Vísir - 01.06.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1928, Blaðsíða 2
VISIR fefHiíH 3 Nýkomið: KöJkudropar Dr. Oetker's Gepdllft í brjeíum Dr. Oetker's Þurkuð bl&foer Þurkuð kipsuber Kaptöflup Laukur. Nýlcomiö: Aluminiumpottar 20/26 & 20/30 ctm. Gólfmottur 3 teg. Crpaetzvélap email. Galv. fötup. A. Obeailiaupt. Flugvélin repd. Hér var mikið um dýrðir í gær ]?egar uýja flugvélin hóf sig íil flugs. Þúsundir manna söfnuðust í nánd við stein- bryggjui-ia, þegar það vitnaðist, að„Súlan" yrði dregin á flot og reynd. Hún lmfði verið sett saman norðan við yerslun Ellingsens, og var dregin það- an á hjólum ofan á stein- bryggju, en þar voru vængirnir f estir á hana. Var því lokið uni kl. 5 síðdegis og þá var henni ýtt á flot. Veður var kyrt og skýjáð loft. Þjóðverjarnir, Simon flug- maður og Wind vélamaður, stigu síðan upp í sæti sín, settu vélina af stað og brunuðu út úr höfninni, en löðrið sauð og rauk um flothylkin. Siðan béldu þeir út undir Örfirisey, beitíu þá upp í goluna, settu á fulla ferð og hófu sig til flugs. Voru þeir góða stund á sveimi, en að því loknu lentu þeir utan við hafnargarða og komu þvi næst upp að steinbryggju. — Nokkurir menn fóru i litlum vélarbáti út úr höfninni til þess að sjá, hvernig flugvélinni reiddi af. í honum voru m. a. aðalræðismaður Þjóðverja Dr. Schellhorn, prófessdr L. H. Bjarnason hæstaréttardómari, flugmaðurinn Walter, Dr. Al- exander Jóhannesson, Halldór Jónasson og Guðm. Hlíðdal. Seinná um kveldið fór hún tvær reynsluferðir og flugu þeir þá m. a. Walter og Dr. Alexander Jóhannesson. — Næstu daga munu menn eiga kost á að fljúga sér til skemt- unar hér um nágrennið. Kost- ar 20 kr. að fljúga í 15 mínút- ur. — En þessi verða fargjöld út um land: Til ísafjarðar 60 kr., til Akureyrar og Siglu- fjarðar 120 kr., til Vestmanna- eyja 32 kr., til Stykkishólms og Rangárvallasýslu 35 kr., til Þingvalla 25 kr. Milli ísafjarð- ar og Akureyrar (eða vSighir fjarðar) 60 kr. Nýkomið: Glóaldin ýmsar teg. Epll, Laukur. Sun-Maid púsínur í pöklcum og lausri vigt. Sveskjur, steinlausar. Sveskjur með steinum. ,'Kokosmjtfl, ítalskt sukkat.3 íjheildsölu hjá SMSSS I Simar 144 og 1044. | Símskeyti —o—. Khöfn, 31. maí. FB. Skærur Júgóslava óg Itala. Frá Berlín er símað: Ástand- ið milli Júgóslavíu og ítalíu er talið alvarlegt. Æsingar i Júgó- slavíu gegn ítölum halda áfram. Sumstaðar hefir lögreglan skor- ist í leikinn og handíekið ali- marga menn. Nokkrir menn hafa fcáerst í viðureignunum við Jög- regluna. Yfirlýsingar, ferdæm- andi framkomu lögretlunnar. liafa verið sainþyktar. Leitin að Nobile. Frá Osló er simað: Qsk sljórn- arinnar i Italiu um að fresta frekari aðgerðiim til bess áð hjálpa Nobile, vekja almenna undrun. prátt fyrir ósk Italíu- stjórnarinnar hefirNoregsstjórn ákveðið að senda Riiser-Larsen með flugvél til Spitzbergcn. Frá Stokkhólmi er símað: Svíar undirbúa hjálparleiðang- ur i samráði við Norðmenn. Stjórnin í Rússlandi hef ir ákveð- ið að senda ísbrjóta með flug- vélar norður í höf. Vatnavextir. Frá Bcrlín er símað: Miklir vatnavextir í Slcsíu. Mörgsveita- þorp umflotin. Brýr og vegir w Nýjap birgðir komu með „Goðafoss". — Lægra verð eci nokkru sinni áður. Versl. B. H. BJAItNASON. hafa eyðilagst. Stórtjón á ökr- nni. Breskir verkamenn og kom- múnistar. Frá London er símað til So- eialdemokraten: Ráðstef nur ýmissa verklýðsfélaga sem haldnar hafa veríð síðustu dag- ana, hafa aliar með yfirgnæf- andi meiri lduta samþykt yfir- lýsingar andvígar kommúnist- um. Flugpdstur. J?ess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að póststjórnin hafi gert samning við „Flugfélag ís- lands" um flutning á pósti til allra viðkomustaða flugvélar- innar. — Gildir sá samniugur frá 10. þ. m. og hef jast þá reglu- bundnar flug-póstferðir hér á landi. Póststjórnin hefir nú Iátið gera sérstök flug-frímerki al- menn, er bera mynd Kristjáns konungs X, en ofan i þau hefir verið prentuð mynd af flugvél. Fást frímerki þessi að sjálf- sögðu á ölliun viðkomustöðum flugvélarinnar, en ekki mun enn hafa verið ákveðið, hvort þau verði höfð til sölu á öllum póst- húsum landsins. Sennilega verða þau þó Ijöfð til sölu á sem flestum pósthúsum, þvi að ætla má, að marga muni langa til að eignast þau. Til flutníhgs verða tekin loftleiðina almenn bréf, ábyrgð- arbréf, spjaldbréf, póstávísanir og prentað mál allskonar — Enn fremur veijða tekn- ir smá-bögglar og mega þeir ekki vera stærri á neinn veg en 60 cm. — Sérstök þyngdarmörk fyrir liöggla þessa verða ekki ákveðin, en vitanlega mega þeir ekki vega meira en tilskilið er í póstlögum um þyngd böggla alment. Peningabréf eða bréf með ákveðnu og árituðu verði verða ekki tekin til flutnings með flugvélinni, og sama gildir að sjálfsögðu um verðböggla. Enn er þess að geta, að ó- borguð bréf verða ekki flutt loftleiðis og vanborguð bréf því aðeins, að fluggjaldið (10 aur- ar) sé greitt fyrirfram. — Burðargjald undir póstsend- ingar þær, sem fluttar verða með flugvélinni, er hið venju- lega burðargjald með póstum, að viðbættu 10 aura gjaldi fyr- ir hver 20 gr. eða minna af þyngd sendingarinnar. Gildir það jafnt um böggla sem bréfa- sendingar. — Burðargjald und- ir einfalt, alment bréf (20 gr. eða minna) með flugvélinni verður því 30 aurar, undir 40 gr. 50 aurar, undir 100 gr. bréf 80 aurar o. s. frv. Reykið adeins Teofani eigavettuB?. Fást hvarvetna. pess verður ekki kfafist, að póstsending, sem flutt er loft- leiðis, sé frímerkt með flug-fri- merkjum, en Visir hefir verið beðinn að geta þess, ahnenningi til leiðbeiningar, að póststjörn- inni kæmi betur, að flug-fri- merki yrði notuð að sem mestu leyti á þessar sendingar. Ann- ars mega póstsendingar, sem fluttar eru með flugvélinni, vera frímerktar með venjulegum frímerkjum að einhverju leyti eða öllu. — Hitt ér ófrávikjan- leg regla, að póstsending verð- ur ekki flutt loftleiðis, hvernig sem hún er frímerkt, nema þvi að eins, að beiðni komi fram um það, um leið og hún er sett i póst. -— Getur slík beiðni komið fram munnlega, þegar sending- unni er skilað i póst, eða á þann hátt, að hún sé rituð á seuding- una sjálfa. I pósthúsunum verða til bláir miðar, áletraðir: Loft- leiðis. Par avion, á íslensku og frakknesku, sem límdir verða á allar póstsendingar, sern sendar verða loftleiðina. — pegar póst- sending, sem komið hefir tjl ein- hvers pósthúss með flugvélinni, á að halda áfram í pósti með venjulegum hætti, ber póst- manni að strika yfir hinn bláa miða og láta sendinguna halda áfram i pósti, án sérstaks kostn- aðar fyrir viðtakanda. Hætt er við, að öllum almenn- ingi kunni að þykja flug-gjaldiJ5 nokkuð hátt, en þess ber að gæta, að poststjórnin verður að greiða „Flugfélagi Islands" SiTO að þúsundum króna skiftír fyrir flutning hverrar smáie&tar af pósti. Má vafalaust gera rftíí fyrir, að póstsjoður bíði all- verulegan halla af flutniugam þessum, þrátt fyrir aukagjald það, sem lagt verður á sending- arnar. 70 áva reynsla og viaindalegar rannsóknir tryggja gœði kaffibætiains I I enda er hann licimsfrætrur og hefur 9 slnnum hlotið gull- og silfurraedalíur vegna fram- úrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefur reynslan sannað að VERO er mtklu foetri og drýirrl eh nokkur annar knf'fihætir. Notií aoeina VERO, það marg borgar sig. I heildsOlu hjá HALLDÓRI EIRÍKSSYNI ;Hafnarsíræti 22. jReykjavík. Nýjap vöpnr: Tennis- Skyrtur, Buxur, Jakkar, Peysur, Húfur, Spabahlífar og handföng, Sundtöt kvenna og karJa. SundvHPngir, Sundskýlur/fSportbelti og s >kkar. Baktöskur, Ferðabikarar, Áttavitar, Öklahlítar, Hnéhlitar. Skátavainingur ýrniskonar, svo sem: Lytjakassar, Hnífar, Slíður, Flautur o. m. £L MamM^íftMiM<m m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.