Vísir - 14.10.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 14.10.1928, Blaðsíða 5
VlSIR Sunnudaginn 14. okt. Ið28. æ æ æ æ Ef þépgviljid fara eftir bragðinu og gæðunum þá er ekkert siikku- laði á landinu eins; § ódýrt ogj æ æ 1 TOBLER <20 PrestafélagsrltlS 1928 er nýlega komiö út. Efnið er þetta: „V innuveitandi og verka- r.ienn." Siöasta prédikun Haralds próf. Níelssonar. „Sálmur“, þýdd- ur úr sænsku. „Samvinnumál. Al- þý'öuerindi, flutt á sveitasam- komu“, eftir sira Magnús Helga- son, skólastjóra. „Raimsóknir mn æfi Jesú“, eftir Magnús Jónsson, prófessor. „Prófessor Haraldur Nielsson," eftir Sigurö P. Si- vertsen. „Gandhi,“ eftir Kjartan pjróíast Helgason. „Ávarp til dr. tiieol. Valdemars Briem, vigslu- biskups, á áttræðisafmæli hans“, eítir Pál bónda Stefánsson á Ás- ólfsstööum. „Þrjár Noröurlanda- kirkjurnar og helstu einkenni þeirra", erindi eftir Sigurö P. Si- vértsen. „Vígslubiskup Geir Sær mundsson. Nokkur minningarorö", eftir Stefán prófast Kristinsson. „'Frá Reykholtsprestum“, eítir ICristleif bónda Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. „Erindi um kristni- boð,“ eftir Ólaf Ólafsson, kristni- boða. „Sjálfsforræði kirkjunnar“, eítir síra Gunnar Árnason frá Skútustöðúm. „Þorsti“, erindi eftir síra Þorstein Briem. „Frá upphafi dvalar síra Jóns Bjarnasonar í Vesturheimi. Tvö bréf frá honum til síra Helga Hálfdánarsonar.“ „Um gildi mannsins,“ eftir Ás- mund Guðmundsson, docent. „Prestafélagið,“ eftir S. P. S. „Ferð um Austurland,“ eftir sira Friðrik Friðriksson. „Kirkjumál á Alþingi," eftir Magnús Jónsson, guðfræöiprófessor. „Merk bók,“ eítir sama. „Erlendar bækur,“ eft- ir dr. J. H., sira M. J. og ritstjór- ann (S. P. S.). „Reikningur Presta- félagsins 1927.“ Eins og sjá má af upptalningu þessari, eru þaö tiltölulega fáir menn, sem leggja til alt efni í þetta merka rit og hefir svo verið alla tíð. Er það í raun réttri illa fariö, að fleiri kennimenn skuli ekki láta ti! sín heyra á þessu þingi, því að vafalaust eru margir prestar lands- ins ágætlega pennafærir menn, pð að þeir láti aldrei neitt eftir sig sjást á prenti. Og ekki er ráð fyrir því. gerandi, að þá skorti áhug- ann á andlegum málum. Um efni þessa heftis er það aö segja, aö þar mun flesi vera læsi- legt og sumt ágætt. Nefni eg þar til ekki hvað síst erindi síra Þor- steins Briem (Þorsti). Er það er- indi ágætt, jafnt að efni sem bún- ingi, og mun verða lesið með mik- illi athygli og ánægju. Þá þótti mér og gaman að lesa „Frá Reyk- holtsprestum," eftir hinn fróða mann Kristleif á Kroppi. Segir hann þar nokkuð frá ölluin þeim klerkum, er verið hafa i Reykholti síðastliðin 120 ár, og hafa margir þeirra verið þjóökunnir metm. Nefna má og bréf sira JónsBjarna- sonar. Sýna þau berlega, hversu geðslegt hefir verið andlega lofts- lagið þar vestra i „norsku sýnó- dunni,“ er síra Jón kom þangað. Segir dr. J. H. i formálsorðum, er Jtann hefir ritað með bréfunumi, að „þau gefi góða mynd af höf-' undinum sjálfum, sem óhvikulum skapgerðarmanni, er til hins ítrasta heldur fast við frelsi sannfæringar sinnar, þótt hann eigi það á hættu, að missa alla atvinnuvon innan þessa^norska kirkjufélagsskapar fyrir þá fastheldni sína' við það, sem hann álítur satt og rétt.“ Margt er þarna fleira góðra rit- gerða, þó að þeirra sé ekki getið hér sérstaklega. Reikningur Prestafélagsins ber með sér, að það hefir átt í sjóði rúmar 1600 krónur um síðustu áramót. P- SIM lipltaÉ Mörgum mun þykja ótrúlegt, að nokkur bóndi í pingvalla- sveit skuli hafa látið sér detta í hug, að kaupa sláttuvél til notkunar þar eystra. Flest tún þar i sveit eru þýfð meira eða minna og mörg þeirra harla grýtt. pað er því ekki líklegt, að sláttuvél geti komið að gagni á neinu þeirra. Og engjarnar eru reytingssamar og óvíða svo sléttar, að nokkurt viðlit sé, að nota á þær sláttuvélar, nema ef til vill Stíflisdal, en liann ligg- ur, sem kunnugt er, uppi við fjöll, vestur undir Kjósarskarði. Einn bóndi sveitarinnar varð þó til þess, núna í sumar, að kaupa sér sláttuvél og reyna hana á Stíflisdals-enginu. Var það Jón á Brúsastöðum, eigandi „Val- hallar“. — Keypti hann sér not- aða vél af þeim Kalmanstungu- feðgum og notaði hana eitthvað úti í Stíflisdal, eins og áður var sagt. En mælt er, að engjablett- ur sá, er hann fekk til afnota, hafi ekki verið svo sléttur, sem æskilegt hefði verið, en sláttu- Gttðm. B. Vikar. 7yrsta flokks klæðaverslun og saumastofa Laugaveg 21. Stórt úrval af fata- og frakkaefnum. Nýjar vörubirgðir með hyerri ferð: vélar rista af allar ójöfnur, sem kunnugt er. — Og' fyrir þvi mun liafa vexáð i meira lagi af „ljá- músum“ i heyinu. En mikilvirk hafði Jóni bónda þótt vélin og ekki séð eftir kaupunum. — Jón Guðmundsson er einkar fram- sækinn maður að eðlisfari og horfir ekki i að leggja fram fé til uxnbóta og nýunga, ef því er að skifta. Verður þess vart í mörgu, að hann liefir fullan liug á, að fylgjast með tímannm og þreifa fyrir sér um meiri liag- kvæmni i vinnubrögðum og öðru. Annars er nú hætt við því, að sláttuvélar komi ekki að not- um í pingvallasveit fyrst um sinn, þvi að fáar sveitir hér á landi munu miður fallnar til mikillar jarðræktar en hún, að tveim bæjum undanteknum, Heiðarbæ og Stiflisdal. 1 Stifl- isdal er óþrjótandi graslendi, og á Heiðarbæ mætti gera svo niikið tún, að af því fengist mörg þúsund töðuhesta árlega. En til þess þyrfti vitanlega mikla vinnu og mikið fé. En væri móarnir þar niður af bænum brotnir til ræktunar og gerðir að túni, mundi það nægja allri sveitinni og vel það, auk tún- kraganna, sem fyrir eru. Hyrfi þá úr sögunni liin örðuga engja- sókn upp um fjöll og út á heiði, sem tíðkast hefir þar í sveit fram að þessu. Má það í raun- inni merkilegt heita, að annað eins gæða land og Heiðarbæjar- móarnir, skuli hafa legið óhreyf t og gagnslaust í þúsund ár, ekki síst þegar þess er gætt, að óvenju-örðugt liefir verið með heyfeng í sveitinni alla tíð. Kunnugur. Alþlnglshátíðin og bannlögin. —o— Mikið er hugsað og skrifað og skrafað um undirbúning undir þessa hátíð. En eitt er það, sem ekki liefir verið á minst. Bannlögin, eins strang- lega og þeim er framfylgt nú, ríða í bága við gestrisni vora 1930. Á að læsa niður og inn- sigla öll vín og vinföng, sem gestir vorir liafa á skipum sín- um, strax og þau koma að landi? „Vinlausar veislur og banilaus hjónabönd eru hvort- tveggja tilgangslaust“, sagði gamall sveitaprcstur, og eitt- hvað er nú hæft i þvi. Nú má segja, að við höfum spönsku vínin, en þau þykja bæði lin og léleg, þau sem hingað koma. — Nú vil eg stinga upp á þvi við háttvirta stjórn, að hún geri þá undanþágu, að flytja megi inn „hinn eldgamla Carlsberg- bjór“, til hátiðarinnar. Mundi það gleðja marga gamla landa, að fá að liressa sig á þeim di'ykk, sem þeir áður vöndust við. Þvi hátíðin á þó að vera gleði- en ekki sorgar-hátið. * Gaw-all þulur vésifirskur 9$ja ára. Chevrolet vörubifreiðar eru enn á ný mikið endur- bættar. Sérstaklega má nefna: Hömlur (bremsur) á öllum hjólum. Fimm gír, 4 áfram og 1 aftur á bak. Sterkari gírkassi með öxlum er renna í legum í stað „busninga“. Sterkari framöxull. Sterkari stýrisumbúnáður. Stýrisboltar í kúlulegum. Sterkari hjöruliður. Framfjaðrir með blöðum sem vinna á móti liristingi og höggum, á vondum vegum. Hlíf framan á grindinni til að verja vatnskassa og bretti skemdum við árekstur. Burðarmagn 1500 kíló (1866 kíló á grind). General Motors smíðar nú um helming allra bifreiða sem framleiddar eru í veröldinni, og þess vegna hefir tekist að endurbæta bifreiðarnar og lækka verðið. Chevrolet vörubifreiðar kosta kr. 2970,00 hér á staðn- um. Verð á varahlutum lækkað mjög mikið. Chevrolet fæst nú með GMAC hagkvæmu borgunar- skilmálum eins og aðrar General Motors bifreiðar. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavík. Umboðsmenn General Motors bifreiða á Islandi. MESSINGHANDFÖNG ó búðarhurðir, bæði bogin og bein, ennfr. Bronze-fót- lista á útihurðir, nýkomið. Ludvig Storr. Laugaveg 11. Studebaker eru bíla bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossíur. B. S. R. hefir fastar ferðir til Vililsstaða, Hafnarfjarðar og rnstur i Fljótshlíð alla daga. Nýttl Hvítkál, gulrófur ofan af Skaga, kartöflur ofan af Skaga, kartöflur frá Eyrarbakka og margt fleira. Lægsta verð á íslandi. Von og Brekkustíg 1. limfarfinn er bestur innanhúss sérstaklega i steinhúsum. Calcitine [má einnig mála yfir gamalt veggfóSur. Calcitine- límfarfinn er sótthreinsandi, á- ferðarfagur og auðveldur i notkun. Heildsölubirgðir hjá- G. M. BJÖRNSSON, innflutningsvertl. og umbotSuaU. Skólavörðustíg 25, Reykjavik. Vínber, Perur, Epli, Qlóaldin og Gulaldin. Kjötbúð flaf""írfjaríar. Sími 158. Stigaskinnur, Þröskuldaskinnur, Borðskinnur, Teppastengur í stiga og Messingrör fyrirliggjandi. Ludvig Storr. Lairgaveg 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.