Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 2
V I S I Tí Olseni Höfum til: Bætingsduft, ýmsar teg, GoFdnftiö „Backin“, Kökudropa, Ce^ebos bovdsslt í dósum. ianó fyrsta flokks, fyrirliggj- andi, selst með vepk- smidjuverdi plús flutn- iugs kostuaði. / A. Qtienhaupí. fyrst byrjuðu slátt, frá 10.—15. júlí, liafa fengið nokkuð hrakta töðu, sökum úrkomu þá daga. Fjárheimtur eru ekki full- komnar enn, en lítur út fyrir góðar heimtur, og virðist fé með vænna móti. Sökum þess, að liorfur um verð eru frekar góðar í haust, munu menn ekki fjölga fé í haust, enda .fæstir svo lieyjað- ir, að slikt sé fært, en undan- farin ár og þó sjerstaklega í fyrrahaust, munu menn hafa fjölgað fé sinu nokkuð mikið, enda var verð á kjöti þá hið versta, sem verið liefir í langa tíð. Bændur munu því nú all- fiestir hafa fremur góðan fjár- stofn. Fiskafli var með mesta móti við Langanes í sumar. Frá Þórsliöfn gengu sex vélbátar. Þeir munu hafa fengið nokkuð á þriðja hundrað skippund liver, og er það mikið meira en meðalafli. JárnbrautarmáliD. —X- Símskeyti —o-- Khöfn, 10. nóv. FB. EtnugosiS magnast. Frá Berlín er símað: Skeyti frá Rómahorg, er hingað hafa borist, herma að hraunstraum- arnir úr Etnu hafi gersamlega lagt í eyði smábæinn Mascali og ennfremur nokkurn liluta brautarinnar á milli Catania og Messina. Samgöngur liafa tepst á landi. Ein fjölskylda og þrír. bændur sneru aftur til heimkynna sinna, en fólk þetta fórst í liraunflóðinu. Stjórnin í Italíu liefir sent hermenn til hjálpar, til þess að gera tilraun j til þess aö bjarga lausamunum i húsum þeirra þorpa, sem íbú- arnir hafa yfirgefið, o. s. frv. — Eignatjónið er mikið. Auk áður umgetinna smábæja, hafa frjósöm landsvæði og aldin- garðar eyðilagst. Fimm þús- undir manna eru sagðar heim- ilislausar. Aðaihraunstraum- urinn er sjötíu og fimm kíló- metra langur og sex hundruð metra breiður. Hermenn eru hafðir til þess að grafa skurði, í þeim tilgangi, að veita hraun- straumnum eftir þeim, útí liaf- ið. Tólf eldgígir hafa nýlega myndast. Stjórnarskiftin í Frakltlandi. Frá Paris er símað: Stjórn- armyndunin virðist ætla að verða miklum erfiðleikum bundin. Myndun vinstristjórn- ar virðist ógerleg, þar eð nægi- legt þingfylgi er eklci væntan- legt. Frakklandsforseti bað Poincaré að mynda stjórn, en hann færðist undán því, þar eð hann liti svo á, að ómögulegt yrði að mynda samsteypu- stjórn vegna mótspyrnu radi- kala flokksins, að minsta kosti ekki á sama grundvelli og áð- ur. Poincaré lofaði þó að lok- um að gera tilraun til þess að mynda stjórn. Frá Rúmeníu. Frá Bukarest er símað: Ti- tulesco hefir gert tilraun til þess, að mynda samsteypu- stjórn, en mistekist það, vegna þess, að bændaflokkurinn neitaði að taka þátt i stjórn- inni. Mikill fjöldi manna safn- aðist saman fyrir utan kon- ungshöllina og krafðist þess, að Maniu, bændaforingjanum, jrrði falin stjórnarmyndunin. Forráðamenn konungsins fólu Maniu i gær, að gera tilraun til þess að mynda stjórn. Flugumaður dæmdur til dauða. Frá Mexicoborg er simað: Toral, morðingi Ohregons, hef- ir verið dæmdur til lífláts. Utan af landi. Þórshöfn 10. nóv. FB. Tíðarfar var ágætt í sumar hér uin slóðir, engir illviðris- dagar liafa komið svo slæmir, að menn hafi tepst frá vinnu, og er það sjaldgæft, að heilt sumar líði svo hér, í seinni tíð. Grasspretta gal þó alls ekki talist góð. Stafar það sennilega af liinum þrálátu vorkuldum. Tún spruttu víðast hvar með lalcara móti, þurrar láglendis- slægjur illa, votengi nokkru skár. Heiðaengjar spruttu vel. Stafar það sennilega af því, hve snjór hlifði þeim lengi fyrir vorkuldanum. Heyafli manna mun ekki hafa orðið rnikið minni en vant er, þrátt fyrir sprettuleysi á túnum og heimaengjum, því að hvorttveggja var, að vel viðr- aði og eins hitt, að menn hafa seilst til heiðaengja. Nýting heyja mun vera með besta móti. Þó munu þeir, er Athugasemdir á víð og' dreif. Eftir Árnesing. —x— I. Ég heyri sagt, að einhver hreyfing sé nú að komast á það mál í höfðstaðnum og að sum blöðin sé tekin að ræða það af noklcuru kappi.Fátt eitt hefir þó hingað borist af þeim skrifum enn sem lcomið er og fyrir því veit eg ógerla um tillögur manna eða blaða. þó fylgir .það sögu, að „Yísir“ sé járnbraut- inni andvígastur allra þeirra blaða, er til máls hafa tekið að undanförnu um samgöngumál okkar Sunnlendinga. Sum blöð- in cru talin nokkuð á tveim átt- um í málinu, en önnur gallliörð með járnhraut. Krefjast þau þess að sögn með allmiklu yfir- Iæti, að liafist verði handa um lagning brautarinnar þegar á næstu árum. Ef til vill stendur þessi undar- legi fjörkippur og krafan um járnbraut að einhverju leyti í sambandi við fund þann um málið, er dómsmálaráðherra efndi til nú i liaust. Er þó mælt, að undirtektir manna á þeim fundi hafi verið harla daufar og fundurinn allur hin mesta markleysa. Sú skoðun mun og nokkuð almenn hér eystra, að fundarboðandi sé í raun réttri lítill vinur járnbrautarniálsins. Og um embættisbróður hans, atvinnumálaráðheri-ann, sem raunar kom livergi nærri þessu fundarhaldi, er það vitað, að hann var mjög mótsnúinn stór- iðjubraski Titans við Urriða- foss, þó að járnbraut væri höfð þar að agni. — þykir mönnum liér eystra sennilegast, að nú- verandi atvinnumálaráðherra sé andvígur járnbrau tarmáli nu í hverri mynd sem það er fram borið. Og vel þykir hann hafa reynst i viðskiftum sínum við „Titan“, og mun þó þar hafa verið við ramman reip að draga. pvi er ekki áð leyna, að fjöldi manna hér eystra bar mikinn er jafnvel varið og peim sem pér bætið við kpónuna fii þess að geta fengið TEOFANI. Fæst þai* sem um ©a» spurt. Skautar: Karla — Kvenna — Barna. Gljáðir1 og nikkelhúðaðir. Fjölda teg. með mjög mismun- andi verði. Kr. 2,70 til kr. 24,00 samstæðan. VERSL. B. H. BJARNASON. kviðboga fyrir, að ráðherrann mundi láta undan síga í því máli, öldum og óbornum ís- lendingum til tjóns og ófarnað- ar. — Er engi vafi á því, að Tr. pórhallsson, atvmráðh., hefir bætt fyrir margar syndir og stórar með þreklyndi sinu og drengskap i þvi máli. Og hon- um veitti ekki heldur af því. Mér þykir nú óviðfeklið, að Reykvíkingtn- einir eða menn „neðan heiðar“ ræði samgöngu- mál okkar Sunnlendinga, og fyr- ir því vildi eg leyfa mér að leggja þar fáein orð i belg. — Eg hefi þó ekki þau gögn í höndum, að cg geti rætt járn- brautarmálið til lilítar i ein- slökum atriðum. Eg hefi ekki með höndum áætlanir verk- fræðinga um kostnað við lagn- ing járnbrautar austur liingað, en eittlivað rámar mig þó í, að talað liafi verið um nálega 6 milj. kr. lagningarkostnað, sam- kvæmt síðustu „niðurfærðum“ og „lagfærðum“ áætlunum. Mundi þá ekki fjarri lagi að ætla, að kostnaðurinn yrði ekki undir 9—10 miljónum króna, ef að likindum lætur, og höfð er nokkur hliðsjón af áætlim- um verkfræðinga um þau fyr- irtæki héreystra, sem okkur eru kunnust, minnisstæðusl og þungbærust. Við höfum líklega öllu meiri og dýrkeyptari réynslu af áætlunum verkfræð- inga, en öiinur hcruð landsins, og erum satt að segja komnir að þeirri niðurstöðu, að ekkert vit geti verið í því, að gera ráð fyi'ir öðru, en að allar þess lconar áætlanir reynist meira og minna rangar og æfinlega langt of lágar. — En of lágar áætlan- ir erú stórum háskalegar, því að þær verða oft og einatt til þess, að ginna menn úf í fyrir- tæki, sem þeini þætti f jarrí öllu lagi áð leggja út í, ef þeir vissu gerla um kostnaðinn í upphafi. Fátækt þjóðfélag verður að sníða sér stakk eftir vexti og sama máli gegnir um sýslufé- lög, hreppsfélög og einstaka menn. — En það mun mála sannast, að þessu héraði hafi ekki verið sniðinn stakkur eftir vexti að undanförnu. Áveitu- kostnaðurinn er nú orðinn ír.iklu meiri en svo, að bændur fái undir risið hjálparlaust, og hagnaðurinn í aðra hönd er því miður býsna tvísýnn og vafa- samur. En ekki skyldi rnenn þó örvænla, heldur vona í lengstu lög, að upp af þeim miklu og dýru verkum vaxi aukin hag- sæld og velmegan, er stundir líða. En útlitið liér í sýslu er Iivergi nærri gott eða glæsilegt. — Sparisjóðurinn á Eyrarbakka er hruninn í rústir, eins og kunnugt er. Útbú Landsbank- ans á Selfossí hefir orðið fyrir stórfeldum töpum, svo sem aug- ljóst er af reikningum bankans. Má ætla, að mestur hluti þess fjár hafi tapast eða tapist liér eystra. En hvað er nú orðið af öllu því mikla fé, sem streymt hefir út til almennings í þess- um héruðum? Eg hygg að örð- ugt muni reynast, að benda á meiri hluta þess í arðvænlegum fyrirtækjum. Og ekki hefir síld- in gleypt það, en eins og menn vita, hefir það verið mikill sið- ur, að kenna henni um flest skakkaföll. Sannleikurinn er 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæ8i kaffibætisins enda er hann heiznsfrægnr og hefir 9 s i n n u m hlot- i'ð gull- og silfurmedaliur vegna franiúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO. pað marg borgar sig. í heildsöln hjá HALLÐÓRI EIRÍKSSYNI Hafnarstæti 222. Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.