Vísir - 12.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 12.12.1928, Blaðsíða 2
VISÍR Höfum JTengið: JOödlur, FíIsJuf, Þurkud epli, Gerduftið ,Backin(. Símskeyti Khöfn, xi. des., F.B. Konungur Bretlands er hættulega veikur enn. Frá London er símah : Bretakon- nng-i hefir enn versnaö. Enxbættis- iiienn í konungshöllinni segja, <a'ð lieilsufar konungsins sé rnjög al- varlegt. Prinsinn af Wales kom í gær til Brindisi og lagöi strax af sta8 í hrahlest, sem honurn var sér- .staklega ætluð, áleiöis til London. Skærumar í Suður-Ameríku. Frá New 'York er síma'ö: Mikill mannfjöldi hefir safnast saman fyrir utan stjóraárbygginguna i Boliviu og heimtaö, að Bolivia segi Paraguay stríð á hendur. Sendiherra Mexico í Montevideo, sem er formaður gerðardómstóls, 'sem stofnaður var til þess að út- Idjá landamæradeilur ríkjanna í Su'öur-Ameríku, hefir skoraö á Paraguay og Boliviu a‘ð útnefna fulltrúa, til þess a'ö reyna aö jafna deilúna á friösamlegán hátt. — Stjórnin í Boliviu hefir neitaö arö veröa viö áskoruninni. Ráðstefna í Washington. Al-amerísk ráöstefna, til þess aö semja gerðardómssamninga sam- kvæmt tillögu Havana-fundarins í janúar, hófst í gær. Coolidge for- seti setti ráöstefnuna. Tuttugu og eitt ríki tekur þátt Lhenni. „Landráðamaður“ kosinn á þing. Frá Antwerpen er símað til Rit- zau-fréttastofunnar, að doktor Borms, foringi Flæmingja á ófrið- arárunum, hafi verið kosinn þing- maður í staðinn fyrir nýlátinn -frjálslyndan þingmann. Til þess að tryggja kosningu Borins, greiddu kommúnistar ekki atkvæði. Borms var dærndur t-il lífláts 1919 fyrir tandráð, en var seinna náðaður og liflátsdóminum breytt í æfilangt fangelsi. xxxxxxxxxkxxííxxxíöíxíqííííööí Hina aftourða fallegu kveiskö ör rúskinni og lakki, sem mikiö befur verið spurt um, fengum við nú aftur með e.s. „ísianfl“. Hvannbergsiiræður. SSOOOOOOOtÍtXXXKXÍtSOÍÍOOtÍtÍOOt p I0°|o afsláttur í; til jóla á hinum viðurkendu « fallegu íí regnfrökkum. | G. Bjarnason & Fjeldstefl. Minningarsjóður um Roald Amundsen. Frá Osló er-simað : Blaðamanna- félag Noregs og norsk vísindafé- lög, sem gengist hafa fyrir sam- skotum til þess að stofna Amund- sens-sjóð, hafa ákveðið, að rentun- nm verði varið til landfræðilegra og annara vísindalegra rannsókna. —x— 1 fyrra mánuði birti norska blaðið „Bergens Tidenda“ svo lát- andi skeyti frá Berlin: Viðskifta-sendisveitin rússneska í Berlín hefir orðið fyrir gífurlegri tilraun til fjársvika, sem veldur miklu urntali, bæði vegna jxess, hve fjárhæðin er mikil, og vegna mann- anna, sem riðnir eru við svikin. Svik þessi eru fólgin í víðtækum víxlafölsunum, sem ætla má að verði af.drifaríkari fj'rír þá sök, að hinn opinberi stimpill viðskifta- sendisveitarinnar er á vixlunum, annað hvort falsaður eða tekinn í heimildarleysi. Annar víxlafalsarinn er hróðir Litvinovs hins alkunna ráðstjórnar- manns, en hinn er alkunnur fjár- glæframaður, sem heitir ísrael. Holtzmann, og alræmdur er af öðr- urn málum. Litvinov var settur til að gegna störfum í viðskiftasendisveitinni í Berlín, og þar og þá mun hann efalaust hafa náð í eyðuhlöð þau, sem hann notaði síðar til þessara falsana. Hinir fölsuðu vixlar nema alt að fjórum miljónum gullmarka. Lit- vinov hefir flúið, og er talið að hann leynist nú í Belgíu. Ekki þylc- ir fullvist enn, hvern þátt ísrael Holtzmann eigi í svikunum. Hann var gerður / landrækur úr Þýska- landi í íyrra. Hann átti þá engan eyri, en fyrir eitthvað hálfum mán- uði kom sú fregn frá París, að hann hefði grætt 100 miljónir franka á einu ári. Þessi afarmikli gróði verður mönnum ekki torskil- inn, þegar það er uppvíst orðið, að Holtzmann hefir átt ])átt í áður- nefndum fölsunum. Þeir, sem beðið hafa mest tjón af þessum svikum, eru sennilega tveir hrekklausir menn, sem treyst hafa á, að stimpill viðskifta-sendi- sveitarinnar og hinar fölsuðu und- irskriftir starfsmanna hennar, væri full trygging fyrir ágæti víxlanna. Árið 1918 hafði Holtzmann átt víðtæk verslunarviðskifti fyrir vistadeild ráðstjórnarinnar óg með- al annars komið í kring innflutn- ingi sykurs til Þýskalands. Menn eru hræddir uin, að sumir víxlarn- ir hafi komist í hendur grunlausum mönnum, og að þeir kunni siðar að krefjast skaðabóta af viðskifta- sendisveitinni í Berlín. Bæjar£réttir Veðrið í gær. Iiiti í Reykjavík 1 st., ísafirði 3, Akureyri -i-i, Seyðisfirði 4, .Vest- mannaeyjum 2, Stykkishólmi 2, Blönduósi 2,. Raufarhöfn 3, Hólum í Hornafirði 1, Grindavík 2, Fær- eyjum 6, Julianehaab -r- 5> Jan Maýen 2, Angmagsalik -4-9, Hjalt- landi 6, Tynemouth 6, Kaupmanna- höfn 3 st. Mestur hiti hér í gær 2 st., minstur o st. Úrkoma 2,5 mm. Grunn, kyrstæð lægð vestur af ís- landi og önnur lægð suðvestur í háfi á austurleið. Hæð yfir íshaf- inu norður af Jan Mayan. Norð- austan snarpur vindur og hríðar- veður á Halamiðum. Horfur: Suð" vesturland, Faxaflói og Breiða- fjörður: í dag og nótt sunnan kaldi. Dálítil úrkoma. Vestfirðir: í dag og nótt suðaustan kaldi. Úr- komulítið. Batnandi veður úti fyr- ir. Norðurland, norðausturland, Austfirðir: í dag og nótt sunnan og suðaustan gola. Úrkomulítið. Suðausturíand: í dag og nótt suð- austan kaldi. Dálítil úrkoma. Vísir er sex síður i dag. Sagan er i aukablaðinu. , • Dönsk blöð hafa minst Magnúsar heitins Kristjánssonar mjög hlýlega. Yfirforingi á varðskipinu Fyllu verður næsta ár Orlogskapt. von der Hude, en næstur honum gengur Masgaard kapteinn. (Sendiherrafrétt). E.s. Island kom í gærkveldi kl.'8J4. Meðal farþega voru: Hjalti Jónsson, framkvæmdarstjóri, Eyjólfur Jó- liannsson framkvæmdarstj., Chri- stensen lyfsali og frú, o. fl. Karlakór K.F.U.M. endurtekur samsöng sinn í kveld kl. 71/2 í Gamla Bíó í sið- asta sinn. Hljómsveit Reykjavíkur endurtelcur hljómleika sína á morgun kl. 7% í Gamla Bió. Aðalfundur J arðræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn kl. 2 á morgun í skrifstofu Fasteignaeigendafélags- iíis í Landsbankanum (efstu hæð). Félag frjálslyndra manna í Reykjavík heldur fund í Báruhúsinu annað kveld kl. 8ý£. Sjá augl. Eimskipafélagið. Áætlun um ferðir þess næsta ár er nú komih út. Gullfoss kemur hingáð 17. janúar og Lagarfoss 20. í^lensk Ijósmyrtd í hverjum pikka ein i" KRÓNA IJzzdÍ 20 8TYKKI. Fást hvapvetna janúar og eru það fyrstu ferðir fé- lagsskipanna hingað á árinu. Ham- borgarferðunum hefir verið fjölg- að nokkuð frá því sem verið hefir á þessu ári. Frá stjórn Eimskipafél. Islands. 11. des. FB. Sjómannafélagið hefir sagt upp samningi sínum við Eim- skipafélagið frá næsta nýári og gert kröfur, sem stjórn félags- ins hefir ekki séð sér fært að ganga að. Aftur á móti hefir stjórn Eimskipafélagsins boðið að framlengja núverandi samning við Sjómannafélagið. Hafa stjórnir félaganna átt einn við- talsfund um málið. Merkúr heldur fund í Kaupþingssalnum í kveld kl. 8J4. Sjá augl. Lifandi refir. Frá ársbyrjun til októberloka þ. á. hafa 379 lifandi refir verið flutíir úr landi. Verðmæti þeirra er talið 109560 kr., eða rúmar 289 kr. fyrir hvern. Refaræktin er sýnilega að verða arðvænleg atvinnugrein hér á landi, og þarf nú meira en tvö markaðs- hross til þess að jafnast á við einn ref að verðmæti. Garnaverslun. Garnir, hreinsaðar og saltað- ar, hafa verið fluttar út á þessu ári, til loka októbermánaðar, fyrir rúmar 144 þús. kr. — Árið sem leið nam útflutningur þess- arar vörutegundar tæpum 72 þús. kr., og hefir liann því tvö- faldast á þessu ári. (Hagtíð.). Fryst kjöt. í októbermánuði siðastliðnum voru flutt til útlanda 427026 kg. af frystu kjöti og er verðið tal- ið 387800 krónur. í fyrra nam útflutningur á frystu kjöti 226745 kg., en verðið var 195360 kr. — þá var og flutt út kælt kjöt fyrir 32610 kr., en af þeirri vörutegund hefir ekkert verið flutt út á þessu hausti. (Hag- tíðindi). Stúdentaféiag Reykjavíkur heldur fund á Skjaldbreið annað kveld kl. 8%. M. a. mun nefnd sú, er kosin var lil að athuga Iivort tiltækilegt væri að halda hér norrænt stúdentamót skila af sér störfum. ísíensk heiðursmerki. 1. þ. m. vora þessir landar vorir sæmdir þessum heiðursmerkjum Fálkaorðunríar: Stórriddari með stjörnu: Hæstaréttardómstjóri Páll Einarsson. Stórriddarar: Síra Val- demar Ó. Briem, vígslubiskup og Guðmundur Sveinbjörnsson skrif- síofustjóri. Riddarar: Síra Hálfdan' Gu'ðjónsson vígslubiskup, síra ÓI- aíur Ólafsson fríkirkjuprestur, frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Þorleifur Jónsson póstmeistari, Jóhannes Sigfússon f. yfirkennari, Sigurður H. Kvaran, f. héraðslæknir, Sig- tirður Kristjánsson f. forleggjarí og bóksali, Gísli Johnsen konsúll, Magnús Friðriksson f. óðalsbóndí á Staðarfelli, Pétur Jónsson óperu- sönvari. Emil Walter fyrrum sendisveitarritari Tékkó- slóvaka í Stokkhólmi er nú orðinn skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu i Prag. Hefir hann nýlega fengið viourkenda doktorsritgerð eftir sig og ver hana á næstunni. Fjallar hún um „skyld efni í bók- mentum íslendinga og Tékka og Færeyinga og Tékka“, ög er einn kaflinn um íslenska sálma af tékk- neskum uppruna. í árbók sænsk- íslenska félagsins hefir hann skrif- að langa ferðalýsingu frá íslandi. Innan skamms lcemur út vönduð út- gáfa af þýðingu Walters á Gylfa- ginningu og einnig heíir hann lok- ið við þýðingu á Vatnsdælu. Er Walter óþreytaridi í þvi að auka þekkingu landa sinna á íslandi og íslenskum bókmentum. Hjálpræðisherinn hefir sett upp stórt og skraut- legt jólatré á Austurvelli. par við er jólapottur og enn fremur víða á götunum, eins og áður hefir tiðkast. Hafa bæjarbúar lagt drjúgan fjárslcerf í jóla- potta Hjálpræðishersins á und- anförnum vetrum og hefir þeim gjöfum verið varið til-þess að gleðja fátæklinga, gamal- menni og börn, um hátíðarnar. pess er vænst, að fólk muni eft- ir jólapottunum ekid síður nú en að undanförnu, því að þörf- in fyrir hjálp mun vera mikil. Safnaðarfundur verðnr í dómkirkjunni kl. 8% annað kveld, til að taka íulln- aðarákvarðanir um tillögurnar i kirkjubyggingarmálinu, sem samþyktar voru á síðasta safn- aðarfundi og dagblöðin gátu þá um. — Síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur flytur erindi á fundinum um kirkjubygg- ingamál erlendis. Jólakveðja danskra skólabarna, þeir kennarar, sem ætla að gefa börnunum jólakveðjuna, vitji hennar sem fyrst á af- greiðslu „Bjarma“, Rvík. Andri kom frá Englandi í nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.