í'ór fram sýning á leikritinu „Ros- mersholm". Frá þinginu í Genf. Frá Genf er símaS: Fulltrúi ítölsku stjórnarinnar og fulltrúi írakknesku stjórnarinnar á af- vopnunarfundinum andmæltu af- ' vopnunartillögum Rússa. Fulltrúi Breta vildi hvorki félla né sam- þykkja tillögurnar. Varö þaS úr, a'ð fallist var á að athuga tillög- urnar nánara. Khöfn 22. mars. FB. Flotamálaráðstefnu frestað? Frá London ,er simað: í sam- bandi við ósk fulltrúadeildar þjóð- þings Bandaríkjanna um flota- málaráðstefnu til þess að ræða írekari takmarkanir vígþúnaðar á s')ó, geta bresk blöS þess, að eng- inh tími sé til a'S koma á flota- málaráSstefnu áður en f orsetakosn- ingarnar fara fram í Bandaríkjun- tim. En bresk blöS hafa áður, eins ogf kunnugt er, tali'ð hugmynd þes-sa fra/m komna í pólitískum til- g'angi í sambandi við forsetakosn- ingarnar. Bændaóeirolr. Fra Berlín er símað: Allmiklar bændaóeirðir hafa orðið í Slesíu vegna ýmissa erfiðle.ika, sem bændur eiga viS að stríða i sam- liandi viö atvinnurekstur sinn. Sumstaðar hafa bændur komið í veg fyrir, að nauðungaruppboS væri haldin, er fyrirskipuð höfðu verið vegna ógoldinna skattá. Eændum og lögreglunni hefir sum- staðar lent saman. Slys í Þýskalandi. Frá Berlín er símað: Næstum því fullgerð ílutningabrú í héraSi í Mið-Þýskalandi, þar sem brúnkol eru í jörð^ hefir hrunið í ofviSri. Tíu menn fórust. HíSrinnlegt slys. Sex Færeyingar bíða bana af „karbíd"-sprengingu í fiski- skipinu Acorn. Þrír brennast hættulega. Um kl. 7 í gærkveldi kom hing- a'S færeyskt fiskiskip, Acorn, meS fána í hálfa stöng, og fór bæjar- læknir þegar út í skipiS. Voru þar þá sex menn látnir en þrír brend- ir af „kai>bíd"-sprengingu. Skipinu var þegar l'agt upp að hafnarbakk- anum og sjúklingarnir fluttir í sjúkrahús og líkin í likhús. Skipið Acorn frá Klakksvík var statt fyrir sunnan land aðfaranótt þriðjudagsins. Hafði þá verið einn dag að veiðum og sennilega út af Meðallandsfjörum. Veður var dimt og nokkur sjór og vissu ekki skip- verjar gerla, hvar þeir voru. Skipverjar voru 19. Um kl. 5 á þriöjtidagsmorgun voru 9 hásetar í klefanum frammi I ÍO stk. 50 au. 20 ®tk. 1 kr. BRIDGE virginiacigarettur. eru Jkaldar og særa ekki hálslnn. Fást í flestum verslunum borgarinnar. i skipinu. suxpir i rúmum sínum og sumir í fötum. Þeir, sem voru á þilfari, vissu 'ekki fyrr til en aS eldi Jaust upp um stigaop og glugga á hásetaklefanum og hafði kviknað þar á „karbíd"-gasi. Allir, sem niðri voru, komust upp lif- :.ndi, nema einn. Hann kafnaði í ,rúmi sínu og íanst þar óbrendur, þegar eldurinn var slöktur. Þeir, sem létust, dóu sumir skömmu eft- ir slysið, en sumir lif'ðu fullan sól- arhring. Þeir, sem komust hingaS lifandi, hafa brenst mikið, en munu þó halda lífi. Eldurinn var slöktur í skipinu n'ieð blautum seglum, og brendist einn háseta við það á andliti og höndum, en er þó á fótmn. SkipiS er vélarlaust og því var það hálfan ]>riðja sólarhring' hing- að. Hinir sjúku voru bornir aftur í til skipstjóra og hjúkrað þar eft- ir föngum, en þeir, sem heilir voru, ne,yttu nálega hvorki svefns né matat- eftir stysið, fyrr en þeir k'oimt hingað. í litlum kleía, bakborðsmegin viS stiga, sem liggur niður aS svefnklefa háseta, voru geymdir tveir „karbíd"-dunkar og var ann- ar opinn. Sjór skall á- skipið og valt þá annar „karbíd"-dunkttrinn íram og inn i hásetaklefann. Mun sjór hafa komist i hann og viS það hefir komið upp gas, sem fylt hefir hásetaklefann, og sí'ðan kviknaS í þvi frá lampa í svefnkJefanum. Þeir, sem létust voru: Djoni Debes frá Gjá í Austurey. Hans Jacob Joensen s. st. Hans Jacob Biskopstö s. st. Napolion Klein s. st. Daniel Pauli Olsen Funding Austurey. Hans jacob Jacobsen Eiði Aust- urey. Mennirnir, sem fluttir voru í sjúkrahús, eru: Jacob Pauli Biskopstö, faðir H. J. Biskopstö, semdó. Joen Hausen, EiSi. Hans Doris Mörköre, Eiöi. Utan af landi. Akureyri 22. mars. FB. Togarastrandið. liulltogarinn Max Pemberton, sem strandaði á Kilsnesi í Sléttu, er sagSur gereySilagSur. íyrirlestur. um, Ibsen. Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi, hélt fyrirlestur um íbseu í fyrrakvöld, aS tilhlutan al- þýðufræSslu Stúdentafélagsins, Leikfélag Akureyrar hefir leikiS „Æfinýri á gönguför" tvö kvöld viö góða aSsókn og dóma. LeiSbeinandi var Ágúst Kvaran 'og lékhann sjálfur hlut- verk Eibeks. útför. Síra Jón Arason í Húsavík var jaröstmginn í dag. Fjpá Alþingi. í gær voru þessi mál til meS- ferðar: Efri deild. r. Frv. til laga tun breyting á lögum um útsvör, frh. 2. umr. (at- kvæSagreiðsla). Rökstudda dag- skráin frá meiri hluta allsherjar- nefndar var 'feld með 7: 7 atkv. Komu þá einstakar greinar frv. og brtt. til atkvæða. Voru feldar allar helstu greinarnar og meiri hártar brtt. Loks var lítið annað eftir af frv. en það, að „lög þessi öSlast gildi 1. jan. 1929". Var loks felt að vísa þessum litlu leifum til 3. umr. 2. Frv. til I. um byggingar- og landnámssjóð (eín umr.) var af- greitt sem lög frá Alþingi, með samJiljóða atkvæSum. 3. Frv. til 1. um viðauka viÖ hafnarlög Vestmannaeyja (2. umr.) var umyrðalaust sent til 3. umr. 4. Frv. til 1. um laxveiði í Niku- lásarkeri í Norðurá (1. umr.) var sent til 2. umr. og all^lin. Neðri deild. ¦ 1. Frv. til 1. um hvalveiðar, 3. umr. Bornar voru fram og sam- þyktar óverulegar brtt. 'Frv. síðan samþykt með 15:9 atkv., og af- greitt til Ed. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. um afhending á landi til kirkju- garös í Reykjavík (2. umr.) var vísað til 3. umr. breytingalaust. 3. Frv. til 1. um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðr- ir alidýrasjúkdómar beristtillands- ins, 2. umr. Umr. var ekki lokið í gær. Nlðnpsuða* Niðurl.' Þá kem eg aö síldinni. Úr ís- lensku síldinni er hægt að leggja niður t. d. síld í olíu, gafffalbita og ýmislegt annaö, sem hrátt er lagt riiður í dósir, og er töluverð- ur markaður fyrir þessa vöru, en alls ekki getur það álitist heims- vara, þótt hún seljist auðvitaS í fiestum löndum, lítið eitt, í sam- anburöi viS aSrar vörur, og eg ímynda mér, að flest lönd tolli hana syo hátt', að salan yrði.frem- ur lítil. Hinsvegar álít eg að haf- síldin sé ekki heppileg til niður- suðu, nema búið sé til úr henni ýmslegt annaS, svo sem síldarkök- ur, sem kallaSar eru, og mætti t. d. selja þá vöru í námurnar í Aí- ríku og víðar. Eg: veit til þess, aö Bjelland hefir seJt slíka vöru eftir sýnishornum til' Höfðaborgar í Afríku, í hundruðum þúsunda, en' verðiS var mjög lágt, og vafasamt hvort víð hefðum getað selt það svo ódýrt. Hinsvegar lield ég aS smásíldin, sem veiðist á Vestur- landi á vorin, væri nothæf til nið- urlagningar og sölu i verksmiSj- unum og námunttm, og ætti aS leggja hana niður eins Og hún kemur fyrir, en þá yrði hún að vera ódýrari en hún var ílest ár- in meðan eg dvaldi vestra. Einu sinni.var pántað gegnum Haipborg 250.000 dósir af síld af mér. I dós- inni áttu að vera 5 síldir af þeirri stærð, sem vanalega fiskaSist á ísafirði. Síklin átti að 6;ins aö sjóð- ast í vatni. Verðið var viSunatidi, með því að þá, ¦— san ejaldan skeði, ¦— kostaði 8 skeppu tunna aðeins 8 kr. Úr þessu gat þó ekki orðið, vegna þess a'ð síldin átti að vera meS hrogntun, en það var sú síld ekki, sem fiskaðist þar. En það er ekki sagt, að ekki hefSi verið hægt að fá markað fyrir hana. * Þá er ])að kjötiS. Eg held, aS íslenska kjötíð af veturgömlu og dilkum sé gott til ni'ðursu'ðu. En það verður altbf dýrt, samanbórið við fcjöt annarsstaSar, sérstaklega frá Suður-Amei-íku og Ástralíu, ckki aSeins vegna þess, hvaS kjöt- íð er dýrara hér, heldur fyrír þá sök, aS ef þaS er soðiS niöur á sama Jtátt og annarsstaáar, þá rýrnar þa'S meira, og mun það stafa af því, að kindurnar ei'u í svo misjöfnum holdum, — magr- ar á veturna, en feitar á haustin. I útlöndum hleypa menn upp suðu á kjötinu, áður en það er látið í dósina, og kalla þeir þaS að „blan- cera" kjötið, én hér er kjötið látiS hrátt í dósina, og er því flotið í dósinni, og. það vatn, sem kjötið gefur frá sér við suSuna. Þannig tilreidda niðursuðu vilja iitlending- ar ekki,; þeir vilia ekkí sjá flotið, — kalla þaS svik, — því fiot er ekki mikils virði í útlöndum. En eí maSur hleypir suðu upp á ís- lcnska kiötinu, þá rýrnar þaö svo mikið méira en erlenda kiötið, að þaS verSur lilutfallsleg:a miklu dýr- ará. AuSvitaS mætti selja flotiS, en ekki svo, aS niðursuSan yrSi ékki mun dýrarí fyrir bragðið. Eg er sannfærður um, að þó að kjöt-niðursuða hér gæti ekki stað- ist samkepnina hvað vefS snertir, þá mundi þó vera hæet aS selja töluvert af því sem „Delikatesse". Eg þekki marga meitn, sem eru á sama máli um þaS, t. d. keypti GrænlandsversJunin alt þaS kiöt, sem unt var héðan, aðeins af því að verslunarstiórarnir kröfðust aí> fá íslenska kiötiS, oe á sama tíma var það notaS á skioum Samein- aða gufuskioafélagsins af og til, fvrir yfirmennina, oer einnig á skipum Austur-Asíufélesins, en handa hásetum þótti það of dýrt. ÞaS er mín meining, aS fsland eígi erfiSar uppdráttar meS niSur- suðu heldur eíi önnur lönd, a'f möre-um ástæSum. T. d. höfum vlS ekki þá vöru. sem aðallefra selsf á heinismarkaSinum. Ekki hæét að fá þá fótfestu fyrir verksmiðjuna Enskap litltuF nýkomnar. Regnfpakkar og kápup mest úrval. ^mm^mK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.