Vísir - 26.09.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 26.09.1928, Blaðsíða 6
Miðvikud. 26. sept. 1928. VÍSIR er að dómi fLestra vand- látra húsmæðra óviðjafn- anlegt suðusukkuladi. Lausasmiðjur steðjar, smíðahamrar og smlðatengur. Klapparstíg 29. VALD. POULSEN, agnsperur lýsa best, — endast lengst og kosta minst. Allar stærðir frá. 5—32 kerta aðeins eina krónu stykkið. Hálfvatts-perur afar ödýrar: 30 40 60 75 100 150 Vatt Kr. 1,30 1,40 1,65 1,80 2,75 4,00 btykkið. Helgi Magnússon & Co. Landsins mesta úrval af rammalistum. Myndir innrammaðar fljótt og vel. — Hvergi eins ódýrt. Guðmundur Ásbjörnsson. Laugaveg i. S'StSiSíStJtiíiíSíSíJíStÍíiOíiíi'S'SíSti'SUíSíSí Sápur !? ep mýlíja, styrkja g ogi Hrelnsa hör- iJundlð og gefa því yndlslegan mjall- hvitan Iltapfaiátt, — fást frá 35|aupum| istykkið í Laugavegs Apöteki SíÍíÍ!5!S(Í!i!S5S!iíi!Íli!iíi!i!Ííi!i!i!Í'i!Ít5tÍ! Simi 24. ifrastar ílar-w estir. Bankastræti 7. Simi 2292. 'Distemper in Pcnrder- iinifarfinn er bestur innanhúss sérstaklega í steinhúsum, Calcitine má einnig mála yfir gamalt veggfóður. Calcitine- límfarfinn er sótthreinsandi, á- ferðarfagur og auðveldur í notkun. Heildsölubirgðir hjá G. M. BJÖRNSSON, ínnflutningsversl. og umboCasaU, Skóiavörðustíg 25, Reykjavík Á fimtudaginn kemur^.verulega 'vænt dilka- kjöt úr Borgarnesi, besta kjötiðj til gniðursöltunar . — Komið og lítið á það. Kjöthnð 1 Hafnarfjaröar. Sillll IbÖ. Rjnpnaskot! Eins og að undunförnu höfum við fengið hin velþektu, góðu rjúpna- skot (og sjófuglaskot: „Legia" og „Diana“. Alt reyklaus skot. — Verðið hefir j lækkað. VON Studebaker eru bíla bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossíur. B. S. R. hefir fastar ferðir til Vífilsstaða, Hafnarfjarðar og austur í Fljótshlíð alla daga. Kvdldskóli K. F. U. M. tekur til starfa 1. október. Allar upplýsingar skólanum viðvíkjandi gefur Sigurbjörn í versl. Vísi. FRELSISVTNIR. „Þér megið auðvitað leggja yÖur sjálfan í hættu, hr, Latimer, svo oft sem þér óskið þess. Enda efast eg ekki um að þér munið gera það miklu oftar en nauðsyn krefur. En þér megið ekki tefla öðrum í neina tvísýnu — og síst af öllu því málefni, sem er okkur öllum dýrmætast.“ Því næst bætti hann við ibygginn. „Hr. Izard er bróðir landstjórafrúarinnar!“ Augu Latimers leiftruðu. „Hann er meðlimur í frelsis- vinafélaginu!“ „Það var Featherstone líka!“ „Hr. Rutledge, þetta keyrir úr hófi! Eg sagði yður, að Tom Izard væri vinur minn.“ „Eg- heyrði það, hr. Latimer. En því miöur breytir það engu um frændsemi þá, er eg benti ykkur á. Eg er ekki að halda því fram, að hr. Izard ætli sér að njósna um okkur. Eg nefndi að eins Featherstone, til þess að sýna fram á, að það er varlegra, að treysta mönnum ekki um of, fyrir þá sök eina, að þeir sé meðlimir í félagi frelsis- vina. Við megum ekki láta okkur sjást yfir það, að hann er heimagangur í húsi lafði William, systur sinnar. Það má heita svo, aö hann sé öllum stundum í höll landstjór- ans. Hann er og ungur maður, hégómagjarn og sællífur, og er því engin ástæða til að gera ráð fyrir, að hann sé sérlega þagmælskur. Þess háttar mönnum megurti við ekki trúa íyrir leynilegum fyrirætlunum okkar — að neinu leyti.“ Meira fékk hann ekki sagt. „Eg get ekki lagt það á mig, að hlusta á meira af þessu tagi,“ greip Latimer fram í. „Þér hafið svívirt nafn mitt og mannorð og eg hefi sætt mig við þáð. En eg þoli ekki að þér svívirðið vin minn, Og þó allra síst á þessum stað, þar sem þér notið hag og velferð ríkisins sem skálkaskjól fyrir svívirðingar yður, dylgjur og ósvífni!“ „Hr. Latimer — hr. Latimer!“ Lawrens reyndi að sefa hann, en það varð árangurslaust. Latimer gaf reiði sinni lausan tauminn og óskaði þess eins, að fá að láta hana í ljós. „Ef yður langar til að tala meira um Tom Izard, þá er best að þér gerið það á einhverjum þeim stað, þar sem eg get neytt yöur til að sýna honum þá virðingu, sem hann verðskuldar.“ Fundarmenn spruttu upp úr sætum sínum í einu vet- fangi, að Rutledge undanteknum. Hann sat kyr og brosti fyrirlitlega. Moultrie greip yfir um herðarnar á Latimer og reyndi að sefa hann. En hann var æfur og hristi vin sinn af sér. „Góðir hálsar!“ hrópaði hann. „Eg ætla þá að leyfa mér að fara héðan. Eg hefi litlar þakkir þegið fyrir það, sem eg hefi að hafst. En hins vegar hefir mér verið boðið meira en nóg af lævíslegum dylgjum. Það eru launin. Eg leyfi mér því að vænta þess, aö þið haldið ráðstefnunni áfram, án mín. Þið — og málafærslumaðurinn rembiláti — getið þjarkað og deilt um einskisverða smámuni, en eg tek til minna ráða. Komdu Gadsden! Við vitum hvað okkur ber nú að gera.“ „Já, það vitum við áreiðanlega!“ hrópaði Gadsden. Drayton fór með þeim. „Eg fer líka!“ sagði hann hvell- um rómi. Þeir fóru út og lokuðu á eftir sér. g. kapítuli. Tjara og fiður. Aðfall var sjávar og hægur kveldblær blés af hafi. Hafði það góð og svalandi áhrif á Latimer. Skýrðist nú margt, er honum var áður dulið, sakir þess, hversu afarreiður hann var. Hann sá þegar, að árangurslaust yrði að gera leit að Featherstone úr þessu. Hann hefði og að sjálfsögðu jíá þegar fengið viðvörun frá Mandeville, og hagnýtt sér hana. Hann mundi áreiöanlega vera búinn að forða sér undan hefndum þeirra félaga. Það taldi Latimer öldungis víst, enda þótt fátt væri víst í þessum reikula heimi, Landstjór-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.