Vísir - 19.04.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 19.04.1928, Blaðsíða 5
VÍSIR Fyrsta sumardag, 19. april 1928. Besfa Cigarettan í 20 stk. pökkum, sem kðstar 1 krönu er æ æ æ æ æ Commander, Westminster, Virgmia, r cigarettur. Fást i ðllnm verslnnum. Fine Virginia No. 1 eru meip.1 virði en þæp kosta. 20 stk. 1 kp. Einnlang Reykjnviknr Kemlsk fatahrelnsnn og Iftun Laugaveg 32 B. — Simi 1300. — Simnelnl; Efnalang. Hreinsar meS nýtisku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt og breytir um lit eftir óskum. Eykuí þœgindi, Sparar fé. Nýtt. Nýjar danskar góðar kartöflur verulega fínar á bragðið á 10,50 pokinn, hvftkál, gulrófur, Skaga- kartöflur. Von og Brekknstíg L SOOOíííXiOOOOtK K XX SOOOOOOOOOC í£e.iss Ofzcn filmur. Notið það hesta. Sportvörnhú-5 Reykjavíkur. (Einar Biörnsson ) Mmar 1053 & 553 Bankastr. 11. XSQQQQOQOOCXSCXSQOQQQQOOQQGt Timliurkaup best bjá Páli Ólafssyni. Stmar 1799 og 278. K.F.U.K. A-D-fundur annað kveld — (föstudagskveld) — kl. 8 '/2. Alt kvenfólk velkomið. K. F. U. M. A.—D.—‘’undur í kvöld. (Aðalfundur). Sumri fagnað. Eftirstöðvar af enskum manchettskyrtum veróa seldar fyrir hálfvirðí. Guðm. B. Vikar. Laugaveg 21. Sími 658. Persil sótthreinsar þvottinn, enda þótt hann sé ekki soðinn, held- ur aðeins þveginn úr volgumPersil- legi, svo sem gert er við ullarföt. Persil er því ómissandi í barna- og sjúkraþvott og frá heilbrigðissjónar- miði ætti hver húsmóðir aðteljaþað skyldu sína að þvo úr Persil. Sykur uýkominn. h/f F. H. Kjartansson & Co Símar 1520 og 2013. Fyi»ii*ligg jandí: Kartðflur, tvæi* tegundii?. I. Brynjólisson & Ludsins mesta irval al rammalistsm. Myndir innrammaðar fljótt og veL — Hvergi eins ódýrt. Gaðmandnr Asbjörnsson, Laugaveg 1. FORINGINN. þeirri sáru hugsun, aö hann. væri einmana og yfirgef- inn. Sú tilfixining, aS hann aettí hvergi athvarf, óx meö hverju skrefi, eftir því sem hann fjarlægöist Casale og nálgaöist Milano hina fögru, Rómaborg Noröur-ítaliu. Þann fagra stað ætlaöi hann. sér að skoöa á leið sinni til Pavia. Þegar hann var kominn. fram hjá Abbiategrasso, fór hann að verða þreýttur og sárfættur .Vegurinn var harð- ur undir fæti og rykugur. Hann lagði því leið sína yfir graslendið. Þar stóðu gripir á beit í ró og næði, og þótt- ist hann aldrei hafa séð svo stórar skepnur og feitar. Margar ársprænur urðu á leið hans um sléttlendið, og er degi tók að halla, settist Bellarion við eina þeirra, opnaði malpoka sinn og tók þar upp brauð og ost. Hafði hann aflað sér þessara matvæla í Abbiategrasso. Skömmu siðar heyrði hann háreysti nokkura í skóg- inum hinum megin við ána. Voru það allskonar hljóð: karlmannsraddir, hundgá, svipusmel lir, og önnur hljóð ógreinilegri. Alt í einu kom maður, dökkklæddur frá hvirfli til ilja, æðandi út úr skógmum, og hljóp í dauð- ans ofboði niður grasivaxna hlíðina niðnr að ánni. Hár hans, mikið og náttsvart,. flaksaðist í allar áttir í vind- inum. Hann þaut áfram á ofsaleguín flótta, eins og skelf- ing dauðans væri á hælum honum. Flóttamaðurinn var kominn hér um bil hálfa leið milli skógarins og árinnar, þegar ofsækjendurnir komu í ljós. Það voru ekki menn, heldur þrír stórir hundar, — þrír tryltir blóðhundar. Þeir sendust áfram þegjandi og dró óðum saman. Loks kom hópur ríðandi manna i ljósmál, í skógar- jaðrinum. Fremstur reið maður einn, sem trauðla virtist kominn af barnsaldri. Hann var mjög rikmannlega bú- inn. Hann sigaði hundunum og æsti þá með dýrslegu gargi og óhljóðum. Fylgdarsveinar hans tveir höfðu með- ferðis sína sex hundana hvor í bandi. Gjömmuðu þeir og urruðu vitstola af æði og vildu losna. Næstur for- ingjanum reið svartskeggjaður snápur, sem hvorki virt- ist vera þjónn né hirðmaður, en gat þó'verið hvorttveggja i senn. Hann hafði svipu miklu í hendi. Ólin var mjög löng og smelti hann henni í sífellu, en gargaði sjálfur. Æsti hann hundana, þá er lausir fóru, á alla vegu og skipaði þeim að taka manninn, áður en hann kæmist að ánni. En svo var að sjá, sem skelfingin gæfi manninum margfalt þrek og skjótleik. Hann náði til árinnar nokk- urum augnablikum fyrr en hundarnir og steypti sér þeg- ar út í. Hann þreytti sundið af undraverðum knáleik og hugsaði ekki um annað, en að bjargast til lands hinum megin. Hundarnir lögðust til sunds á eftir honum. Bell- arion gekst hugitr við eymd flóttamannsins, og flýtti sér til móts við hann, til þess að hjálpa honum úr ánni.“ „Guð blessi yður, herra minn!“ stundi flóttamaðurinn og hneig niður örmagna. Sá af hundunum, sem skjótastur varð á sundinu, nálg- aðist nú óðfluga bráð sína, en Bellarion þreif til hans og skar hann á háls, þegar er hann kom úr ánni. Samstundis gall við ægilegt heiftar-öskur hinum megin árinnar, en Bellarion Iét sig það engu skifta. Hann gerði næsta hundi sömu skil — skar hann á háls umsvifalaust og varpaði síðan báðum hræjunum í ána. Þriðji hundurinn, risi á vöxt og grinunur að sama skapi, rauk á Bellarion með þvílíku heljarafli, að hann svifti honum um koll, og varð Bellarion undir vitstola kvikindinu. Ósjálfrátt skýldi hann hálsinum með vinstra atmi, því að hann óttaðist vígtennur hundsins, en með hægri hendi rak hanu knífinn að skafti í kviðinn á villi- dýrinu. Hundurinn rak upp fádæma org, tryltist ger- samlega og bjóst til nýrrar atlögu. Bellarion lagði til hans öðru sinni og tókst nú betur. Lagið gekk á hol i hjartastað. Straumur af heitu blóði spýttist á Bellarion, svo að hann varð allur gegndrepa. Iiann bylti hræinu af sér og. stóð upp seinlega. Flokkurinn hafði numið staðar hinum megin árinnar. Foringinn bölvaði og ragnaði svo ógurlega, að Bellarion hafði aldrei heyrt þvílíkt orðbragð, en alt í einu skip- aði hann fyrir á þessa leið:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.