Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 5

Vísir - 11.11.1928, Blaðsíða 5
VlSIE Píaiió og Flýgel af aííra vönduðastu gerð hefi eg til sölu og panta fyrir þá, er þess óska. Til sýnis eru vottorð um gæði þessara hljóðfæra frá þeim snillingunum: F. LISZT, MAX REGER, RICHARD STRAUSS, RIC- HARD WAGÍTER, o. fl. Þeir, sem vilja vera vissir um að fá áreiðanlega góð hljóðfæri, og xyrir t verð, miðað við gæðin, geta ábyggilega fengið þau hjá mér. Virðingarfyllst ÍSÓLFUR PÁLSSON. Hðfaðskáldið danska og hiö mikla upphaf. i. Danska skáldið Jolis. V. Jensen mun óhætt að telja einn af allra pennafærustu mönnum sem nú eru uppi, og hefir mér þótt gaman áð sjá hversu mik- inn álauga svo liðgóður maður hefir fengið á liffræði. Er eg Jensen sérstaklega þakklátur fyrir hin ágætu eftirmæli sem liann skrifaði eftir vin minn og kennara Herluf Winge. Hefir skáldið og notið mikillar fræðslu af Winge, sem var einn af ágætustu visindamönnum Dana,ogátti,ef til vill.ekkineinn sinn liká á þvi sviði dýrafræð- innar, sem hann lagði sérstak- lega stund á. í hinum fróðlegu dálkum „Lögréttu“ „tlm viða veröld“, 10. okt. si., segir V. p. G. nokkuð af bók, sem Jensen hafi í smiðum, og kemur þar í ljós, að hinn danski ritsnilling- ur er farinn að hafa áhuga á lífinu á öðrum stjörnum. Fer sú hreyfing nú vaxandi, og sið- an eg gat um bók Young- husbands, hins enska lierfor- ingja og landfræðings, Life in the stars, hefi eg séð þess getið, að dr. Barnes biskup í Birming- ham, hefir einnig látið í ljós áhuga á því máli, og er slíkt vissulega eftirtektarvert tákn tímanna, þvi að menn vænta alls annai’s fremur af biskup- um, jafnvel þó að mjög merkir séu, en framfaraliugsana i lif- fræði, enda var það einmitt kristin kirkja, sem bældi niður þenna vísi til vitneskju um lif- ið á sjörnunum, sem til var frá fornöld. En nú er það sem þvi máli skal komið á sigurbraut. Mjög þykir mér það virðing- arvert að Johs. V. Jensen gerir þó ráð fyrir að lifgeislan milli hnatta geti átt sjer stað. En þar sem hann talar um hina fyrstu lifandi frumu sem nálarauga er ekki verði komist i gegnum, eða m. ö. o., að þar sé um gátu að ræða, sem sé með öllu óviðráð- anleg, þá er það ekki rjett. Hinn magnandi kraftur sem leitar út x æsar ófullkomleikans, byggir sér undirstöðu, eða lxleður und- ir sig, þannig að hann geti ávalt komið fram á fullkomnari liált. (Sjá ritgerðina „Hið mikla samband“ í Nýal). Hann bygg- ir upp ódeili (atom) og raðai’ þeim í samagnir (molecule) og þegar samögnin er orðin nógu samsett, þá getur þyrping af slíkum tekið við lífhleðslunni, og hin fyrsta lifandi fruma, fyrstlingur lífsins, kemur þá fram á þeim hnetti. n. V. p. G. hefir þgð eftip Jolxs. V. jfanyKÐ, að lifið sé i.ðrofin heild“. og er slíkt oft sagt, en það er mjög rangt. það er einmitt það sem að er hjá oss lxér á útskækl- um tilverunnar, að lífið er ekki heild. Og af þvi hlýst alt hið illa. En lífið á að verða heild. því lengra sem lífið er komið á einhverri stjörnu, þvi fremur iniðar alt til að koma á þessari lífheild eða lifsambandi. Öll vinna, öll skemtun, miðar að því. Og nú er hér á jöi’ðu að byrja að rofa til í þessum efnurn, enda ekki seinna vænna, því að svo má lxeita, að mannkyn jarð- ar vorrar sé á barrni glötunar- innar og ætti slcamt eftir, ef ekki yrðu bjargráð fundin. En svo er þó nú farið að horfa, að óhætt er að segja það fyrir, að það mun takast. Mun mega segja að sú björgunarstarfsemi sé vel hafin, þegar farið verð- ur að reisa stöðvar til sam- bands við lifið á öðrum stjörn- unx, og ættu íslendingar að verða þar foi’gönguþjóð, eins og eg hefi minst á i annari grein. III. Mikið er nú talað um frið með öllum þjóðunx, og bræðralag. En það er ekki nóg. „Bræðr munu berjask“. Menn verða að vita, að það getur komist á nokkurslconar líftaug allra manna á milli, og vinna að þvi að það verði. pegar það er orð- ið, mun enginn hrapa niður í þær gjár sem lieita kvöl og ör- vænting, og lifið hæltir að vera á Helvegi. þess konar líftaug hefir komist á stundum og þó á ófullkominn hátt; en þó að menn fái fréttir af slíku, þá trúa sumir ekki, en aðrir telja krafta- verk og yfirnáttúrlegt. Af þessu tagi eru hin ótrúlegu tíðindi, sem sögð eru frá Theresu Neu- mann í Konnersreuth. Mánuð- um saman hefir hún hvorki bragðað þurt né vott. Húú er, að lcveldi föstudags lilcust því sem lxún væri liðið lik, að þvi er góðar lieimildir segja, og hefir blætt til muna iu- augum og sárunx. En næsta dag er liún hin hressasta, rjóð í kinnum og liefir þyngst, ef eg nxan rétt, uixi 7 pund. Margir eru til vitnis um þetta, og hættir það að vera dul- arfult þegar menn vita að sam- band gelur komist á eða líftaug, þannig að einxx líkami fái þátt í ástandi annars. Theresa hefir tekið þátt í dauðastriði stúlku sem var í öðru liúsi og alllangt burtu, og svipað er sagt af öðru fóllci sanxs konar. En ef nógu íxiargir hefðu verið um slíka þátttöku, þá hefði ekkert dauða- strið oi’ðið. Að því er nxjer lief- ir virst, þá er nokkur líkaxnleg þátttaka i stríði deyjandi nxanna, ekki mjög óalgeng, en þetta er á svo lágu stigi, að það kemur eþki að gagni. Mun á þessu verða rnxkil og skjót breyting i rétta átt, þegar.betra samband verður fengið við fullkomnari lífverur á öðrum stjörnum. 9. nóv. Helgi Pjeturss. jxeir bræður, Bjarni og Krist- inn Péturssynir, liafa hrundið af stað einu afarþörfu iðjufyrir- tæki, með þvi að stofna með- alalýsistunnuverksmiðju sína. pörfinni fyrir auknum innlend- unx iðnaði þarf varla að lýsa, enda þótt eg vilji ekki láta hjá líða að gera það nxeð örfáum oi’ðum. pörfin er öllum ljós af þvi, að útgerðin muix nota nú um 30 þúsund tunnur á ári, og mun láta nærri, að út úr landinu fari árlega upp undir hálfa xxxiljón króna. „Drjúgur er heima fenginn baggi,“ segir máltækið, og svo er unx þetta. Dugnaðar og framfaramaðurinn Pétur heitinn Jónsson faðir þeirra bræðra gerði sér blikksmiðju 1906—07, þar senx nú er Ás- garður, smjörlíkisgerðin, og rali hann liana ásaixxt þeinx sonum sinum, jxar til lxann féll i val- inn. Öllunx Reykvíkingum var hann að svo góðu kunnur, að eg læt þetta nægja um hans starf- semi á ýmsum sviðum. J?á reistu þeir bi’æður sér 1910—11 stóra blikksmiðju, rétt ofan við' Slippinn, og liafa unnið þar öll þessi ár, þar til nú i sumar, að þeir bygðu sér stóra viðbygg- ingu til að hafa til afnota fyrir blikklunnugerðina og vinna þar íxú eingöixgu við hana 7—8 íxxenn og verður fjölgað eftír þörfum, þvi að nóg er húsrúm og gott fyrir nxjög íxiarga menn, ef á þarf að lialda, i liinu nýja liúsi. — Stórhýsi hafa þeir keypt sér við Tryggvagötu, sem íxoí- ast ixú fyrir alls konar vélar til- lieyrandi trétunnugerðinni. í hálfu húsinu nyrðra standa 8 vélar, reknar nxeð rafoi’ku, hinxx helmingui’inn af húsinu notast fyrir efnivið og tunnugeynxslu. Við áðui’nefndar vélar vinna nú 5 nxenn, en verður fjölgað eftir þörfunx. Uppi á lofti er vinnu- stofa fyrir 5 nxenn, sem ein- göngu vimxa að sanxsetixingu á trétunnum, sem eru látnar utan um blikktunnurnar, til að vei’ja þær skeixxdum, því að þær eru auðvitað úr þunnu blikki, en dýr vara meðalalýsið, svo að nauðsyn er á góðuixx unxbúðum . þeir bræður ætla að endui’- bæta vélarnar eftir hendinni og fá sér fleiri af nýjustu gerðum til jxess að allar tunnunxar geti fjdlilega svarað til þess besta, senx nú er til í þeirri grein. Alt blikk er frá enskri verk- smiðju, senx hefir mesla sölu á blikki til Noregs og er af, Norðmönnum viðurkend fyrir vöruvöndun. Umsögn Norð- maxxna á þvi sviði er mikils virði, þar seixi þeir eru sú þjóð- in i allri veröldinni, sem hefir mesta og besta reynslu í meðala- lýsisgerð, Nýfundnaland geixgur þeinx næst. Og nxér er sagt, að íslenskir lýsisframleíðenduif ætli Sunnúd. 11. nóv. 1938. Margar endurbætur. Lægra verð. I CHEVROLETá Chevrolet vörubifreiðar eru enn á ný mikið endur- bættar. Sérstaldega má nefna: Hömlur (bremsur) á öllum hjólum. Fimm gír, 4 áfram og 1 aftur á bak. Stex’kari gírkassi með öxlum er renna i legum í stað „busninga“. Sterkari framöxull. Sterkari stýrisumbúnaður. Stýrisboltar í kúlulegunx. Sterkari hjöruliður. Framfjaðrir með blöðum sem vinna á nxóti hristingi og höggum, á vondúm vegum. Hlif framan á grindimxi til að verja vatnskassa og bretti skemdum við árekstur. Burðarmagn 1500 kíló (1866 kiló á grind). General Motors smíðar nú um helming allra bifreiða sem framleiddar eru í veröldinni, og þess vegna hefir tekist að endurbæta bifreiðarnar og lækka verðið. Chevrolet vörubifreiðar kosta kr. 2970,00 hér á staðn- um. Yerð á varahlutum lækkað xnjög mikið. Chevrolet fæst nú með GMAC hagkvæmu borgunar- skilmálum eins og aðrar General Motors bifreiðar. Jóli. Ólafsson & Co. Reykjavík. Umboðsmenn General Motors bifreiða á íslandi. líka að fara að tylla sér á skör- ina. Betra er seint en aldrei. Alt efni í trétunnurnar er xxxjög gott að sjá, og blikktunn- ui-nar eru áður þektar og standa fyllilega á sporði því, sem eg lxefi séð á ei’leixum verkstofum. Óskandi væri að allir innlendir lýsisfranxleiðendur vildu nota sér liina nýju blikktunnuverk- smiðju, og sýndu þar nxeð, að þeir vilja hlynna að innlendmxx iðnaði, því að nógir eru byrjun- arerfiðleikarnir sanxt, og létu öll sín viðskifti lenda lxjá þeim bræðrum að svo miklu leyti, sem þéir gætu fullnægt eftir- spurninni, ef þær reynast ekki dýrari en erlendar, seixi mun ekki verða. Maður verður að telja sjálfsagt, að peningastofn- anir landsins fylgist með í öll- um slíkunx þjóðþrifaxxxáluin sein þessu, og bjóði sína aðstoð, þó í litlum stíl væri. J?eir bræður eiga allra þökk fyrir framtak sitt og dugnað á þessu sviði, og væri óskandi að upp rísi inn- lendur iðnaður í sem flestunx greinum, þvi að nóg eru verk- efnin, en vantar framtakið. R. S. Ur og klukkur af bestu tegund, fást nieð afslætti. Notið tækifærið fyrir ferminguna. gullsmiður Laugaveg 8. Veödeildarbrjef Bankavaxtabrjef (veðdeildar- { brjef) 7. fiokks veðdeiídsi Landsbankans fást keypt í | Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxtabrjefum þeasa ftokks sru 5*/0, er greið ast t tvwmu lagi, 2. janúar og 1. jölf ár hvert. Sðluverð brjefanna er 89 ! krówir lýrir 100 króna brjef að nafnverBI. Brjafín hljófla á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. Landsbanki Íslands V---, ............ ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.