Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 3
VISIR sá, að mikið af þessu fé hefir horfið, án alira sýnilegra merkja um það, að það liafi orðið héruðunum í heild sinni eða einstökum mönnum til varanlegra hagsmuna eða bless- unar á nokkurn hátt. Bústofn- inn hefir ckki aukist til neinna muna, síst alment, og margir bændur stynja undir þyngri skuldaböggum, en þeir eru menn til að bera. — Nokkuru fé hefir verið várið til húsabóta, girðinga, túnbóta o. s. frv., en það er fráleitt nema lítið brot þeirra risa-fjárhæða, sem til almennings liafa streymt úr peningastofnunum lands og héraðs — og aldrei komið aftur. Og svo á járnbraut austur hingað að vera eina hjálpræðið! Er svo að sjá, sem suinir menn hafi talið sér trú um, að alt mundi lagast af sjálfu sér, þeg- ar hún væri komin. Samt mun þessum mönnum reynast tor- velt að benda á, að brautin geti bætt úr nokkurri þörf héraðanna, sem ekki verður uppfyll á auðveldarí hátt og langt um kostnaðarminni. Menn þvkjast fara nærri um það, eftir áætlunum verkfræð- inganna að dæma og reynslunni, sem fengin er af slíkum áætlun- um, að 'brautin muni kosta 9— 10 milj. kr. af stofni. Og menn geta ekki komið auga á nokkura skynsamlega ástæðu, sem mæli með því, að slíkt fyrirtæki geti borið sig i rekstri, þvi að flutn- ingsþörfin er og verður lítil til þess að gera. — Járnbrautin mundi ekki gela borið sig í rekstri, jafnvel þó að gripið yrði til þeirra örþrifaráða og ofbeldis, að einoka alla flutn- inga í höndum liennar. En þjóðin — allir íslending- ar — yrði að horga brúsann um alla framtíð — engum til gagns >eða þá að eins sárfáum mönn- 'íim. Frh. Ný bðki Frá öðrum heimi. Samlal dáins sonar við föður sinn. Eftir J. H. D. Miller. Þýð- ing eftir H. S. B. Reykja- vík 1928. Bók þessi er nýkomin út, og eins og titill liennar ber með sér, fjallar liún um ýmsar fregnir af framlialdslífi manna, eftir að hérvistin er á enda kljáð. Allar eru frásagn- irnar mjög blátt áfram og lausar við allan lieimspekileg- an rembing, skemtileg aflestr- ar og liverju barni skilj anlegar. Mun því varla hjá því fara, að mikil eftirspurn verði eftir bókinni og hún verði fljótt út- seld, þar sem upplagið að henni er mjög litið, en mjög virðist fara í vöxt, að menn fýsi að lesa þær bækur, sem fjalla um það efni, er bók þessi hefir að geyina, eftir þvi að dæma, livað mikið nú er keypt á landi hér af útlendum og dýrum bókum um þetta mál. Þó að fáir menn hér á landi þekki liöfund þessarar bókar, Mr. J. H. D. Miller, þá kannast flestir Islendingar við þann rnann, sem skrifað hefir for- mála fyrir bókinni og mælt með henni, — þvi að það er enginn annar en skáldsagna- höfundurinn Sir Arthur Conan Doyle, sem teljast má einliver eindregnasti talsmaður spirit- istiskra málefna. Þýðandinn, Hannes S. Blön- dal skáld, er þaulvanur og ágætur þýðari, eins og sjá má á þessari bók. Bókin er prentuð i Félags- prentsmiðjunni og frágangur allur hinn snyrtilegasti, góður ]iappir og fallegt letur og greinilegt. Bókin fæst hjá útgefanda, Njálsgötu 10 A og víðar, og kostar að eins 4 krónur. Bæjarfréttir □ EDDA. 592811187 - Fyrirl. St.\ M.-. I. 0. 0. F. 3 = 11011128 = 9. II. Slys. í gærkveldi varð lítill dreng- ur (7—8 ára) fyrír hjóli í Aðalstræti og fótbrotnaði. Hann var fluttur í sjúkrahús. Ekki vita menn, liver valdur var að slysinu, því að lijól- reiðamaðurinn var horfinn, þegaf komið var að drengnum. Veðurhorfur. I gærkveldi var austan storm- ur við Vestmannaeyjar en kaldi eða stinningsgola sunnanlands. Hægur suðaustan frá Breiða- firði um Vestfjörðu, Norður- land og Austurland. Hiti á Suð- urlandi og suðveslurlandi 2—4 stig, en frost á-Norðurlandi og Austurlandi 3—7 stig. I dag eru horfur á suðaustan og austan kálda. Skýjað loft, úrkomulítið og frostlaust. Vísir er sex síður i dag. I auka- blaðinu er merkileg ritgerð eftir Dr. Helga Pjeturss, auk sögunnar o. fl. V opnahlésdagurinn er í dag, og eru nú 10 ár síð- an er' styrjöldinni var lokið. Dagur þessi hefir síðan verið hátíðlegur haldinn í öllum lönd- um bandamanna og ef til vill víðar. Búast má við, að sérstak- lega milcið verði um dýrðir i dag með þjóðum þeim, sem fengu sigur. Höslaildur Björnsson frá Dilksnesi i Hornafirði opnar málverkasýningu í dag á Laugaveg 1, bakhúsið. Hann þykir mjög efnilegur og hefir verið hvattur til að sýna mynd- ir sinar. Sjá augl. hér i blaðinu. íþróttafélag Reykjavíkur heldur i dag hlutaveltu mikla að pormóðsstöðum við Skerja- fjörð. Hefst hún kl. 2 eftir liá- degi. „Vaknið, börn ljóssins“ heitir bók, sem frú Svava pór- liallsdóttir liefir þýtt, og aug- lýst er í blaðinu i dag. Hún er Nýkonmar birgðir af gólf- flisum og veggflísum. Sigríðar Erlends heldur áfrarn i nokkra daga. öllum holl lesning, bæði urigum og gömlum. Málverkasýning Sigríðar Er- lends. Þar hefir selst mynd af bænum Höfn við Reykja- vík (kaupandi frú Soffía Kjar- an) og önnur (pastell) af „blómi í vasa“ (kaupandi frú Arndís Árnason). Æskilegl væri að lögreglan hefði gætur á umferð í dag við gatnamót Suðurgötu og Túngötu, því að búast má við mikilli umferð þar, vegna hlutaveltunnar á Þormóðsstöðum. Kristileg’ samkoma í kveld kl. 8 á Njálsgötu 1. Allir velkomnir. Nova var á Akureyri í gær, á leið hingað. I. O. G. T. St. Dröfn nr. 55 heldur fund sinn í dag á vanalegum stað kl. lj/2 e. li. Fundarefni: Inn- taka, innsetning embættis- manna og ef timi vinst verða framhaldsumræður frá síðasta fundi. Þeir, sem beðið höfðu um orðið á síðasta fundi, eru beðnir að mæta. Æt. „Farfuglafundur“, sá fyrsti á þessum vetri, verður annað kveld kl. 8% í Iðnó. Skúli Skúlason ritstjóri flytur þar erindi. — Allir ung- mennafélagar utan af landi sem i bænum dvelja, eru vel- komnir á fundinn. Samvinnan, 1. og 2. liefti 22. árgangs, er nýkomin út. Þar er fyrst grein um Guðjón Guðlaugsson fyri*- um kaupfélagsstjóra og alþm., einn af ötulustu forvígismönn- um samvinnustefnunnar. Námsskeið í veggfóðrun og dúkalagningu verður haldið hér i vetur og hefst um næstu mánaðamót. — Sjá augl. Dansskóli Ruth Hanson. Æfingatima smábarna verð- ur breytt, og verður hann framvegis hvern mánudag frá kl. 4—6 og stærri barna frá kl. 6—8. Foreldrar nemendanna eru beðnir að athuga þetta. — Danssýningin verður endur- tekin bráðlega. Nýkomið fyrsta flokks átsúkkulaði og konfekt. Fjölbreytt úrval. A. Obeuhanpt Hálverkasýninga opnar Höskuldup Björnsson í dag á Laugaveg 1 bakhúsinu. Verður liún daglega opin kl. 10—12 og ki. 1—9. TILKYNNING. VAXDÚK fyrir eldhúsbnS — margar tegundir fyr- irliggjandi. Verðið — hvergí betra. — VÖRBHÚSIÐ. iíiOKWÍÍOOOÍSÍÍíXSÍStÍÍÍÍiOOOCOOOÍÍÍ s íl O 8 o « « A útsölunni í íersliin Brúarfoss, | « » » §Laugaveg 18, fáið þér best- g « <? ar silkigolftreyjur á 9,90, g « góða kvenboli á 1,90, sterk- « jj ar kvenbuxur á 1,75, góða « íí silkisokka á 1,75, man- « S « « chettskyrtur á 4,95 o. m. fl. g « « 8 i Brúarfoss. g » « Íccíiíicíiíiísíiísíiíitsísíiíiecciíiccíiísí Studebaker eru bíla bestir. B. S. R. hefir Studebaker drossíur. B. S. R. hefir fastar ferðir til Vifilsstaða, Hafnarfjarðar og austur i Fljótshlíð alla daga. Afgreiðslusímar: 715 og 716. þttð sem uppselt var af vörum og síðan margeftirspurt, er komið aftur. T. d. Drengja Karlmanna Unglinga Karlmanna- Rykfrakkarnir, allar tegundir. Regnkápurnar. (Ruskinn). (W I fn Dömu- Karlmanna Unglinga Drengja Vetrarfrakkar á drengi og fullorðna. Hvítu kvenslopparnir. Kjólaflauelið, margir litir. og fjölda margt fleira. Franska klæðið kemur með næstu ferð. Asg. G. Guimlaugs- son & Go. Námskeið í veggfóðrun og dúkalagningu verður haldið í vetur. Byrjar um næstu mánaðamót. — Ágætt tækifæri fyrir laglienta menn að tryggja sér góða atvinnu. — Talið sem fyrst við Bertel Sig- urgeirsson húsasmið, Bergstaða- stræti 54. Simi: 2175.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.