Vísir - 07.07.1928, Síða 4

Vísir - 07.07.1928, Síða 4
V I s I R Fyrst um sinn verður skrifstof- um okkar iokað kl. 1 e. h. á laugar- dðgum. I. Brynjúlfsson & Kvaran. Málningavörtu* bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, JFernis, þurkefni, ter- pentína, blackfernis, carbolín, kreólín, Titanhvítt, zinkhvítt, blýhvíta, copallakk, krystallakk, húsgagnalakk, hvitt Japan- lakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi litum, lagað bronce. — Þurrir litir: Krómgrænt, zinkgrænt, kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, kassel-brúnt, . ultramarine-blátt, emaille-blátt, ítalskt rautt, ensk-rautt, fjalla-rautt, gull-okk- ur, málm-grátt, zink-grátt, kimrog, lím, kítti, gólf-fernis, gólf- dúkalakk, gólfdúkafægikústar. Vald. Poulsen. Skrant - blómsturpottar mikid og fallegt úrval, K. Einarsson & BJÖrnsson Bankastræti 11. Sími 916. K Veggfóðnr. Fjölbreytt úrval mjög ódýrt, nýkomið. Guðmnndur Ásbjörnsson SÍMI. 1 700. LAUGAVEG 1. Góðu filmurnap eru komnar. Emnig mikið úival af myndavólum og myndarömmum. Hans Petersen, Bankastræti 4. Hátíðamatur. Nýr lax á 1 *-r ya kg, nýslátrað nautakjöt, nýslát að kindakjöt. Nýr silungur úr Þingvallavatni kemur venj'dega á töstudrtgum kl. 4—5. Hangikjöt, ísl. smjör. Kötbúðin í Ton. Sími 1448. (2 línur) LKIGA 1 Fólksbifreið óskast til leigu 3—4 daga, seinni part þessa mánaðar. Tilboð með leigu- kjörum sendistVísi fyrirmánu- dagskvöld, merkt: „Ábyggileg- ur“. (231 TILKYNNING Fastar feröir daglega til Þing- valla og Þrastaskógs. Bifreiöastöö Einars og Nóa. Sími 1^29. (54 í baðlierbepgi: Speglar, Glerhillur, sapuskálar, svampskálar.handklæðabretti, fata- snagar 0. m. fl fyrirliggjandi. Ludvig Stopr, Laugav. 11. P VINNA | Tvær kaupakonur, sem helst. þurfa aö kunna að slá, óskast á sveitaheimili nærlendis. Einnig ein á heimili i Borgarfiröi. Trygg kaupgreiösla. Uppl. á Hótel Heklu, herh. nr. 1, kl. 6—8 í dag. (202 2 herbergi og eldbús óskar einbleyp kona að fá 1. okt, helst nálægt miðbænum. Uppl. á Hverfisgötu 57, 'eftir kl. 7. (207 Hraust og dugleg unglings stúlka, frá góðu heimili, ósk- ar eftir atvinnu við afgreiðslu í búð, eða bakaríi. Vist hjá góðu barnlausu fólki getur komið til mála. A. v. á. (215 Tvö sólrik berbergi og eld- bús í kjallara til leigu 1. okt. á Laufásveg 38. (224 Dugleg kaupakona óskast. Hátt kaup. Uppl. Grettisgötu 43 A. (214 Ibúð vantar 1. okt. 3-5 lier- bergi og eldhús*, með öllum þægindum, á góðum stað. Fyr- irframgreiðsla, ef um semur. A. v. á. (220 Dugleg kaupakona óskast norður í Skagafjörð. Uppl. á Grettisgötu 38, kl. 8—9 síðd. (213 Herbergi til leigu á Grund- arstig 10, uppi. Uppl. eftir kl. 7 i kvöld. (218 Unglingstelpa óskast til að gæta barns. Uppl. Bragagötu 29. " (212 íbúð (4—6 herbergja) vant- ar mig frá 15. sepi. eða 1. októ- ber. Tilboð merkt „Bæjarlækn- ir“ leggist á afgr. Visis. Magn- ús Pétursson. (233 Kaupakona óskast á gott sveitalieimili. Uppl. á Njáls- götu 5, kjallara. (211 Kaupakona óskast á gott heimili. Uppl. á Grettisgötu 51. Sími 1766. (210 | TAPAÐ-FUNDIÐ | Utskorin, bvit beinnál hefir týnst. Skilist á afgr. Vísis (209 Vélamann vantar norður á Þórshöfn. Uppl. í sima 1104 til kl. 6. (208 Kaupakona óskast vestur á Mýrar. Uppl. i kveld, milli 6 og 8, á Vesturgötu 19. Sími 19. (223 Ivörfustóll befir fundist við Elliðaár. A. v. á. (229 Budda með peningum i tap- aðist frá Laugaveg 49 að Laugaveg 18. Skilist á Lauga- veg 49 A. (225 Unglingsstúlka óskast strax í létta vist. Hátt kaup. Uppl. Vesturgötu 33, bakliús. (222 Kaupakona óskast. Áreiðan- legt kaupgjald. Uppl. á Grett- isgötu 57, uppi. (217 Unglingsstúlka óskast að gæta barna. Uppl. á Laugaveg 55, uppi. (228 Ivaupakona óskast strax austur í Flóa. Hátt kaup. Uppl. Bergstaðastræti 15. (227 Stúlka getur fengið leigða stofu og eldbús með annari. Uppl. á Framnesveg 52 B. (226 . Kaupakona óskast aS Birtinga- holti í Árnessýslu. Uppl. í síma 812. (174 2 vana línumenn vantar mig á mótorbátinn „Erik“. Halldór Magnússon. Hittist oftast nær um borð. (232 Dugleg og þrifin kona vill taka að sér breingerningu á skrifstofum, rakstur á túnum eða einbverja aðra þægilega og. góða vinnu. A. v. á. (221 Stúlka vön liússtörfum ósk- ast í bæga vist á fáment heim- ili. Uppl. Laufásvegi 41, uppL (178 Ánamaðkar til sölu. Simí 177. Skólastræti 5. (219 Það er almaanaxómur, aö Sæ- gammurinn eftir Sabatini, sé sú besta skáldsaga, sem völ er á tií skemtilesturs. Kemur út í heftum, „VikuritiS", hvern laugardag á 2ý aura heftiS. Fæst á afgr. Vísis/ 6. heíti er komið. (195 Hafnfirðingar! Þeir, sem hafa keypt söguna ,, S ægammurinn* ‘ f (Vikuritið) geta framvegis fengi'ð hana hjá Kolbeini Vigfússynir Plverfisgötu 13, Hafnarfirði. „Sæ- gammurinn" er besta sagan. Gerist kaupendur. (199? Fluguveiðarar fást í verslun Þórðar frá Hjalla. (126 Húsmæður, gleymið ekki að kaffibætirinn „Vero“ er miklu betri og drýgri en nokkur ann- ar. (689' Fj elagsprentsmiö j an. FORINGINN. og dáð, á ýmsa vegu. En mér vex það ekki í augum. Og eg girnist ekkert þessháttar.“ Greifafrúin þokaði sér örlítið fjær og starði á Bellarion öldungis forviða, næstum óttaslegin. „Guð minn góður! Þú talar eins og munkur, Bellarion. En hvað segirðu um ástina? Er ekki ástin ennþá til í heiminum? Hún eykur og margfaldar gildi alls þess, sem þú ert að lítilsvirða." „Við höfum stundum minst á ástina, madonna. Ef eg hefði látið töfrast af fegurð yöar, þá hefði eg nú verið ódrengur og svikari í augum Facinos. — Yður þarf ekki að furða á því, þó að eg hafi ótrú á ástinni, eins og öllu öðru, sem heimurinn hefir að bjóða.“ „Meðan Facino var á lífi þá —“. Hún þagnaði skyndi- lega, en hóf svo máls á ný, eftir andartak. „En núna? Hvað ætti nú að geta verið því til fyrirstöðu, að þú tækir það, sem eg býð þér? Stóð ekki í eríðaskránni fullum stöfum, að Facino bæði þig að annast mig og minn hag? Er eg ekki einskonar hluti af arfi þínum?“ „Látum svo vera. Eg á að þjóna yður, — annast yður á þann hátt. Og þér munuð ávalt eiga trúan þjón og sí- felt reiðubúinn, þar sem eg er, madonna.“ Ritarinn kom nú inn í stofuna, og slitu þau þá talinu. Flann kom með þá orðsendingu, að greifinn af Pavia ósk- aði að tala við Bellarion lávarð. Bellarion var feginn að fá tækifæri til þess að slíta samtalinu, og gekk út þegar. Hann hugsaði til Facinos. Hann var tæpast kaldur orðinn. En ekkja hans var svo blygðunarlaus, að leita umsvifalaust ástagamans og hugg- unar hjá öðrum. Hann hugsaði um furstann unga, hinn föla, dauflynda mörhjassa. Hann mintist þess, sem hann hafði séð til hans og greifafrúarinnar fyrir nokkurum mán- uðum. Hann sá Filippo Maria fyrir sér, sá augnaráðið, hvernig hann mændi vonaraugum á hverja hreyfingu greifafrúarinnar. Og honum varð ljóst, hvernig hægast væri að svala metnaðargirnd hennar og hamslaustum þorsta í völd og upphefð. Hún óskaði þess að verða hertogafrú í Mílanó. Hann ætlaði að gera það, sem í hans valdi stæði til þess, að hún fengi óskina uppfylta. Þessar skoplegu hugsanir sóttu á Bellarion, uns hann kom í bókasafnið, þar sem Filippo Maria beið hans. „Hér er nýung á ferðum,“ sagði furstinn og rödd hans titraði. „Estorre greifi hefir verið kjörinn hertogi í Míl- anó“. Hann leit upp úr skjali, sem hann hélt á og var að lesa. „Það er vel að verið. En herra Estorre mun verða að gjalda þá vegsemd með lifi sínu,“ sagði Bellarion og var hinn rólegasti. „Það verður hægðarleikur, að láta hann hníga í gras.“ „Hvað segið þér?“ — Búlduleitt snjáldrið á Filippó Maria varð fast að því vingjarnlegt á að sjá. „Þjónið mér með trú og dygð, og eg mun launa yður höfðinglega. Mér hefir verið skýrt svo írá, að þér ráðið nú yfir öllum heP Facinos, og að hershöfðingjar hans taki því feginshendir að þér verðið eftirmaður Facinos." „Það er nú aö vísu ofurlítið orðum aukið. Hershöfðiugj-' arnir hafa unnið lafði Beatrice hollustueið, en ekki mér. Og greifafrúin mun vafalaust vilja fara að óskum yðar. Hún hefir altaf borið í hrjósti sínu flekklausan vinarhug til yðar. Hug hennar og hjartalagi var í rauninni þann veg farið að — jæja, — það er best að eg kannist við, að eg varð einu sinni að takast það leiðinlega starf á hendur, aö minna hana á, að hún ætti eig- inmann og hefði skyldur að rækja gagnvart hon- um. Henni var óvenju hlýtt í hug til yðar, um þær mundir, og gæti vafalaust orðið það á nýjan leik, þó að alt sé nú að vísu þyngra undir fæti en áður.“ „Þyngra undir fæti? Hvernig þá?“ „Nú á hún allan auð Facinos. Áð því er til auðæfanna tekur, er hún vissulega samhoðin hverjum ítölskum fursta. Enginn þjóðhöföingi hefir nokkuru sinni fengið jafnmik- inu auð með brúði sinni.“ „Brúði ?“ sagði Filippo Maria agndofa, því nær ótta- sleginn. „Brúði? — Brúði?“ „Mundi yðar hátign láta sér nægja öllu minna? Mundi þér láta yður nægja, að þiggja hjálp af Beatrice greifa- frú, þegar þér hafið tækifæri til að eignast allan auð henn- ar og getið varið honum eftir eigin geðþótta?“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.