Vísir - 25.09.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 25.09.1928, Blaðsíða 6
Þriðjudaginn 25. sept. 1928. Ví SIR MMKXKKXXXM M M N WOOOOOOOOWW Sími 542. mNMMKWMMXXXMMMHXXXXXKMNMM lireyfingar sem léttastar, mjúk- astar og fegurstar. í því slcyni eru börnm t. d. mikið látin hreyfa sig eftir hljóðfæraslætti; þannig eru þau sumstaðar látin ganga út og inn eftir slaghorpu- músík. Frúin hafði annars svo margt merkilegt og fróðlegt um smá- barnakenslu að segja, að engin leið er að fara út í þá sálma hér. Vonandi að hún skrifi sjálf um það efni, auk þess sem hún mun liafa í liyggju — eftir þvi sem henni þykir við eiga og að- staðan leyfir — að beita fróleik sinum í framkvæmd í 'barna- skóla þeim, er hún heldur uppi hér í bænum. Að lokum vikum vér að stjórn skólamálanna. Hún hggur meira í leiðbein- ingum en skipunum. Skóla- nefnairnar hafa valda eftirlits- menn, sem fara milli skólanna og leiðbeina. Síðan hefir fræðslumálastjórnin aðra eftir- litsmenn, sem heimsækja skól- ana í sömu erindum og hafa þar yfirumsjón. Bretar trúa bet- ur umsjónarmönnum en próf- skýrslum lii þess að segja satt um mentamálastarfsemina í landinu. Skólastjórar og kenn- arar hafa mjög frjálsar hendur um ýmiskonar tilraunir og um tilhögun á kenslu, hver í sínum skóla. Vér þykjumst skilja að þér lítið svo á, að pórhallur biskup hafi verið á réttri leið er liann var að brýna fyrir okkur að læra af Bretum i uppeldismál- unum ? pað er sameiginlegt og ein- dregið álit okkar að við höfum geysimikið af þeim að læra í þeim efnum, og það er trú okk- ar að kennarastéttin vakni bráð- lega til ahnennrar meðvitund- ar um að svo sé. Ef þér viljið fara eftip bpagðinu og gæðunum þá er ekkert súkku- laði |á landinu eins ódýpt og TOBLER Stndebaker eru bíla bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossíur. B. S. R. hefir fastar ferðir til Vífilsstaða, Hafnarfjarðar og austur í Fljótshlíð alla daga. Kuldinn nálgast! Fjöldi af vetrarfrakkaefnum, ásamt albestu, fáanlegu tegund- unum af bláu Cheviotunum og svörtu, í smoking og kjóla. Ger- ið svo vel að athuga verð og gæði, áður en þið festið kaup annarstaðar. Gifom. B. Vikar. Laugaveg 21. Sími: 658. Nokkrar tunnnr aí' ágætum gulrófum til sölu. Einnig ágætt dilkakjöt í heilum kroppum. Verðið lægra en ann- ars staðar. Uppl. í síma 893. æ æ æ Veggflísar - Kólfflísar. Fallegastar - Bestar - Odýrastar. Helgi Magnússon & Co. æ æ Lansasmiöjur steðjar, smíðahamrar og smíðatengur. Klapparstíg 29. VALD. POULSEN. Síml 24. Bjargey Pálsdóttir Skólavörðustfg 8. — Sími 51. IM Eins og hingað til gefum við meiri eða mlnni afslátt af öllum eldri karlmannafötum. FATABÚÐIN. H.f. F. H. Kjartansson & Co. Bjúpnaskot! Hfifnm fyrirliggjandi: Eins og að undanförnu höfum við fengið hin velþektu, góðu rjúpna- skot og sjófuglaskot: „Legia“ og „Diana". Alt reyklaus skot. — Verðið hefir lækkað. V iktoriubaunlr, Sago, Molasykur, Sveskjuv, Bl. Avexti, Rismjöl, Kartöflumjöl, R'ú.sinur, Aprikosur. -Haframjöl kemur næstu'daga. Verðið hvergi lægra. von. ææææææææææææææææææææææææææ FRELSISVINIR. kyrsett yður — gerum ráð fyrir aö þér hefðuS horfið — Hvaö segiö þér um þa’ð?“ „Ef svo heföi farið — þá hefði eg þó að minsta kosti komist hjá ósvífnum og ómaklegum spurningum af yðar hálfu." „Þær eru ekki ósvífnar! Eg heimta að eins upplýsingar. Upplýsingar um það, hvort þér hefðið hugsað yður, hvern- ig þá væri komið fyrir okkur. Gætið þess, að við vorum ekki búnir að fá munnlega skýrslu yðar. Vissum ekki um árangurinn af rannsókn yðar. Featherstone liefði því get- að haldið áfram starfa sínum og njósnað um okkar liagi — óhultur og óáreittur." Latimer var reiður. En jafnvel þó að honum væri mjög óljúft að gefa frekari skýrslu um starf sitt, var hann þó til neyddur að gera það. Hann spratt upp úr sætinu. „Hr. forseti." Halin beindi máli sínu til fundarstjóra. „Eg skal að eins taka það fram, að eg gerði auðvitað ráð íyrir því, að það sem hr. Rutledge bendir til, gæti kom- ið fyrir. Eg hafði því gert skriflega skýrslu, um alt sem við bar hjá landstjóra. Eg hafði gert ráðstafanir til þess, að koma skýrslunni í hendur nefndinni, ef eg yrði ekki kominn aftur klukkan sex í kveld. Nefndin hefði því á engan hátt farið á mis við neitt .af því, sem eg hefi kom- ist á snoðir um.“ Svarið var fullnægjandi. Og Latimer flutti það af ein- lægni og áhuga, eins og honum var lagið. Hann hlaut því aftur samúð allra fundarmanna, og sá þess ljós merki í svip þeirra. Hann lét því ekki tækifærið ónotað og bætti við: „Er þetta nægilegt, hr. Rutledge? Getið þér nú ekki kannast við, að eg hafi sýnt næga forsjálni og að réttsýni yðar mætti vera meiri? Eg vonast til þess, að þér játið það — og skal eg þá láta mér það nægja og meta það sem fullgilda afsökun." „Hverjum afhentuð þér skýrsluua?“ spurði Rutledge. Sú spurning var harla djörf, með því að allir fundarmenn voru nú á bandi Latimers. Illur kurr kom upp meðal fundarmanna, en Rutledge skeytti því engu. Hann var sem aldin og reynd eik í skógi, er ekki sinnir smávægilegum gusti. „Það er mjög svo áríðandi, að við fáum vitneskju um það,“ sagði hinn rólyndi maður. „Hamingjan hjálpi yður maður! Um hvað eruð þér nú að dylgja? Efist þér um, að eg segi satt?“ Latimer varð náfölur. Hann laut fram á borðið og horfði fast á and- mælanda sinn. En Rutledge var harður sem stál, kaldur og ósveigjan- legur. „Eg fer ekki með neinar dylgjur. Eg spyr aðeins.“ „Svaraðu manninum, Harry, — i guðsbænum svaraðu honum!“ hrópaði Moultrie vanstiltum rómi. „Eg fékk vini mínum, Tom Izard, skýrsluna í hendur til varðveislu. Hann var staddur heima hjá mér og beið þess þar, að eg kæmi aftur frá Fagralundi. Er þetta nóg? Eða á eg að senda vini mínum orð, svo að hann geti borið mér vitni?“ „Það er ástæðulaust, að flækja hr. Izard í málið,“ sagði Rutledge. „Umsögn yðar er nægileg, hr. Latimer.“ „Mér ber víst að gleðjast — og þakka!“ „En leyfist mér að spyrja — hvers vegna leituðu þér til hr. Izards um þetta? Hvers vegna komu þér ekki til ein- hvers okkar?“ „Vegna þess, að eg hafði nauman tíma til þess, að leita ykkur uppi. Hr. Izard er vinur minn, og var nærstaddur. Hann var eini maðurinn, auk ykkar, sem vissi að eg var staddur í Charlestown.“ „Nú — jæja. Þetta atriði er ef til vill þýðingarlítið. — En þegar málum er svo háttað, sem okkar málum nú, þá verður að sjá við öllu smávegis, — menn verða að vera við öllu búnir og foröast alla tvísýnu.“ „Hvern andskotann sjálfan eigi þér nú við? Mér er það með öllu óskiljanlegt!“ Latimer rauk upp. „En mér fer þó að skiljast, að þér hugsið um það eitt, að fara sem allra mestar krókaleiðir, til að komast hjá lítilfjörlegri áhættu. En þér megið ekki ímynda yður, að allir menn sé svo varkárir að eðlisfari. Sem betur fer eru ýmsir okkar skjót- ari til athafna en oröa — og fer vel á því, — því að ann- ars er hætt við að alt lendi í orðunum einum. Og sá, sem koma vill einhverju í verk, verður að taka á sig þá áhættu, sem er því samfara. Því er yður óhætt að treysta.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.